Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 3

Morgunblaðið - 13.10.2000, Side 3
MOJIGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 C , 3 BIOBLAÐIÐ IcJny Sen Sofia Coppola: Frumraunin fær lof. Rjóm- inn frá Cannes Haustið er frábær tími i Par- ís. Það er ekki bara þægileg- ur svaiinn eftir sumarhitana og mengunina, heldurer ávaitt mikið átakgert í menn- ingarmálum á haustin til aö hrista upp í Parísarbúum eftir sumarládeyðuna. Þess vegna erhaustið kallað „End- urkoman “ (La Rentrée) og berþað nafn með réttu. lYNDIRNARfrá Cannes streyma inn meö þvílíkum hraða að það er á mörkunum að komist verði yfir allar helstu myndirnar, svo ekki sé minnst á aðra listviðburöi. Að auki fara glitr- andi kvik- myndaperl- ur þögla tímabiisins að rúlla á söfnunum. Myndirn- ar sem mest eru áberandi þetta haust eru margar hverjar glimrandi góðar. Skrfðandi tígur, dreki íleyn- um eftir AngLee hefur hlotið verðskuldað lof, svo ogfrum- raun Sofiu Coppola, Virgin Suicides, en hún fjallar um fimm systur sem allarfremja sjálfsmorð. Myndin er lita- glöð í anda Almodovar og dóttirin forðast skiljanlega að líkja eftirföðurnum, þótt andi hans sé vissulega á sveimi. Aðrar myndir sem hafa vakið athygli eru til dæmis La Captive (Fanginn), dálftið þurr og fræðileg endurkoma feminfsku kvikmyndagerðar- konunnar Chantal Akerman, tryllirinn Riviéres Pourpres (Fjólublá fljót) eftir Mathieu Kassovitz, lítt þekktan kvik- myndagerðarmann hér á landi en upprennandi spá- mann í sínu föðurlandi, Esther Khan eftir Arnaud Desplechin meö Summer Phoenix, og Memento eftir Christopher Nolan, sem er tryllirf púsluspilaformi. Þetta erbaratoppurinn afísjakan- um og Myrkradansarinn verð- ur ekki sýnd í París fyrr en um miöjan mánuðinn. Diskur Bjarkarer alls staðar í fyrstu sætum stórmarkaða. Annars ervinsælasta kvikmyndatón- listin í október úr myndunum Fjólublá fljót og Virgin Suicid- es. Það verður spennandi að fylgjast með hvort diskur Bjarkar skákar þeim eftir Parísarfrumsýninguna. Undirrituð sá hvorki tangur né tetur af hinni umdeildu mynd Baise-moi (Seröu mig) meö leikkonunni úr Romance X, en hún sló öll aðsóknar- met í júlí sl.; var jafn vinsæl og Gladíatorinn. Það sló í brýnu á milli Kvikmyndaeftir- lits ríkisins og menntamála- ráðherra Frakklands, Cather- ine Tasca, en hin síðarnefnda leyföi sýningu myndarinnarí almennum kvikmyndahúsum. í henni eru allgrófar senur, þar sem skotspónninn er karl- mannsstoltið - enda var henni kippt út þrátt fyrir leyfi frú Tasca. Frumsýning Bíóborgin frumsýnir kínversku myndina í stuöi fyrir ást eða In the Mood for Love eftir Wong Kar-wai. Astarsaga fraAsiu I stuði fyrír ást er nýjasta mynd Hong Kong-leikstjórans Wong Kar- wai, gerð árið 2000, og hreppti verð- laun á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor fyrir leik og töku. Hún gerist í Hong Kong árið 1962 og segir frá rit- stjóra nokkrum sem flytur með eig- inkonu sinni í nýtt húsnæði. I sama hús flytur einnig ung kona ásamt sínum eiginmanni. Makarnir eru báðir langdvölum í burtu, þau hafa félagsskap hvort af öðru og komast að því að makarnir eiga í ást- arævintýri. Wong Kar-wai er 42 ára gamali kvikmyndagerðarmaður sem gert hefur sjö kvikmyndir um sína daga en þrjár þeirra voru sýndar á Kvik- ! stuði fyrir ást Lelkarar: ___ Lai Chin, Maggie Cheung, Tony Leung, Rebecca Pan. Leikstjóri: WongKar-wai (Meðan tárin streyma, Fallnir engl- ar, Lukkulegir saman). myndahátíð í Reykjavík. Hann er talinn einn af framlínumönnunum í asískri kvikmyndagerð. Hann er fæddur í Shanghai en fluttist fimm ára að aldri til Hong Kong ásamt fjölskyldu sinni. Hann stuði fyrir ást: Forboðin sambönd. fór að vinna hjá sjónvarpsstöð í borginni eftir að hafa fengið mikinn áhuga á ljósmyndum og fór fljótlega að skrifa sjónvarpshandrit og síðar kvikmyndahandrit. Annars hefur hann ekki mikla trú á skrifuðum kvikmyndahandritum. Kínversk stjómvöld settu árið 1996 nýjar reglur fyrir kvik- myndagerðarmenn: Ef menn ætla að gera mynd í Kína þurfa þeir fyrst að afhenda yfirvöld- um handrit sem er alveg eins og sú mynd sem gerð verður eftir því. Um þessar reglur segir Wong: „Ég veit ekki hvaða áhrif reglurnar hafa á aðra kvik- myndagerðarmenn en sjálfur styðst ég aldrei við handrit.“ Framraun hans, Meðan tárin streyma, er eina myndin sem hann hefúr gert þar sem hann styðst við skrifað handrit. Tökumaður hans er Astralinn Christopher Doyle en sagt er að einkenni mynda Wongs sé „margbrotið myndmál þar sem svarthvítt slæst við undarlega naktar litasamsetningar, hrað- ar tökuhreyfingar í kyrra landslagi sem laða fram sér- stætt leiksvið fyrir sögur um einsemd, einangran og flóknar siðferðilegar spurningar, gjarn- an kryddaðar ofbeldi." Á Vesturlöndum hefur hann verið kallaður hinn kínverski Tarantino. Frumsýnd í dag sama dag og í Bandaríkjunum TtCY'VE HAD TfE!R Zcoo Y&ARS,,, W©W \t's 0UR Tvl?H YIl ^ \ - -1 ■ f ' • \ V VVINONA R\ DER BEN CH AI'LI N R £?&. HASKOLABIO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.