Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FQSTUDAGUR 13, OKTÓBER 2000 C BÍÓBLAÐIÐ Bíóin í borginni Sæbjöm Valdimarsson/Amaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir Ekki missa af " í >V , , 'v V, - , . iK_ ALLVELHEPPNUÐU HASAR- BLAÐSÆVINTÝRI, X-MEN, SEM SEGIR FRÁ ÁTÖKUM GÓÐS OG ILLS í LÍKI STÖKKBREYTTRA MANNVERA í EINHVERS KONAR FRAMTÍÐARUMHVERFI. STÆRSTI KOSTURINN ER ÞOKKALEG PERSÓNUSKÖPUN OG SNÖFURMANNLEG LEIKSTJÓRN BRYANS SINGER, SEM ÞÓ GERÐI TÖLUVERT BETUR í SPENNUMYNDINNI SNJÖLLU GÓÐKUNNINGJAR LÖGREGLUNNAR - THE USUAL SUSPECTS. FYRIR ANDSTÆÐUM FYLKINGUM HINNA STÖKKBREYTTU FARA VÖRPULEGIR BRETAR, PATRICK STEWART OG IAN MCKELLEN EN ÝMSIR YNGRI LEIKARARA VEKJA ATHYGLI, EKKI SÍST HUGH JACKSON í EINS KONAR ÚLFAMANNSGERVI. NÝJAR MYNDIR LOSTSOULS Háskólabíó: K/. 5:45-8-10:30. Laugarásbíó: K/. 6-8-10. Aukasýningum helg- ina kl. 4. FANTASIA 2000 Háskólabíó: K/. 6. Aukasýningum helgarkl. 4. Bíóhöllin: Kl. 4-5-8-10. Aukasýningum helg- ina kl. 2. WHATLIES BENEATH Stjörnubíó: K/. 5:30 -8-10:30. Aukasýning um helgina kl. 3. Regnboginn: K/. 5:30 - 8 - 10:30. Aukasýning föstudagkl. 12. Um helgina kl. 3. Bíóhöllin: K/. 3:40-6:10-8-10:30. FORSÝNINGAR GOSSIP Kringlubíó: Kl. 11. KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í REYKJAVÍK BUENA VISTA SOCIAL CLUB ★★★% TÓNLIST Bíóborgin: Kl. 4-6-8-10. Aukasýning föstudag kl. 12. Engin sýning laugardag kl. 10. IN A MOOD FOR LOVE Bíóborgin: KL. 6 - 10. Aukasýning föstudag ki. 12. THE STRAIGHT STORY ★★★% DRAMA Bíóborgin: kl. 3:50 - 8. Engin sýning laugardag kl. 8. DANCERIN THE DARK ★★★★ DRAMA Leikstjóri Lars Von Trier. Aðalhlutverk Björk Guó- mundsdóttir, Peter Stormare, Catherine Deneuve. Túlkun Bjarkar í nýjustu mynd danska leikstjórans Lars Von Triers er alveg einstök og heldur uppi brothættum söguþræöi. Háskólabíó: Ki. 8-10:40. ÍSLENSKIDRAUMURINN ★★★★ GAMAN íslensk. 2000 Leikstjóri Robert Douglas. Aðalleik- endur Þórhallur Sverrisson, Jón Gnarr, Hafdís Huld. íslensk gamanmynd, sem er mein- fyndin, hæfilega alvörulaus en þó með báöa fætur í íslenska veruleikan- um, er komin fram. Alveg hreint af- bragðsgóö mynd. Bíóhöllin: Kl. 4 - 6 - 8 -10. Aukasýningar laugar- dag/sunnudagkl. 2. Kringlubíó: K/. 8-10. HIGH FIDELITY ★★★ GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri Stephen Frears. Aöal- leikendur John Cusack, Ibeb Hjejle, Todd Louiso, Jack Black. Skondin og mannleg mynd um sjálf- svorkunnsamt fórnarlamb í ásta- málum. Frábærir leikarar. Bíóhöllin: Kl. 10. Kringlubió: Kl. 8-10:10. Laugardag og sunnudag kl.8. 101REYKJAVÍK ★★★ GAMAN íslensk. 2000. Leikstjóm og handrit Baltasar Kor- mákur. Aðalleikendur Victoria Abril, Hilmir Snær Guðnason, Hanna Marfa Karlsdóttir, Baltasar Kormákur. Svört kynlífskómedía úr hjarta borgar- innar, nútímaleg og hress sem skoö- ar samtímann í frísklegu og fersku Ijósi raunsæis og farsa. Vel leikin, einkum af hinni kynngimögnuöu Al- modóvar-leikkonu Victoriu Abril og er yfir höfuð besta afþreying. Háskólabíó: Alla daga kl. 6 - 8. LEGEND OF1900 ★★★ DRAMA ítölsk. 1996. Leikstjórn Giuseppe Tomatore. Handrit Alesssandri Baricco. AöaUeikendur Tim Roth, Pruitt Taylor-Vince. Nýjasta mynd ítalans er mótuö af Ijóö- rænni fegurð og því manneskjulega innsæi sem einkennir verk hans. Hins vegar langdregin líkingasaga um menn og listamenn. Tónlist og aftur tónlist. Tom Roth firna góöur í ööruvísi hlutverki. Laugarásbíó: K/. 8-10:10. U-571 ★★★ STRÍÐ Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit Jonathan Mostow. Aöalleikendur Matthew McConaughey, Bill Paxton, Harvey Keitel. Vel gerö og spenanndi stríösmynd um kafbátahernað, Bryddar ekki á um- talsveröum nýjungum en stendurfýrir sínu sem góö afþreying. Bíóhóllin: Kl. 8-10:10. Kringlubíó: Kl. 3:45-6-8:15-10:30. Bíóborgln: Kl. 3:30 - 5:45 - 8- 10:15 - 12:30. Engin sýning kl. 12:30 e. helgi. X-MEN ★★★ SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit Bryan Singer. Aðalleikendur Patrick Stewart, lan McKel- len, Famke Janssen. Fín afþreying sem kynnir áhorfandann fyrir áhugaverðum persónum og furðu- veröld stökkbreytta fólksins. Sagan of- ur einföld, boðskapurinn sömuleiöis, en stendurfyrirsínu. Aðalleikararnireru góöir, bestur Hugh Jackson sem Jarfi. Regnboginn: K/. 10. ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/ÍSL. TALI ★★% FJÖLSK. Frönsk. 1999. Leikstjóri Claude Zidi. Handrit Gér- ard Lauzier. Aðalhlutverk Christian Clavier, Gerard Depardieu, Roberto Benigni. Leikin mynd um gallharöa Galla í Gaulverjabæ, sem eru í miklu uppá- haldi hjá smáfólki um víða veröld. Dugar pöbbum og mömmum líka. Talsetningin ágæt. Bíóhöllin: Kl. 4:15 - 5:45.Aukasýning um helgina kl.2. Kringlubíó: K/. 3:45 - 6. Aukasýning um helgina kl. 1:30. Stjörnubíó: K/ 5:50. Um helgina kl. 1:30-3:40. ÁSTRÍKUR OG STEINRÍKUR M/ ENSKU TALI ★★% FJÖLSK. Frönsk. 1999. Leikstjóri Claude Zidi. Handrit Gér- ard Lauzier. Aðalhlutverk Christian Clavier, Gerard Depardieu, Roberto Benigni. Leikin mynd um gallharða Galla í Gaulverjabæ, sem eru í miklu uppá- haldi hjá smáfólki um víöa veröld. Dugar pöbbum ogmömmum líka. Bíóhöllin: K/. 8:10 -10:10. Aukasýning föstudag kl. 12:30. Aukasýning um helgina kl. 1:45. BIG MOMMA’S HOUSE ★★^ GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri Raja Gosnell. Handrit Darryl Quarles. AðalleikendurMartin Lawrence, Ni- al Long, Paul Giamatti. Grínleikarinn Martin Lawrence bregö- ur sér í gervi roskinnar og hávaöa- samrar ömmu í dálaglegu sumargríni fyrir alla fjölskylduna. Ágætis skemmtun og Martin fer stundum á kostum. Regnboginn: K/. 6-8. Aukasýningar um helgar kl. 2-4. HOLLOW MAN ★★% SPENNA Leikstjóm Paul Verhoeven. Aðalleikendur Kevin Bacon, Elizabeth Shue, Josh Brolin, William Dev- ane. Vísindamaöur missir stjórn á sér þeg- ar hann gerist ósýnilegur og við tekur ásjálegur en heldur dellukenndur spennutryllir. Bíóhöllin: K/. 5:55-8-10:15. Aukasýning föstu- dagkl. 12:30. Stjörnubíó: KI.8-10:10. Laugarásbíó: K/. 8-10:10. Aukasýningum helgar kl. 5:45. SCARY MOVIE ★★% GAMANHROLLIR Bandarísk. 2000. Leikstjóri Keenan Ivory Wayans. Handrit Shawn og Marlon Wayans. Aðal- leikendur Shawn og Marlon Wayans, Shannon El- izabeth, Carmen Electra. Fyndin og fríkuö mynd sem skýtur á hrollvekjur seinustu ára meö beittum oggrófum humor. Laugarásbíó: Kl. 6-8-10. Aukasýningumhelgar kl.4. Stjörnubíó: K/. 6 - 8 Aukasýningar laugardag/ sunnudagkl4. Regnboginn: K/. 6-8- 10. Aukasýningar föstu- dag kl. 12, laugardag kl. 2 og 12, sunnudag kl 2. SHANGHAI NOON ★★% GAMANMYND Bandarísk. 2000. Leikstjórí Tom Dey. Aðalleikendur Jackie Chan, Owen Wilson, LucyLi. Hressilegur og skemmtilegur gaman- vestri meö flottum bardagaatriöum en stundum lummulegum húmor. Laugarásbíó: K/. 6. Aukasýningar um helgina kl. 4. TITAN A.E. ★★^ TEIKNIMYND Bandarísk. 2000. Leikstjórar Don Bluth og Gary Goldman. íslensk talsetning: Hilmir Snær Guðna- son, Pálmi Gestsson, Þórunn Lárusdóttiro.fl. Spennandi og skemmtileg geim- fantasía um ungan mann sem hefur þaö á valdí sínu aö bjarga mannkyn- inufráglötun. Regnboginn: íslenskt tal kl. 6. Aukasýningar iaug- ardag/sunnudag kl. 2 - 4. Enskt tal kl. 8 -10. Bíóhöllin: íslenskt tal kl. 3:50. Aukasýning laugar- dag/sunnudag kl. 1:45. TUMITÍGUR - íslenskt tal ★ ★% TEIKNIMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri Jun Falkenstein. Handrit A.A. Milne. Raddir: Laddi, Jóhann Sigurð- arson, Sigurður Sigurjónsson, o.fl. Þokkaleg teiknimynd fyrir yngstu kynslóðina sem segir af ævintýrum Tuma og vinar hans.Góö talsetning. Bíóhöllin: Kl. 4. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 2. Kringlubíó: K/. 4. Aukasýning laugardag/sunnu- dagkl.2. UNDER SUSPICION ★★V2SPENNA Bandarísk. 2000. Leikstjóri Stephen Hopkins. Að- alleikendur Gene Hackman, Morgan Freeman. Hackman og Freeman eru í essinu sínu í óvenjulegri spennumynd sem segirfrá lögfræöingi sem grunaður er um morð og lögreglustjóranum sem reyniraðfá sannleikann útúrhonum. Háskólabíó: Kl. 5:30-8. KLÁMFENGIN KYNNI - UN LIAISON PORNOGRPHIQUE ★★ DRAMA Belgísk. 2000. Leikstjórn Fréderic Fontayne. Handrit Phillipe Blasband. Aöalhlutverk Nathalie Baye, Serge Lopez. Reynt aö gera áhugavert framandi ástarsamband tveggia einstaklinga sem tekst ekki. Leikararnir standa sig sómasamlega en persónurnar eru úti í kuldanum. Háakólabíó: K/. 6-8-10. Bandarísk. 2000. Leikstjóri Todd Phillips. Aðal- leikendur Breckin Meyer, Seann William Scott, AmySmart. Nokkuð fyndin gamanmynd um fjóra lúöa á feröalagi. Hlutverk hins súra Toms Greens mætti vera stærra. Kringlubíó: Kl. 4-6-8:15 -10. Frönsk. 2000. Leikstjóri Gerard Krawczyk. Handrit Luc Besson. Aðalleikendur: SamyNaceri, Frédéric Diefensthal. Eltingaleiksmynd af gamla skólanum. Fátt nýtt, leiöinlegir leikarar. Háskólabíó: Kl. 8-10. BOYS AND GIRLS ★% GAMAN Bandarísk. 2000. Leikstjóri Robert Iscove. Aðal- leikendur Freddie Prinze, Claire Forlani. Klisjukennd og ófrumleg mynd um vini í háskóla sem eru aö farast úr ást hvort á öðru án þess aö vilja viður- kenna þaö. Regboginn: K/. 8. ATH: Engin sýning laugardag. COYOTE UGLY ★% DRAMA Bandarísk. 2000. Leikstjórí David McNally. Aðal- leikendur Piper Perabo, Adam Garcia, John Goodman, Mária Bello. Barstúlkur halda uppi fjörinu f ein- staklega klisjukenndri mynd frá Jerry Bruckheimerum ameríska drauminn. Bíóhöllin: Kl. 6. STEINALDARMENNIRNIR / THE FLINTSTONES: VIVA ROCK VEGAS ★% FJÖLSKYLDUMYND Bandarísk. 2000. Leikstjóri Brian Levant. Handrit x Bruce Cohen. Aðalleikendur Mark Addy, Stephen Baldwin. Afskaplega ómerkileg kvikmynd með útþynntri og samhengislausri sögu um ástamál Freds og Barneys, sem varla vekja áhuga barna né full- oröinna. Háskólabíó: Laugardag ogsunnudag kl. 4. POKEMON/ÍSL. TAL ★ BARNA- MYND Japönsk. 1999. Leikstjórar Michael Hargrey, Kun- ohiko Yuyama. Handrit Norman J. Grossfeld, Tak- eshi Shudo. Teiknimynd. Ljót, leiöinleg, fær eina stjörnu fyrir það ná til barnanna meö einhverjum óskiljanlegum hætti. Blóhöllln: Kl. 4. Aukasýning laugardag/sunnudag kl.2. Kringlubíö: Alla daga kl. 4 - 6. Aukasýning laugar- ^ dag/sunnudagkl. 2. ROADTRIP ★★ GAMANMYND TAXI2 ★★ SPENNA Svipmynd Eftirflrnald Indriðason NOKKRAR myndir hafa staðið upp úr á Kvikmyndahátíð í Reykjavík eins og gengur og gerist. Ein af þeim er tékkneska gamanmyndin Heima er best, þar sem spaugað er nokkuð með lífið í Prag skömmu fyrir innrás Sovétmanna. Önnur er Buena Vista Social Club eftir Wim Wenders um aldna heiðursmenn í tónlistinni. En líklega er sérstæðasta myndin þetta kvikmyndahátíð- arárið vegamynd David Lynch um gamla manninn Alvin Straight sem keyrði á sláttuvél- inni sinni til fundar við bróður sinn í órafjar- lægð af því báðir voru þeir orðnir lasburða og hann vildi hitta brósa áður en þeir færu báðir yfir móðuna miklu. The Straight Story er engin venjuleg David Lynch-mynd, altso engin glæpahrollvekja. Hún er afar hugljúf saga af óvenjulegu ferðalagi og segja má að það sé aðeins einn leikari í henni (þótt aðrir komi lítillega við sögu), öldungurinn Richard Farnsworth. Það er sorglegur endir á lífi og starfi þessa aldna heiðursmanns að hann svipti sig lífi s.l. föstudag eftir að hafa verið greindur með ólæknandi beinkrabbamein. Farnsworth er ekkert minna en stórkostleg- ur í hlutverki Alvins. Andlitið eitt, sem Lynch notar óspart, segir allt sem segja þarf. Hann þarf ekki að leika Straight, aðeins að vera Farnsworth. Leikarinn aldni á mjög sérstakan feril að baki í Hollywood sem hófst á fjórða áratugn- um. Richard er fæddur í Los Angeles árið 1920 og stendur því á áttræðu og var lengst af áhættuleikari í draumaverksmiðjunni eða þar til hann söðlaði um og gerðist leikari, orðinn sextugur að aldri. Eftir stutta skólagöngu tók hann þátt í kúrekasýningum og lék í fyrsta sinn í bíómynd ásamt hundruðum annarra sem stat- isti í The Adventures of Marco Polo árið 1938. Hann lék eftir það í meira en 300 myndum sem áhættuleikari eða kúreki og kom fram í fjölda mynda sem „tvífari" stjarnanna og lék fyrir þær í áhættuatriðunum. Þannig vann hann fyrir Montgomery Clift í Red River árið 1948, Jerry Lewis í Pardners árið 1956, Guy Madison í sjónvarpsþáttunum Wild Bill Hickok og Steve McQueen í fyrsta þætti sjón- varpsvestrans vinsæla, Wanted Dead orAlive. Farnsworth tók að sér lítil hlutverk á önd- verðum áttunda áratugnum þai- sem hann fór með nokkrar setningar, fyrst í The Cowboys árið 1972 en síðar í myndum eins og The Duchess and the Dirtwater Fox, fjórum árum síðar og Another Man, Another Chance árið 1977. Alan J. Pakula vann með honum við myndina The Stalking Moon árið 1969 og þeg- ar hann þurfti að ráða leikara til að fara með hlutverk aldraðs ráðsmanns á búgarði í stór- myndinni Comes a Horseman, varð honum hugsað til Farnsworth. Gamli áhættuleikarinn stóð sig með slíkri prýði að hann var útnefndur til Óskarsins það árið og allt í einu var hann orðinn að fullgildum leikara. Hann var í Tom Horn á móti McQueen og Resurrection og fór með sitt fyrsta aðalhlut- verk í kanadísku myndinni The Gray Fox árið 1983, lék heiðursbandíttinn Bill Miner. Fyrir það hlutverk er hann minnisstæðastur en myndin var sýnd hér í Tónabíói á sínum tíma. Síðan þá hefur Farnsworth leikið í fjölda mynda, alltaf jafn rólegur og afslappaður og jarðbundinn heiðursmaður. Hann var í In- Richard Farnsworth sem fer með aðalhlutverkið í The Straight Story, er fædduríLos Angeles árið 1920 og byrj- aöi í kvik- myndunum sem statisti í fjöldasenum en síðar varö hann „tvífari" stórstjarna eins og Montgomery Clifts áöur en hann fór sjálfur aö leika, oröinn roskinn maður. Er þekktasta mynd hans kannski The Grey Fox. dependence Day frá 1983 og skyggði á Robert Redford í The Natural. Hann lék í gaman- krimmanum Into the Night og var í The Two Jakes með Jack Nicholson og Havana með Redford á ný árið 1990. Einnig í endurgerð The Getaway frá árinu 1994. Þá hefur hann komið fram í fjölda sjónvarpsþátta og mynda. Það hafa líklega ekki margir aðrir komið til greina í hlutverk Alvins Straights í The Straight Story; Lynch eins og svo oft áður hef- ur vitað nákvæmlega hvað hann vildi. Farnsworth og Straight verða eini og sami maðurinn á hinni löngu vegferð síðasta kúrek- ans inn í sólarlagið. Og nú er Richard Farnsworth farinn sömu leið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.