Morgunblaðið - 13.10.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.10.2000, Qupperneq 4
4 C FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ ofla bresku og sjöunda ára- imarssonar aö á hrollaugs- Pictures. Af síþyrstum vampírum og öðrum ótrosalýð AIP Fyrir skömmu rifjuöust upp minningar um litríka drísildj Hammermyndanna sem settu svo mikinn svip á sjötta tuginn. Sem leiddi óhjákvæmilega huga SæbjörnsVald frændgaröi þeirra í Vesturheimi, borinn og barnfæddar stööum bandarískra B-mynda, American International Þurran vill hún oloði væta gom. HÖFUÐSTÖÐVAR AIP, fullu nafni American International Pictures, í Reykjavík voru, líkt og Hammerframleiðslunnar, í bragganum við Skúlagötuna. Hafnarbíó var óvígt musteri B- hrollvekjunnar og vel að því hlutverki komið. AIP var athyglisvert fyrirtæki sem gaf fyrstu tækifærin íjölda ungra manna sem áttu eftir að gera garðinn frægan. Nægii- að nefna nöfn eins og Roger Corman, Francis Ford Coppola og Martin Scorsese. Það tíðkaðist í Bandaríkjun- um allt fram á áttunda áratuginn að sýna tvær myndir saman („double bill“). Aðalmyndina og stuttan grodda með til að auka fjölbreytnina. Þar kom AIP til sögunnar, var afkastamesta B- myndaverksmiðja sögunnar (hér kemur ein skýringin á B-skilgreiningunni) og stóð í mikl- um blóma allan tímann sem sýningarmátinn tíðkaðist. AIP var stofnað 1955 en uppgangstíminn hófst síðla á áratugnum og stóð í rösk 15 ár. Að- aleigendur voru framleiðendurnir James H. Nicholson og Samuel Z. Arkoff. Allt til ársins 1976 gekk ódýr framleiðslan með óh'kindum vel, Corman kom með hæfileika, stórefnilega lista- menn og hugmyndir inn í fyrirtækið og tví- menningarnir urðu vellauðugir. Nicholson yfir- gaf AIP 1972 og lést skömmu síðar en Arkoff ákvað að breyta ímynd þess um svipað leyti, hefja gerð dýrari mynda í hæsta gæðaflokki. Sú fyrsta, The Island of Dr. Moreau, kom á mark- aðinn 1977, nánast hörmung, með hinum liðónýta Michael York og Burt Lancaster sem stóð sig vel að vanda. I stuttu máli reyndist Arkoff ekki jafn hittinn og fengsæll í gæða- myndaframleiðslu og B-myndagerðinni. Slátr- aði mjólkurkúnni fyrir metorðagimdina, setti AIP út af sporinu og kom kvikmyndaverinu ekki inn á brautina aftur. Múmíur í strandveislum Framleiðslu AIP má skipta í fimm megin- flokka: Langstærstur er hryllingsmyndin sem einkum verður fjallað um hér; vestrar, vísinda- skáldsögulegar myndir, mótorhjóla- og trylli- tækjamyndir komu einnig við sögu. Að ógleymdum strandmyndunum, einstöku fyrir- brigði í kvikmyndasögunni sem urðu feiki- vinsælar um tíma. Þá voru þeir Arkoff og Nicholson útsmognir við að flétta tegundunum saman með undarlegustu afleiðingum: Blóð- sugum á Mars. Frankenstein á Harley David- son, múmíum í strandveislum, möguleikamir óþrjótandi og útkoman furðu oft um og yfir meðallagi. Þá má geta sérstaklega að AIP tókst með eindæmum vel að blanda framleiðsluna skopi, gera t.d. hrollvekjur sínar grínaktugar þegar svo bar undir. AIP framleiddi talsvert á fimmta hundrað myndir. Þar af voru 150 framleiddar af þeim Arkoff/Nicholson en Corman leikstýrði og/eða framleiddi talsvert á þriðja hundraðið, flestum hjá AIP. Nöfn fyrstu mynda fyrirtækisins segja allt sem segja þarf: The Beast With a Million Eyes (’55); It Conquered the World, Girls in Prison, The Day the World Ended (’56); Motorcycle Gang, The Undead, Rock All Night, Invasion of the Saucer Men, Blood of Dracula (’57). Satt best að segja eru þetta myndir af því sauðahúsi sem maður er engan veginn viss um að hafa séð eða ekki. Áfram hélt muslið fram á öndverðan sjöunda áratuginn með titlum á borð við High School Hellcats, The Brain Eaters, Attack of the Puppet People (’58); Horrors of the Black Museum, Beast From the Haunted Cave (’59). Corman, Price og Poe Tímamótamyndin House of Usher kom á markaðinn 1960 og AIP fór að gera betri mynd- ir sem margar hlutu aðsókn og skiluðu hagnaði. Þær urðu að vísu dýrari í framleiðslu en þeir peningar skiluðu sér margfalt. Hvatinn að þessum jákvæðu breytingum var einkum verk þriggja manna: Leikstjórans Cormans, leikar- ans Vincent Price og rithöfundarins löngu IátnaEdgars Allans Poes. House of Usher er byggð á magnaðri skáldsögu Poes um síðustu afkomendur ættar sem þjáist af dástjarfa. Bróðirinn (Vincent Price) leggur systur sína til hinstu hvíldar, hún er þá búin að taka sjúkdóm- inn og hefnir kviksetningarinnar af miklum The Abominable Dr. Phibes: Vincent Price í tit- iihiutverkinu. móð. Price stelur myndinni; þessi hálfgleymdi, alhliða leik- ari hafði sýnt hvers hann var megnugur á hrollvekjusviðinu í þrívíddarmynd Wamer- bræðra, Vaxmyndasafnið - The House of Wax, nokkrum árum áður. Nú var framtíð hans ráðin. Fleiri leikarar fengu endurnýjaða lífdaga. Peter Lorre varð stjarna hjá AIP eftir að hafa fallið í gleymsku frá Warner-árun- um. BasO Rathbone var annar og Boris gamli Karloff fékk dálítinn framlengingarvíxO hjáAIP. Lukkuhjólið fór að snúast. Hver gæða B-hrollurinn rak annan í hálfan annan áratug. Eftirtaldar eru þær minnis- stæðustu frá þessum ógnvekj- andi árum við Skúlagötuna. The Pit and the Pendulum (’61) Ein af bestu myndum AIP, öll hráefnin sér- valin. Corman leikstýrir Price, John Kerr, Bar- böru Steele o.fl. góðu fólki. Að auki byggð á einni hroðalegustu sögu Poes um konu og elsk- huga hennar (Steele og Kerr), sem hyggjast koma bróður hennar (Price) fyrir kattamef. Hann geldur þeim rauðan belg fyrir gráan og lokar skötuhjúin inni í pyntingaklefa karls föð- ur þeirra. Sá var snargahnn og nú heldur Price að hann sé karlinn afturgenginn og ekki von á góðu. Price, með sitt aristókratíska útlit, fágaða yfirbragð, unaðslegu rödd og kómísku radd- beitingu, fer á kostum. TalesofTerror(’62) Ein af fyndnari hrollvekjum sögunnar er byggð á þremur sögum eftir meistara Poe. Price leikur í þeim öllum en það sem er athygl- isverðara er að hér komast |>eir fyrst á launa- skrá, Rathbone og Lorre. I Morella er Price myrtur af dóttur sinni (Maggie Pierce) sem er haldin illum anda móður sinnar. The Case of Mr. Valdemar er mun betur lukkuð. Rathbone leikur dávald sem heldur hinum dauðvona Price í leiðslu og neyðir á meðan eiginkonu hans (Debra Paget) til að giftast sér. Þá erPrice nóg boðið, rumskar, leysist upp í e.k. ófögnuð og hefnir harma sinna. Þriðji hlutinn, The Black Cat, er bestur. Price og Lorre leika vini sem reyna fyrir sér í vínsmökkun. Verða auga- fullir, þó kemst Lorre ekki hjá því að verða þess var í drykkjumóðunni að kona hans (Joyce Jameson) er í nánu vinfengi við Price. Lorre fær að auki tremmaköst vond þar sem biksvart kattarafstyrmi konu hans kemur við sögu. Lorre hefnir sín grimmilega á skötuhjúunum, múrar þau lifandi í kjallaranum en stenst ekki freistinguna og grýtir kettinum á eftir þeim inn menn muna. Karlinn rís jafn- an upp úr fleti sínu er útfarar- stjórinn birtist með líkbörurn- ar og tekur að kyrja Shake- speare af miklum móð. Karloff fer með lítið hlutverk tengda- föður Price, Joyce Jameson er góð sem heimska blondínan, útfararstjórafrúin. Lorre hef- ur lítið fyrir stafni í síðasta stóra hlutverki sínu annað en að renna hýru auga til eigin- konu húsbóndans. Rathbone er sá sem enn stendur manni ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um. The Dunwich Horror (’69) Iskyggileg mynd um geð- veikan læknakandídat sem hyggst fórna kærustunni (Sandra Dee) á altari djöfuls- ins. Til allrar lukku kemst einn prófessorinn (Ed Begley) tím- anlega á snoðir um fyrirætlan- irnar og tekst að afstýra ósköpunum. Dean Stockwell er nokkuð góður sem hinn snarbilaði námsmaður, skemmtileg tilbreyting að sjá Dee, súkkulaðidömu strandmyndanna, í allt öðruvísi mynd og hlutverki. Myndin er byggð á sögu H.P. Lovecraft, eins þekktasta skálds hryll- ingsbókmenntanna. Meðal leikaranna er Talia Coppola (seinna Shire), systir Francis Fords, sem um þetta leyti var heimagangur hjá AIP. The Abominable Dr. Phibes (’72) Það er töggur í einni síðustu vel lukkuðu hrollvekju AIP. Price leikur geggjaðan fyrrum skemmtikraft sem afmyndast og missir rödd- ina í bílslysi og konu sína þegar læknar geta ekki bjargað lífi hennar. Drepur hann þá allt læknagengið, notar til þess plágur Gamla testa- mentisins: engisprettur, leðurblökur, o.s.frv. Leikhópurinn er óborganlegur með Price í far- arbroddi góðkunningja kvikmyndahúsgesta eins og Joseph Cotten, Terry Thomas og Hugh Griffith. Upp úr 1975 fóru tímarnir að breytast hjá litla risanum. í krafti nýfengins ríkidæmis fóru Arkoff og Nicholson að fjárfesta í dýrari leikur- um og leikstjórum og metnaðarfyllri viðfangs- efnum. Arangurinn nánast allur á verri veginn. Fyrsta „stórmyndin", Fýkur yfir hæðir - Wuthering Heights (’70) var hvað skást. Henn- essy (’75) var mislukkuð IRA-mynd með Rod Steiger. Jafnvel verri var vellan A Matter of Time með Lizu Minelli og Ingrid Bergman. Engu breytti þó Vincente Minelli stýrði stjöm- unum, efnið var ömurlegt. Annað eftir því. Mynd Brians De Palma, Dressed to Kill (’80), var í rauninni síðasta ærlega hrollvekjan frá Arkoff og ein fárra sem skilaði hagnaði eftir andlitslyftinguna. Einstakur kafli í hrollvekju- og kvikmyndasögunni að baki. Burðarásar AIP um árabil: Boris Karioff, Peter Lorre og Vincent Price í Hrafninum. í svartholið. Hefði betur sleppt því. Leikararnir þrír eru hver öðmm betri og Jameson, sem var Marilyn Monroe févana framleiðandans á þess- um ámm, sýnir fína gamanhæfileika sem vora vannýttir. Hrafninn - The Raven (’63) Byggð á kunnasta verki Poes hérlendis, þar sem margir þekkja snilldarþýðingu Einars Benediktssonar á kynngimögnuðu kvæði um illfygli næturinnar: „Spáfugl“, sagð ég, „fúli fjandi fugls í líki, vondi andi hvort þér Satan hratt til strandar hingað eða næturþeyr...". Corman lagði að vísu ekki mikla áherslu á ljóðræna fegurð og hrynjandi, þess meiri á skopstælingu drangalegrar undiröldunnar. Mannaði vel hlutverk seiðskrattanna og keppi- nautanna þriggja með Price, Lorre og Boris Karloff. Með Stórt hlutverk fer leikari og heim- ilismaður hjá AIP sem átti eftir að verða stór- stjarna - Jack Nicholson er mættur til leiks. Ungur, sætur og hárprúðuren hverfur í skugg- ann af þremenningunum góðu enda ekki enn útskrifaður í senustuldi. Misjöfn mynd og kaflaskipt, lokaspretturinn vel skrifaður og eft- irminnilegur. The Comedy of Terrors (’64) Jacques Tourneur leikstýrir hryllings- kómedíu um eiganda útfararþjónustu (Price) í Nýja-Englandi. Heldur gerist þröngt í búi, fáir deyja Drottni sínum af eðlilegum orsökum svo Price grípur til örþrifaráða. Með aðstoð grafar- ans síns (Peter Lorre)verða þeir sér úti um gnótt lifibrauðs. Price hefur sérstakan auga- stað á gömlum leikara (Basil Rathbone) sem legið hefur fyrir dauðanum lengur en elstu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.