Morgunblaðið - 13.10.2000, Page 6

Morgunblaðið - 13.10.2000, Page 6
6 C FÖSTUDfyGlfft 13. OKTÓBER 2000 BIOBLAÐIÐ MORfiUNjBLADIÐ Frumsýning Laugarásbíó og Háskólabíó frumsýna banda- rísku spennumyndina Glataðar sálir eða Lost Souls með Win- ona Ryder, Ben Chaplin og Philip Baker Hall. Frumsýning Sambíóin Álfabakka og Háskólabíó frumsýna Disney-teiknimynd- ina Fantasíu 2000. Satanískur tryllir Peter Kelson (Ben Chaplin) þekkir vel til hins illa. Hann er glæpafrétta- ritari og hefur fylgst með réttar- höldum yfir verstu morðingjum sög- unnar. Hann skrifar spennutrylla og sá nýjasti er á metsölulista, hann á gullfallega unnustu og svo virðist sem hann njóti sérstakrar blessunar (Liífinu. Bara ekki. Kona að nafni Maya Larkin (Winona Ryder) er sannfærð um að Satan ætli sér að taka ból- festu í líkama Kelsons en hann hlær að henni og brátt tekur við barátta upp á líf og dauða um sál hans. Þannig er söguþráðurinn í banda- rísku spennumyndinni Glataðar sál- ir eða Lost Souls sem frumsýnd er í Laugarásbíói og Háskólabíói en með aðalhlutverkin í henni fara Winona Ryder, Ben Chaplin, Philip Baker Hall, Elias Koteas, Sarah Wynter og John Hurt. Handritið gerir Pierce Gardner en leikstjóri er Janusz Kaminski. Þess má geta að einn af framleiðendum myndarinnar er ^leikkonan Meg Ryan. Kaminski hefur ekki áður leik- stýrt bíómynd en hann er kunnur kvikmyndatökumaður i Bandaríkj- unum og var m.a. maðurinn á bak við myndavélarnar í stórmyndunum Björgun óbreytts Ryans, Lost World og Jerry Maguire. „Glataðar sálir er nútímaspennumynd sem gefur okkur tækifæri til þess að teygja nokkuð á hinum yfirnáttúru- lega trylli," er haft eftir honum. „Ég fékk áhuga á að leikstýra myndinni vegna þess að persónurnar í henni "éru mjög sterkar og hún veitir mér tækifæri til þess að skoða trúmálin í okkar samfélagi en búa jafnframt til skemmtilega spennumynd." Samstarf Kaminskis og Steven Spielbergs er annálað. Kaminski tók fyrir leikstjórann meistaraverkið Lista Schindlers og hreppti Óskars- verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku það árið. Hann tók einnig upp Amistad fyrir leikstjórann og fram- haldsmyndina Lost World eins og áður er getið auk Björgunar óbreytts Ryans. Hann vann einu sinni áður með Winona Ryder þegar hann tók myndina How to Make American Quilt. Ryder er ein af fremstu kvik- myndaleikkonum Bandaríkjanna. Við sáum hana síðast í dramanu Winona Ryder: Trúir þvíað Satan sjálfur ætli sér að birtast jarð- arbúum. Girl, Interupted þar sem hún lék á móti Angelina Jolie. Hún lék fyrir Woody Allen í Celebrity en aðrar myndir hennar eru m.a. Little Women, Öld sakleysisins, þar sem hún lék fyrir Martin Scorsese, The Crucible og Alien: Resurrection. Þótt hún sé ung að árum er ferill hennar sem leikkonu ansi merkur. Breski leikarinn Ben Chaplin hef- ur verið að fikra sig áfram í banda- rískri kvikmyndagerð á undanförn- Glataðar sáiir Leikarar: Winona Ryder, Ben Chaplin, Phil- ip BakerHall, Elias Koteas, Sar- ah Wynter og John Hurt. Leikstjóri: Janusz Kaminski: (Sem kvik- myndatökumaöur: Björgun óbreytts Ryans, Listi Shindlers, Lost World, Jerry Maguire.) um árum. Hann var einn af mörgum leikurum í The Thin Red Line og hann var einnig í Washington Squ- are og The Truth About Cats and Dogs. Hann hefur leikið mikið í bresku sjónvarpi og í breskum bíó- myndum einnig. Fantasía 2000: Tímamótamynd með nýju efni ogínýjum búningi. Fantasía á ný Fantasía frá 1940 braut blað í sögu teiknimyndanna þegar hún blandaði saman með stórfenglegum hætti teiknimyndum og klassískri tónlist. Tónlistin var eftir Bach og Tjækovskí, Stravinskí, Beethoven og Mussorgskí, Gerswin og Resp- ighi og fleiri leikin af sinfóníuhljóm- sveit Fíladelfíu undir stjórn Leopolds Stokowskís. Við tónlistina lét Walt Disney gera ævintýrateiknimyndir m.a. byggðar á Tindátanum staðfasta eftir H.C. Andersen og hefur Fantasía síðan verði ein af ski'autfjöðrunum í hatti Disney-fyrirtækisins. Walt Disney gaf út þá tilkynningu að hann ætlaði að búa til eina Fantasíu á ári hverju. Ekki rættist sá metnaðarfulli draumur meistara- teiknarans vegna peningaskorts. Þegar hann lýsti sjálfur myndinni ár- ið 1941 sagði hann: „Ekki tónleikar, ekki revía eða kabarett, heldur mikil- fengleg blanda af gríni, hugmynda- flugi, ballett, drama, impressj- ónisma, lit, hljóði og epískum ofsa.“ Upphaflega var hugmyndin sú að hressa upp á vinsældir Mikka músar með stuttmyndinni Lærisveinn galdramannsins en stuttmyndin lengdist sífellt og atriðunum fjölgaði og tónlistin bættist við þar til úr varð einstök blanda af teiknimyndum og klassískri tónlist. Hugmyndina að endurgerðinni, Fantasíu 2000; sem frumsýnd er í Sambíóunum Alfabakka og Háskóla- bíói núna um helgina, á bróðir hins látna Walts, RoyDisney. Leikstjórar hennar eru Pixote Hunt, Hendel 2000 Leikarar:_____________________ Steve Martin, Bette Midler, ItzhakPerlman, QuincyJones, James Earl Jones, Angela Lansbury og Penn ogTeller. Leikstjórar:__________________ Pixote Hunt, Hendel Butoy, Eric Goldbergogfleiri. Butoy, Eric Goldberg og fleiri af helstu teiknimyndasérfræðingum Disney-veldisins. í Fantasíu 2000 eru auk gamalla kunningja þeirra sem séð hafa Fantasíu (hún var sýnd og marg end- ursýnd í Gamla bíói á sínum tíma) sjö ný atriði við tónlist meistaranna og hefur gerð þeirra tekið hvorki meira né minna en sjö ár. Hvert þessara nýju atriða er kynnt með lifandi fólki sem blandað er inn í teikningamar en það eru Steve Martin, Bette Midler, Itzhak Perlman, Quincy Jones, James Earl Jones, Angela Lansbury og gaman- dúettinn Penn og Teller. Þá koma fram tónlistarmennirnir James Levine og Leopold Stokowskí en það var einmitt Stokowskí sem stjómaði tónlistarflutningnum í Fantasíu árið 1940. Levine annaðist um tónlistarhlið Fantasíu 2000. Hann sá Fantasíu ungur drengur og þótt það mikill heiður að fá að vinna við endurgerð hennar. „Ég gat varla beðið með að segja já,“ er haft eftir honum. Frumsýning Sambíóin Álfabakka, Stjörnubíó, Regnboginn og Borgarbíó Akureyri frumsýna bandaríska spennu- tryllinn What Lies Beneath meö Michelle Pfeiffer og Harrison Ford. „Þegar ég gerði samning við þá hjá DreamWorks," er haft eftir leikstjór- anum Robert Zemeckis, sem m.a. gerði Forrest Gump, „bökkuðu þeir heilu trukkunum að skrifstöfunni minni með handritum sem þeir höfðu í þróun hjá sér og báðu mig að velja úr þeim það sem ég vildi. „Hérna höfum við öll handritin sem við eigum,“ sögðu þeir. „Líst þér á eitthvert þeirra?““ Handritið sem Zemeckis valdi úr hirslum DreamWorks var spennu- mynd sem heitir What Lies Beneath en hún er frumsýnd í dag í fjórum kvikmyndahúsum á landinu með Michelle Pfeiffer og Harrison Ford í aðalhlutverkum. Hugmyndin varð til innanhúss hjá DreamWorks og það var enginn annar en einn eigandi fyr- irtækisins, Steven Spielberg, sem átti hana. Ekki er ráðlegt að segja mikið frá söguþræðinum og þegar Zemeckis er spurður út í hann reynir hann að segja sem minnst. „Harrison Ford leikur erfðafræðing sem býr ásamt eiginkonu sinni í stóru og fallegu húsi við vatn í Vermont. Michelle var eitt sinn í sinfóníuhljómsveit, lék á selló, en gengur nú í gegnum einhverskon- ar breytingarskeið og það birtist m.a. annars í því að hún telur sig sjá hluti í húsinu, yfimáttúrulega, sem eru þar kannski og þó kannski ekki. Zemeck- is gerði What Lies Beneath á milli þess sem hann leikstýrði fyrri og seinni helmingi strandaglópsdramans Cast Away. Stjarna myndarinnar, Tom Hanks, þurfti að missa tuttugu kíló fyrir síðari hluta hennar og í stað þess að sitja auðum höndum á meðan gerði Zemeckis spennumyndina. Sama kvikmyndatökulið vann við báðar myndirnar. Tæknibrellumeist- ari var Rob Legato sem hjálpaði til við að sökkva Titanic í samnefndri mynd en hann segir að Zemeckis hafi sagt við hann eftirfarandi: „Ef Alfred Hitchcock hefði haft tölvur, hvemig mundi hann þá nota þær í dag?“ Leikarar: Harrison Ford, Michelle Pfeiff- er. Leikstjóri:_____________________ Robert Zemeckis (Contact, Forrest Gump, Death Becomes Her, Who Framed Roger Rabbit, Back to the Future). Þá er sagt að leikstjórinn hafi legið yfir The Shining eftir meistara Kubrick til þess að finna innblástur. Hann segir að myndin sé „blanda af spennumynd og lýsingu á dæmigerðu bandarísku hjónabandi. Mig langaði til þess að búa til áhugavert bíó um það sem gerist í höfði tveggja ein- staklinga. Það var mjög ögrandi verk- efni fyrir mig.“ Aðalleikara myndai-innai- þarf vart að kynna. Harrison Ford hefur verið í meira en tvo áratugi ein helsta hasar- myndahetja hvíta tjaldsins eða allt frá því hann lék Han Solo í Stjörnustríði. Fomleifafræðingurinn Indiana Jones er önnur kempa sem hann hefur gert frábær skil og loks hefur hann nokkr- um sinnum leikið leyniþjónustumann- inn Jack Ryan. Michelle Pfeiffer hef- ur haft hægt um sig á undanfömum ámm en er nú að læða sér aftur í kvik- myndirnar, góðu heilli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.