Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.10.2000, Blaðsíða 8
8 C FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ BÍÓBLAÐIÐ oar Lesbíur eru sá minnihlutahópur sem mest hefur oröiö út undan í kvikmyndum þótt þeim bregöi fyrir í annarri hverri Jdámmynd. Saffískum konum hefurveriö 'markaöur bás í dónamyndum en tilfinn- ingalíf þeirra látið liggja á milli hluta, skrifar Jónas Knútsson í grein sinni um samkynhneigðar konur í kvikmyndum. „Hverrar ást skal færa þér enn að nýju? hver mun sú, er sálarkvöl þinni veldur, Saffó mín kæra?“ Til Affródítu eftir Saffó (þýðing H.H) Bandaríski kvikmyndajöfurinn Louis B. Mayer hagnaðist upphaf- lega á því að selja brotajárn. Því lá beint við að hann setti á laggirnar kvikmyndaver. Gagnrýnandinn x.eslie Haliiwell lýsti honum á þann veg að hann hefði verið dæmigerður bíómógúll, velgjulegur skynsemis- maður með peningavit, sem hafði ekki hundsvit á listum, hrokagikkur sem tók engum fortölum, barnaleg- ur, siðlaus og smekklaus og Ijótur á að líta. Eitt sinn fékk Mayer þá flugu í höfuðið að kvikmynda fræga skáldsögu sem seldist eins og heitar lummur en hafði ekki fyrir því að lesa bókina frekar en fyrri daginn. Undirmaður Mayers tjáði honum að -4því miður væri ekki unnt að festa söguna á filmu þar sem hún væri um lesbíur. „Geta þær ekki allt eins ver- ið frá Babylóníu?" var svarið. Ást hafðir þú meyja Sá munur er á saffískum myndum og hommamyndum að lengi vel voru lesbíur mun atkvæðaminni en hommar í kvikmyndaheiminum og eiga þær enn langt í land með að ná máli sem skyldi. Svo virðist sem mönnum sem er uppsigað við lesbíur finnist ekki tiltökumál að horfa á þær á breiðtjaldinu. Saffísk- um konum hefur verið markaður bás í dónamyndum en tilfinningalíf þeirra látið liggja á milli hluta svo að það er ekki að furða þótt lesbíur 1-1segi sínar farir ekki sléttar í við- skiptum við kvikmyndaheiminn. Um hríð hefur verið lenska að taka eldri myndir til gagngerrar endurskoðunar og leita að ýmsum stefum sem ekki mátti drepa á áður fyrr nema undir rós. Því hefur verið haldið fram að þær persónur sem Greta Garbo og Marlene Dietrich léku hafi jafnan. verið lesbískar í aðra röndina. Slík lesning á fyllilega rétt á sér en á hinn bóginn er aðal fræðimanna að vera vitrir eftir á. Alfred Hitchcock leikstýrði árið 1940 listaverkinu Rebeccu eftir samnefndri skáldsögu eftir Daphne du Maurier. Þar leggur saffisminn í loftinu þótt njóta megi myndarinnar ' -án þess að hafa það í huga. Þar sem konum var fyrirmunað að setjast í leikstjórastólinn langt fram á ofanverða öldina máttu lesb- íur sín nánast einskis í kvikmynda- heiminum. Myndir um homma eins og La Cage aux Folle hafa malað gull um allar jarðir og leikarar á borð við William Hurt og Tom Hanks hafa hlotið óskarsverðlaun fyrir að leika homma. Tilhugalíf saffískra kvenna hefur aftur á móti löngum legið í þagnargildi í banda- rískum myndum. Endrum og eins skjóta upp kolli skemmtilegar myndir eins og sænska myndin Fucking Amál sem segja góða ástar- sögu, sama hver á hlut að máli. Lesbíur eru sá minnihlutahópur sem mest hefur orðið út undan í kvikmyndum þótt þeim bregði fyrir í annarri hverri klámmynd. Þetta virðist standa til bóta. Höfundar myndarinnar Go Fish eru lesbíur en þar kveður við nokkuð annan tón en í myndum þar sem karlar eru við stjórnvölinn, t.a.m. Silkwood og Personal Best. Kvennaskólapíur A árum áður var saffískt lífemi oft gefið í skyn í bíómyndum. Kon- um í jakkafötum bregður einattt fyrir í þöglum myndum þegar sýna átti bæjarsollinn í allri vesöld sinni en slíkar myndir urðu til þess að tæma aðra hverja í sveit í Evrópu á neðanverðri öldinni því að enginn vildi missa af allri spillingunni. í Ösku Pandoru sem þýski leik- stjórinn G.W. Pabst gerði milli stríða er frægt atriði þar sem bandaríska þokkadísin Louis Brooks dansar við jakkaklædda konu, enda komin til Berlínar. Hér er ekki um að villast. Ein dætra Saffóar. Greifynjan Geschwitz er mætt til leiks. En Louise Brooks var ein fallegasta kona í sögu kvikmynd- anna svo að jakkakonan var í nokk- uð góðum málum. Brooks minntist þess síðar að leikkonunni Alice Roberts féll allur ketill í eld þegar hún frétti til hvers væri ætlast af henni á tökustað, þ.e.a.s að dansa ósæmilegan tangó við aðra konu en á þriðja áratugnum var það lenska í myndum að allir dönsuðu ósæmilega dansa þegar sýna átti siðspillingu og úrkynjun. Bretar og Bandaríkjamenn voru ekki lengi að klippa þetta voðalega atriði úr myndinni. Hafa ber í hyggju að valdamiklir siðapostular hafa haft ráð manna í hendi sér frá örófi alda. Endrum og eins hefur rofað til og menn mátt segja það sem þeim býr í brjósti og verið frjálsir gjörða sinna. Slík tímabil eru aftur á móti stutt og heyra til und- antekninga svo að það er um að gera að vaða elginn og dansa Charleston áður er Stóridómur gengur aftur í gildi. Myndirnar Mádchen in Uniform eftir Leontine Sagan (1931), Club de Fammes eftir Jacques Deval (1936) og The Wild Party eftir Dorothy Arzner (1929) gerast allar í kvenna- skólum. Mádchen in Uniform er sú mynd af þessum toga sem markað hefur dýpst spor í kvikmyndasög- una. Hún var endurgerð árið 1957 og mexíkönsk útgáfa, Muchachas in Uniforme, leit dagsins Ijós árið 1950. Myndin var í reynd barn síns tíma því að dagar Weimarstjórnar- innar í Þýskalandi voru mikill um- brotatími í listum og menningu og nutu listamenn meira frjálsræðis en áður hafði tíðkast. Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi var myndinni stungið undir stól. Nokk- ur sýningareintök rötuðu þó út fyrir landamærin. Skeytt var titilspjöld- um milli atriða til að draga úr því sem fram kom í myndinni. Mádchen in Uniform var bjargað frá glötun á áttunda áratugnum og sett á stall sem eins konar Njála í lesbískri kvikmyndagerð. Leikstjóri myndar- innar Mádchen in Uniform var lesb- ísk kona að nafni Leontine Sagan en efnið var sótt í samnefnt leikrit eftir Queen Christina med Gretu Garbo: Lesbísk íaðra rönclina? Die Búchse der Pandora: Louise Brooks og vinkona hennar dansa vals. Mádchen in Uniform: Bjargað frá glötun á 8. áratugnum. Marlene Dietrich: Lesbísk íaðra röndina? Stefania Sandrelli og Dominique Sanda í The Conformist: Konur dansa fyrir opnum tjöldum. itfMI þær Christu Winsloe og Dorothy Thomson. Myndina varð að stytta áður en hún fékkst sýnd í Banda- ríkjunum og titlaspjöld voru fjar- lægð svo að efni myndarinnar fór fyrir ofan garð og neðan hjá áhorf- endum í því landi. Þess ber að geta að þessi ritskoðun fór fram árið 1931 en Ameríkumenn voru nokkuð frjálslyndari í bíómálum fram til ársins 1934 þegar siðapostulinn Will Hays reið húsum og dauðhreinsaði hvexja myndina af annarri. Þrátt fyrir þessar fráleitu lagfæringar malaði myndin gull í Bandaríkjun- um. Franska myndin Club de Femme leitaði á sömu mið en leik- stjórinn var karl að nafni Jaeques Deval. Þegar sú mynd rataði til Bandaríkjanna sáu Hays og félagar til þess að fella út blásaklausar setn- ingar til að særa ekki blygðunar- kennd landa sinna. Leikstjórinn Dorothy Arzner gerði talmyndina The Wild Party árið 1929. Myndin var fyrsta tal- myndin sem Paramount-verið lét gera en aðalleikonan, Clara Bow, var eitt mesta kyntáknið í Holly- wood þegar hér erkomið sögu. Furðu sætir að kona skuli hafa kom- ist í leikstjórastólinn á þessum tíma. Fröken Arzner var yfirlýst lesbía en tíu manna maki. Myndin gerist, eins og búast mátti við, í kvennaskóla. Hefur mörgum þótt fullmikið gert úr kynhneigð leikstjórans og telja að saffismi komi myndinni sáralítið við. Kvennafangelsin Til er mýgrútur af myndum sem gerast í kvennafangelsum, hver ann- arri vitlausari. Oftar en ekki er vikið að samkynhneigð kvenfanganna. Venjulega reynir eitthvert forhert gæðakvendi að svívirða söguhetjuna sem er stödd í fangelsi vegna réttar- mistaka og má ekki vamm sitt vita. Hómósexúalistar hafa í aldanna rás mátt þola harðar refsingar, meiðingar, háð og spott fyrir það eðli sem guð gæddi þá. Öðru máli gegnir með saffískar konur. Fæsta siðapostula virðist hafa grunað að slíkar konur væru á annað borð til, ímyndunaraflið náði ekki svo langt. Þær voru beinlínis þagaðar í hel. í stað fordæmingar og útskúfunar kom þrúgandi þögnin. Að skáldkon- unni Saffó og örfáum undantekning- um undanskildum hefur tíminn af- máð spor þeirra kvenna sem lögðu lag sitt við aðrar konur, ellegar hef- ur sagan varðveitt nöfnin en látið ástríður þeirra liggja í þagnargildi. Lesbískar konur eiga enn sem kom- ið er ekki nema agnarsmáa spildu í kvikmyndaheiminum. Þær hafa hins vegar látið að sér kveða á sviði heimildarmynda og verið atkvæða- miklar í þeirri fræðimennsku sem snýr að kvikmyndum. Tímamótamyndin Sú mynd sem olli straumhvörfum á sínum tíma var The Killing of Sist- er George, sem gerð var árið 1968. Beryl Reid fór á kostum að vanda sem lesbísk leikkona í sjónvarps- þáttum sem má þola ýmsar raunir í einkalífmu. Yrkisefnið sem slíkt þótti þá þegar boðlegt á sviði og í bókmenntum. Höfundar myndar- innar þóttu fara yfir öll velsæmis- mörk. Bíóstjóri í því mikla háskóla- þorpi Boston var dæmdur í fangelsi fyrir þá sök eina að hafa varpað þessum ósóma upp á breiðtjaldið. Þess þarf vart að geta að myndin þykir sauðmeinlaus sem hvert ann- að þrjúbíó nú á dögum. Þótt til séu hvimleiðar lesbíur rétt eins og til eru hvimleiðir menn í öll- um löndum og sveitum er það hin mesta flónska að leggja fæð á dætur Saffóar. Saga mannsins er saga af baráttu karls við konu, mæður, ömmur, eiginkonur, ástkonur, dæt- ur og konur á förnum vegi sem ým- ist elska hann of mikið eða of lítið. Lesbíur eru liðhlaupar í þessu stríði. Þeir hafa rofið fylkingu í röðum andstæðinganna og sagt sig úr lög- um við óvinina og eiga þökk skilið fyrir. Þær lengi lifi, húrra. Á neðanverðri öldinni töldu mætir fræðimenn að þeir gætu læknað ergi á átta mánuðum. Gaman væri að vita hve lengi þessir virtu vísinda- menn hefðu haldið að tæki til að lækna menn af því að vera Akureyr- ingar eða framsóknarmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.