Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 2
2 C FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
Einvígi
Rómar-
liðanna?
NÝHAFIN leiktíð á Ítalíu virðist
við upphaf móts hafa alla burði
til að verða sú mest spennandi í
áraraðir. Undangenginn áratug
hafa liðin sem barist hafa um
titilinn oftast verið tvö, einstaka
sinnum þrjú, en nú virðast fieiri
lið eiga raunhæfa möguleika á
titlinum. Meistarar Lazio hafa
styrkt rándýrt lið sitt enn frekar
með ofurkaupum og sveitungar
þeirra í AS Roma einnig bætt við
sig sterkum leikmönnum. „Róm
er orðin höfuðborg knattspyrn-
unnar,“ sagði keisari stórkaup-
anna, Sergio Cragnotti, eigandi
Lazio, drýgindalega á dögunum.
Hvort Rómarliðin tvö eiga eftir að
berjast um titilinn er óvíst, í
það minnsta koma Juventus og AC
ster^ar*
Bnar leiks en í fyrra og
Logi mikið breytt lið
Vignisson Parma og Fiorentina
skrífer gætu sprungið út.
Internazionale er svo sérkapituli út-
af fyrir sig, ógnarsterkur mannskap-
ur sem alltaf virðist bregðast á ör-
lagastundu eins og háðulegt tap
þeirra á dögunum fyrir Helsingborg
í undankeppni Meistaradeildarinnar
sýndi.
Serie A-deildin hefst hátt í mánuði
síðar en venjulega vegna EM í sum-
ar og þátttöku Itala á Ólympíuleik-
unum þar sem landslið þeirra skipað
leikmönnum yngri en 23 ára náði
ágætum árangri en þó ekki sigri eins
og stefnt var að, eftir að hafa orðið
Evrópumeistari í sínum aldursflokki
sl. vor. Flest hafa toppliðin verið
brokkgeng á undirbúningstímabil-
inu og mörg stigið fremur stirð byrj-
unarskref í fyrstu leikjum sínum í
Evrópukeppninni. Varasamt er þó
að lesa of mikið í þau víxlspor sem
þar hafa verið tekin, ítölsk lið æfa
gi'íðarlega mikið á undirbúnings-
tímabilinu og eru oft þung í gang á
haustin en liða seigust undir lok leik-
tíðar eins og yfirburðaárangur
þeirra í Evrópukeppni síðasta ára-
tuginn er til vitnis um. Á þessu varð
þó breyting í vetur sem leið er hvert
ítalska stórveldið á fætur öðru féli úr
leik í Evrópu, jafnvel með brambolti,
og þótti ekki góð latína á Appenín-
uskaganum. Var sjálfsmynd ítala
sem fremstra meðal jafningja nokk-
uð ógnað við tíðindin en góður árang-
ur á EM í sumar hressti Eyjólf til
muna og einnig munu knattspymu-
yfirvöld hafa lagt sitt til málanna
með því að laga leikdaga deildarinn-
ar enn frekar að Evrópukeppninni.
Lazio er talið líklegast til afreka
hjá veðbönkunum og þótt mikið hafi
verið rætt um mögulega keppni
Rómarliðanna þá er AS Roma ein-
ungis í fimmta sæti á þeim bæ. Fáum
kemur á óvart að veðbankar setja
Juventus í annað sætið en hinsvegar
er makalaust að dómi undirritaðs að
Inter skuli vera ætlað þriðja sætið á
undan AC Milan en sú spá breytist
eflaust hratt þessa dagana eftir
brottrekstur Marcello Lippi frá fé-
laginu. Parma og Fiorentina koma
allnokkuð að baki þessum liðum og
auk þeirra í baráttu um sæti í
Evrópukeppni telja veðbankar að
blandi sér í lið Udinese, Bologna og
nýliðar Napólí og Atalanta.
Lazio losar um lírur
Sergio Cragnotti rekur SS Lazio
eins og intemetfyrirtæki! Spekin er
einföld: Eyða nógu assgoti miklu og
ná „ráðandi markaðsstöðu“ - þá
verði reksturinn ábatasamur til
lengri tíma litið. Hann hélt í sumar
áfram að ausa fé til leikmannakaupa
og keypti sér nýtt sóknardúó fyrir 6
milljarða króna. Metverð var reitt af
hendi fyrir Heman Crespo og ekki
var landi hans Claudio Lopez ókeyp-
is fremur en markvörðurinn Angelo
Peruzzi. Og fyrst hann var byrjaður
að versla skellti hann nokkrum
minni spámönnum í körfuna, svona
bara fyrir klink, þeirra merkastir
eru varnarmennimir Michele Para-
matti og Emmanuele Pesaresi. Svo
kom efnilegasti leikmaður deildar-
innar, Roberto Baronio, heim úr láni
hjá Reggina. Ljóst er að meistararn-
ir hafa eflst til muna og fullyrða má
að fá ef nokkur lið hafa af öðrum eins
mannskap að státa, varaliðið gæti ör-
ugglega blandað sér í toppbarátt-
una! En það þarf meira til að ná ár-
angri en fræga menn og miklu
skiptir hvernig Sven Göran Erikson
nær að stilla mönnum saman.
Brotthvarf Conceicao veikir kantspil
liðsins og er það kannski eini veik-
leiki þessa firnasterka liðs. Hefur
hann leitað logandi ljósi að væng-
manni undanfarið en segist þó sofa
rólegur yfir þessu. „Ég hef aldrei
stjómað öðmm eins hópi,“ segir Er-
ikson „og ég á möguleika á að stilla
liðinu upp á hina ýmsu vegu án þess
að það veikist. Það hlýtur að vera
draumur hvers þjálfara. Nedved og
Stankovic hafa staðið sig vel á
vængjunum og svo er Atillo gamli
Lombardo til taks,“ sagði Erikson og
glotti enda má hann alveg hlæja þó
byrjunin í haust hafi verið brösótt.
Lazio verður að teljast líklegt til
stórafreka í vetur bæði heima og í
Evrópu þar sem að metnaður liðsins
er gríðarlegur. Allt annað en meist-
ai-atign á öðram hvoram vígstöðvun-
um telst vart annað en hneyksli í
Róm.
Nágrannaöfund létt
Bæjarlækurinn Tíber skiptir Róm
í tvennt en aðdáendur AS Roma og
Lazio búa þvers og kruss um bæinn
og lítil skil á milli eftir hverfum eða
stéttum. Þó hefur geð Lazio-sinna
verið heldur léttara undanfarin ár og
„alvöra Rómarliðið" eins og fylgis-
menn Roma vilja meina að liðið sé,
verið öfundin ein. Þeim krossi hefur
verið létt af í sumar með drjúgum
innkaupum forsetans Franco Sensi.
AS Roma hefur ekki mætt til leiks
með jafnsterkan mannskap síðan á
gullaldaráram félagsins á öndverð-
um níunda áratugnum. Munar þar
mest um dýrasta leikmann heims
miðað við aldur, hinn 31 árs gamla
ofurframherja Gabriel Batistuta
sem hungrar í meistaratitilinn eftir
vonbrigði í heilan áratug með Fior-
entina. Við hlið hans mun annar hvor
landsliðsmannana Delvecchio eða
Montella leika en sá síðarnefndi vai'
afar móðgaður er til stóð að afhenda
Batigol peysu nr. 9. Bati fékk reynd-
ar þetta númer í sumar en vildi halda
öllum góðum og lét Montella eftir
númerinu og ber sjálfur nr. 18 á bak-
inu í vetur. Montella getur þá setið
glaður á bekknum í peysunni sinni ef
hann verður ekki hreinlega seldur...
Fyrir aftan kappana er besti leik-
maður deildarinnar í fyrra,
Francesco Totti, og verður hann
væntanlega betur studdur en fyrr af
miðju og vöm sem hefur þést með
komu Walter Samuel og Emerson,
sá síðamefndi meiddist reyndar illa
nýverið og verður vart með fyrr en
með vorinu og er það liðinu gríðar-
legt áfall. Roma hefur leikið nettan
fótbolta en vantað úthald. Fabio
Capello stefnir að því að ná tökum á
því vandamáli á öðru tímabili sínu
með liðið og takmarkið er 1.-2. sæti.
Juve og Milan stöðug
Juventus glutraði meistaratitlin-
um úr höndunum í frægum rigning-
arleik í Peragia í vor og hefndarhug-
ur í mönnum á þeim bæ. Liðið byggir
á sama trausta granninum og síð-
ustu leiktíðir, era þar á ferðinni gif-
urlega sigursælir leikmenn sem búa
yfir miklu sjálfstrausti. í hópinn hafa
bæst tveir nafntogaðir leikmenn,
ítalabaninn David Trezuguet sem
jafnaði metin svo eftirminnilega íyr-
ir Frakkland í úrslitum EM í sumar
og Urúgvæmaðurinn Fabian O’Neill
sem hefur verið einn besti miðjuleik-
maður deildarinnar þau 5 ár sem
hann hefur spilað á Ítalíu í herbúðum
Cagliari. Liðið lánaði Max Vieri til
Ancona en þessi yngri bróðir
Christian hjá Inter hefur ekki staðið
undir væntingum.
Zinedine Zidane er kominn aftur í
sitt besta form en gullkálfurinn mis-
tæki Alex Del Piero er áfram spum-
ingamerki. Þessir tveir náðu sér ekki
á strik í fyrra og munar um minna.
Telja verður möguleika Juve á titli
nokkuð jafna á við Lazio og kann ár-
angur og leikjaálag í Evrópukeppni
að ráða miklu um það hvort liðið end-
ar ofar á heimavígstöðvunum.
AC Milan varð meistari með mikl-
um heppnisbrag 1999 en nýliðin leik-
tíð var liðinu fremm' raunaleg þótt
sæti í Meistardeildinni væri sárabót.
Milan kemur til leiks lítt breytt og er
það nýmæli á þeim bæ hin síðari ár.
Þó hafa þrír sterkir leikmenn bæst í
hópinn, brasilíski markvörðurinn
Dida, framherjinn efnilegi Gianni
Comandini og Argentínumaðurinn
Redondo sem þó mun ekki leika með
fyrst um sinn vegna meiðsla. Red-
ondo var svo vitlaus að spyrja hvort
hann gæti fengið peysu nr. 6, eins og
hann er vanur að leika í en fékk þau
svör að í þá peysu færi enginn, hún
væri sem fyrr tekin úr umferð til að
Fjórir leikmenn Roma fagna sigi
Argentínu, Jonathan
heiðra Franco Baresi sem var á dög-
unum útnefndur besti ítalski leik-
maður aldarinnar af ítölskum knatt-
spymumönnum.
Milan er til alls líklegt og vonandi
verður leikur liðsins skemmtilegri í
vetur en hann hefur verið fyrstu tvö
tímabilin undir stjórn Alberto
Zaccheroni. Hefðin er sterk og kröf-
urnar miklar en þó gera menn sér
grein fyrir þvi að liðið er kannski
ekki alveg jafnöflugt og Lazio, Roma
og Juventus. Það hefur þó ekki alltaf
skipt máli eins og svo berlega kom í
Ijós í hittiðfyrra.
Sjúka liðið á Ítalíu!
„Leikur Internazionale er drama-
tísk harmsaga þar sem söguhetjum-
ar era ungir, vellauðugir en veik-
lyndir menn sem hlýða ekki ráðum
sér vitrari manna og sólunda hæfi-
leikum sínum fyrir augsýn lang-
þreyttra velunnara sem era fyrir
löngu búnir að þurrausa tárakirtla
sína,“ sagði einn þekktasti knatt-
spymuskríbent ítala á dögunum og
sagði að liðið væri svo „veikt að jafn-
vel mikill uppskurður færustu sér-
fræðinga kemur fyrir lítið“. Massimo
Morratti, forseti Inter, hefur ekki
verið neinn eftirbátur kollega síns
Cragnotti í leikmannakaupum en ár-
angurinn er ekki sambærilegur. Á
dögunum vék hann Marcello Lippi