Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 20.10.2000, Síða 4
Silja komst í undan- úrslit á HM í Chile SILJA Úlfarsdóttir frjáls- iþróttakona úr FH náði mjög góðum árangri í 200 metra hlaupi í gærkvöid á heims- meistaramóti unglinga, 18- 19 ára, í Santiago í Chile þegar hún tryggði sér sæti í undanúrslitum sem fram fara síðar í dag. Silja varð önnur í sínum riðli í undanrásum þar sem hún hljóp á tímanum 24,33 sekúndur sem er aðeins 13/ Frá 100 frá íslandsmeti Hasse hennar í flokki 19- Sjögren 20 ára unglinga. ÍChlle Silja hljóp síðan aftur í 1. milliriðli af þremur í 200 metra hlaupinu og þar var tími hennar aðeins lakari en í undarás- unum fyrr um daginn, eða 24,54 sekúndur. í milliriðlunum luku 23 keppendur af 24 keppni og tími Silju skilaði henni í 15. sæti og það dugði til að tryggja sæti í undan- úrslitum sem fram fara á föstudag kl. 21.00 að íslenskum tíma. „Ég var ósátt við 400 metra hlaupið hjá mér á þriðjudaginn og hlakkaði því mikið til að hlaupa 200 metrana. Þetta gekk allt saman mjög vel hjá mér í undanrásunum og þar fann ég mig virkilega vel. Það gekk ekki alveg eins vel í milliriðlunum og ég er ekki alveg sátt við hvað ég sýndi í því hlaupi en á sama tíma er ég afar glöð að hafa náð í undanúrslitin," sagði Silja í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Kristófer til liðs við Blika KRISTÓFER Sigurgeirsson, knattspyrnumaður, sem leikið hefur með Fram, er genginn í raðir Breiðabliks og hefur skrifað undir þriggja ára samn- ing við Kópavogsliðið, sem hann lék með 1991-1996. Helga Jónasi HELGI Jónas Guðfínnsson og fé- lagar í belgfska körfuknattleiks- liðinu FLV Athlon Ieper lögðu spænska liðið Girona 83:70 í Evrópukeppni fólagsliða í fyrra- kvöld í Belgíu. Helgi Jónas lék í 17 mínútur, gerði 5 stig, eina þriggja stiga körfu og eina innan teigs og stal boltanum auk þess tvívegis af mótherjum sínum. Hann var með 50% nýtingu í leiknum. Morgunblaðið/Hasse Sjögren Silja Úlfarsdóttir, frjálslþróttakona úr FH, tryggði sér sæti í undanúrslitum í 200 metra hlaupi á HM unglinga sem fram fer í Chile. Silja varð 15. af 24 keppendum sem komust í milliriðla. KR enn án sigurs - tap hjá Keflavík TVEIR leikir fóru fram í gærkvöldi í 8-liða úrslitum bikarkeppn- innar í körfuknattleik, sem er kennd við Kjörís. (Hveragerði unnu heimamenn í Hamri íslandsmeistara KR með 77 stigum gegn 66, og var þetta fimmti tapleikur KR í röð. í Keflavík náðu Njarðvík- ingar að leggja Keflvíkinga fyrst allra liða á nýhöfnu keppnis- tímabili og lokatölur urðu 84:97. Liðin mætast síðan aftur í seinni leik 8-liða úrslitanna á laugardag og samanlögð úrslit leikjanna tveggja ráða úrslitum um hvaða lið komast í hóp hinna „fjögurra fræknu“ sem leika til undanúrslita laugardaginn 11. nóvember. IHveragerði skoruðu KR-ingar fyrstu tvö stigin og var það í eina skiptið sem þeir komust yfir í leikn- um. Bandaríkjamaðurinn í liði Ham- ars, Chris Dade, tók þá við að raða stigunum og skoraði næstu 11 stig leiksins. Það dofnaði aðeins yfir leik- mönnum beggja liða eftir rispu Dad- es og í lok 1. leikhluta var staðan 25:17. Léleg hittni leikmanna var það sem einkenndi 2. leikhluta og þrátt fyrir að hafa ekki skorað stig á fyrstu 8 mínútum 2. leikhluta unnu Ham- Keflvíkingar töpuðu í nágrannaslagnum Það var hörkuleikur í Keflavík er Njarðvíkingar komu í heimsókn - staðráðnir í að hefna ófaranna frá síðustu viðureign. Danski landsliðs- miðherjinn í liði Njarðvíkur, Jes V Hansen, sýndi betri hliðina á sér í leiknum og var besti maður liðsins. Bandaríkjamaðurinn Calvin Davis var yfirburðamaður í liði Keflvíkinga og villuvandræði hans í leiknum reyndust dýrkeypt. í upphafi 3. leikhluta voru Njarð- víkingar með 3. stiga forystu, 68:65, og er 2 mínútur lifðu af leiknum var staðan jöfn, 83:83. Calvin Davis fékk þá sína 5. villu og þurfti að yfirgefa völlinn. Njarðvíkingar gengu á lagið og ótímabær skot Keflvíkinga á loka- kafla leiksins hjálpuðu gestunum að auka muninn í 13 stig er upp var staðið. Forskot Njarðvíkinga verður án efa gott veganesti í seinni leik lið- anna á laugardag. Stigahæstir Keflvíkinga: Calvin Davis 37 (14 fráköst), Birgir Örn Birgisson 13, Guðjón Skúlason 9, Hjörtur Harðarson 8. Stigahæstir Njarðvíkinga: Jes V Hansen 24, Brenton Birminham 24, Teitur Örlygsson 15, Logi Gunnars- son 14, Friðrik Ragnarsson 11. arsmenn þann leikhluta með 11 stig- um gegn 8 stigum KR. Það sem gladdi augu fjölmargra áhorfenda í Hveragerði voru tilþrif Skarphéðins Ingvarssonar sem stal boltanum í tvígang á skömmum tíma og tróð með tilþrifum. íslandsmeistaramir áttu í raun aldrei möguleika á að saxa á forskot heimamanna og aðeins 22 af 67 skottilraunum rötuðu rétta leið hjá þeim í leiknum. Liðin mætast að nýju á laugardag í vesturbænum. Stigahæstir í liði Hamars voru: Chris Dade 23 stig, Skarphéðinn Ingvarsson 19, Ægir Hrafn Jónsson 14. Hjá KR var Jón Amór Stefáns- son stigahæstur með 20 stig, Ólafur Jón Ormsson 18 og Jónatan Bow 11. Lárus Orri vildi ekki fara ENSKT lið, sem leikur í 2. deild, vildi i vikunni fá landsliðsmanninn Lárus Orra Sigurðsson á Iánssamning í einn mánuð frá West Bromwich Albion, en í síðustu viku gaf Lárus það í skyn að hann væri tilbúinn að fara til annars liðs. Lárus Orri, sem er búsettur í Stoke, sagði að hann væri ekki tilbúinn að fara að svo stöddu frá WBA. Hann vildi ekki gefa upp hvaða lið óskaði eftir honum. „Þetta var kannski ekki rétti timinn fyrir mig til að fara frá Alb- ion. Ég ætla að æfa aðeins lengur og spila meira með varaliðinu. Ég spilaði hálfan leik fyrir rúmri viku, en á undan því hafði ég ekki spilað í hátt í þijár vikur,“ sagði Lárus, sem ætlar að skoða önnur lánstilboð sem kunna að berast. Lárus er enn að ná sér eftir hné- meiðsli sem haldið hafa honum frá keppni í um sex mánuði. ■ PETER Schmeichel landsliðs- markvörður Dana og portú- galska liðsins Sporting Lissabon meiddist á hné á æfingu liðsins í gær og er talið að hann verði frá í einn mánuð. ■ TRINA Hattestad nýkrýndur Ólymympíumeistari í spjótkasti kvenna hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna. Hattestad er 34 ára gömul sem hefur um árabil verið í fremstu röð í þessari íþróttagrein. Hún keppti á fimm Ólympiuleikum og tókst loks að vinna Ólympfugullið á leikunum í Sydney. Hattestad er tvöfaldur heimsmeistari og á heimsmetið, 69,48 metrar. ■ ENSKA knattspyrnusambandið hefur vísað þeim sögusögnum á bug að það hafi boðið Þjóðverjan- um Berti Vogts að taka við enska landsliðinu. Sjálfur sagði Vogts í vikunni að hann myndi þiggja starfið ef honum byðist það og í kjölfarið fóru af staðsögur um að enska knattspyrnusambandið hefði rætt við hann. ■ JON Harley, varnarmaður í Chelsea, hefur verið lánaður til 1. deildarliðsins Wimbledon í þrjá mánuði. Harley sem er U-21 árs landsliðsmaður Englendinga en síðan Claudio Ranieri tók við liði Chelsea hefur Harley fengið fá tækifæri. ■ EMERSON Leao hefur verið ráðinn þjálfari brasilíska landsliðsins í knattspyrnu í stað Wanderley Luxemburgo sem lát- inn var taka pokann sinn fyrir skömmu. Leao lék í marki lands- liðins á sjöunda áratugnum en hefur þjálfað bæði hjá Santos og Sport Recife. ■ EINN leikur fór fram í 1. deild karla í körfuknattleik í gær. í Iþróttahúsi _ Kennaraháskólans áttust við ÍS og Breiðablik og sigruðu gestirnir nokkuð örugg- lega og lokatölur leiksins urðu 67:98. Staðan í hálfleik var 37:46. Grindavík byijarí Höllinni Dregið var til 32-liða úrslitanna í bikarkeppni KKÍ í gær. Bikarmeistararnir í Grindavík hefja titilvörnina í Laugardalshöll- inni, á sama stað og þeir unnu bikarinn í fyrra, en þeir drógust gegn 1. deildarliði Ármanns/Þrótt- ar. Einn úrvalsdeildarslagur er í 32-liða úrslitunum en KFI tekur á móti Njarðvík. Þar sem 35 lið eru í bikarkeppn- inni þarf að fara fram forkeppni. Þar mætast annars vegar Reynir Hellisandi og USVH og hins vegar Arvakur og Keflavík-b. Drátturinn í 32-liða úrslitunum varð þessi: Örninn - Akranes ÍS - Haukar Hrönn - Þór Akureyri Árm/Þróttur - Grindavík Reynir S - Tindastóll Reynir H/USVH - ÍR Valur - KR-b/Breiðablik-b Dalvík - Hamar KFÍ - Njarðvík Léttir - Smári HK - Stjarnan Skallagrímur - Árvakur/Kefl.-b IG - Þór Þorlákshöfn Selfoss - Snæfell Breiðablik - Keflavík ÍV-KR Leikirnir eiga að fara fram 28. og 29. október.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.