Morgunblaðið - 27.10.2000, Side 4
faámR
FOLK
AP
Rúnar Kristinsson hefur betur I baráttu við Ivan Tomic og Magno Moceiin, leikmenn Alaves, í leik líðanna I Noregi I gærkvöld. Rúnar
og félagar áttu við ofurefli að etja og eíga litla möguleika á að komast lengra í UEFA-bikarnum.
Rúnar kveður
Lilleström í banni
RÚNAR Kristinsson lék vafalítið sinn síðasta leik með norska
knattspymuféiaginu Lilleström í gærkvöld. Lið hans var yfirspílað
á heimavelli af spænska liðinu Alaves í 2. umferð UEFA-bikarsins
og var heppið að sleppa með 1:3-ósigur. Rúnar fékk að líta gula
spjaldið í leiknum, sitt annað í keppninni, og hann er þar með
komínn í eins leiks bann og missir af síðari leik liðanna á Spáni
eftir tvær vikur. Litlar líkur virðast á að Lilleström nái að snúa
þessum úrslitum við og komast i 3. umferð keppninnar og Rúnari
virðist því óhætt að fara að pakka niður og búa sig undir að flytja
búferium til Belgíu þar sem hann hefur samið við Lokeren.
TJdst Lilleström hið ómögulega
og vinni upp forskot Aiaves í úti-
leiknum spilar Rúnar í 3. umferðinni
sem lýkur 7. desember og fer síðan til
Belgíu en samningur hans við Lille-
ström rennur út um áramótin. Rúnar
fékk eínnig gula spjaldið í síðari
leiknum gegn Dinamo Moskva í 1.
umferð keppninnar.
Alaves komst yfir strax á 2. mínútu
leiksins og var komið í 3:0 í upphafi
síðari háJfleiks. Roger Helland náði
' að laga stöðuna fyrír Lilleström sex
mínútum fyrir leikslok en hann kom
inn á sem varamaður fyrir Rúnar sex
mínútum áður. Rétt eftir mark hans
fékk Alaves vítaspymu en Spánverj-
arnir skutu yfír norska markið.
Norskir fjölmiðlar fúllyrtu í gærk-
völd að leikmenn Lilleström gætu
tekið með sér sundfötin og sólarol-
íuna til Spánar því ljóst væri að þeir
yrðu komnir í frí að leiknum loknum.
„Við erum ánægðir með að hafa
komist í 2. umferð, það var meira en
við reiknuðum með. Við erum nokkr-
um þrepum frá þeim bestu í Evrópu
en það þarf ekW að koma neinum á
óvart,“ sagði Ame Erlendsen, þjálf-
ari LiUeström.
Eyjólfur ekki með
í öruggum sigri Herthu
Eyjólfiir Sverrisson lék ekki með
Herthu Berlín sem sigraði Amica
Wronki frá Póllandi, 3:1', í Berlín.
Sigur Herthu var mjög sannfærandi
en mark Pólverjanna rétt fyrir leiks-
lok gefur þeim veika von fyrir síðari
leikinn. Michael Preetz, Stefan Bein-
lich og Pólveijinn Piotr Reiss skor-
uðu mörk Herthu.
Heskey bjargaði Liverpool
Emile Heskey hélt áfram að skora
fyrir Liverpooi en hann gerði sitt
fimmta mark í þremur leikjum og
tryggði enska liðinu nauman sigur á
Slovan Liberec frá Tékldandi, 1:0, á
Anfield. Mark hans kom 6 mínútum
íyrir leikslok og bjargaði andliti Liv-
erpool sem hafði leildð mjög illa.
Reyndar fékk liðið vítaspymu en
Robbie Fowler skaut yfir mark
Téklcanna.
SlaJct gengi Inter Milano hélt áfram
og hið stjömum prýdda ítalska lið
gerði aðeins jafnteíli, 0:0, við Vitesse
frá Hollandi á heimavellL Einungis
9.000 áhorfendur mættu á San Siro-
leikvanginn sem var frekar tómlegur
enda rúmar hann 85 þúsund manns.
Ferfaldir Evrópumeistarar Ajax
vom heldur eldd á skotskónum því
þeir töpuðu verðslculdað, 1:0, fyrir
Lausanne í Sviss.
Demis Nikolaidis var maður gær-
kvöldsins því hann skoraði fjögur
mörk í 5;0-sigri AEK frá Grikldandi
á dönsku meisturunum í Herfölge.
Mareio Amoroso kom inn á sem
varamaður hjá Parma og tryggði Jið-
inu 2;0-sigur á Dinamo Zagreb frá
Króatíu.
Sergio skoraði tvö mörk fyrir Esp-
anyol frá Spáni sem skoraði öll mörk-
in á fyrsta hálftímanum í 4:0-sigri á
GAK frá Austumki.
■ STAN Collymore, leikmaður
Leicester City, mun leika með
enska úrvalsdeHdarliðinu Bradford
City það sem eftir lifir keppnis-
tímabilsins á Englandi. Collymore
var settur á sölulista hjá Leicester
fyrir skömmu en fá lið höfðu áhuga
á að fá hann í sínar raðir.
■ LEICESTER fékk Collymore til
liðsins í febrúar á þessu ári. Colly-
more, sem er 29 ára, skoraði
þrennu í fyrsta heimaleik sínum
með Leicester en fótbrotnaði
nokJcrum dögum síðar og hefur
elckert leikið síðan með aðalliðinu.
■ FRANSKI vamarmaðurinn Lili-
an Martin, sem leikið hefur með
MarseUle, hefur fallist á að ganga
til liðs við Derby County í ensku úr-
valsdeUdinni. Mart in er 29 ára og
hefur ekki verið í náðinni hjá Abel
Braga, þjálfara Marseille, í vetur.
■ FORRÁÐAMENN portúgalska
landsliðsins í knattspymu hafa af-
boðað komu liðsins í vináttuleik
gegn úrvalsliði frá Katalóníu. Leik-
urinn átti að fara fram á heimavelli
Barcelona, Nou Camp, hinn 22.
desember.
■ LUIS Figo, einn landsliðsmanna
Portúgals, fékk heldur kaldar
kveðjur frá áhangendum Barcel-
ona er hann lék deiJdarleik á gamla
heimavellinum, Nou Camp, með
Real Madrid og forráðamenn
landsliðsins vUja ekki setja Figo í
þá aðstöðu aftur.
■ BANDARÍSKA körfuknattleilcs-
liðið Minnesota Timberwolves fékk
harða refsingu hjá stjómendum
NBA-deildarinnar í kjölfar þess að
upp komst um leyrúlegan samning
sem liðrð hafði gert við einn leik-
mann liðsins, Joe Smith.
■ SAMANLAGÐAR launagreiðsl-
ur til leikmanna Timberwolves
fóm þar með langt yfir svokallað
launaþak og talið er að eigendur
liðsins hafi gert samkomulag við
Smith um að hann fengi launa-
greiðslur undir borðið næstu tíu ár-
in. Eigendum Timberwolves er
gert að greiða um 300 milljónir
króna í selct og að auki fær liðið
ekki að velja í íyrstu umferð há-
skólavalsins næstu sex árin.
■ PETER Keen, markvörður Carl-
isle, skoraði Jyrir lið sitt gegn
Blackpool í ensku 3. deildinni í
knattspymu á þriðjudagskvöldið.
Hann spymti langt frá marki sínu,
boltinn lenti við vítateig mótherj-
anna og hoppaði yfir markvörðinn.
Þetta er í annað sinn á rúmum
tveimur árum sem marlcvörður
skorar fyrir Carlisle en vorið 1999
gerði markvörður liðsins skalla-
mark á síðustu sekúndum í lokaleik
deildarinnar og forðaði félaginu frá
falli úr deildakeppninni.
■ DIMITRI Karlov, fyrrverandi
skytta í heimsmeistaraliði Rússa í
handJcnattleik, er genginn til liðs
við botnliðið í þýsku deildinni, Hild-
esheim. Hann hefur að undanförnu
leikið með HG Erlangen í 2. deild í
Þýskaiandi.
Líklegt að Guð-
mundur hafni Aalst
GUÐMUNDUR Steinarsson, markaskorari Keflvðdnga í knatt-
spymunni í suinar, er ineð tilboð frá Aalst í Beigíu seui vill fá
hann leigðan frá Keflavík át títnabilið. Guðmundur sagði við
Morgunblaðið í gærkvöld að ineiri Iflcur væru á að bann hafhaði
boðinu en að því jrði tekið. „Ég á eftir að fá betri upplýsingar
um liðið, sem er neðst í deildinni, og ætla að skoða málið mjög
veL Mér býðst iíka að fara til reynslu hjá liðum í Engiandi og
Skotlandi en það er al veg eins vdst að ég taki því rólega og reyni
að ná öðru góðu túnabili hér heima áður en ég freista þess fyrir
alvöru ao spiia erlendis,“ sagði Guðmundur.