Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JMtaqgwiiWftöifr 2000 LAUGARDAGUR 28. OKTOBER BLAD Ragna Lóa að draga fram skóna í Ipswich RAGNA Lóa Stefánsdóttir er hægt og rólega að draga fram knattspyrnuskó sína að nýju. Hún neyddist til að hætta knattspyrnuiðkun er hún fótbrotnaði í landsleik íslands og Úkraínu fyrir þremur árum. í framhaldi af því eignuðust Ragna Lóa og eiginmaður hennar, Hei-mann Hreiðarsson, leikmaður Ipswich, bam. í kjöl- farið lenti Ragna Lóa í veikindum en er nú óð- um að ná sér og er byrjuð að leika og æfa með Ipswich Town í næstefstu deild í heimabæ sín- um í Englandi. „Ég er ekkert að taka þetta allt- of alvarlega eins og er. Ég spilaði síðustu helgi einn leik með varaliðinu,“ sagði Ragna Lóa í gær. Hún lék áður með KR, Val, Stjömunni og IA, ásamt því að leika 35 landsleiki frá árinu 1985. Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið sigursæl í Sydney, tryggt sér tvö gull og tvö brons. Lúkas tækni- Djalfari hjá KR LÚKAS Kostic hefur verið ráðinn sérstakur tækniþjálfari hjá knattspyrnudeild KR og mun hann í sam- vinnu við aðra þjálfara aðstoða Ieikmenn yngri flokka félagsins við að ná betri tökum á einstökum tæknileg- um þáttum knattspyrn- unnar. Lúkas hefur þjálfað meistara- flokkslið frá 1994, fyrst Grindavík, þá KR og loks Víking. Að sögn forráðamanna knattspyrnudeildar KR er ráðning Lúkasar mikilvægur þáttur í að móta afburða knatt- spyrnufólk hjá félag- inu sem eigi meiri möguleika en ella á að komast í atvinnu- mennsku síðar meir. Annað gull og Ólympíumótsmet hjá Kristínu Rós Hákonardóttur „Þetta var ekkert létt, en ég var vel stemmd“ KRISTÍN Rós Hákonardóttir bætti enn einni rósinni í hnappagatið í gær þegar hún sigraði í 100 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney í Ástralíu. Þar með hefur hún krækt sér í tvenn gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun auk þess að setja eitt heimsmet og eitt Ól- ympíumótsmet. „Já, já, en það er nú hálfgerð aukagrein hjá mér. Sundið á morg- un [í dag] er stutt þannig að maður þarf ekki að hugsa um snúninga eða neitt svoleiðis, bara synda eins hratt og maður getur. Þetta er bara ein ferð - og svo er þetta búið,“ sagði Kristín Rós. Kristín Rós sigraði í gær með nokkrum yfirburðum, en hún keppir í fötlunarflokki S7. Kristín Rós kom í mark á 1.26,31 mínútu sem er nýtt Ólympíumótsmet en sjálf á hún heimsmetið, 1.25,98. Norska stúlkan Eva Renate Indrevold varð önnur, kom tæpum tveimur sekúndum á eftir henni í mark, 1.28,24. Bandaríska stúlkan Shannon Bothelio varð í þriðja sæti á 1.30,60. „Þetta var ekkert létt, en ég var vel stemmd, fékk frídag á undan og var því afslöppuð og ágætlega hvíld. Ég náði ágætri byrjun og var með forystu allan tímann, um eina sekúndu. Það er raunar ekki mikill tími en það gekk allt upp hjá mér,“ sagði Kristín Rós í samtali við Morgunblaðið eftir sundið í gær. Getur ekki verið betra Hún sagðist vera ánægð með árang- urinn á mótinu. „Þetta getur ekki verið betra. Ég ætlaði reyndar að ná í þrjá gullpeninga eins og á síðasta Ólympíu- móti, en það eru alltaf að koma inn nýj- ar stelpur í þetta og keppnin verður harðari. Það er samt ekki slæmt að ná í tvö gull og tvö brons í þeim fjórum greinum sem ég hef keppt í til þessa. Eg get ekki annað en verið ánægð,“ sagði Kristín Rós. Nú átt þú eitt sund eftir og gætir krækt þér í gullpening þar, í 50 metra skriðsundi. Zidane í fimm leikja bann ZINEDINE Zidane, miðjumað- urinn snjalli hjá Juventus, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann í Evrópukeppni. Zidane skallaði Jochen Kientz, leik- mannn Hamburger SY, í and- litið í leik liðanna í meistara- deild Evrópu á þriðjudaginn og var tafarlaust sýnt rauða spjaldið. Zidane missir þar með af lokaleik Juventus í riðla- keppni meistaradeildarinnar, gegn Panathinaikos 8. nóvem- ber, og fjórum næstu Evrópu- leikjum félagsins eftir það. Juv- entus þarf að sigra gríska félagið til að komast áfram / keppninni. GOLF: ISLENSKIR KYLFINGAR EIGAST VIÐ í DUBLIN / B4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.