Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 28.10.2000, Qupperneq 4
Líkumar með Chelsea í Lundúnaslagnum Iris Björk Eysteinsdóttir skrifarfrá Englandi LEIKUR helgarinnar í enska boltanum er án efa viðureign Chelsea og Tottenham. Chelsea hefur ekki tapað gegn Totten- ham í 11 ár og reyndar unnið sex af átta viðureignum þeirra á síðustu fjórum árum. Á hinn boginn hefur Claudio Ranieri aðeins stjórnað Chelsea til sig- urs tvisvar síðan hann tók við svo allt getur gerst í þessum Lundúnaslag. f Jimmy Floyd Hsselbaink var í geysilegu stuði um síðustu helgi og skoraði fjögur mörk gegn Coventry. Nú stefn- ir hann á að gera eitthvað svipað og drekkja þar með manninum sem hjálpaði honum til frægðar í Eng- landi; George Graham knatt- spyrnustjóra Tottenham. Graham keypti Hasselbaink til Leeds frá K portúgalska félaginu Boavista árið 1997 og borgaði Jimmy fyrir sig með því að skora 34 mörk á tveim- ur tímabilum. „Ég verð að viðurkenna að Ge- orge Graham var mikill áhrifavald- ur í lífí mínu. Hann hjálpaði mér að verða betri leikmaður og betri persóna," sagði Hasseibaink, sem fór til Spánar í kjölfarið og lék eitt tímabil með Atletico Madrid áður en Gianluca Vialli keypti hann til Chelsea fyrir þetta tímabil á tæpa tvo milljarða. Hingað til virðist fjárfestingin borga sig því hann hefur nú þegar skorað átta mörk fyrir þá bláklæddu. Líklegt þykir að Ranieri haldi sér við sama lið og sigraði Coventry 6:1 um síðustu sHielgi og því er ólíklegt að Eiður Smári Guðjohnsen byrji inni á. Tottenham er í ágætis stuði þessa dagana eftir sigur gegn Derby um síðustu helgi. Graham fær í leiknum annað tækifæri til að betrumbæta samband sitt við stuðningsmenn Tottenham. Sam- bandið á milli þeirra hefur ekki verið gott frá því Graham kom til félagsins. I síðustu viku gagnrýndi Graham þá harkalega fyrir að púa á liðið þegar það var að vinna gegn Derby. „Attunda sætið svona snemma á tímabilinu er ekki slæmt. Ég vona bara að stuðningsmenn láti vel í sér heyra - á jákvæðan hátt,“ ?sagði Graham. Toppliðin Arsenal og Manchester United ættu ekki að eiga í neinu basli með sína and- stæðinga og ættu því að halda sæt- um sínum á toppnum. Arsenal fær nýliða Manchester City í heimsókn og Manchester United leikur gegn botnbaráttuliði Southampton. Hermann Hreiðarsson og félag- ar í Ipswich leika heima gegn Middlesbrough og gætu haldið ótrúlegri velgengni sinni gangandi nái þeir að sigi-a. Liðið er taplaust í fímm leikjum í röð og hefur að ^auki haldið hreinu í þremur þeirra. Á morgun er svo hörku ná- grannaslagur milli Liverpool og Everton og gæti jafnvel smá þreyta setið í þeim rauðklæddu eftir nauman Evrópubikarsigur gegn Slovan Liberec á fimmtudag. Reuters Hermann Hreiðarsson, leikmaður Ipswich, á hér í baráttu við Roy Keane, fyrirliða Manchester United, á dögunum. Leikmenn ósáttir við félagaskiptatillögur FULLTRÚI leikmanna í vinnu- hópi um nýjar félagaskiptareglur á evrópskum leikmannamarkaði mætti ekki til fundar hjá hópnum í gær, þar sem leggja átti lokadrög að tillögum hópsins. Vinnuhópur- inn samanstendur af fulltrúum leikmanna, Knattspyrnusambands Evrópu, ÚEFA og Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, FIFA. Evrópusambandið vill gera gagngerar breytingar á núgildandi félagaskiptareglum, þar sem sam- bandið telur þær stangast á við grundvallarreglur þess. Gordon Taylor er fulltrúi leik- manna í vinnuhópnum. Hann taldi að ekki hefði nægilegt tillit verið tekið til sjónarmiða leikmanna og hunsaði fundinn í mótmælaskyni. Taylor telur auk þess að tillögur hópsins séu vafasamar og að þær muni aldrei virka í framkvalmd. Sepp Blatter, forseti FIFA, sagði að vinnuhópurinn myndi leggja fram tillögur sínar, þó svo að þær nytu ekki stuðnings fulltrúa leikmanna í hópnum. Hann viður- kenndi þó að Evrópusambandið myndi tæplega fallast á tillögur sem ekki nytu stuðnings leik- manna. Framkvæmdastjórn ESB hefur gefíð aðilum á evrópska leik- mannamarkaðnum frest til 31. október til að leggja fram tillögur að nýjum félagaskiptareglum. Framkvæmdastjórnin telur að núgildandi reglur stangist á við grundvallarreglur ESB sem kveða m.a. á um frjálsa för launþega. Núgildandi reglur byggjast á nokkurs konar eignarrétti félaga yfír samningsbundnum leikmönn- um sínum. ■ HÚSLEIT var gerð á heimili og skrifstofu Christophs Daums, fyrr- um þjálfara þýska liðsins Bayer Leverkusen í gær. Daum gekkst nýlega sjálfviljugur undir lyfjapróf til að afsanna sögusagnir um kóka- ínneyslu sína, en prófið reyndist já- kvætt. Var hann í kjölfarið leystur frá störfum hjá Leverkusen og hætt var við ráðningu hans sem þjálfara þýska landsliðsins. Sak- sóknari segir að hann sé einn af fimm mönnum sem verið er að rannsaka vegna eiturlyfjamála í bænum Koblenz. ■ LAZIO hefur takið af skarið varðandi þá hugmynd að Svnnn Sven Göran Eriksson þjálfai'i liðs- ins taki við enska landsliðinu. Sergio Cragnotti, forseti Lazio, sagði í gær að þjálfarinn fengi ekki leyfi frá félaginu til að ræða við enska knattspyrnusambandið um stöðu landsliðsþjálfara á meðan hann væri samningsbundinn Lazio. ■ TYRKIR leggja mikið upp úr því að knattspyrnulið þeirra standi sig í Evrópukeppninni. Tyrkneska knattspymusambandið hefur þess vegna frestað leik Galatasaray og Antalyaspor sem vera átti laugar- daginn 4. nóvember þannig að fyrr- nefnda liðið geti búið sig af kost- gæfni undir leikinn við Sturm Graz miðvikudaginn 7. nóvember. ■ HVERT heimsmetið af öðru fell- ur í sundkeppni Ólympíumóts fatl- aðra í Sydney. A fímmtudaginn féllu 25 heimsmet og aldrei hafa verið sett svo mörg heimsmet á ein- um degi í sundi. 129 heimsmet hafa verið sett í sundi á leikunum og hafa aldrei verið fleiri, í Atlanta 1996 voru heimsmetin 107. ■ JOHN Lukic, þriðji markvörður Arsenal, leikur í dag sinn fyrsta deildaleik í þrjú ár þegar lið hans mætir Manchester City í úrvals- deild ensku knattspyrnunnar. Luk- ic, sem verður fertugur í desember, hleypur í skarðið fyrir David Sea- man, sem er meiddur í öxl, en það gerði Lukic einnig gegn Lazio í meistaradeild Evrópu á dögunum og stóð sig með miklum sóma. ■ FLENSBURG hefur kært leik sinn gegn Minden í þýska hand- knattleiknum í vikunni og krafíst þess að hann verði leikinn að nýju en Gústaf Bjarnason og félagar í Minden unnu þann leik nokkuð óvænt, 25:23. Leikmaður Flens- burg var látinn sitja utan vallar í tvær mínútur í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hann hefði aðeins fengið áminningu hjá dómurunum. ■ ERIK Veje Rasmussen, þjálfari Flensburg, segist óttast mjög af- leiðingarnar ef úrslitin verði látin standa. Þá geti dómarar í hand- knattleik í raun gert það sem þeim sýnist án nokkurs aðhalds. ■ BILLY McKinley, skoskur landsliðsmaður í knattspyrnu, er kominn til Leicester á þriggja mán- aða lánssamningi frá Blackburn. Hann fer beint í hópinn fyrir leik Leicester við Derby í ensku úrvals- deildinni í dag. íslenskt golfmót á írlandi SEX íslenskir kylfingar verða á ferðinni í Dubiin á Irlandi morg- un - eigast við í golfmóti, sem er samstarfsverkefni Golfsambands Islands, írska ferðamálaráðsins og Samvinnuferða Landsýnar. Keppt verður með fjórmenn- ings fyrirkomulagi, þar sem þijú fslensk lið munu eigast við og eru liðin þannig skipuð; Kolbrún Sól Ingólfsdóttir (GK) / Björgvin Sigurbergsson (GK). Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) / Ottó Sig- urðsson (GKG). Herborg Arnardóttir (GR) / Tryggvi Pétursson (GR). Mótið fer fram á Druids Glen- vellinum við Dublin og þátta- gerðarmenn frá sjónvarpsstöð- inni Sýn verða á staðnum og verður sýnt frá keppninni síðar í haust. Kylfingarnir sex fóru utan í gær en ástæðan fyrir því að þess- ir kylfingr>r fara er að þau urðu í þremur ei3tu sætunum á sfðasta mótinu i íslensku mótaröðinni f sumar og meðal verðlauna voru farseðlar til Irlands til að taka þátt í þessu íslenska móti. Þetta er í annað sinn sem slíkt er gert en í fyrra var leikið með öðru fyrirkomulagi. Nú er leikið þannig að hvert lið leikur einum bolta og slá liðs- menn annað hvert högg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.