Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 4
-- . -- - -•
mmsm
Arnar Gunnlaugsson er byrjaður að leika á ný með Leicester
Taylor he
gefið m
sjálfstr~
ARNAR Gunnlaugsson er að komast á flug með Leicester City eftir
erfiða 20 mánuði í ensku úrvalsdeildinni. Arnar hefur átt við marg-
vísleg meiðsli að stríða en lék á miðvikudag sinn fyrsta heila ieik
fyrir félagið gegn Crystal Palace í deildarbikarkeppninni. „Ég er
hundrað prósent heill en þarf bara á leikjum að halda til að komast
betri leikæfingu. Það er alveg sama hversu mikið er æft, maður nær
aldrei að komast í almennilegt form nema með því að spila leiki í
svona erfiðri deild,“ sagði Arnar sem lék ágætlega í leiknum við
Crystal Palace. Hann var sprækur í fyrri hálfleik og lék varnarmenn
oft grátt. Síðari hálfleikur var honum örlítið erfiðari. „Ég var orðinn
þreyttur og kominn með krampa undir lokin.“
Amar kom inn á hjá Leicester um
i
Iris Björk
Eysteinsdóttir
skrífar
frá Engiandi
síðustu helgi gegn Derby og
skoraði sigurmarkið þegar tæpar tíu
mínútur voru til
leiksloka. Leicester
leikur í dag gegn
Manchester City og
vonast hann til að
taka þátt í öðrum sigurleiknum í röð
í deildinni. Hvernig líst Arnari á
framhaldið hjá félaginu?
„Mjög vel, við erum í fjórða sæti
eins og er, sem er mjög góður
árangur. Það eru tveir möguleikar á
að komast í Evrópukeppnina. Það er
í gegnum bikarkeppnina og deildina.
Við eigum Manchester City á laugar-
daginn og erum frægir fyrir að koma
tviefldir til baka eftir tap. Ég hef trú
-á að við verðum tilbúnir í leikinn
gegn City. Framhaldið verður von-
andi gott því ég hef trú á að við höf-
um alla burði til að komast langt.“
Ahorfendur virðast styðja vel við
bakið á þér, skiptir það máli?
„Þeir eru búnir að vera ágætir,
reyndar mjög þolinmóðir. Þegar
menn eru keyptir og eru búnir að
vera í fríi í eitt og hálft ár eins og ég,
verða þeir oft pirraðir en ég hef ekki
fundið það. Það er betra að hafa þá
með sér en á móti.“
Hvernig er Peter Taylor, knatt-
spymustjóri Leicester og landsliðs-
þjálfari Englands, sem þjálfari og
persóna?
„Hann er mjög þægilegur maður,
er mjög vingjarnlegur og getur verið
mjög harður þegar tilefni er til.
Hann er bara nýbyrjaður að þjálfa
og virðist hafa mikla hæfileika og ég
hef mikla trú á að hann eigi eftir að
ná miklu út úr mér. Hann leggur
mesta áherslu á liðið. Það eru ellefu
einstaklingar sem mynda það og ég
er kannski allt öðruvísi leikmaður en
til dæmis Matt Elliott og það er bara
spurning um hvernig leikmenn
smelli inn í liðsheildina. Það á eftir að
koma í ljós hvar ég kem til með að
spila - ef ég á eftir að spila eitthvað.
Hann hefur samt gefið mér sjálfs-
traust. Hann hefur talað við mig þeg-
ar ég hef verið meiddur og sagt mér
að æfa vel og koma mér í gott form
og þá muni þetta kannski koma að
sjálfu sér - svo hann virðist hafa
nokkra trú á mér.“
í hvaða stöðu líður þér best á vell-
inum?
„Mér líður ágætlega þegar ég
spila frammi með stórum framherja.
Aðalatriðið fyrir mig er að neyna að
finna góða stöðu á vellinum þannig
Mark Bjama vakti
athygli í Englandi
ANNAÐ markið sem Bjarni Guðjónsson skoraði með Stoke
gegn Barnsley í deildarbikarkeppninni á miðvikudag vakti
verðskuldaða athygli á ensku sjónvarpsstöðinni Sky Sports.
Markið var valið eitt af bestu mörkum vikunnar í þættinum
„Það besta úr liðinni viku (Pick of the Week)“. Bakfallsspyrna
Stan Colleymore í fyrsta leik sínum með Bradford var einnig
meðal þess besta sem vikan hafði upp á að bjóða og einnig
þrenna Teddy Sheringham. Mark Muzzy Izzets hjá Leicester
og Jimmy Flyod Hasselhainks um síðustu helgi gegn Totten-
ham voru einnig í þessum flokki. Markvarsla Shay Given,
markvarðar Manchester City, vakti einnig athygli ásamt því
að mestu mistök vikunnar voru sýnd og voru íslendingar
fjarri góðu gamni í þeim hluta þáttarins - sem betur fer.
Þess má einnig geta að áhorfendur á ITV’s („On The Ball“)
völdu mark Stefáns Þórðarsonar, sem hann skoraði gegn
Charlton, besta mark 3. umferðar deildarbikarkeppninnar.
Reuters
Arnar Gunnlaugsson á hér í baráttu við franska landsliðs-
manninn Patrick Vieira hjá Arsenal.
að ég geti nýtt mér mína hæfileika,
sem er að reyna að plata andstæð-
inginn, koma þá með skot að marki
eða skapa eitthvað.“
Pegarþú ert loks nftur orðinn heill
ertu farinn að leiða hugann að
landsliðinu?
„Já, maður er alltaf að velta því
fyrir sér. Það gekk rosalega vel í síð-
asta leik hjá landsliðinu þannig að ég
er nú ekkert að stressa mig of mikið
yfir því eins og er. Aðalatriðið er að
komast í toppform og standa mig vel
fyrir Leicester City og sjá svo til,“
sagði Amar, sem er raunsær en jafn-
framt bjartsýnn á framhaldið.
FOLK
■ RÚNAR Kristinsson og Auðun
Helgason, landsliðsmenn í knatt-
spyrnu, sem léku með norsku lið-
unum Lilleström og Viking, eru
komnir til Belgíu - í herbúðir Lok-
eren. Þeir eru báðir löglegir með
Lokeren um helgina, er liðið leikur
bikarleik gegn 2. deildarliðinu
Bergen. Það er aðeins spurning
hvort að þjálfari Lokeren, Leek-
ens, láti þá byrja strax að leika.
■ HREFNA Jóhannesdóttir, lands-
liðskona í knattspyrnu, er gengin
til liðs við KR frá Islands- og bikar-
meisturum Breiðabliks. Hrefna er
KR-ingur að upplagi. Hún lék með
yngri flokkum félagsins og með
meistaraflokki árin 1995-1998.
Síðan lá leiðin til ÍBV þar sem hún
lék í tvö ár og í sumar spilaði
Hrefna með liði Breiðabliks. Hún
er framherji og skoraði 7 mörk í 14
leikjum Blika á íslandsmótinu í
sumar.
■ COLIN Hendry vill gjarnan
komast frá Coventry og fara í her-
búðir Bolton. Hendry hefur ekki
fengið mörg tækifæri með Cov-
entry í vetur og forráðamenn
Bolton vilja tryggja sér kappann
hvort heldur á lánssamningi eða
með langtímasamning í huga.
■ JEAN Tigana, knattspyrnustjóri
Fulham, hefur gert 720 milljóna
króna tilboð í tékkneska framherj-
ann hávaxna Jan Koller. Kappinn
leikur nú með Anderlecht, sem er í
Meistaradeild Evrópu. Tigana vill
frá Koller um leið og Anderlecht
fellur úr þeirri keppni og þykir
sennilegt að belgíska félagið fallist
á kaupin með því skilyrði.
■ DERBY hefur gengið frá þriggja
mánaða samningi við Nígeríu-
manninn Taribo West um að hann
leiki með félaginu. AC Milan hefur
samþykkt að lána varnarmanninn
en í gær var beðið eftir staðfest-
ingu á atvinnuleyfi Wests. Þá hefur
einnig náðst samkomulag við Colin
Todd um að hann verði Jim Smith
knattspyrnustjóra til halds og
trausts.
■ ALLT kapp er lagt á að West
leiki með Derby í deildinni gegn
Arsenal eftir viku.
■ DERBY hefur einnig tryggt sér
franska varnarmanninn Lilian
Martin frá Marseille. Fastlega er
búist við að hann leiki með félaginu
fyrsta sinni gegn West Ham á
mánudaginn.
Vetrarmót í köst-
um a vegum
EVRÓPSKA frjálsíþróttasam-
bandið, EAA, hefur samþykkt að
gera tilraun til að koma á boðs-
móti í kringlu-, steggju-, og
spjótkasti 17. og 18. mars í Nice
í Frakklandi, en með því er ætl-
unin að skapa fremstu köstur-
um Evrópu í þessum greinum
verkefni yfir vetrartímann.
þjóða þannig að tveir yrðu saman í
liði frá hverri þjóð. Með þessu móti
skapast t.d. verkefni fyrir Magnús
Aron Hallgrímsson, kringlukastara
frá Selfossi, sem hefur skipað sér í
hóp fremstu kringlukastara Evrópu
með árangri sínum sl. sumar.
Stigamótaröð á
Norðurlöndum
Þeir sem stunda þessar greinar
kasta hafa ekki tækifæri til
þess að taka þátt í innanhússmótum
og æfi þeir í Evrópu hafa verkefni
þeirra ekki verið nein. Ef vel tekst til
þá er ætlunin að halda mótið árlega.
Ætlunin er að bjóða til leiks 30
fremstu Evrópubúum í hverri grein,
en jafnframt er stefnt að keppni milli
Á næsta sumri ætlar EAA í sam-
vinnu við Alþjóðafrjálsíþróttasam-
bandið, IAAF, að koma á stigamóta-
röð fyrir Norðurlandabúa. Reiknað
er með að fyrsta árið verði þrjú mót
sem haldin verða í Noregi, Sviþjóð
og Finnlar.di. Þessu móti er ætlað að
auka verkefni fyrir fremstu frjáls-
íþróttamenn Norðurlandanna en
margir þeirra hafa ekki átt mikla
möguleika á að vera á meðal þátttak-
enda í stigamótum IAAF þar sem
aðeins þeir allra fremstu taka þátt í
flestum tilfellum.
Jónas Egilsson, formaður Frjáls-
íþróttasambands íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið, fagna
hinni nýju stigamótaröð og einnig
kastmótunum. „Með Norrænni
stigamótaröð verður til verkefni fyr-
ir okkar fremsta íþróttafólk í keppni
við félaga sína á Norðurlöndunum,"
sagði Jónas.
Tekist hefur að tryggja mótunum
öruggar tekjur þannig að fátt á að
geta komið í veg fyrir að hægt verði
að ýta mótunum úr vör næsta sum-
ar.