Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 1
rjr r r> / , T' fT ■r'T t rrrT '
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
2000
■ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER
BLAÐ
Helgi
skoraði tvö
mörk
HELGI Kolviðsson kom mikið við
sögu þegar lið hans, Ulm, sigraði
Alemania Aachen, 3:1, í þýsku 2.
deildinni í knattspyrnu um helgina.
Helgi var á skotskónum, skoraði
tvö fyrstu mörkin með fjögurra
minútna millibili um miðbik siðari
hálfleiks og átti stórleik á miðjunni
en hann var talinn besti leikmaður
Ulm í leiknuin. Þetta eru fyrstu
mörk Helga í þýsku knattspym-
unni. Ulm komst með sigrinum upp
í 12. sæti deildarinnar. Þegar leikn-
ar hafa verið ellefu umferðir er
Ulm með 14 stig en 18 lið eru í
deildinni.
Hlynur
aðstoðar Njál
HLYNUR Stefánsson, fyrirliði ÍBV
í knattspyrnu og besti leikmaður
Islandsmótsins í sumar, hefur verið
ráðinn til að aðstoða Njál Eiðsson,
nýráðinn þjálfara Eyjamanna.
Leikmannahópurinn hjá Eyjamönn-
um er tvískiptur eins og undanfarin
ár. Njáll mun sjá um æfingar þeirra
leikmanna sem eru á höfuðborgar-
svæðinu en Hlynur stýrir æfingum
hjá heimamönnunum. Hlynur hefur
ekki tekið endanlega ákvörðun
hvort hann muni leika áfram með
ÍBV á næstu leiktíð en Eyjamenn
mega illa við að missa fyrirliðann
sem hefur verið þeirra besti leik-
maður undanfarin ár.
Morgunblaðið/Jim Smart
Björn Björnsson, fimleikamaður úr Ármanni, er hér í gólfæfingum á haustmóti í fimleikum, sem
fórfram í Kaplakrika í Hafnarfirði á laugardaginn. Sjá nánar um mótið á B16.
4 i
v
iJ|
fe i
rL
ln
L
Guðni áfram
hjá Bolton
Sam Allardyce knattspyrnustjóri
Bolton hefur ekki útilokað að
Guðni Bergsson, fyrirliði enska 1.
deildarliðsins, muni framlengja
samning sinn við félagið um eitt ár til
viðbótar. Guðni, sem er 35 ára gam-
all, lýkur samningi sínum við Bolton
eftir leiktíðina en hann lét undan
þrýstingi forráðamanna Bolton á síð-
asta keppnistímabili og skrifaði und-
ir eins árs samning.
Guðni hefur átt mjög gott tímabil
með Bolton í ár. Hann hefur haldið
vörninni saman og hefur reynst
hættulegur upp við mark andstæð-
inganna en Guðni hefur skorað tvö
mörk á leiktíðinni.
„Ég hef ekki kyngt því að þetta
verði síðasta tímabil Guðna með
Bolton en auðvitað verð ég sætta mig
við það ef leikmaðurinn vill hætta.
Það kemur til með að ráða miklu í
ákvörðun Guðna hvort við förum upp
í úrvalsdeildina eða ekki en hann
hefur í það minnsta getuna til að
halda áfram. Guðni hefur leikið sér-
lega vel á tímabilinu og í rauninni
hefur það ekki komið mér neitt á
óvart,“ segir Allardyce í samtali við
Bolton Ewening News.
Vassell kemur
til KR eftir allt
BANDARÍKJAMAÐURINN
Jeremy Eaton staldraði stutt við
hjá íslandsmeistaraliði KR og
var hann ekki í leikmannahóp
KR gegn Haukum á sunnudag.
Eaton lék 2 leiki og skoraði í
þeim leikjum 11, 5 stig að meðal-
tali og tók 9,5 fráköst.
„Það kom í ljós að Keith Vass-
ell gat eftir allt komið til okkar
og því var ekki nein spuming að
fá hann til liðs við okkur á ný.
Eaton var á reynslusamningi hjá
KR og við tókum þá ákvörðun að
gera ekki samning við hann þar
sem Vassell var betri kostur. Á
laugardag þegar við vorum að
undirbúa okkur fyrir leikinn
gegn Haukum kom upp ákveðið
atvik á æfingu liðsins sem gerði
það að verkum uð ég vildi ekki
að Eaton léki leikinn gegn Hauk-
um. Auðvitað er þetta slæmt fyr-
ir íþróttina og liðin i' deildinni að
vera skipta um leikmcnn á miðju
tímabili en þetta vandamál væri
mun minna ef við gætum borgað
erlendu leikmönnunum eitthvað
í líkingu við það sem gerist á
meginlandi Evrópu, - það er því
miður ekki raunhæft," sagði Ingi
Þór Steinþórsson þjálfari KR.
VIÐTAL VIÐ EINAR ÞORVARÐARSON HJÁ HSÍ/B4
INTER
INTER
INTER
INTER
í