Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Blikamir fara til La Manga ISLANDS- og bikarmeistar- ar Breiðabliks í knattspyrnu kvenna hafa þegið boð um að taka þátt í óopinberu Norðurlandamóti kvenna- liða næsta vor, en mótið fer fram á La Manga á Spáni. „Við ákváðum að þiggja boðið sem við fengum í síð- ustu viku. Við teljum það mjög mikilvægt að taka þátt í þessu móti sem verið er að reyna að endurvekja eftir að hafa legið í dvala sl. þrjú ár,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson þjálfari Breiða- bliks. Að þessu sinni verður mótið með öðru sniði en fyrr því nú taka 12 lið þátt, fimm frá Noregi, fimm frá Svíþjóð auk íslensku og finnsku meistaranna. Hvað með kostnaðarhlið- ina? „Það er alveg Ijóst, að kostnaður við þátttöku í þessu móti er mjög mikill. Okkur hefur reiknast til að það kosti okkur ekki minna en 1,5 milljónir að fara þarna út með tuttugu til tuttugu og tveggja manna hóp. Við lítum svo á að þetta mót sé of sterkt til að við getum sleppt því og við telj- um að þarna munum við fá gríðarlega mikla og góða reynslu sem mun nýtast okkur vel á komandi tíma- bili. Við höfum staðið í íjáröfl- unum undanfarin ár þegar við höfum farið til Portúgals í æfingabúðir. Þar höfum við leikið nokkra leiki við ís- lensk lið svo þetta mót verð- ur talsvert öðruvísi en þær ferðir. Við höfum góða von um að fá styrki frá KSÍ, að- alstjórn Breiðabliks og Kópavogsbæ,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson. Ólafur Gottskálksson hefur náð sér á strik á milli stanganna hjá Brentford Syngja lagið hans Ola í hverri viku ÓLAFUR Gottskálksson hefur að undanförnu verið í eldlínunni hjá liði sínu Brentford í 2. deild- inni í Englandi í knattspyrnu ásamt því að vera að nýju valinn í landslið íslands. Ólafur skrif- aði í sumar undir þriggja ára samning við Brentford og hefur blómstrað milli stanga liðsins. Hann var valinn leikmaður mán- aðarins fyrstu tvo mánuði leik- tímabilsins og því hefur enginn annar leikmaður náð á þeim víg- stöðum. Áhorfendur urðu strax mjög hrifnir af kappanum og syngja hástöfum lagið hans Óla á hverjum leik - „Ole, Ole, Ole“. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er að byrja í nýju liði að byrja strax að spila vel og sýna félaginu að maður sé þess virði að hafa verið feng- inn til þess. Strax í upphafi var ég kom- inn með áhorfendur á mitt band og leikmenn fengu traust á mér og það gaf mér aukið sjálfstraust. Ahorf- endur skipta líka gífurlega miklu máli. Þeir eru mjög gagnrýnir og til dæmis ef liðið er ekki að spila vel og staðan er kannski jöfn í hálfleik, er jafnvel púað á okkur í hálfleik þó svo að við höfum verið að spila þokkalega - en ekki nógu vel að þeirra mati. Ég get ekki annað en verið sáttur við þá athygli sem ég hef fengið síðan ég kom. Ég byrjaði strax vel í fyrsta leik með liðinu. Síðan þá hafa áhorfendur haft gam- an af að syngja lagið mitt í hverjum leik, „Ole, Ole, Ole og svo hefur ekki verið verra að vera útnefndur leik- maður mánaðarins tvo mánuði í röð,“ sagði Ólafur sem hefur fengið gífurlega umfjöllun í fjölmiðlum í Vestur-London. Ólafur byrjaði seinna að leika sem Iris Björk Eysteinsdóttir skrifar frá Englandi Morgunblaðið/Iris Björk Eysteinsdóttir ívar Ingimarsson og Ólafur Gottskálksson. atvinnumaður í knattspyrnu en flestir. Þegar hann var 28 ára fór hann til reynslu til tveggja liða í Þýskalandi og eins liðs í Englandi. Hann var svo orðinn 29 ára þegar hann skrifaði undir sinn fyrsta at- vinnumannasamning. „Andri Sig- þórsson var hjá Bayern Múnchen á þeim tíma og ég fékk að æfa með þeim í eina viku og það var skemmtilegur tími. Þá fyrst fékk ég svakalegan áhuga fyrir því að kom- ast í atvinnumennsku og setti mig í samband við Hörð Hilmarsson og hann kom mér í samband við um- boðsmann erlendis sem kom mér til reynslu hjá Motherwell í Skotlandi. Þeir buðu mér strax samning en þá kom Hibernian inn í þetta. Það var engin spurning því þar bauðst mér góður samningur hjá stóru liði sem ekki var hægt að hafna og ég skrif- aði undir til þriggja ára. Ef ég fengi íslenskir knattspyrnumenn í Englandi SKOTLAND Guðjón Þórðarson, knattspymustjóri Birkir Kristinsson Rikharður Daðason Bjarni Guðjónsson Brynjar Björn Gunnarss. Stefán Þórðarson Kristján Sigurðsson W.B.A. Lárus Orri Sigurðsson Jft Leicester West Peterborough Bromwich Ipswich LONDONt 1)1! !' / |f V i Scunthorpe Bjarnólfur Lárusson Leicester Arnar Gunnlaugsson Peterborough Helgi Valur Daníelsson Ipswich Hermann Hreiðarsson // Watford Heiðar Helguson Jóhann B. Guðmundss. Brentford Ólafur Gottskálksson ívar Ingimarsson Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen annan samning eftir þann þá væri það gott úr því ég fór svona seint út. Nú er ég búinn að gera annan þriggja ára samning svo ég er í at- vinnufótbolta í að minnsta kosti sex ár og það er að mínu mati gott. Ef ég geri annan samning eftir það er það bara annar bónus,“ sagði Ólaf- ur. Ólafur lék alls 174 leiki í efstu deild á Islandi með Keflavík, KA, IA og KR og lifði lífínu eins og venju- legur fslendingur. „Ég var að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Stilling og var hjá þeim í átta ár. Þá var dæmi- gerður dagur þannig að við bjugg- um á Seltjarnanesi og ég vann frá níu til fimm og keyrði þá til Kefla- víkur á æfingu. Ég var svo kominn heim svona níu, tíu á kvöldin. Þetta var langur dagur. Þannig að það er ekki hægt að líkja þessu saman við það sem er í dag. Dóttir okkar var tveggja ára þá og ég sá hana nánast bara sofandi. í dag get ég sótt hana í skólann, leikið mér með henni og aðstoðað hana við námið. Þetta er gríðarlega fjölskylduvænt starf hérna úti og ómetanlegur tími sem við fáum saman,“ sagði Ólafur sem kann svo sannarlega að meta starfið sitt og nýtur þess að eyða tíma með konu sinni, Mörtu Guðmundsdóttur og dóttur þeirra Andreu Björt sem er fimm ára. „Það tekur alltaf tíma að aðlagast nýju umhverfi og hefur það gengið mjög vel hingað til. Marta útskrifaðist sem kennari frá Kennaraháskóla íslands í gegnum fjarnám og er núna í enskunámi. Andrea Björt byrjaði í skóla nú í haust og stundar einnig íþróttir þannig að allir hafa nóg að gera. Þetta var góður tími að flytja fyrir okkur því hún var á síðasta ári í leikskóla og hefði þurft að byrja í skóla hvort sem er,“ sagði Olafur sem er greinilega mikill fjölskyldu- mapur. Ólafur hefur verið valinn maður leiksins hjá stuðningsaðilum Brent- ford á tveimur heimaleikjum. „Stefnan hjá mér er ósköp einföld - að halda áfram að gera það sem ég er búinn að vera að gera undanfarið. Það sem þetta snýst einna helst um í minni stöðu sem markvörður er að spila stöðuglega, og það er það sem er horft á hér. Allir vilja hafa mark- vörð sem er stöðugur, ekki einhvern sem á einn góðan leik og einn dapr- an - heldur einhvern sem hægt er að treysta á, því þetta eru svo marg- ir leikir á tímabilinu. Aðalmálið er að æfa vel og vera stöðugt í topp- formi andlega og líkamlega og taka einn leik fyrir í einu og vona það besta,“ sagði Ólafur. Ólafur var valinn í landsliðið að nýju í haust eftir nokkurt hlé en hann hefur leikið níu leiki fyrir ís- lands hönd. „Ég stefni hiklaust að því að halda mér í hópnum og ekki bara í hópnum, ég vil spila fyrir Is- land. Ég stefni ekki að því að vera númer tvö í liðinu eins og ég er í dag - ég stefni að því að vera númer eitt en ég virði það líka að við eigum fleiri góða markmenn og samkeppn- in er hörð og ég verð bara að halda áfram að gera góða hluti og sjá hvað gerist. Ég er mjög ánægður og met það mikils að vera kominn aftur inn í hópinn," sagði Ólafur en hann er búinn að vera viðloðandi landsliðið síðan 1991 er hann lék sinn fyrsta leik. Ég hef aldrei verið í eins góðu formi og ég er í dag og tel mig eiga nokkur góð ár í viðbót. í atvinnu- mennskunni getur maður einbeitt sér eingöngu að fótbolta og hugsað vel um sig og komist þannig hjá meiðslum og þar af leiðandi getur maður verið lengur að. Markmenn eru frægir fyrir að vera í þessu til fertugs! Velgengni mín er ekki eitt- hvað sem er að gerast akkúrat núna. Mér hefur gengið vel síðan ég kom út. Þetta er búin að vera mikil vinna. Ég er búinn að lenda í mótlæti og þetta hefur því verið góður skóli fyr- ir mig. Að vísu hafa hlutimir gengið að óskum eftir ég kom til Englands en maður verður að passa sig að gleyma sér ekki þegar vel gengur. Olafur hefur tekið eftir nokkrum breytingum í íslenska landsliðinu síðan hann var hluti af hópnum síð- ast. „Mér finnst landsliðið hafa styrkst á þessum árum. I þessum hópi sem ég var í núna voru allir nema einn leikmaður atvinnumenn og flestir þeirra eru í góðum Iiðum. Þetta eru allt sterkir og góðir leik- menn og eru að standa sig vel. Þeg- ar hópurinn nær að stilla sig saman getur hann gert góða hluti en auð- vitað erum við alltaf litla Island og höfum úr að velja miklu minni hópi en stóru þjóðirnar, þannig að það er kannski ekki hægt að búast við of miklu af okkur,“ sagði Ólafur. Leið vel í Skotlandi Árið 1997 gekk Ólafur til liðs við Hibernian sem var þá í úrvalsdeild- inni í Skotlandi og lék hann hluta af leikjunum á sínu fyrsta ári án þess þó að ná að festa sig í sessi. Annað árið lék liðið í 1. deild og þá lék Ólaf- ur alla leiki liðsins sem sigraði deild- ina með miklum yfirburðum. „Það var frábært ár þar sem við slógum öll met sem hugsanlega hafa verið sett í þeirri deild,“ sagði Ólafur sem lék svo flesta leiki liðsins á lokaár- inu sínu. Alls lék hann um 70 leiki fyrir félagið og var boðinn áfram- haldandi samningur. „Mér vai' boð- inn ársframlenging hjá Hibernian en Brentford bauð mér þriggja ára samning sem ekki var hægt að hafna. Mig langaði að spila í enska boltanum og þar sem samningurinn var til þriggja ára vorum við tilbúin að flytja til Englands. Maður þarf líka að taka inn í þetta öryggið, upp á fjölskylduna,“ sagði Ólafur. „Það var virkilega gaman að vera í Skotlandi því við vorum í Edinborg sem er einstök borg, ofsalega falleg og mátulega stór að okkar mati. Það var mikil breyting að koma svo hingað í þessa stórborg en við þekkjum Islendinga sem búa í Lon- don og eigum skyldfólk hér. Það er margt hægt að skoða hérna í kring og það vantar ekki að fólkið heima vilji kíkja til London og notfæra sér að maður sé á staðnum og það er gaman að geta farið með það fólk á skemmtilega staði,“ sagði Ólafur. Enska 2. deildin er að mörgu leyti frábrugðin skosku úrvalsdeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.