Morgunblaðið - 07.11.2000, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ
4 B ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000
HANDKNATTLEIKUR
HSI hefur lært
af reynslunni
I
P
Einar Þorvarðarson tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Handknattleikssambands ís-
lands sl. vor, en hann hafði áður séð um móta-
mál hjá sambandinu um nokurra missera
skeið. Erfíð ár eru að baki hjá HSÍ og í spjalli
við fvar Benediktsson sagðist Einar trúa þvi
að bjartari tímar væru framundan þar sem
ætlunin væri m.a. að hlúa betur að íþróttinni.
að hefur verið hart í ári hjá HSÍ
undanfarin ár en Einar telur að
þau ár séu að baki, botninum hafi ver-
ið náð og með skipulögðu starfi megi
rétta úr kútnum utan vallar sem inn-
an. Framundan er heimsmeistara-
keppni karla og starf kvenna-
landsliðsins og unglingalandsliðanna
hefur fengið aukið vægi eftir að hafa
legið í láginni um nokurra ára skeið.
Þá hefur ríkari áhersla en áður verið
lögð á fræðslu- og útbreiðslustarf.
Einar segir það vera í og með af
nokkurri hugsjón sem hann hafi tekið
að sér þetta starf. Sig langi til þess að
taka þátt í að byggja HSÍ upp að nýju
og miðla af þeirri reynslu sem hann
búi yfir eftir að hafa verið landsliðs-
maður og þjálfari um marga ára
skeið. „Mig langar til þess að koma
hlutunum í það horf sem ég þekkti er
ég var leikmaður með landsliðinu og
ég tel mig þekkja hvað þarf til þess.
Hins vegar er raunsæið látið ráða
ferð, það er ekki ætlunin að kollkeyra
(járhaginn á nýjan leik, stakkurinn er
sniðinn hverju sinni eftir vexti,“ segir
Einar. „Eins þurfúm við að ákveðna
hvaða leiðir eigi að fara,“ segir Einar
ennfremur og segist hafa gaman af
því að takast á við þetta kreíjandi
verkefni.
HM í Frakklandi einn
liðurínn í uppbyggingunni
„Fjárhagur Handknattleikssam-
bandsins hefur verið bágur en við er-
um að vinna okkur upp úr öldudaln-
um hægt og bítandi. Eins og mál
standa nú er ekki verið að bæta neitt
við skuldum, en við horfum vissulega
til heimsmeistaramótsins sem fram
fer í Frakklandi snemma næsta árs.
Ætlum við að það verði einn liðurinn í
að byggja sambandið upp. Undirbún-
ingur fyrir þátttöku okkar stendur yf-
ir. Það stendur landsliðinu að vissu
leyti fyrir þrifum að vera mjög háð
þýsku deildakeppninni og þar eigum
við við sama vanda að etja og flest
önnur landslið. I þýsku deildinni leika
flestir bestu handknattleiksmennim-
ir og hana skipa nú 20 félög, umferð-
irnar eru þar af leiðandi 38. Þess
vegna er erfiðara að koma við lands-
leikjum en áður auk þess sem heims-
og Evrópumótin eru nú á dagskrá í
janúar ár hvert. Það þrengir enn
þann tíma sem við höfum með liðið.
Á þessu ári hefur karlalandsliðið
leikið fjórtán landsleiki að Evrópu-
keppninni í Rróatíu meðtalinni. Þar af
voru aðeins tveir leikir hluti af undir-
búningi fyrir EM og ég held að allir
geti verið sammála um að það hafi
verið alltof lítið. Síðan var farið á EM í
Króatíu þar sem leiknir voru sex leik-
ir. Eftir það tóku við tveir leikir við
Svía í mars þar sem þeir gáfu okkur
vilyrði fyrir að endurgjalda okkur
heimsóknina með með tveimur leikj-
um í janúar næstkomandi sem lið í
undirbúningi fyrir HM. Því miður
gekk það ekki eftir þar sem Svíar
segjast einfaldlega hafa eytt of miklu
fyrir Ólympíuleikana, þar sem þeir
lögðu mjög mikið undir til þess að
vinna gullið.
í vor lékum við tvo vináttulands-
leiki við Tékka ytra. Það var hluti af
undirbúningi okkar vegna leikjanna
við Makedóníu nokkru síðar, en þeir
leikir skáru úr um hvor þjóðin ynni
sér sæti á HM. Eftir leikina við Mak-
edóníu var enginn tími til þess að
halda áfram með liðið þar sem ekki
voru nema þrjár vikur þar til leik-
mennimir okkar sem leika í Þýska-
landi áttu að vera mættir til sumaræf-
inga hjá sínum félögum."
Æfingaferð til
Þýskalands sleppt
„í haust var stefnan sú að fara í æf-
inga- og keppnisferð til Þýskalands,
leika við félagslið og mæta Þjóðverj-
um í tvígang áður en þeir færu á Ól-
ympíuleikana. Það tókst ekki og þess-
um umboðsmanni, sem ætlaði að
útvega okkur leiki við félagsliðin, lán-
aðist ekki að fá leiki nema við mjög
slök félagslið. Þar með ákvað
landsliðsþjálfarinn í samráði við
landsliðsnefnd að hætta við ferðina og
kalla landsliðið þess í stað hingað
heim í æfingabúðir í tíu daga og sú
varð raunin.
Eini möguleiki okkar til þess að
bæta við landsleikjum áður en að und-
irbúningnum í janúar kemur var að
leika nú byijun þessa mánaðar. Það
var reynt að fá leiki, meðal annars var
rætt við Dani en allt kom fyrir ekki.
Nú liggur fyrir að karlalandsliðið
leikur átta landsleiki í janúar áður en
HM hefst og liðið verður saman í
rúmar þijár vikur fyrir keppnina.
Þetta tel ég vera góðan undirbúning,
hann gæti ekki verið mikið betri mið-
að við þann tíma sem við höfum úr að
spila.“
Erfitt að fá lands-
leiki á heimavelli
Af hverju er erfítt að fá landsleiki
hingað heim, er íslenska landsliðið
ekki lengurnógu spennandi andstæð-
ingur?
„Við verðum að hafa mikið fyrir því
að fá þjóðir hingað til landsleikja. Ég
tel það ekki vera sökum þess að við
séum ekki spennandi andstæðingur
heldur sé það kostnaðurinn við að
komast hingað sem skipti meginmáli.
Það er mun ódýrara fyrir Þjóðverja
að fara til Danmerkur og leika þai-
heldur en að koma hingað. Auk þess
tekur það skemmri tíma sem skiptir
ekki minna máli þegar á það er litið að
ílestar Evrópuþjóðimar eru í sömu
sporum og við, það er að vera með
flesta af sínum bestu leikmönnum í
þýska handknattleiknum.
Ef við ætlum að fá fleiri leiki hingað
heim á þeim tíma sem slíkt er mögu-
legt er ljóst að við verðum að bjóða
þjóðum að koma og greiða fyrir allt
þeirra úthald.“
íslenska landsiiðinu er ekki eins oft
boðið á mót erlendis og áður var. Það
eru mót með reglulegu millibili í
Evrópu, t.d. fyrir EM í Króatíu, fyrir
Óiympíuleikana í haust og síðast nú
um helgina var fjögurra landa mót í
Danmörku. Auðvitað kostar þetta
sitt, en er iandsiiðið nógu duglegt að
sækjast eftir því að komast á slík
mót?
,M sjálfsögðu þurfum við að vera
Danska karlalandsliðið í hand-
knattleik fagnaði sigri á Þjóð-
verjum í úrslitaleik í fjögurra liða
móti um helgina,
Brynjar Freyr 27:25- Leikurinn fór
Stefánsson fram í Kolding höll-
skrifar inni á Jótlandi. Hin
frá Danmórku työ landsliðin sem
tóku þátt í mótinu voru lið Egypta-
lands og Portúgals, sem eru með
okkur Islendingum í riðli á HM í
Frakklandi. Danir unnu bæði þessi
lið mjög sannfærandi.
Danir, sem voru ekki með á ÓL í
Sydney og verða ekki með á HM í
Frakklandi, virðast vera að koma
upp með mjög gott landslið. Þjálfari
liðsins, Thorben Winther, byggir lið
sitt á leikmönnum sem voru í 21 árs
unglingalandsliðinu sem hann gerði
að heimsmeisturum í Quatar fyrir
tveimur árum. Það sem kannski
duglegri að bjóða okkur fram. Ég get
ekki rætt mikið um fortíðina í þessum
málum en það er ljóst að við verðum
að hafa allar klær úti til þess að fá
fleiri landsleiki og við ætlum að vinna
í því og gera okkur sýnilega á ný. Við
eigum mikið af góðum hand-
knattleiksmönnum og til þess að þeir
nái árangri sem landslið þarf á lands-
leikjum að halda. Tíminn á hverri
leiktíð er lítill, en hann verður að nýta
betur en gert hefur verið. Eins og mál
standa tel ég að vart sé hægt að leika
fleirl en tuttugu landsleiki á ári í
karlaflokki.“
Aukin áhersla
á yngrí landslið
Einar segir ennfremur að fyrir
tveimur árum hafi verið tekin upp sú
regla að senda unglingalandsliðið 18
og 20 ára bæði í karla- og kvenna-
flokki í undankeppni allra stórmóta
og að sjálfsögðu á Norðurlandamótin.
Einar segir mikilvægt að hlúa að
þessum þætti. „Þetta hefur tekist vel
að mínu mati og ég tel að við séum að
sjá ávöxt af þessu starfi því margir
þeirra leikmanna sem hafa komið við
sögu yngri landsliðanna undanfarin
tvö ár eru nú famir að setja mark sitt
á deildakeppnina hér heima.
Til þess að fylgja þessu verkefni
eftir vil ég sjá að landsliði, sem skipað
erleikmönnum sem leika hér heima,
verði sköpuð verkefni yfir sumartím-
ann. Þannig getum við lengt keppn-
istímabilið og aukið reynslu þeirra
um leið og þeir verði betur undir það
búnir að koma inn í landsliðið þegar
kallið kemur.“
Hefurgengið verr að selja íslenska
karlalandsliðið en áður?
„Það hefur ekki gengið illa. HSÍ er
með mjög góða samstarfsaðila sem
hafa lengi stutt ákaflega vel við bakið
því. Margir samningai- eru lausir um
helst hefur breyst til batnaðar hjá
þeim er að varnarleikur liðsins er
mun betri og markverðir liðsins
voru mjög góðir á þessu móti. Liðið
fékk t.d. ekki nema 60 mörk á sig í
þessum þremur landsleikjum.
í leiknum á móti Þjóðverjum spil-
uðu Danir lengstum 6-0 vörn og
skoruðu Þjóðverjar aðeins 8 mörk í
fyrri hálfleik á meðan Danir spiluðu
mjög agaðan og fjölbreyttan sóknar-
leik sem skilaði þeim 13 mörkum.
Það var síðan um 10 mín. fyrir leiks-
lok sem Þjóðverjar virtust ætla að
komast inní leikinn eftir að stór-
skytta þeirra, Christian Rose, hafði
sett nokkur mörk í röð, en um fimm
mínútum síðar tók Torben leikhlé,
endurskipulagði leik sinna manna og
voru það síðan Joakim Boldsen og
Nicolai Jakobsen sem tryggðu Dön-
um sigurinn með góðum mörkum á
áramótin og því er framundan nokkui-
vinna.
Það sem hefur vegið þungt er önn-
ur fjáröflun í kringum landsliðið. Ég
get nefnt sem dæmi að fyrir EM í
Króatíu fór HSI af stað með happ-
drætti og á því varð tveggja milljóna
króna tap. Ástæðan er sú að vegna
þess að árangurinn var ekki eins og
best varð á kosið þá hafði fólk minni
áhuga. Þegar vel gengur er allt annað
upp á teningnum.
Þetta er eitt þeirra atriða sem við
verðum að laga, það er að þegar illa
vegnar á vellinum þá komi ekki 1
kjölfarið harðir fjárhagslegir skellir.
Okkar markmið á að vera að eiga
landslið sem er á meðal þeirra tíu
bestu í Evrópu. Við höfum verið í
þeim hópi lengst af, rokkað frá sjötta
upp í tólfta sæti. Takist það eigum við
að vera inni í flestum stórmótum, þá
er framtíðin björt.
Til þess að hægt sé að selja lands-
liðið verður það að ná árangri,“ segir
Einar og leggur þunga áherslu á orð
sín.
Lærtaf reynslu
síðustu stórkeppni
Einar segir að menn hafi lært af
reynslunni frá því í fyrra þegar undir-
búningur karlalandsliðsins fyi-ir EM
var ekki fullnægjandi, leikmenn stóðu
í samningaviðræðum við HSI um eitt
og annað fram á síðustu stund og
náðu þar af leiðandi ekki að einbeita
sér sem skyldi að því sem máli skipti
auk þess sem æfingaleikir voru alltof
fáir.
„Ég tel að menn hafi lært sína lexíu
og þess vegna höfum við skipulega
verið að búa liðið undir heimsmeist-
arakeppnina eftir að við tryggðum
okkur þátttökurétt. Við erum búnir
að tryggja okkur átta landsleiki og ég
tel að sú áætlun sem við vinnum eftir
sé góð. Stefna stjómar HSÍ er jafn-
framt mjög skýr, hún er að skapa
landsliðinu þá aðstöðu sem þarf til
þess að það geti náð árangri."
í Ijósi sögunnar eru menn þá
hræddir við að taka áhættu ífjármál-
um til þess að lenda ekki annarri koll-
steypu?
„Sú fjárhagslega kollsteypa sem
HSÍ lenti í var vegna heimsmeistara-
mótsins 1996, um það deilir enginn.
Vandinn er kannski meira sá að okk-
ur hefur ekki tekist að fylgja eftir
góðu dögunum, nýta okkur þá bæði
innan vallar sem utan og safna þá ein-
hverju í sjóð til þess að eiga þegar
kemur að erfiðu dögunum.
lokamínútunum. Miklu munaði fyrir
danska liðið um þau 5 mörk sem liðið
gerði úr hraðaupphlaupum meðan
Þjóðverjar gerðu aðeins eitt mark.
Nikolai Jakobsen skoraði flest
mörk Dana, eða sjö. Christian Rose
skoraði sjö mörk fyrir Þjóðverja.
Athygli vakti að innan við 1000
áhorfendur voru á leiknum. Joachim
Boldsen, fyrirliði, sagði við fjölmiðla
eftir leikinn að ef þeim tækist ekki
að komast á EM í Svíþjóð árið 2002
væri útlitið verra en svart fyrir kar-
lalandsliðið og enn erfiðara yrði að
fá áhorfendur á leiki liðsins.
í stuttu spjalli við Morgunblaðið
eftir leikinn sagði Nikolai Jacobsen
að áður en hann segði skilið við
danska landsliðið stefndi hann að því
að vinna medalíu á stórmóti. Hann
sagði að Danir hefðu nú leikmenn
sem gætu komið liðinu í fremstu röð.
Hefur þú fundið fyrir því að afþeirn
sökum vilji fyrirtæki ekki ganga til
samstarfs við HSÍ?
„Nei, ég hef ekki orðið var við það.
Við eigum og höfúm haft mjög góða
samstarfsaðila sem staðið hafa þétt
við bakið á okkur.
Afreksstefna okkar kostar sitt,
sennilega um 60 milljónir á ári, en
henni viljum Við fylgja."
Hefur Afreksmannasjóður ÍSI
stutt við bakið á HSÍ?
„Hann hefur stutt okkur í gegnum
árin og við reiknum með að svo verði
áfram þótt ekkert opinbert hafi kom-
ið frá honum ennþá vegna heims-
meistaramótsins í Frakklandi."
Hvað er HSÍ með marga starfs-
menn á launum?
„Það eru tveir þjálfarar í fullu
starfi. Agúst Jóhannsson, landsliðs-
þjálfari kvenna, og Þorbjörn Jensson
sem er með landslið karla. Síðan er ég
framkvæmdastjóri og Rósa Hjartar-
dóttir er fjármálastjóri. Þá er Ragn-
heiður Karlsdóttir í hálfu starfi með
mótamálin á sinni könnu ásamt mér.
Ég tel að það megi ekki vera færri
starfsmenn hjá sambandinu."
Áhersla lögð á útbreiðslu
Útbreiðslumál HSÍ hafa verið í
lamasessi undanfarin ár en Einar
segir að nú sé verið að gera bragarbót
á enda þurfi að hafa meira fyrir því en
áður að fá ungmenni til þess að
stunda handknattleik, íþróttagrein-
um hafi fjölgað mjög síðustu ár. „Nú
fara þjálfaramir báðir í heimsókn í
skólana til þess að kynna handknatt-
leik. Eins stendur félögum til boða að
fá þá á æfingar. Þetta er eitt þeirra
atriða sem við verðum að bæta okkur
í. Það er mikilvægt fyrir íþróttina að
fjölga iðkendum úr hópi bama og
unglinga vegna þess að það skilar sér
þegar fram líða stundir."
Þannig að það er verið að gera
gangskör að því að bæta fræðslu- og
útbreiðslumál handknattleiksins?
„Við emm að því. Fyrir dymm
standa þjálfaranámskeið sem einnig
hefur verið h'tið um síðustu misseri og
ár. Þessi mál hafa setið á hakanum
undanfarin ár vegna þess að menn
hafa verið svo uppteknir af því að
halda sjó í fjármálum."
Það eru ekki mörg ár síðan keppt
var íþremur deildum karla og tveim-
ur deildum kvenna á Islandsmótinu.
Nú næst tæplega í tvær deildh■ hjá
körlunum, hvað veldur?
„Þetta vil ég meðal annars skrifa á
reikninga útbreiðslumálanna. Það
hefur ekki tekist að koma á öflugu
starfi bama og unglinga úti um land-
ið. Þar af leiðandi hafa mörg þeirra
félaga, sem fallið hafa úr keppni und-
anfarin ár, ekki haft neinn bakhjarl,
yngri flokka starfið hefur ekki verið
fyrir hendi.
Síðan er staðreyndin einnig sú að
flest félög vilja vera í efstu deild og
það er mjög kostnaðarsamt að taka
þátt í henni. Fyrir vikið hefur ekki
verið auðvelt að manna stjómir
margra félaga. Jafnframt því að setj-
ast í stjóm félags taka menn á sig
talsverðar skuldbindingar sem fæstir
erureiðubúnirtil."
Hvað kostar að reka handknatt-
leiksdeild sem á lið í 1. deild karla og
kvenna?
„Ég veit það satt að segja ekki, en
það er eflaust misjafnt. Þar sem vel
hefur verið haldið utan um starf yngri
flokka hefur kostnaðurinn við rekstur
meistaraflokka verið viðunandi. Hjá
þeim félögum þar sem meiri áhersla
hefur verið lögð á meistaraflokka en
minna hugað að yngri flokkunum er
reksturinn þyngri.“
Keppni í 1. deild kvenna var mjög
jöfn og skemmtileg í fyrra og að
Danir lögðu Þjóðverja