Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Sigurgeir Ámi Ægisson skoraði f imm mörk fyrir FH. Hér sækir hann að marki Valsmanna. Bergsveinn iokaði markinu FH-INGAR lögðu Valsmenn að velli í Kaplakrika á sunnudagskvöld, 22:20. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en eftir að heima- menn höfðu haft forystu lengst af leiks jöfnuðu Valsarar þegar rúm- ar fjórar mínútur voru til leiksloka og segja má að nýr leikur hafi hafist. FH-ingar léku þessar síðustu fjórar mínútur af mikilli skyn- semi, Bersveinn Bergsveinsson lokaði markinu og þeir tryggðu sér sigurinn með mörkum frá Hálfdáni Þórðarsyni og Sigurgeiri Árna Ægissyni. Fyrri hálfleikur einkenndist af gríðarlegri baráttu beggja liða. Heimamenn höfðu undirtökin allt frá byrjun, þar sem Sig- . ..... urgeir Ámi var í Hinriksdóttir miklum ham og skor- skrifar aði þrjú stórglæsileg mörk. Valsarar urðu fyrir nokkru áfalli um miðjan hálf- leikinn þegar Júlíus Jónasson meidd- ist á fíngri og gat hann ekki beitt sér í sóknarleiknum en stóð þó vaktina í vöminni. Að sama skapi urðu FH- ingar fyrir því að Hálfdán Þórðarson fékk tveggja mínútna brottvísun tví- vegis í fyrri hálfleiknum og gat ekki beitt sér að fullu í varnarleiknum. Við hlutverki hans tók Pálmi Hlöðvers- sonogleystiþað vel. FH-ingar náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleiknum en síðari hálfleikur var jafnari þar sem Valsarar gáfu ekkert eftir og náðu sem fyrr segir að jafna skömmu fyrir leikslok, það dugði þeim þó ekki til sigurs að þessu sinni. „Leikir FH og Vals eru alltaf mikl- ir baráttuleikir og þessi var engin undantekning frá því. Við hleyptum þeim of mikið inní leikinn uppúr miðj- um síðari hálfleiknum. Þeir breyttu aðeins um í vöminni hjá sér og við lentum í smáerfiðleikum með það. En vömin hélt á meðan, Bergsveinn varði vel og við náðum nokkram mörkum í lokin og það dugði okkur til sigurs. Við eram með topplið, eram á uppleið og stefnum ennþá ofar,“ sagði FH-ingurinn Sigurgeir Árni Ægisson, besti leikmaður leiksins. Valsmenn áttu í miklum erfíðleik- um með að leysa framliggjandi 5-1 vöm FH-inga og náðu ekki að nýta sér það að vera manni fleiri í 10 mín- úturafleiknum. Skömmu fyrir miðjan síðari hálf- leik minnkuðu Valsmenn muninn í eitt mark, 17:16, en skoraðu síðan ekki mark í tæpar 9 mínútur á meðan FH skoraði tvö. Slíkt er munaðui' sem ekki má leyfa sér í leik sem þess- um. Roland Enadze, markvörður Vals, hélt liðinu á floti lengst af leiks og sýndi oft á tíðum stórkostlega markvörslu. Þá átti Valgarð Thor- oddsen góðan leik en Valdimar Grímsson náði engan veginn að leysa það að vera í skyttuhlutverkinu hægra megin. Hann reyndi ítrekað að leysa inná línuna en hafði ekki er- indi þar sem erfíði. Óvænt íVarmá Mosfellingum vora mjög mis- lagðar hendur og lítið bólaði á baráttuanda þegar Grótta/KR sótti þá heim að Varmá á Stefán sunnudaginn. Um Stefánsson miðjan síðari hálfleik skrifar höfðu gestirnir verð- skuldaða sjö marka forystu en slökuðu þá svo mikið á klónni að aðeins munaði einu marki áður en yfír lauk, sem var nóg til sig- urs Gróttu/KR, 23:24. Fyrir vikið kleif Grótta/KR rétt upp fyrir miðja deild en ýtti háttskrifuðum Aftureld- ingarmönnum niður í neðri hlutann. Hvorki gekk né rak hjá heima- mönnum fyrstu mínúturnar á sunnu- daginn - tvívegis lauk sóknum þegar boltinn fór i stöngina en þeirra helsta hindran var samt Hlynur Morthens, markvörður Gróttu/KR, sem var í miklum ham. Einnig léku Hilmar Þórlindsson og Aleksander Peterson á als oddi og skoraðu sam- an 12 af 13 mörkum Gróttu/KR fyrir hlé þrátt fyrir að Mosfellingar reyndu að spila vörnin utarlega. Eftir hlé var sama upp á teningn- um og um miðjan hálfleik hafði Grótta/KR sjö marka forystu, 14:21. Að auki fengu þá tveir leikmenn Aft- ureldingar að kæla sig í tvær mínút- ur en það virtist vekja Mosfellinga af væram blundi. Þeir hófu að leika vörnina mjög utarlega og taka tvo leikmenn úr umferð. Það skilaði sér strax og jafnt og þétt minnkaði mun- urinn - þar til hann varð eitt mark, 23:24 og tæpar þrjár mínútur til leiksloka. Hófst þá mikill darraðar- dans og Mosfellingar fengu tækifæri til að jafna en misstu boltann þegar hálf mínúta var til leiksloka. Ævin- týrið var ekki úti því hinum megin varði Ólafur Haukur Gíslason úr hraðaupphlaupi þegar tuttugu sek- úndur voru eftir af leiknum en bolt- inn hrökk aftur í hendur gestanna, sem héldu honum þar til yfir lauk. Aftureldingarliðið náði sér ekki á strik í þessum leik og vora fæstir leikmenn með á nótunum. „Ég vil meina að Iiðið nái ekki aðsmella sam- an eins og það gerði áður því það er eins og sjö einstaklingar í stað þess að mynda eitt lið,“ sagði Bjarki Sig- urðsson, þjálfari liðsins, eftir leikinn. „Það gengur ekkert upp þannig og staða okkar er alls ekki viðunandi en við verðum bara að berjast áfram því það gengur ekki að leggja árar í bát. Við eram komnir mjög nálægt botn- inum, höfum tapað þremur leikjum í röð með einu marki. Við eigum miklu meira inni en einhvern veginn kemur það ekki fram. Að vísu tókst okkur að minnka muninn niður í eitt mark með því að brjóta upp leikinn en það er ekld á áætlun okkar,“ bætti Bjarki við. Ólafur Haukur Gíslason mark- vörður, sem leysti Reyni Þór Reynis- son af eftir að sá síðamefndi hafði varið lítið sem ekkert, var bestur hjá Aftureldingu. Gintaras Savukynas reyndi sitt besta og náði oft árangri með einstaklingsframtaki en aðrir léku undir væntingum. „Við komum hingað eftir tapleik við Fram, sem við áttum að vinna, og það gaf okkur aukaorku,“ sagði Hilmar Þórlindsson eftir leikinn en hann gerði nærri helming marka liðsins. „Við byrjuðum mjög vel og náðum sjö marka forskoti í síðari hálfleik en þá var eins og menn héldu að bjöminn væri unninn, fóra að slaka á og gera margvísleg mistök. Það gæti verið þreyta og svo er álag að spila hér við Áftureldingu en á móti kom að við voram spenntir fyrir að bæta fyrir tapleikinn við Fram. Það var alger lífsnauðsyn fyrir okk- ur að vinna þennan leik til að slíta okkur frá neðri hlutanum í deildinni. Að auki var þetta góð lexía - það á aldrei að hætta að berjast og aldrei að bera neina virðingu fyi-ir neinum mótherjum því við getum unnið þá alla en auðvitað líka tapað,“ bætti Hilmar við en hann átti góðan leik eins og Hlynur markvörður og Pet- ersons. Gísli Kristjánsson gerði einnig góða hluti. Miklir yf irburðir Stjcrnunnar Stjaman átti ekki í miklum erfíð- leikum með að krækja í tvö stig á Islandsmótinu í handknattleik karla er liðið sigraði o;_, ,rA, ,r rh,,,r slakt lið KA í leik lið- Þorólfsson unna í Garðabæ a skrifar laugardag. Eftir 9 misheppnaðar sókn- artilraunir hafði norðanmönnum enn ekki tekist að skora mark og staðan var 5:0 fyrir heimaliðið eftir stundar- fjórðung. Er ein mínúta lifði af fyrri hálfleik hafði KA aðeins tekist að skora 3 mörk og hörmungarbyrjun KA gerði það að verkum að það var nánast formsatriði fyrir leikmenn Stjörnunnar að klára leikinn. Leikmenn KA voru greinilega ekki með fullri meðvitund í fyrri hálfleik enda var sóknar- og varnar- leikur liðsins afar slakur. Skyttur liðsins náðu ekki að finna glufur á vörn Stjörnunnar og ekki gekk betur hjá þeim er reynt var að skjóta yfir vamarmúrinn en þau skot sem láku í gegn átti Birkir Ivar Guðmundsson markvörður Stjörnunnar ekki í erf- iðleikum með að verja. Giedrius Cserniauskas skoraði fyrsta mark KA á 13. mínútu eftir gegnumbrot en í stöðunni 7: 3 skoraði Stjaman 6 mörk í röð og staðan var 13:3 tveim- ur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. „Staðan var slæm eftir skelfílegan fyrri hálfleik. í raun er þetta óskilj- anlegt hversu illa við lékum í fyrri hálfleik og við voram eins og byrj- endur í vörn og sókn. Það sem er já- kvætt að það ungu strákarnir fengu tækifæri til að sýna sig og um miðbik seinni hálfleiksins breyttu þeir stöð- unni mikið með því að skora fimm mörk í röð en það var ekki nóg,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA. Birkir Ivar Guðmundsson mark- vörður Stjörnunnar var besti maður leiksins og greinilegt að varnarleik- ur liðsins styrkist veralega með til- komu Magnúsar Sigurðssonar. Magnús skoraði líka þrjú mörk úr langskotum og virðist hann vera að ná fyrri styrk eftir meiðsli. Konráð Olavsson lék töluvert í seinni hálfleik en er greinilega ekki í mikilli leikæf- ingu og á mikið inni. Björgvin Rún- arsson átti góða spretti í vinstra horninu og Bjarni Gunnarsson var einnig lunkinn að skjóta fyrir utan. Eduard Moskalenko og Arnar Pét- ursson þurftu lítið að hafa fyrir hlut- unum að þessu sinni og vora lítt áberandi. Guðjón Valur Sveinsson var eini leikmaður KA sem lék af eðlilegri getu en hann kunni betur við sig í vinstra horninu en í skyttuhlutverk- inu. Kári Garðarsson markvörður kom inn á um miðjan seinni hálfleik og varði vel og einnig átti Arnór Atlason ágætis spretti en hann er að- eins 16 ára gamall og hefur greini- lega erft stökkkraftinn frá föður sín- um - Atla Hilmarssyni. „Það munar miklu fyrir liðið að Magnús Sigurðsson og Kom’áð Olav- son eru komnir í liðið að nýju,“ sagði Birkir Ivar Guðmundsson, mark- vörður Stjörnunnar. Byrjendur íVíkinni „Þetta var ömurlegur leikur af okkar hálfu og ég er farin að halda að við séum bara ekkert betri en þetta. Við vorum stressaðar, það skaut enginn á markið og við fengum hraðaupplaup í bakið á okkur hvað eftir annað,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, fyrirliði Vík- ings, eftir sex marka tap gegn Gróttu/KR á laugardag, 16:22. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Grótta/KR gerði nær því út um leikinn á fyrstu mínútunum, lið- ið skoraði fjögur fyrstu mörkin og hafði ekki mikið fyrir sigrinum eftir það. Víkingsstúlkur reyndu hvað þær gátu í vörninni og tóku m.a. Öllu Gorkorian og Ágústu Eddu Bjömsdóttur úr umferð. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að Alla skoraði sex mörk í leiknum eins og Jóna Björg Pálmadóttir sem átti mjög góð- an dag. Grótta/KR lék þennan leik ágæt- lega og náði að leysa vel úr sóknarleik sínum þegar Alla og Ágústa Edda vora teknar úr umferð, enda er það engin ný bóla á þeim bæ. Vamarlega var leikur þeiira frá- bær og fengu þær við það góða aðstoð frá mótheijum sínum sem sáu sjálfír um að stytta sóknir sínar með hverj- um mistökunum á fætur öðrum. „Þetta var meiriháttar gaman. Leikurinn var samt ekki góður hvorki af okkar hálfu né þeirra. Þetta var strögl, mikið af mistökum, og þeim þarf að fækka til að gera leikinn skemmtilegri. Þetta vill oft gerast þegar leikir skipta miklu máli og þessi leikur gerði það svo sannarlega. Þetta var vinnusigur. Ég er mjög ánægð með að við náðum að halda haus allan tímann, jafnvel þótt þær hafi náð að minnka muninn í eitt mark í síðari hálfleiknum," sagði Ágústa Edda Bjömsdóttir, fyrirliði Gróttu/KR. Leikur Víkinga var vægast sagt slakur ef frá er talin markvarsla Helgu Torfadóttur, sem varði alls 23 skot í leiknum, mörg hver úr sann- kölluðum dauðafærum. Víkingar léku eins og byrjendur. Til marks um það töpuðu Víkingar boltanum 26 sinnum í 57 sóknum sín- um af öllum mögulegum tilefnum. Þetta hlýtur að teljast óviðunandi hjá liði, sem varð deildarmeistari á síð- ustu leiktíð. „Það er erfitt að segja hvað gerðist. Það var ekki til sóknarleikur hjá okk- ur í þessum leik. Við erum með nýja leikmenn og það er eins og liðið smelli ekki saman sóknarlega. Ljósi punkt- urinn í þessum leik er að varnarlega voram við að spila ágætlega og ég ætla að vona að í tveggja mánaða jóla- fríi náum við að stilla liðið saman,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir. Vandræðalítið hjá Stjörnunni Stjaman átti ekki í miklum vand- ræðum með að innbyrða sigur á sam- eiginlegu liði KA og Þórs á laugardag, 29:24. Norðanstúlkur skoraðu fyrsta markið og vora yfír, 1:2, en eftir það tóku Stjömustúlkur leikinn í sínar hendur. Eftir góðan fyrri hálfleik þar sem Stjömustúlkumar keyrðu á fullu og gáfu ekkert eftir þá slökuðu þær óþarflega mikið á í síðari hálfleiknum. Guðný Gunnsteinsdóttir átti fi’á- bæran leik í liði Stjömunnar og er greinilega komin í sitt gamla form. Hún keyrði hraðaupphlaupin af fullum krafti, vann mjög vel á línunni og hefði öragglega skorað mun fleiri mörk en raun varð á ef Siggeir Magn- ússon, þjálfari Stjömunnar, hefði ekki hvílt hana lengst af síðari hálf- leiknum. Nína K. Björnsdóttir, Halla María Helgadóttir og Inga Lára Þór- isdóttir skiptu á milli síri leikstjórn- enda- og skyttuhlutverkunum en það hefði verið verulega spennandi að sjá þessa þrjá snjöllu leikmenn alla inná í einu. Bestu leikmenn liðsins KA/Þós vora þær Ásdís Sigurðardóttir og Inga Dís Sigurðardóttir, sem era að- eins 17 ára. Þá átti Sigurbjörg Hjart- ardóttir ágætan leik í markinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.