Morgunblaðið - 07.11.2000, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.11.2000, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 B 7 HANDKNATTLEIKUR Einar Öm Jónsson fagnar einu af fimm marka sinna ásamt Rúnari Sigtryggssyni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Einar Örn Jónsson hefur fallið vel inn í leik Haukaliðsins Haukar eins og ein slór fjölskylda EINAR Örn Jónsson hefur leikið mjög vel með Haukaliðinu í haust og engin undantekning var á því í leiknum gegn Fram, 25:22. Einar skoraði 5 glæsileg mörk og þessi snaggaralegi hornamaður hefur smollið vel inn í lið Hauka en hann gekk í raðir félagsins frá Val í sumar. Mér fannst þetta nokkuð sann- færandi sigur. Við höfðum forystuna frá byrjun og við vorum ^^ skrefmu á undan allan leikinn. Við Hilmarsson hofðum morg tæki- skrifar færi í seinni hálfleik til að slíta þá frá okkur en við vorum að taka léleg skot og eins var Þór að verja vel í mark Framarana. Annars var þetta hörkuleikur tveggja góðra liða. Framararnir vildu eðlilega hefna frá því í úrslitaleikjunum í fyrra og við vildum ná fram hefndum eftir tapleikinn gegn þeim í meistara- keppninni," sagði Einar í samtali við Morgunblaðið. Nú kemur þú nýr inn í Haukalið- ið í sumar og þú virðist kunna vel við þig. „Þetta er mjög góður hópur. Það er mikil samstaða í liðinu og þetta er eins og ein stór fjölskylda. Við þjöppuðum okkur mjög vel saman í haust og undirbjuggum okkur vel fyrir tímabilið. Ég hef fengið að spila mikið og ég held að ég hafi bara fengið að hvfla mig þegar ég hef verið rekinn út af. Ég hef öðlast gott sjálfstraust og er óragur við að láta mig vaða í færin og skjóta.“ Þið hafið svo sannarlega fengið óskabyrjun á mótinu. „Það er heilmikið eftir af mótinu og þó svo að trónum á toppnum í dag er ekki þar með sagt að við verðum ekki að hafa fyrir hlutun- um. Við eigum eftir að fara í erfiða útlileiki og næsti leikur sem er gegn Aftureldingu verður mjög strembinn.. Við ætlum að reyna okkur að nýta okkur þann meðbyr sem við höfum og halda áfram að vinna.“ Hvaða Iið sérð þú fyrir þér að verði ykkar helstu keppinautar í vetur? „Ég nefni tvímælaust Framar- ana. Þeii’ eru með mjög gott lið og hafa bætt sig frá því í fyrra. Valsar- ai-nir eru einnig mjög sterkir. Þeir hafa fengið góðan markvörð og fara langt á seiglunni og viljanum. Þá get ég nefnd lið eins og FH, Aftur- eldingu og ÍBV og þá sýnist mér að Stjarnan sé að rétta úr kútnum. Ég hef enn ekki tapað deildarleik með Haukum og það stendur ekki til að gera það,“ sagði Einar Örn. Línumenn í strangri gæslu LÍNUMENNIRNIR í liðum Fram og Hauka voru í strangri gæslu í leik liðanna í Safamýrinni og fyr- ir vikið höfðu þeir sig minna í frammi en oft áður. Framarinn Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Eitt af línunni, eitt úr hraðaupphlaupi og eitt af vítalínunni. Hann fisk- aði eitt vítakast og misnotaði eitt skot úr góðu færi á miðri línunni. Róbert lék allan leikinn í sókninni hjá Frömurum en fékk að hvfla í varnarleiknum. Kollegi Róberts í liði Hauka, Hvít-Rússinn Alikasandr Shamk- uts, skoraði tvö mörk í leiknum, eitt af línunni og eitt úr hraða- upphlaupi. Shamkuts misnotaði eitt skot af línunni en tapaði þremur boltum þegar honum mis- tókst að grípa kuöttinn. Shamkuts var mistækur í sókninni en bætti fyrir það með ágætum varnarleik. Hinn línumaður Haukanna, Vignir Svavarsson, fékk að spreyta sig í einni sókn og hann skilaði marki í þeirri sókn en þá voru Haukar einum leikmanni fleiri. Þannig vörðu þeir Markvarslan í leik Fram og Hauka, innan sviga hve oft knötturinn fór aftur til mótherja. Þór Björnsson, Fram: 14 (3). 9 (2) langskot, 2 víti, 3(1) horn. Magnús Erlendsson (Fram): 1 langskot. Bjarni Frostason, Ilaukar: 19 (4), 13 (2) langskot, 1 víti, 3 (1) horn , 2 (1) lína. Alltaf aðlæra nýja hluti Björgvin Björgvinsson er vanari því að leika sem vinstri hornamaður en sem leikstjórn- Eftir andi en hann Sigurð Elvar hefur leyst Þorólfsson það hlutverk ágætlega hjá Fram í upphafi Islandsmóts- ins. „Það má segja að við höf- um ekki leikið vel, vorum að leika undir getu í vörn og sókn. Það er alltaf erfitt að þurfa að elta lið allan tímann en við náðum ekki að jafna leikinn og Haukaliðið hafði því alltaf yfirhöndina í leikn- um.“ Er Framliðið á áætlun mið- að við þau markmið sem þið lögðuð upp með í haust? „Það er ljóst að sóknarleik- urinn er ekki eins langt kom- inn og menn vildu. Varnar- leikurinn ætti að vera svipaður og í fyrra en þrátt fyrir að menn hafi verið að prófa ýmislegt í þeim efnum. Leikur liðsins er á réttri leið og við verðum bara að vera þolinmóðir með sóknarleikinn sem virðist vera stærsta vandamálið þessa stundina." Hvernig fínnst þér að spila á miðjunni sem leikstjórn- a ndi? „Þetta er í fyrsta sinn sem ég er settur í þessa stöðp og á hverri æfingu uppgötvar mað- ur eitthvað nýtt. Ég hef það sem markmið að reyna leysa þessa stöðu eins vel og hægt er og þetta hlutverk þroskar mig sem handboltamann og á eftir nýtast vel.“ Hefur þjálfari ykkar sagt leikmönnum Fram að taka litla áhættu og setja frekar upp í sókn, frekar en að beita hraðaupphlaupum? „Nei, það er ekki raunin. Við verðum að vinna varnar- vinnuna betur og það hjálpar markvörðunum að koma bolt- anum í leik. A meðan sóknar- leikurinn er stirður er besti kosturinn að komast í hraða- upphlaup og skora auðveld mörk en Anatoli hefur ekkert verið að bremsa okkur af í þeim efnum. Það er ekkert sem bannar okkur að kasta boltanum á menn sem eru á leið í hraðaupphlaup, en fyrst þarf að vinna varnarvinnuna og það hefur vantað hjá okk- ur.“ Hvað var það jákvæðasta við ykkar leik? „Það jákvæðasta við leikinn er endurkoma Þórs Björns- sonar í markið og hann stóð upp úr í okkar liði,“ sagði Björgvin Björgvinsson. SÓKNARNÝTING íslandsmótið, 1. deild karla sunnudaginn 5. nóvember 2000 Fram Haukar Mðrk Sóknir % Mörk Sóknir % 11 26 42 F.h 14 26 54 11 26 42 S.h 11 25 44 22 52 42 Alls 25 51 49 10 Langskot 7 1 Gegnumbrot 3 2 Hraðaupphlaup 5 4 Hom 4 2 Lína 4 3 Víti 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.