Morgunblaðið - 07.11.2000, Page 9

Morgunblaðið - 07.11.2000, Page 9
8 B ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ + HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 B 9 HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Viggó Sigurðsson var ánægður með sína menn. ingu á miðvikudaginn og það verður ekki létt að koma mönnum niður eft- ir þennan góða sigur.“ Hvað segir þú um Fram-liðið? „Framararnir eru með mjög góða liðsheild án þess að vera með stjörn- ur. Þeir vinna gífurlega vel og eru greinlega mjög vel þjálfaðir. Það er erfitt að eiga við Framarana og ég er mjög ánægður með að hafa lagt þá að velli hér í Safamýrinni. Ég held að Fram muni berjast á toppi deildar- innar ásamt okkur og ég reikna með að fleiri lið komi inn í þann pakka. Afturelding hefur spilað langt undir getu, Valsmenn eru sterkir og Iið eins og FH og Stjarnan eiga eftir að styrkjast þegar á líður. Við megum því hvergi slaka á ef við ætlum okkur að halda toppsætinu," sagði Viggó. ÞÓR Björnsson stóð í marki Fram að nýju en hann hefur ekki æft handknattleik í eitt og hálft ár. Þór stóð sig vel í leiknum, hann varði vel og þar á meðal 2 vítaköst á mikilvægum augna- blikum. Kallinn (Anatoli Fedioukine, þjálfari) bað mig að koma og æfa með liðinu í einhvern tíma þar sem Sebastian Al- Eftir exandersson aðal- Sigurð Elvar markvörður var í Þórólfsson aðgerð vegna kviðslits og ég gat ekki annað en sagt já þegar éjg var beðinn um að koma aftur. Eg er reyndar búinn að æfa minna fyrir leikinn en til stóð þar sem Anatoli lagði meiri áherslu á að fá mig á æfmgarnar síðustu dagana fyrir leikinn en hann hefur eflaust vitað að maður er í engu standi til að æfa meira en ég hef gert. Kveikir þessi ágæta frammi- staða ekki í þér að fara æfa aftur af fullum krafti? Það er gaman að vera kominn inn í hópinn að nýju, sérstaklega ef vel gengur en ég er búinn með minn tíma í handboltanum og er aðeins að leysa ákveðið vandamál sem kom upp. Það gekk ágætlega hjá mér í seinni hálfleiknum en fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga físka. Er einhver skýring á því að þið náðuð aldrei yfirhöndinni gegn Haukum og það á heimavelli? Fyrst og fremst var það varnar- leikurinn sem brást hjá okkur. Við höfum oft náð upp betri varnar- vinnu en það sem við sýndum í leiknum og það bitnar alltaf á sóknarleiknum ef menn skora ekki af og til auðveld mörk úr hraða- upphlaupum. Sóknarlega vorum við frekar daprir og þrátt fyrir að hafa minnkað forskot Haukanna í eitt mark var alltaf einhver þrösk- uldur sem við komumst ekki yfir. Einum færri í fýni hálfleik VARNARMENN Hauka tóku oftar en ekki duglega á móti skyttum Fram í ieiknum og Gunnar Berg Viktorsson bar þess greiniieg merki eftir leikinn - með skurð á enni og blóðugur. Þetta var eins og í úrslitakeppni, hörkuleikur og menn tóku vel á því. Bæði liðin ætluðu sér að vera á toppnum eftir um- Eftjr ferðina en að mínu Sinurð Elvar mati var þetta okkar Þorólfsson ósigur en ekki þeirra sigur. Við vorum arfaslakir í fyrri hálfleik og á Ioka- kaflanum í seinni hálfleik misstum við oft boltann á klaufalegan hátt.“ Dómarar leiksins fengu oft að heyra það í leiknum og um tíma virt- ist ætla að sjóða upp úr innan sem ut- an vallar, voru dómar þeirra ykkur óhagstæðir? „Þeir eru búnir að dæma að ég held fjóra af sjö leikjum okkar í deild- inni og það er kannski kominn tími á að hvíla alla aðila á þessu samstarfí. Þeir verða auðvitað þreyttir á nöldr- inu í okkur og við leikmennirnir verð- um að sama skapi þreyttir á þeiira ákvörðunum." Sóknarleikurinn hjá Fram lagaðist mikiðíseinni hálfleik, hvað breyttist? „Sjálfur þurfti ég að hugsa minn gang eftir slakan fyrri hálfleik, skotin mín drifu varla að marki og þetta var ekki nógu gott í toppleik. í seinni hálfleik var ég mun ákveðnari og það losar aðeins um aðra möguleika í sókninni ef einhver er ógnandi fyrir utan. Það má kannski orða það þannig að við höf- um leikið einum færri í sókninni í fyrri hálfleik, ég var það dapur á þeim tíma. Þjálfarinn okkar veit það vel að við erum komnir styttra á veg með sóknarleikinn en hann gerði ráð fyrir. Björgvin Björgvinsson er í nýju hlutverkin í fjarveru Guðmund- ar Pálssonar en þeir eru mjög ólíkir leikmenn og sóknin hjá okkur á eftir að lagast mikið þar sem Björgvin er alltaf að læra nýja hluti. Guðmundur er meira fyrir að keyra inn vörnina og „leysa upp„ fyrir okkur skytturn- ar og Björgvin gerði meira af því í seinni hálfleik og þá fór þetta að rúlla betur. “ Voru varnarmenn Hauka fastari fyrir en gengur oggerist í deildarleik á Islandi? „Þeir leika alltaf eins fast og dóm- ararnir leyfa og ekkert við því að segja. En þrátt fyrii- það fengum við nokkur högg í andlitið þegar við sótt- um að vörninni og það mætti taka harðar á þessu. Ég er bólginn og með skurð á andlitinu eftir átökin og kannski ætti maður að beita þessum aðferðum sjálfur en það ekkert skemmtilegt til lengdar að leika svona grófan vamarleik,“ sagði Gunnar Berg. Get ekki æft mikið Er stoltur og ánægður VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari íslandsmeistara Hauka, var kát ur eftir sigur sinna manna á Fram þegar Morgunblaðið náði tali af honum eftir leikinn. Leikmenn Hauka fögnuðu í Safamýrinni, eftir að þeir höfðu sigrað Fram. ÍSLANDMEISTARAR Hauka höfðu betur gegn Fram í uppgjöri efstu liðanna í 1. deild karla í handknattleik í Safamýri í fyrrakvöid. Haukar unnu verðskuldaðan sigur, 22:25, í miklum baráttuleik sem á köflum var ágætlega spilaður. Meistar- arnir eru því enn með fullt hús stiga, hafa unnið sjö sigra í jafnmörgum leikjum og eru án efa með besta handknattleikslið landsins. Haukar leiddu allan leiktímann en með þrautseigju tókst Frömurum að hanga í Hafnfirðingunum og veita þeim kröftuga mótspyrnu og það Guðmundur Yar ekki ^ en ^okamin- Hilmarsson utunm sem Haukar gatu skrífar fagnað sigri. Haukar og Fram áttust við í úrslitarimmunni um Islandsmeistara- titilinn á síðustu leiktíð og það var engu lík- ara en að leikur liðanna í fyrrakvöld væri í beinu framhaldi af því einvígi. Mikill tauga- titringur, átök, barátta, mistök, hraði og spenna einkenndi leikinn allt frá byrjun og ekki mátti miklu muna að upp úr syði. Mörkunum rigndi niður á upphafsmínútum leiksins og í kjölfarið gerðu bæði lið breyt- ingar á markvörðum. Þór Björnsson tók stöðu Magnúsar Erlendssonar eftir i-úmar fjórar mínútur í marki Framara og hinum megin tók Bjarni Frostason stöðu Magnús- ar Sigmundssonar mínútu síðar. Bjarni átti eftir að láta mikið að sér kveða og Þór í seinni hálíleik. Með tilkomu Bjarna í mark- ið náðu Haukarnir frumkvæðinu í leiknum. Framarar áttu í mesta basli með að finna leið framhjá Bjarna og hornamennirnir knáu í liði Hauka, Þorvarður Tjörvi og Ein- ar Örn, voru heimamönnum mjög erfiðir í fyrri hálfleiknum. Haukar höfðu þriggja marka forystu í leikhléi og þeir héldu Frömurum í hæfilegri fjarlægð frá sér mestallan síðari hálfleik- inn. Framarar voru þó ekki á því að gefast upp. Þrátt fyrir að lenda fjórum mörkum undir þegar um tíu mínútur voru til leiks- loka tókst Safamýrarliðinu að hleypa mikili spennu í leikinn þegar Gunnar Berg Vikt- orsson minnkaði muninn í eitt mark, 21:22, þegar fimm mínútur voru eftir. Þór Björns- son hélt Frömurum áfram inni í leiknum þegar hann varði vítakast frá Halldóri Ing- ólfssyni í stöðunni 22:23 og Framarar fengu tækifæri til að jafna metin. En á klaufaleg- an hátt missti Hjálmar Vihjálmsson knött- inn. í kjölfarið braut hann á leikmanni Hauka og fékk að launum tveggja mínútna brottvísun. Einum leikmanni fleiri var eft- irleikurinn auðveldur fyrir Haukana sem skoruðu tvö síðustu mörkin og innsigluðu enn einn sigurinn á leiktíðinni. Vandræðalegur sóknarleikur Eins og í fleiri leikjum í vetur var sóknar- leikur Framara á köflum mjög vandræða- legur og taktlaus. Lítið sem ekkert kom út úr hornamönnunum á meðan hornamenn Hauka blómstruðu. Gunnar Berg tók sig á í síðari hálfleik, skoraði þá sex góð mörk en skotnýting hans í leiknum var þó ekki til að hrópa húrra fyrir. Hjálmar Vilhjálmsson byrjaði leikinn vel en átti erfitt uppdráttar gegn öflugum varnarmönnum Hauka þegar á leikinn leið. BjörgVin Björgvinsson nýtist ekki sem skyldi í stöðu leikstjórnanda og Framarar þurfa mjög á Guðmundi H. Páls- syni að halda en hann er frá vegna meiðsla en verður væntanlega mættur til leiks á nýju ári. Markvarsla Þórs í seinni hálfleik var góð og vörn Framara var á köflum nokkuð sterk. Framarar þurfa ekkert að hengja haus. Þeir hafa á öflugu liði að skipa og eiga eftir að styrkjast þegar á mótið líð- ur. Glæsileg tilþrif Bjarna Bjarni Frostason verður að teljast maður þessa leiks en hann sýndi á köflum glæsileg tilþrif og var sá leikmaður sem breytti gangi mála þó svo að enn að ný hafi Haukar farið langt á góðri liðsheild. Þorvarður Tjörvi og Einar Örn áttu báðir mjög góðan leik og þó svo að Halldór Ingólfsson hafi oft skorað meira opnaði hann vel fyrir sam- herja sína. Rúnar Sigtryggsson lék vel, bæði í sókn og vörn en hann mætti að ósekju skjóta meira á markið. Rúnar og Petr Bamrauk héldu vörninni saman og í ófá skipti náðu þeir að stöðva sóknarað- gerðir Framara. Haukar hafa byrjað tíma- bilið með glæsibrag og með sama áfram- haldi verður erfitt fyiir önnur lið að stöðva Hafnarfjarðarhraðlestina undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Þetta var alvöruleikur og ég held að ég megi segja að góður handbolti hafi verið í boði. Við lékum feikilega vel og ég Eftir var mjög ánægður Guðmund með liðið. Mér Hilmarsson fannst Framarar hafa svolítið heppn- ina með sér í leiknum og við hefðum átt að vera búnir að slíta þá frá okk- ur miklu fyrr í leiknum," sagði Viggó, sem tók við Haukaliðinu í sumar og undir hans stjórn hafa Haukar unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Þú ákvaðst að skipta Bjama inn í markið eftir aðeins fimm mínútur. Þú sérð ekki eftir því núna? „Maggi bað um skiptingu. Hann fann sig ekki og vildi koma útaf. Bjarni kom mjög sterkur inn. Hann hefur varið mjög vel þegar hann hef- ur fengið tækifæri og frammistaða hans í þessum leik vó mjög þungt.“ Merkir þú áfram stíganda í þínu liði? „Já, ég held að það sé engin spurning um það. Þegar menn horfa á þennan leik og leikinn sem við töp- uðum gegn Fram í meistarakeppn- inni sést að við erum komnir með allt annað lið. Ég tel samt að við eigum töluvert meira inni. “ Þú getur ekki verið annað en ánægður meðgengi liðsins? „Eg er auðvitað mjög stoltur og ánægður sérstaklega þar sem það var erfitt að taka við liðinu eftir vel- gengnina á síðasta tímabili. Við eig- um erfitt verkefni fyrir höndum. Við eigum erfiðan leik gegn Aftureld- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mikil sigling á Haukunum Gunnar Berg Viktorsson, skytta Framliðsins, var í strangri gæslu leikmanna Hauka. Það vekur athygli að Anatoli þjálfari talar skemmtilega blöndu af nissnesku og ensku á meðan á leiknum stendur, skilur þú allt sem maðurinn er að segja? Hann talar einhverja ensku við okkur og þegar við einbeitum okk- ur vel þá skiljum nú flest það sem- hann er að reyna koma til skila. Anatoli er með ferskar og skemmtilegar hugmyndir í sinni þjálfun og ég hef mjög gaman af því sem hann er að gera. Það skemmtilegasta er að hann gerir sér fyllilega grein fyrir því að hann getur ekki lagt mikið erfiði á mig á æfingum og það er alveg nýtt fyrir mig, sagði Þór Björns- son markvörður. áflug Bjarni Frostason átti frábæra innkomu í mark Haukanna gegn Fram og leikur hans minnti um margt á þegar Guðmundur flugkappinn var í Hilmarsson sínu besta formi og skrifar var í íslenska landsliðshópnum * fyrir nokkrum árum. Bjarni, sem er flugmaður hjá Flugleiðum, tók sér frí frá handboltaiðkun á síð- ustu leiktíð en tók fram skóna á ný í haust og hefur hægt og bítandi verið að nálgast sitt rétta form. „Maggi hljóp út af og sagði mér að fara inn á. Ég fann mig strax vel, það var góð stemmning í vörn- inni og ég fékk á köflum auðveld skot á mig, þökk sé sterki vörn, og svo náði ég að narta í nokkur skot í viðbót," sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Finnst þér þú vera að komast í þitt gamla form? „Já, já, þetta er allt að koma. Ég á samt nokkuð í land. Ég á eftir að taka af mér nokkur grömm og mig skortir aðeins úthald. Ég var orð- inn mjög þreyttur undir lok þessa leiks, enda langt síðan ég hef feng- ið að spila svona mikið. Ég verð kominn í gott form eftir áramótin. Mér fannst í seinni hálfleik að við gerðum of mikið af því að reyna að vernda forskotið sem við höfðum náð og fyrir vikið voru menn nokkuð hikandi í sókninni. En vörnin var hörkugóð allan leik- inn og við unnum leikinn á henni.“ Þetta var hörkuleikur og engu líkara á köflum en þetta væri einn af úrslitaleikjum mótins? „Það er rígur á milli liðanna frá því í úrslitarimmunni í fyrra. Við vildum sanna að við hefðum átt tit+ ilinn skilinn og þeir vildu sýna fram á að þeir hefðu átt að vinna.“ Það hefur allt gengið Haukum í hag á tímabilinu. Er eitthvað sem getur stöðvað ykkur? „Við eigum mjög erfiða útileiki. Næsti leikur er gegn Aftureldingu og svo eigum við eftir að fara norður og til Eyja og mæta Val í Valsheimilinu. Það er því mikið eftir af þessu móti og við hugsum ekki um nema einn leik í einu. Þetta góða gengi hefur ekki komið mér á óvart. Við undirbjuggunj okkur geysilega vel fyrir tímabilið og við erum með mjög sterkan, breiðan og samstilltan hóp. Þá hafa Evrópuleikirnir ekki gert annað en að styi-kja okkur. Að spila leik eins og gegn Braga á úti- velli var mikill skóli og menn nær- ast á svona leikjum í mörg ár,“ sagði Bjarni. 4 +

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.