Morgunblaðið - 07.11.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.11.2000, Qupperneq 10
10 B ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Jim Smart Jón Arnar Ingvarsson, leikmaður Hauka, er hér á skjótast á milli KR-inganna Hjalta Kristinssonar og Arnars Kárasonar. KR-ingar á réttri leið EFTIR fjóra tapleiki í röð í deildinni hafa íslandsmeistarar KR rétt heldur úr kútnum og unnið síðustu þrjá leiki, síðast Hauka í Hafnar- firði á sunnudaginn, 69:77. Sannarlega óvæntur sigur ekki síst vegna þess að KR lék án erlends leikmanns og þeirra Hermanns Haukssonar og Jónatans Bow sem báðir eru meiddir. Sigur KR var þó verðskuldaður því ungu leikmennirnir börðust eins og Ijón og uppskáru í samræmi við það. að var ljóst strax í upphitun lið- anna fyrir leikinn að það gæti stefnt í skemmtilegan leik því „stráklingamir" hjá KR voru vel Sveinsson stemmdir a meðan skrifar einhver ró var yfir leikmönnum Hauka. Hvort um vanmat þeirra hafi verið að ræða skal ósagt látið en þeir tóku altént lífinu heldur rólega. Gestirnir gerðu fyrstu fjögur stig- in og virtust koma Haukum á óvart með baráttugleði sinni og höfðu sjö stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn unnu næsta leikhluta *með fimm stigum, 20:15, og munur- inn í leikhléi var því aðeins tvö stig, 35:37. KR breytti yfir í svæðisvörn í þriðja leikhluta og gafst það ágæt- lega, Haukar gerðu aðeins tíu stig en KR-ingar voru lítið skárri, gerðu 14 stig, enda vaknaði vöm Hauka að- eins til lífsins á þessum tíma. 1 Síðasta leikhluta byrjuðu KR-ing- ar betur en um hann miðjan skoruðu Haukar þrjár þriggja stiga körfur í röð og munurinn var aðeins fimm stig og fjögur þegar mínúta var eftir, en hið unga lið KR lét það ekki á sig fá, reyndi að halda boltanum eins og það gat og gerði ágætlega þó svo sumar sóknir lokakaflans væru óþarflega stuttar. Pað var fyrst og fremst endalaus barátta sem færði Vesturbæingum þriðja sigurinn í deildinni. Hjalti Kxistinsson, 18 ára piltur, átti frá- bæran leik, gerði 13 stig og var með 100% nýtingu bæði innan teigs og ut- an þriggja stiga línunnar og hitti úr 4 af 5 vítaskotum sínum. Jafnaldri hans, Jón Amór Stefánsson, var einnig sterkur, stal boltanum nokkr- um sinnum með glæsibrag og nýtti sér hraða sinn og stökkkraft vel. Fyrirliðinn Ólafur Jón Ormsson átti einnig fínan leik, var grimmur í frá- köstunum en hitti frekar illa innan teigs framan af. Arnar Kárason og Magni Hafsteinsson léku ágætlega en sá síðarnefndi var óheppinn með villur og lenti í vandræðum vegna þeirra. Eins og áður segir var eitthvert slen yfir Haukum. Jón Arnar Ingv- arsson gerði til dæmis aðeins eitt stig fyrstu 37 mínúturnar og munar um minna. Lýður Vignisson var sprækur en lenti stundum í vand- ræðum þegar hann keyrði inn í víta- teig KR. Hann tapaði boltanum nokkrum sinnum en hann náði líka að stela honum nokkrum sinnum. Mike Barger átti ágætan leik og Eyjólfur Jónsson tók nokkur fráköst en náði sér ekki á strik í sókninni. Mikill tími fór í það í upphafi leiks hjá KR-ingum að röfla í dómurunum og stuðningsmenn liðsins voru ekki betri. Það var ekki fyrr en annar dómarinn hélt stuttan fund, við lítinn fögnuð stuðningsmanna KR, með fyrirliða og þjálfara liðsins, að leik- menn notuðu krafta sína til að leika körfuknattleik. Það skilaði sér í sigri og sýnir að það er miklu heillavænna að einbeita sér að því að spila, á sama hátt og dómararnir einbeita sér að sínu verki. _____________ ■ Úrslit/B14 ■ Staðan/B14 Öruggur sigur Hamars á ÍR-ingum Ósigraðir í Hveragerði HAMARSMENN eru enn ósigraðir á heimavelli eftir leiki helgarinnar en þeir lögðu ÍR-inga nokkuð örugglega í Hveragerði á sunnudags- kvöldið, 91:75. Það var ekki fyrr en í síðasta leikhluta sem úrslitin réðust, en þá skoruðu Hamrarnir 30 stig á móti 15 stigum gestanna og gerðu út um leikinn snemma í leikhlutanum en áður hafði verið jafnt á nær öllum tölum. Þetta var baráttuleikur, þeir koma hingað eftir sigur á móti Keflavík og við bjuggumst við að þeir yi'ðu mjög erfið- ir en við vorum til- Valberg búnir. Við höfum skrifar bara unnið leiki á heimavelli og þurf- um að fara að sýna okkar rétta and- lit á útivelli. Þetta er okkar heima- völlur og það á að vera erfitt að koma hingað. Vendipunkturinn í leiknum var síðasti leikhlutinn og þá náðum við að loka á ÍR-ingana og spila körfubolta eins og við viljum spila,“ sagði Pétur Ingvarsson, spil- andi þjálfari Hamars eftir leikinn. Leikurinn fór fjörlega af stað og var Cedrick Holmes allt í öllu hjá ÍR en eftir það var eins og hann hefði horfið. Hjá Hamri var greinilegt að Pétur Ingvarsson hitaði best upp en hann sá til þess að ÍR-ingar stungu ekki af. Nokkuð jafnt var á með lið- unum í fyrsta leikhluta en heima- menn höfðu samt vinninginn og leiddu með fimm stigum, 28:23. í öðrum leikhluta minnkuðu leik- menn ÍR fljótlega muninn, var leik- urinn í jámum allan hálfleikinn og hvorugt liðið náði að hrista hitt af sér. Mikil barátta var í hálfleiknum og sýndi Pétur Ingvarsson ágæta takta hjá Hamri en Hreggviður Magnússon átti góða innkomu af bekknum hjá IR og setti niður nokkrar fallegar körfur. IR var betri aðilinn í leikhlutanum og var jafnt á með liðunum í hálfleik, 40:40. Þriðji leikhluti var mjög jafn og mátti vart sjá á milli liðanna, hálf- leikurinn var rólegur og það var eins og liðin hefðu dottið úr sambandi í hálfleik, en þetta var lognið á undan storminum. í lok þriðja leikhluta leiddu Hamarsmenn, 61:60. Hamar byrjaði fjórða og síðasta leikhluta með látum og greinilegt var að ræða þjálfarans hafði virkað í hálfleiknum. Hamar náði strax sex stiga forskoti en IR-ingar komu í veg fyrir að stíflan brysti til fulls. Þegar munurinn var kominn upp í níu stig tóku ÍR-ingar leikhlé og minnkuðu muninn strax niður í sex stig þegar tæpar 2 mínútur voru eft- ir en þá tóku Hamarsmenn á loft og skoruðu 11 stig á móti einu stigi ÍR það sem eftir var leiks og gáfust gestirnir upp áður en flautan gall. IR lenti í nokkrum villuvandræðum í leiknum en þeir Eiríkur Önundarson og Sigurður Þoi-valdsson þurftu báð- ir að fara út með fimm villur hvor. í liði Hamars var það Pétur Ingv- arsson sem var allt í öllu og Ægir Jónsson var hrikalegur undir körf- unni, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem hann reif niður hvert frá- kastið á fætur öðru og skoraði hann 19 stig í leiknum. Hjá ÍR voru þeir Eiríkur Önundarson og Hreggviður Magnússon bestir en þeir sýndu oft á tíðum frábær tilþrif. „Leikurinn þróaðist hreint út sagt skelfilega í síðasta leikhluta og ég veit ekki hvað veldur en þessi leikur kom okkur svo sannarlega niður á jörðina eftir sigur gegn Keflvíking- um í síðasta leik. Ef við spilum áfram svona eins og við gerðum í þessum leik lendum við fljótt í vandræðum. Menn voru andlausir og áhugalausir og það var skömm að hvernig við spiluðum. Það verður síðan að viður- kennast að þetta er einn erfiðasti heimavöllurinn í deildinni og það er mjög erfitt að sækja stig hingað," sagði Jón Örn Guðmundsson, þjálf- ari ÍR, eftir leikinn. Ljósmynd/Guðmundur Karl Hamarsmaðurinn Chris Dade sækir að körfu ÍR-inga. Eiríkur Önundarson til varnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.