Morgunblaðið - 07.11.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.11.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ KORFUKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 B 11 GRINDVIKINGAR lögðu Borg- nesinga 81:115 er lið bæjarfé- laganna mættust í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik á sunnu- daginn í Borgarnesi. Sigur gestanna var nokkuð öruggur enda var vörn heimamanna ekki nægilega sterk. Theódór Þórðarson skrifar Morgunblaðið/Kristj án Shawn Myers, leikmaður Tindastóls, og Óðinn Ásgeirsson, leikmaður Þórs, í baráttu undir körfunni. Þór í heljargreipum GRANNASLAGUR Þórs og Tindastóls sl. sunnudagskvöld var spenn- andi fyrstu þrjá leikhlutana en síðan lentu Þórsarar í heljargreipum skagfirsku varnarinnar og komust hvorki lönd né strönd. Stólarnir kaffærðu heimamenn í hröðum sóknum sem komu eftir góða varn- artilburði og lukkuhjólið snerist þeim í vil. Úrslitin urðu 65:81 eftir að Þór hafði haft yfir í leikhléi, 35:30. Þar með þokast Tindastóll nær toppnum með 10 stig en Þór situr eftir með sín 6 stig. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Gestirnir byrjuðu betur og gerðu 8 íyrstu stigin. Þá kom Magnús Helgason inn á hjá Þór og skoraði 8 stig og Clifton Bush 3 og breyttu þeii- stöðunni Þór í vil. Þórsarar voru svo sterkari og höfðu yf- ir 17:12 eftir fyrsta leikhlutann. Þeir voru einnig með góða forystu í öðr- um leikhluta og sýndi Óðinn Ásgeirs- son þá sínar bestu hliðar. Kristinn Friðriksson kom þá með krók á móti bragði og setti niður tvær þriggja stiga körfur og hélt Stólunum inni í leiknum. Staðan var 35:30 í leikhléi. Heimamenn héldu haus fram í þriðja leikhlutann en Kristinn var fljótur að minnka muninn með tveimur þriggja stiga körfum og leikurinn var orðinn mjög spennandi í stöðunni 49:48. Kristinn skoraði af harðfylgi undir körfunni og einnig úr vítaskotinu sem hann fékk og voru gestirnir því komnir yfir, staðan 48:51. Þarna hófst slæmur leikkafli hjá Þór og í rauninni lauk honum aldrei. Leikmenn gerðu sig seka um hörmulegar sendingar og eftir þriðja hlutann var staðan 52:57 og var mar- tröðin rétt að byrja hjá Þórsurum. Það sem gerðist þarna í lok 3. hluta og varði leikinn á enda var fyrst og fremst grimmur varnarleik- ur Tindastóls og í kjölfarið mýmarg- ar feilsendingar og algjört niðurbrot hjá Þórsunim. Þeir skoruðu ekki körfu í langan tíma og svo virtist sem allur vindur væri úr þeim. Sem dæmi um það má e.t.v. nefna að Clifton Bush dró ekki að körfunni úr víta- skoti. Hjá Stólunum hélt Kristinn Friðriksson uppteknum hætti og Adonis Pomones skoraði grimmt úr skyndisóknum. Stólarnir skoruðu 24 stig í þessum síðasta leikhluta en Þórsarar aðeins 13 og er það áhyggjuefni fyrir Ágúst Guðmundsson, þjálfara liðsins, hvernig leikmenn virðast hvað eftir annað brotna saman í síðasta leik- hlutanum. Kristinn, Pomones og Shawn Myers léku allir prýðilega í liði Tindastóls en Óðinn Ásgeirsson var bestur Þórsara að vanda. Aðrir voru á hælunum síðustu 12 mínútumar en Clifton Bush og Magnús Helgason sýndu á köflum hvað í þeim býr. Njarðvíkingar unnu aftur á ísafirði KFÍ var Njarðvíkingum auðveld bráð þegar liðin mættust í ann- að sinn á átta dögum í íþróttahúsinu á Torfnesi á sunnu- daginn. Gestimir áttu ekki í teljandi erfiðleikum með ís- firðinga, tóku for- ystu strax í upphafi og létu hana Ha/lclór Bjarkason skrifar aldrei af hendi og sigmðu 94:115. Vörn heimamanna var ekki upp á marga fiska í leiknum, og var oft ekki annað að sjá en að gestirnir væm velkomnir þegar inn í teiginn kom. Líkt og þegar liðin mættust um síðustu helgi var fljótt ljóst hvert stefndi. Gestimir höfðu tíu stiga for- skot eftir fyrsta leikhluta, sem jókst aðeins þegar líða tók á leikinn og hefði munurinn auðveldlega getað orðið meiri. Heimamenn börðust hetjulega að venju, en slæleg vörn sem var sem opnar dyr allt kvöldið gerði út um allar þeirra vonir. í lokin var farið að hitna í kolunum og mátti Halldór Karlsson Njarðvíkingur þakka fyrii' að vera ekki látinn fjúka útaf fyrir að grýta bolta í andstæðing. Það var áberandi styrkleikamun- ur á liðunum í þessum leik. Njarðvík- ingar em einfaldlega með mun betra lið og áttu sigurinn svo sannarlega skilinn. Logi Gunnarsson var sem vindurinn og átti algjöran stjömu- leik, jafnt í vörn og sókn. Brenton Birmingham átti einnig mjög góðan leik, Teitur Örlygsson skilaði sínu auk þess sem Halldór og Jes Hansen stóðu sig með prýði undir körfunni. Hjá Isfirðingum átti Hrafn Krist- jánsson góðan leik að vanda, en hann er mjög útsjónarsamur og flinkur leikmaður þegar hann er ekki utan vallar með fimm villur. Ingi Freyr Vilhjálmsson átti virkilega góðan leik og er allur að koma til. Fontana er mikill máttarstólpi og stendur ávallt fyrir sínu undir körfunni, en vantar engu að síður augu i hnakk- ann hvað samspil varðar. Heimamenn söknuðu Sveins Blöndal tilfinnanlega, en hann er meiddur á hné og óvíst hversu lengi hann verður frá. Það var þó engan bilbug að finna á Karli Jónssyni þjálfara KFÍ, sem hafa tapað fyrstu sjö leikjunum í deildinni í haust. „Þetta var erfitt eins og við bjuggumst við, en það era margir ljósir punktar í þessu. Mínir menn gefast í það minnsta ekkert upp, þeir halda áfram að berjast sama hvað tautar og raular,“ sagði Karl eftir leikinn. Aðspurður um framhaldið sagðist hann engu kvíða, enda nóg eftir af mótinu. Heimamenn hófu leikinn betur, en Grindvíkingarnir komust yfir á áttundu mínútu og juku for- ystu sína jafn og þétt, mestur varð munurinn 36 stig undir lok leiksins. Eftir að hafa náð for- ystu í fyrsta leikhluta létu Grindvík- ingarnir dómarana fara í taugarnar á sér og fengu tæknivíti á bekkinn. En það dró þá ekkert niður og þeir komust yfii' og unnu fyrsta leikhlut- ann 20:28. í upphafi annars leikhluta voru það Borgnesingarnir sem lentu í dómurunum og var Ari Gunnarsson duglegastur að rífast við þá. Hann uppskar eins og hann sáði og var kominn með 4 villur á tólftu mínútu. Uppúr þessum villuvandræðum Ara var eins og allur vindur væri úr heimamönnum, leikur þeirra hrandi og ekkert gekk upp. VÖrnin var væg- ast sagt léleg og þeir skoraðu ekki stig í 7 mínútur en á meðan skoraðu Grindvíkingarnir 20 stig og segja má að þarna hafi leikurinn tapast. Heldur lifnaði yfir heimamönnum eftir leikhlé en það dugði lítið gegn sjóðheitum skyttum Grindvíkinga. sem hittu nánast hvar sem var á vell- ' inum og röðuðu. niður körfunum. Ljóst var að liðsmenn Skallagríms réðu ekkert við hraðann sem Grind- víkingarnir vora komnir á undir lok leiksins og það var líka eins og leik- gleðina og neistann vantaði í lið Skallagríms og þá er ekki von á góðu. Grindvíkingarnir unnu þennan leik 81:115 og var það mjög sann- gjarn og verðskuldaður sigur. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að við yrðum að keyi-a hér í botni allan tímann og það var það sem við gerðum,“ sagði Einar Ein- arsson, þjálfari Grindvíkinga. „Þetta er alltaf erfiður völlur heim að sækja og stemmningshús og því gáfum við okkur alla í þennan leik og uppskár- um eftir því. Okkar vandamál hingað til hefur verið að við höfum gefið eft- ir í einhverjar 5 mínútur í hverjum leik en núna gekk þetta upp. Skytt- urnar okkar vora sjóðheitar en liðs- menn Skallagrims vora ekki mikið að angra þær og þær fengu frið til að skjóta. En við eigum eftir að gera enn betur, við eram með fimm nýja leikmenn og eigum eftir að slípa liðið betur saman,“ bætti Einar við. „Við töpuðum ieiknum á slakri vörn,“ sagði Alexander Ermolinski, þjálfari og leikmaður Skallagríms. Allir Keflvíkingar skoruðu ALLIR leikmenn Keflavíkurliðsins skoruðu í það minnsta þrjú stig þegar liðið tók á móti leikmönnum Vals/Fjölnis á sunnudagskvöld. Úrslit leiksins virtust ráðin allt frá fyrstu mínútu og gerðu heima- menn út um leikinn í fyrri hálfleik. Fyrir vikið varð sá síðari eins leið- inlegur og hugsast getur. Lokatölur urðu 93:81, aðeins tólf stiga munur, sem gefur kolranga mynd af gangi mála í Iþróttahúsi Kefla- víkur þetta kvöld. Vitað var fyrir leikinn að Valur/ Fjölnir ætti erfiðan leik fyrir höndum gegn firnasterku liði Kefla- víkur, sem hafði tapað fyrir ÍR í um- ferðinni á undan. Það var óheppilegt fyi'ir gestina. Kefl- víkingar skoruðu átta fyrstu stig leiksins og lögðu þannig grunninn að forskoti sínu, sem óx þegar leið á Edwin Rögnvaldsson skrifar fyrri hálfleik. Þeir beittu pressu- vörn allan völlinn og gerðu leik- mönnum Vals/Fjölnis þannig erfitt fyrir. Þegar Keflavíkurliðið leikur eins og það á að sér er það sannkall- að augnayndi. Öll vopn voru nýtt í fyrri hálfleik. Þar sást keflvískt skotval eins og það gerist best, sendingar aftur fyrir bak og „sirkuskörfur". í leikhléi var staðan 60:40, heimamönnum í hag, og spá- dómar vora uppi um að þeir færu í 120 stigin í þessum leik. Annað kom heldur betur á dag- inn. Keflvíkingar gerðu 33 stig í síð- ari hálfleik. Skal það sagt gestunum til hróss að þeir gáfust aldrei upp, burtséð frá því hvort þeir hafi nokk- urn tíma trúað því að þeir gætu sigrað þegar þeir gengu aftur inn á völlinn eftir hlé. Andstæðurnar í leik Keflavíkur voru miklar. Sigurð- ur Ingimundarson, þjálfari Kefla- víkur, nýtti tækifærið er munurinn var svo mikill og gaf varamönnum liðsins meiri leiktíma en vant er. Valsmenn gengu á lagið og minnk- uðu muninn þegjandi og hljóða- laust. Brynjar Karl Sigurðsson var at- orkusamastur þeirra rauðklæddu á meðan allt gekk Herberti Arnarsyni í mót. Hann tók fimm þriggja stiga skot án árangurs, skoraði fimm stig og tapaði boltanum sjö sinnum. Það er erfítt að átta sig á hvað gengur að honum um þessar mundir og synd að sjá þennan leikmann ekki nýta hæfileika sína betur. Hjá Keflvíkingum voru þeir Calv> in Davis og varaleikstjórnandinn Magnús Gunnarsson atkvæðamest- ir. Hvor um sig gerði sautján stig. Þá gaf helsti leikstjórnandi liðsins, Hjörtur Harðarson, sjö stoðsend- ingar. Þá gekk Albert Óskarsson hreint til verks og gerði fimmtán stig og Birgir Örn Birgisson lét engj an bilbug á sér finna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.