Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 07.11.2000, Síða 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Heimskauta- bangsinn kominn á kreik Leikmenn Herthu fara á kostum HERTHA Berlin, lið Eyjólfs Sverrissonar, ætlar ekki að láta efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni svo glatt af hendi. Berlínarliðið, sem um síðustu helgi komst á toppinn í fyrsta sinn í 30 ár, er með tveggja stiga forskot á meistara Bayern Míinchen og skammt þar á kemur lið Kaiserslautern. Hertha tók lið Werder Bremen í kennslustund á ólympíuleik- vanginum í Berlín og sigraði örugg- lega, 4:1. Michael Preetz skoraði tvö marka Herthu en hin tvö skoruðu Brasilíumaðurinn Alves og Stefan Beinlich. „Við höfum ákaflega gaman af þvi sem við erum að gera og það á sinn þátt í velgengni okkar,“ sagði Dar- ius Wosz, leikmaður Herthu, eftir leikinn. „Allt frá byrjun voru við mjög yf- irvegaðir í vörninni og við gerðum Bremen-liðinu lífið leitt með hröðum sóknum. Ég er ekki í vafa að þetta er besti leikur okkar á heimavelli á tímabilinu," sagði Jiirgen Röber, þjálfari Herthu. Eyjólfur Sverrisson fékk að hvíla sig en hann hefur átt við meiðsl að stríða að undanförnu. Lið Bayern Miinchen fylgir Herthu-mönnum eins og skugginn og 6:2 sigur liðsins gegn Dortmund segir ekki annað en að Bæjarar ætla ekki að sleppa hendinni af meistara- titlinum baráttulaust. Það kviknaði von í brjóstum stuðningsmanna Dortmund um að þeir sæju sína menn vinna sigur á ólympíuleik- vanginum í Miinchen í fyrsta sinn í níu ár þegar Heiko Herlich kom Dortmund yfir. Þetta mark reyndist hins vegar fölsk von því leikmenn Bayern tóku sig heldur betur saman í andlitinu og hreinlega kaffærðu gesti sína. „Mínir menn voru í stuði í kvöld enda vildu menn bæta upp fyrir tap- ið gegn Magdeburg í bikarkeppn- inni,“ sagði Ottmar Hitzfeldt þjálf- ari Bæjara eftir leikinn. Schalke komst í 2:0 gegn Kais- erslautem á útivelli og þessi staða hélst óbreytt þar til 20 mínútur voru til leiksloka. Þá minnkaði Harry Koch muninn fyrir heimamenn með marki úr vítaspyrnu og rétt á eftir jafnaði Tomasz Klos metin fyrir „rauðu djöflanna“. Þremur mínút- um fyrir leikslok gerði Olaf March- all draum Scalke um að vinna sigur í Kaiserslautern í fyrsta sinn í 24 ár að engu þegar hann skallaði knött- inn í net Schalke. Sean Dundee, fyrrum leikmaður Liverpool, tryggði Stuttgart sinn fyrsta heimasigur í átta vikur. Dundee skoraði eina mark leiksins með skalla þegar Stuttgart lagði Hansa Rostock. Batistuta sá um Brescia Gabriel Omar Batistuta var mað- ur helgarinnar í ítölsku 1. deildinni í knattspymu. Batistuta, sem gekk í raðir Roma frá Fiorentina i sumar, skoraði þrennu þegar Rómarliðið hafði betur gegn Brescia á útivelli, 2:4. Roma er í öðru sæti deildarinn- ar á eftir Udinese sem öllum á óvart leiðir deildina þegar fimm umferð- um er lokið. Roberto Sosa og Massimo Marg- otta skutu Udinese á toppinn en þeir skoruðu mörk liðsins í síðari hálfleik gegn Lecce. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Udinese sem félagið er eitt í efsta sæti deildarinnar en þrívegis hefur það verið í toppsætinu en þá ásamt öðrum liðum. Roma lenti 2:1 undir gegn Brescia en þá tók Batistuta til sinna ráða og skoraði þrívegis í síðari hálfleik en þessi mikli markaskorari hefur nú skorað sex mörk í deildinni og er markahæstur. AC Miian lenti í kröppum dansi á heimavelli sínum gegn Atalanta. Gestirnir vom á góðri leið með að vinna óvæntan sigur á San Síró. Þeir komust í 1:3 í seinni hálfleik en mörk frá Oliver Bierhoff og Andriy Shevchenko komu Milanliðinu til bjargar. Franski landsliðsmaðurinn David Trezeguet skoraði bæði mörk Juv- entus sem vann tiltölulega ömggan sigur gegn Reggina. Ítalíumeistarar Lazio höfðu tögl og hagldir gegn Bologna og 2:0 sig- ur þeirra var síst of stór. Tékkneski landsliðsmaðurinn Pavel Nedved og argentínski landsliðsmaðurinn Hernan Crespo skomðu mörk meistaranna, sitt í hvoram hálfleik. Dino Baggio lék sinn fyrsta leik í búningi Lazio en hann var keyptur frá Parma fyrir skömmu. Gríski framherjinn Zisis Vryzas var í miklum ham þegar Peragia skellti Fiorentina í Flórens, 3:4. Grikkinn snaggaralegi skoraði þrjú marka Peragia og í leikslok fengu leikmenn Fiorentina svo sannarlega að heyra það frá stuðningsmönnum liðsins. Lítið gengur hjá hinu fokdýra liði Inter en liðið varð að sætta sig við jafntefli við Verona, 2;2, þrátt fyrir að vera einum leikmanni fleiri inni á vellinum allan síðari hálfleikinn. Vincenzo Italiano fékk reisupassann fyrú að fagna marki sínu á 43. mín- útu en hann reif sig úr keppnistreyj- unni og fékk að launum sitt annað gula spjald í leiknum. Verona lék stífan varnarleik það sem eftir lifði leiksins og það var ekki fyrr en níu mínútum fyrir leikslok sem tyrk- neska landsliðsmanninum Hakan Sukur tókst að jafna metin fyrir Int- er. Rivaldo bjargaði Börsungum Þrjú af toppliðunum í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu töpuðu óvænt leikjum sínum um helgina. Meistarar Deportivo La Corana lágu fyrir Villareal, Real Madrid beið lægri hlut fyrir Numancia og Valencia varð að sætta sig við tap gegn Espanyol, en þrátt fyrir tapið er Valencia á toppi deildarinnar. Börsungar nýttu sér dapurt gengi toppliðanna þriggja með því að vinna sigur á Las Palmas á Kan- aríeyjum, 0:1. Brasilíumaðurinn Rivaldo skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks og var sér- lega vel að verki staðið hjájjessum frábæra knattspyrnumanni sem skoraði sitt sjötta mark í jafnmörg- um leikjum. Heimamenn sóttu hart að marki Börsunga undir lok leiks- ins en Francesc Arnau, markvörður Katalóníuliðsins, sem tók stöðu Richards Dutraels, var í miklu stuði og varði í þrígang meistaralega. Þórður Guðjónsson var ekki í byrjunarliði Las Palmas en hann kom inn á sem varamaður á 60. mín- útu. Rúmeninn Laurentiu Rosu sökkti Evrópumeisturam Real Madrid, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörkin fyrir smáliðið Numancia. Þetta var þriðja tap Madrid-liðsins í síðustu fjórum deildarleikjum og eðlilega er ekki mikil kátína hjá stuðningsmönnum félagsins. Enski landsliðsmaðurinn Steve McManaman var í byrjunar- liði Real Madrid í fyrsta sinn á tíma- bilinu. Hann fékk tækifæri til að skora fyrir sína menn en brást boga- listin úr upplögðu færi. Victor, fyrrverandi landsliðsmað- ur Spánverja, var hetja liðs Villareal þegar liðið lagði meistara Deport- ivo. Hann jafnaði metin í tvígang fyrir sína menn og lagði svo upp sig- urmarkið á lokamínútunni. KRAFTLYFTINGAMENN héldu bikarmót sitt í Garðaskóla í Garðabæ á laugardaginn og þó að enginn íslandsmet hafi fokið í þetta sinnið voru slegin Akureyrarmet og öldungamet. Um það sá Vikingur Traustason, oftast nefndur heimskautabangsinn, þegar hann setti öldungamet í hnébeygju með því að lyfta 320 kílóum og í réttstöðu- lyftu þegar hann lyfti þar 335 kílóum, sem er hans besti árangur, en alls bætti Víkingur öldungametið úr samanlögðu um 55 kíló, úr 810 í 865 kíló. Eg er að bæta mig um tvö og hálft kíló í réttstöðulyftu en það tók ég fyrir flmmtán ár,“ sagði Víkingur afslappaður og virð- stefán ist búinn að jafna sig Stefánsson eftir uppskurð, sem skrifar hann fór í fyrir nokkram árum. „Ég fékk brjósklos fyrir nokkram árum en var reyndar bara frá í tvo mánuði og byrjaði svo á fullu. Það tók langan tíma að jafna sig en það kom og ég á eftir að lyfta miklu meira. Þetta var allt eins og ég bjóst við í dag nema hvað bekkpressan gekk ekki upp en það verður í lagi á næsta móti.“ Mótið er annað af stærstu mótum ársins svo að lyftingamennimir vora tilbúnir í slaginn - allt frá 47 ára görpum eins og Kára Elíssyni að hinum 17 ára Sigfúsi Fossdal frá Ak- ureyri og Jóhönnu Eyvindsdóttur, sem bæði voru að spreyta sig í sinni fyrstu keppni. „Ég hef alitaf verið að æfa en aldrei ílengst fyrr en í sumar og ég hef æft síðan,“ sagði Jóhanna eftir mótið. „Ég hef bætt mig í hnébeygju og réttstöðulyftu og þetta er mjög gaman svo að nú er ég ákveðin í að halda áfram og bæta mig enn meira.“ Akureyringar mættu með unga keppendur, sem greinilega eiga eftir að láta meira að sér kveða í framtíð- inni. Þeirra á meðal var Elvar Ósk- arsson, sem setti Akureyrarmet í hnébeygju, 270 kíló, og í bekkpressu, 177,5 kíló. „Þetta er eins og ég bjóst við og ég er ánægður með mína bæt- ingu á mótinu en það era orðin fimm- tíu kíló síðan í fyrra. Ég hef bætt mig um fimmtíu kíló síðan í fyrra, sem er gott en ég er reyndar líka orðinn þyngri sjálfur,“ sagði Elvar eftir mótið. Alls vora 17 keppendur skráðir til leiks en vora orðnir 14 þegar blásið var til orastu. Keppni hófst með hné- beygju, sem reynir mest á taugar keppenda því viðbúnaður er þar mestur, oftast þarf að vefja duglega utan um liði og smeygja sér í svokall- aðar „stálbrækur". Því næst er bekkpressa og loks réttstöðulyftu. Hver keppandi fær að lyfta þrisvar í hverri grein. í 110 kflóa flokki var hörkubarátta milli Fannars Dagbjartssonar og Bjarka Þórs Sigurðssonar. I hné- beygju tók Bjarki eina gilda lyftu 260 kfló en Fannar lyfti hins vegar þremur gildum lyftum, 240, 260 og 280 kfló, sem var hans besti árangur til þessa. í bekkpressu lyfti Bjarki 160, 170 og 175 kflóum, en Fannar 190 og mistókst naumlega við 202,5 í tvígang. í réttstöðulyftu lyfti Fannar 240, 255 og 270 kílóum en Bjarki 260 og 290 kílóum svo að eftir að Fannar hafði lyft 270 kílóum varð Bjarki að bæta sinn persónulega árangur og lyfta 305 til sigurs, sem honum tókst eftir mikla baráttu við þyngdina og sýndi mikið keppnisskap. Báðir lyftu þannig sama í samanlögðu 740 kíló- um, en þar sem Bjarki var léttari hlaut hann sigurinn. í þyngsta flokki, +125 kfló, bættu allir þrír keppendur sig veralega. Bræðurnir Magnús, sem er sautján ára, og Benedikt Magnússynir, 22 ára, komu mjög á óvart. Veitt vora verðlaun fyrir besta stigaárangur í hverri grein og sam- anlögðu. I hnébeygju fékk verðlaun- in Víkingur Traustason, í bekk- pressu Björgúlfur Stefánsson, í réttstöðulyftu Kári Elísson og í sam- anlögðu Víkingur Traustason. ■ Úrslit/B15 Morgunblaðið/Uolli ' Víkingur Traustason og Kári Elíson stóðu sig vel á bikarmótinu. Leikmenn Herthu Berlín þakka áhorfendum á Ólympíuleikvanginum í Berlín stuðninginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.