Morgunblaðið - 07.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2000 B 13,
KNATTSPYRNA
fbfrar Viduka settu
Liverpool úr jafnvægi
Svísslendingurinn Ramon Vega hjá Tottenham og Niall Quinn, Sunderland, kljást um knöttinn.
MARK Viduka skoraði öll fjögur
mörk Leeds í 4:3 sigri liðsins á
Liverpool í ensku úrvalsdeild-
inni á laugardag eftir að þeir
rauðklæddu höfðu tvívegis náð
forystu í leiknum. Ástralinn
sýndi ótrúlega töfra með bolt-
ann og nýtti hvert einasta mark-
tækifæri sem hann fékk. Leeds
er þar með komið í áttunda sæti
töflunnar en Liverpool datt úr
þriðja sætinu í það fjórða.
Leicester skaust aftur í þriðja
sætið með naumum sigri á Man-
chester City. Efstu tvö sæti
deildarinnar eru frátekin fyrir
Manchester United og Arsenai
sem bæði unnu sína leiki og
juku þar með enn bilið milli sín
og næstu liða fyrir neðan.
David O’Leary, knattspyrnu-
stjóri Leeds, keypti Viduka á
rúmar 700 milljónir króna frá Celt-
ic í sumar en hann
irísBjörk hóf tímabilið illa
Eysteinsdóttir með þeim hvít-
skrifarfrá klæddu. Hann var
nQan i lengi að koma sér í
form á undirbúningstímabilinu og
skellti sér svo á Ólympíuleikana án
samþykkis O’Learys. Sú för reynd-
ist engin frægðarför fyrir Viduka
þar sem ástralska liðið náði sér
engan veginn á strik. Hann kom
aftur til Englands hungraður í að
standa sig og skora mörk fyrir
Leeds og um helgina virtist O’Le-
ary hafa fengið rúmlega peninga
sinna virði þegar Viduka gerði út
um Liverpool með frábærum leik.
„Að skora fjögur mörk gegn Liver-
pool var stórkostlegt, en ég yrði
enn ánægðari ef ég næði að skora
eitt gegn AC Milan á miðvikudag
og að það yrði markið sem við
kæmumst áfram á í meistaradeild-
inni,“ sagði Viduka brosandi.
Sami Hyypia skoraði fyrsta
mark leiksins fyrir Liverpool og
Christian Ziege bætti öðru við eftir
aðeins 17 mínútna leik. Allt stefndi
í stóran Liverpool-sigur. Þá tók
Viduka til sinna ráða. Hann minnk-
aði muninn um miðjan fyrri hálfleik
eftir slæm varnarmistök Ziege og
jafnaði svo leikinn í upphafi síðari
hálfleiks. Vladimir Smicer kom
Liverpool aftur yfir en Viduka náði
sinni fyrstu þrennu í enska boltan-
um nokkrum mínútum síðar. Hann
fullkomnaði svo daginn með því að
skora úrslitamarkið þremur mínút-
um síðar með því að lyfta boltanum
skemmtilega yfir markvörð Liver-
pool.
Bjargvættir hjá Leicester
Bjargvættirnar virðast koma á
færibandi hjá Leicester þessa dag-
ana í úrvalsdeildinni. I síðustu viku
var það Arnar Gunnlaugsson sem
skoraði úrslitamarkið gegn Derby
og tryggði liðinu þrjú stig og í þess-
ari viku var það Robbie Savage
sem reyndist hetja liðsins með því
að skora eina mark Leicester gegn
Mancester City. „Robbie er gott
dæmi um það hvað Leicester stend-
ur fyrir. Hann heldur uppi hraða
og takti í leikjum. Hann er mun
betri leikmaður en ég gerði mér
grein fyrir í upphafi," sagði Peter
Taylor, knattspyrnustjóri Leicest-
er. Arnar kom inn á síðustu tíu
mínúturnar en náði ekki að láta Ijós
sitt skína.
Martröð Manchester City hélt
áfram en liðið hefur aðeins unnið
tvo af síðustu sex leikjum sínum.
Liðið vantar tilfinnanlega fram-
herja enda hefur það aðeins skorað
14 mörk í 12 leikjum.
Auðvelt hjá Man. Utd
Manchester United vann Cov-
entry nokkuð auðveldlega, 2:1 og
sýndu leikmenn hvaða gæðaflokki
þeir eru í með fyrsta marki leiks-
ins. Sókn United hófst í þeirra eig-
in vítateig og boltinn endaði í marki
Coventry án þess neinn leikmaður
þeirra næði að snerta hann. Boltinn
þeystist á milli Denis Irvrins,
Teddys Sheringhams, Pauls Schol-
es og Davids Beckhams áður en
Andy Cole hamraði hann í netið -
skólabókardæmi um hina full-
komnu sókn. Annað mark United
var ekki nálægt því eins glæsilegt.
David Beckham skoraði beint úr
aukaspyrnu í gegnum götóttan
varnarvegg Coventry með óhnit-
miðuðu skoti sem Chris Kirkland,
markvörður Coventry, hefði átt að
verja. í stöðunni 2:0 fór Coventry
að leika betur og virtist loks kom-
ast yfir þá hræðslu og pressu sem
oft fylgir því að leika á Old Traf-
ford. Allt í einu hafði liðið engu að
tapa og náði Ysrael Zuniga að
minnka muninn með skalla. Cov-
entry hefði með þónokkurri heppni
náð að stela stigi en í raun sögðu
úrslitin bara hálfa sögu. Aður en
yfir lauk hefðu þeir rauðklæddu
getað bætt við tveimur mörkum en
Kirkland varði glæsilega frá Roy
Keane og Dwight Yorke þrumaði í
markstöngina. Engu að síður
dugðu úrslitin United til að ná í öll
þrjú stigin og gengu framkvæmda-
stjórarnir tveir, Alex Ferguson og
Gordon Strachan, af velli án þess
að takast í hendur. Ferguson gagn-
rýndi Strachan harðlega í bók sinni
og síðan þá hefur Strachan lítið
haft við hann að segja. Þrátt fyrir
það gat Strachan haldið persónu-
legum ágreiningi í burt frá knatt-
spyrnni og var óspar á hrósyrði í
garð United að leik loknum. „Þeir
geta verið í fremstu röð í 10 ár því
þannig hafa þeir alist upp. Þessir
drengir hafa viljann til að ná langt
og þeir eru enn hungraðir í titla,“
sagði Strachan.
Enn skorar Henry
Thierry Henry skoraði eina
mark Arsenal úr víti gegn Middles-
brough en það dugði liðinu til sig-
urs. Utlitið var ekki gott fyrir Boro
er markvörður þeirra, Mark Cross-
ley, var sendur af leikvelli eftir
brot á Freddie Ljungberg í víta-
teignum. Mark Henrys sem kom í
kjölfarið reyndist eina mark leiks-
ins og þrátt fyrir að Boro hafi ekki
unnið heimaleik síðan 25. mars
fögnuðu áhorfendur knattspyrnu-
stjóranum Brian Robson er hann
gekk af velli. Ánægja áhorfenda
kom vegna þess að hver einasti
leikmaður Boro barðist til síðasta
blóðdropa og léku leikmenn loks
með hjartanu - eitthvað sem vant-
að hefur allt leiktímabilið. Boro
byrjaði leikinn reyndar af miklum
krafti og hefði getað skorað á
fyrstu tíu mínútum leiksins. Arsen-
al kom sér aldrei upp úr öðrum gír,
enda kannski ekki skrítið þar sem
leikmenn voru enn að ná sér eftir
skyndilegt dauðsfall aðstoðar-
þjálfarans, Georges Armstrongs, í
síðustu viku. Arsene Wenger gat
því ekki annað en fagnað sigrinum í
stað þess að vera óánægður með
hvernig liðið lék og Ray Parlour
var honum sammála. „Það hefði
verið stórslys að ná ekki að vinna
þennan leik. Boro er að berjast fyr-
ir lífi sínu í deildinni en okkur tókst
að ná í þrjú stig. Þessi vika hefur
verið erfið fyrir félagið því George
var mikilvægur innan þess. Það
hefur verið heldur dauft á æfingum
eftir að hann dó,“ sagði Parlour eft-
ir leikinn.
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks leit
út fyrir að Tottenham Hotspur
væri á góðri leið með að endurtaka
leikinn gegn Chelsea í síðustu viku
er liðið tapaði 3:0 og fyrsta markið
var skorað úr víti eftir að dæmd
var hendi á Ramon Vega. Vega
fékk aftur dæmt á sig hendi í víta-
teignum en markahrókurinn knái
hjá Sunderland, Kevin Phillips,
þrumaði boltanum yfir markið úr
vítinu. „Við vissum að ef við gætum
haldið þeim í skefjum fyrstu 20
mínúturnar og náð svo að skora
myndu áhorfendur snúast gegn
þeim, sagði Phillips. Þrátt fyrir að
George Graham hafi ekki viljað tala
um atvikið var Vega reiðubúinn til
þess. „Höndin á mér fór bara upp
þegar ég fór í einvígi við Niall Qu-
inn í teignum. Þegar dómarinn
dæmdi víti hugsaði ég með mér „Ó,
Guð - hvenær verð ég fyrir smá-
heppni." Þegai’ Phillips klikkaði
svo á vítinu þakkaði ég Guði fyrir,“
sagði Vega. Vítið reyndist vendi-
punktur í leiknum því fimm mínút-
um síðar komst Tottenham yfir.
Don Hutchinson jafnaði í síðari
hálfleik en tíu mínútum fyi’ir leiks-
lok skoraði varamaðurinn Chris
Armstrong með ágætu skoti og
innsiglaði sigur Tottenham og létti
þar með örlítið á þeirri pressu sem
Graham er undir frá áhorfendum.
Chelsea gengur enn jafn erfið-
lega að ná í stig á útivelli og um
helgina tapaði liðið 3:2 gegn South-
ampton. Dennis Wise var í aðal-
hlutverki hjá Chelsea með því að
lenda í alls konar uppákomum og
hefði auðveldlega getað verið send-
ur af leikvelli fyrir slæmar tækling-
ar, munnsöfnuð og leikaraskap.
Eftir að Southampton komst í 2:0 í
fyrri hálfleik átti litli fyrirliðinn svo
þátt í að koma þeim bláklæddu aft-
ur á blað. Wise og Gus Poyet skor-
uðu sitt markið hvor til að jafna
leikinn en áður en yfir lauk náði
Wise að brjóta enn einu sinni af sér
rétt utan teigs. James Beattie skor-
aði það sem reyndist úrslitamark
heimamanna úr aukaspyrnunni.
Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á
sem varamaður á lokamínútu leiks-
ins.
Ipswich datt niður í sjöunda sæti
úrvalsdeildarinnar með 2:1 ósigri
gegn Newastle á útivelli. Marcus
Stewart batt endahnútinn á sókn
sem Hermann Hreiðarsson hóf
með góðu hlaupi upp vinstri kant-
inn og laglegri fyrirgjöf. Mark
Stewart kom áður en hetjan hans,
Alan Shearer, tók við. Hann skor-
aði tvö mörk og innsiglaði sigur
Newcastle. „Hann er sá leikmaður
sem við reynum allir að líkjast,"
sagði Stewart sem í miðjum leik
óskaði eftir að fá að eiga treyju
Shearers. Bobbie Robson var
ánægður með markahetjuna sína.
„Ásamt því að skora, lék hann leik-
inn óaðfinnanlega," sagði Robson.
Hermann lék afburðavel í leiknum
og fékk að launum 8 í einkunn í
enska blaðinu Daily Star þrátt fyrir
að fara út af á 73. mínútu.
Merson tryggði
Villa sigur
Aston Villa vann Everton 1:0 á
sunnudag með enn einni undra-
frammistöðunni hjá miðjumannin-
um Paul Merson. Merson skoraði
úrslitamarkið á síðustu mínútu
leiksins með skoti af 25 metra færi
er hann lyfti boltanum yfir mark-
vörð Everton og var John Gregory
knattspyrnustjóri Villa hæst-
ánægður. „Hann lék mjög vel og
markið var þess virði að bíða eftir,“
sagði Gregory. Villa hefur átt í
miklum vandræðum með að skora á
þessu leiktímabili og var það fyrst
og fremst góð varnarvinna og ótrú-
leg markvarsla Davids James sem
vann þeim stigin þrjú.
Nýliðar Charlton unnu Bradford
2:0 og virðast þeir ætla að halda
sér í baráttu meðal þeirra tíu efstu
í deildinni. Sigur þeirra var sann-
gjarn og báru þeir höfuð og herðar
yfir leikmenn Bradford. Stan Coll-
eymore gat ekki leikið vegna tann-
pínu og dagurinn virtist dæmdur
fyrir Bradford. Enn versnaði í þvi
er Stuart McCall var rekinn af velli
með sitt annað gula spjald á loka-
mínútu leiksins. Charlton er nú í
níunda sæti deildarinnar á meðan
Bradford sér enga leið út úr botn-
baráttunni.
FOLK
■ ATLI Már Rúnarsson, markvörð-
ur Dalvíkinga í knattspyrnunni, er
genginn til liðs við Þórsara á Akur-
eyri og leikur með þeim í 1. deild-
inni næsta sumar. Átli er Þórsari
en hefur undanfarin þrjú ár leikið
með Dalvíkingum.
■ KENNY Miller, leikmaður Glasg-
ow Rangers, komst í metabækurn-
ar í Skotlandi um helgina. Miller
skoraði fimm mörk fyrir Rangers
sem burstaði St. Mirren, 7:1, en að-
eins tveimur leikmönnum hefur áð-
ur tekist að skora fimm mörk áður í
skosku úrvalsdeildinni, Marco
Negri árið 1997 og Paul Sturrock
árið 1982.
■ MILLER er 20 ára gamall. Þetta
var aðeins þriðji leikur hans með
Rangers síðan hann var keyptur frá
Hiberninan í sumar fyrir 270 millj-
ónir króna.
■ CELTIC heldur sínu striki á
toppi skosku úrvalsdeildarinnar en
liðið vann góðan útisigur á Kilm-
arnock á sunnudaginn. Sigurmark-
ið skoraði Alan Thompson í síðari
hálfleik.
■ ARSENE Wenger, knattspymu-
stjóri Arsenal, skrifar að öllum lík-
indum undir nýjan þriggja ára
samning við Lundúnarliðið nú í vik-
unni sem þýðir að hann verður við
stjómvölinn hjá Arsenal til ársins
2004. Nýi samningurinn sem Ars-
enal hefur boðið Wenger tryggir að
hann verður hæst launaðasti knatt-
spyrnustjórinn á Bretlandseyjum.
■ TITI Camara, framherji Liver-
pool, er nú sterklega orðaður við _
Leeds og Tottenham en þessi 27
ára gamli leikmaður óskaði eftir því
við Liverpool i síðustu viku að
verða settur á sölulista.
■ PATRICK Berger, miðjumaður-
inn snjalli hjá Liverpooi, haltraði af
velli í leik Liverpool og Leeds um
helgina. Meiðsli í hné tóku sig upp
að nýju og óttast nú menn að hann
verði frá það sem eftir lifir tíma-
bilsins. Berger heldur til Banda-
ríkjanna í vikunni þar sem hann
gengst undir aðgerð og þar ætti að
koma í ljós hversu alvarleg meiðslin
em.
■ MICHAEL Owen, félagi Bergers
hjá Liverpool, fékk hins vegar góð-
ar fréttir hjá læknum um helgina.
Owen fékk þungt högg á höfuðið í
leik gegn Derby á dögunum og var
óttast að blætt hefði inn á heilann.
Við sneiðmyndatöku kom í ljós að
allt var í lagi og verður hann í leik-
mannahópi liðsins sem mætir Slov-
an Liberec í UEFA-keppninni sem
fram fer í Tékklandi á fimmtudag-
inn.
■ CHRIS Hutchings var rekinn úr
starfi knattspyrnustjóra hjá enska
úrvalsdeildarliðinu Bradford í gær.
Bradford hefur ekki gengið sem
skyldi á leiktíðinni og tap gegn
Charlton um helgina varð til þess
að stjórn Bradford ákvað að víkja
Hutchings úr starfi. Stuart McCall,
leikmaður Bradford, mun stýra lið-
inu tímabundið þar til nýr stjóri .
verður ráðinn.
■ FULHAM hefur fengið þau skila-
boð frá belgíska liðinu Anderlecht
að ef liðið ætlar að fá tékkneska
landsliðsmanninn Jan Koller í sínar
raðir verði það að hækka boð sitt.
Fulham, sem er í öðru sæti ensku
1. deildarinnar, bauð 680 milljónir í
Tékkann stóra og stæðilega en
Anderlecht vill ekki selja hann fyr-
ir þessa upphæð.
■ SPÆNSKA blaðið Sport segir frá
því í gær að Barcelona hafi heitið
liði AC Milan 200 milljónum króna
ef liðið vinnur Leeds í meistara^
deildinni annað kvöld. Eini mögu-
leiki Börsunga um að komast áfram
í meistaradeildinni er fólginn í því
að liðið vinni sinn leik Besiktas og
að Leeds tapi fyrir AC Miian. Bæði
Barcelona og ÁC Milan neita þess-
um sögusögnum en spænska blaðið
telur sig hafa örugga heimild fyrir,,
þessum fréttum.