Morgunblaðið - 22.11.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 22.11.2000, Qupperneq 2
dagskrá Moreunblaðiö/Kri Morgunblaðiö/Kristinn Einar Ágúst, útvarps- og tónlistarmaður, sér um íslenska popplistann sem er á dagskrá Popp Tíví á laugardögum. samtímamenningu yfirleitt, er sjónvarpsstöðin MTV hóf út- sendingar árið 1981, þar sem tónlistartengt efni var inntak stöövarinnar fyrst og síðast. Fyrir rétt rúmu ári fór í loftió hér á landi sjónvarpsstöðin Popp Tíví, þar sem tónlist er meginútgangs- punkturinn líkt og hjá áöurnefndri stöð. 70 mínútur Þeir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson eru stjórnend- ur þáttarins 70 mínútur sem er á dagskrá stöðvarinnar alla virka daga kl. 22.00 og stendur yfir, kemur ekki á óvart, í heilar sjötíu mínútur. Sérlegur aðstoðarmaður þeirra og þúsundþjalasmiður er göngugarpurinn Sveppi, Sverrir Þór Sverrisson. „Viö vorum saman í útvarpinu á Mono á morgnana með þáttinn 70“ segir Jóhannes þegar hann er beöinn að lýsa tildrögum sjón- varpsþáttarins. „Við hættum svo þar í lok ágúst og fórum á Popp Tíví með þáttinn 70 mínútur sem er í sjötíu mínútur á hverju virku kvöldi. Þátturinn er þannig upp- byggöur að það er ýmislegt skemmtiefni í bland við músík. Við höfum verið að taka upp og sýna faldar myndavélar og við er- um meö kvikmyndir kvöldsins tvisvar sinnum í viku þar sem við tölum yfir gamlar kvikmyndaræm- ur. Við höfum líka verið að sýna eldgamlar auglýsingar I horni sem heitir Þegar vió vorum ungir. Einn- ig höfum við verið að spila gömul íslensk myndbönd." Að sögn Jóhannesar er margt á döfinni annaö hvað varöar þessa innlendu dagskrárstefnu. „Popp Tíví er fariö af stað með alveg helj- arinnar dagskrárgerö,“ segir hann. „Við erum núna með þátt sem heitir Pikk TV, en þar hringir fólk annaðhvort eða sendir rafpóst með beiðnir um óskalög. Hann heitir Steinn Kári sá sem sér um það. íslenski popplistinn er líka farinn af stað en það er hann Einar Ágúst sem sér um að kynna hann. Svo erum við að fara af stað með þátt sem heitir Geim TV þar sem veriö er að fjalla um nýjustu leikina í leikjatölvunum og þeir spilaðir og prófaöir. Þetta er svona uppistað- an til að byrja með. Svo höfum við líka veriö að gera þemaþætti sem ganga í þrjá ttma í senn og heita nöfnum eins og 100% Limp Bizkit eða 100% Lenny Kravitz og þá spil- um við allt sem við eigum með við- komandi listamanni. í Skóla TV fá framhaldsskólarnir tækifæri á að koma með klukkutíma framlag og það má í raun vera hvað sem er.“ Sagan m.a. Björn Sigurðsson ber langan titil, er framkvæmdastjóri Framtíöar- miðlunar sem rekur Popp Tíví fyrir Norðurljós. „Saga stöðvarinnar er nú stutt, þetta er rúmlega ársgömul stöð, og eins og nafnið gefur til kynna snýst hún aöallega um poppmúsík. Á undanförnum vikum höfum við verið að bæta við okkur í dagskrár- gerð og reynum þá að höföa til markhópsins okkar sem er svona á aldrinum 12 til 25 ára og reynum svona að endurspegla hans lífsstíl með hinu og þessu. Stefnan er að reyna að bæta í þetta og gera bet- ur og reyna að fjalla um þau mál- efni sem þessi aldurshópur hefur áhuga á og músíkin er sú brú sem tengir það allt saman." Útsendingar stöðvarinnar eru í gangi allan sólarhringinn. „Við erum eina sjónvarpsstöðin á landinu sem sendir út allan sólarhringinn en dagskrárgerö virka daga er svona þrír tímar. Það eru núna fjórar vikur síðan við ýttum því verkefni úr vör.“ Björn segir að þeir hafi verið að velta þeim möguleika fyrir sér að búa til þátt sem tekur einungis á íslenskri tónlist. „Það er svona spurning hvernig form gæti verið á honum. íslensk tónlist er okkar aðalsmerki og við viljum gera henni betri skil en viö höfum veriö að gera. Það sem hefur kannski vantað upp á helst er að lista- mennirnir eru ekkert að skila af sér myndböndum." Stöðin er að sjálfsögðu kjörinn vettvangur fyrir birtingu tónlistarmyndbanda og gæti því virkaö sem hvatning til aukinna umsvifa í þess háttar myndbandagerö. Það er sem sagt allt á fullu stími á Popp Tíví um þessar mundir og menn þar á bæ eru óðir bæði og uppvægir að nýta möguleika mið- ilsins til hins ýtrasta. Meira popp, meiri tónlist! Rokkþátturinn Hamsatóig á Rás 2 Hamsatólgarharkan Morgunblaðið/ Sverrir Smári Jósepsson er annar umsjónarmanna Hamsatólgar. ÞÁTTURINN Hamsatólgá Rás 2 ein- beitir sér að þeirri tegund rokks sem stígur meira f en venja ertil, hvort sem um er að ræða þungarokk, harðkjarnarokk eða bara órætt og níðþungt mulningsrokk. Umsjónar- menn þáttarins eru Smári Jóseps- son og Birkir Fjalar Viðarsson. „Þátturinn hefur verið í gangi síöan ímaíífyrra, “ segirSmári. „Égvarað vinna fyrir blaðið Undirtóna á sínum tíma og skrifaöi aðeins um rokkið þar. Svo fékk ég þessa hugmynd, að sækja um þátt á Rás 2 en ég hlust- aði mikiö á rokkþætti stöðvarinnar á yngri árum.“ Smári segirþætti þessararteg- undar hafa legiö niðri undanfarin ár á Rás2. „ÞaðvarþátturfyriráX-inu, mjög góður [Babýlon], en í þá daga náði X-ið takmörkuðum eyrum lands- manna. Það vantaði að koma þess- ari stefnu meira út á land.“ Smári segir að hann og Birkir hafi algerlega frjálsar hendur hvað varð- arefnisval, „Viðbrögðin hafa ogver- ið mjög góð, bæöi í bænum og úti á landi. Svona rokkþættir hafa alltaf verið mjög vinsælir þegar þeir hafa verið á boðstólum," segirSmári að lokum. Hamsatólg er á dagskrá á mánu- dagkvöldum á milli kl. 23.00 og 0.00. Heimasíöa þáttarins er vvww. dordingull. com/hamsatolg/ index.html Pokémon-teiknimyndir í Ríkissjónvarpinu Páraöir Pokémonar POKÉMONÆÐI tröllríður barnaskól- um landsins f þessum skrifuðum orð- um, æði sem ersíöuren svo í rénun og Pokémon-spjöldin ganga manna á milli ígríð ogerg. Þetta gríóarvinsæla fyrirbæri, sem allir krakkar elska en fæstirfullorðnir skilja, á rætur að rekja til Japan, nánar tiltekið til Game- Boy tölvu Nintendo fyrirtækisins sem setti á markað leikinn Pokémon fyrir nokkrum árum. Fljótlega spratt upp heilmikill iönaður í kringum þennan heim skrímsla, finngálkna ogforynja og nú er búið að gera tvær kvikmynd- ir, framleiöa teiknimyndaflokk og teiknisögublöð að ógleymdum skipti- spilaleiknum. Auk þess er að sjálf- sögðu hægt að nálgast venjubundið fylgidót eins og boli og kaffibolla, penna og plaköt o.s.frv. Það er því gríðarmikil menningí kringum þessa veröld Pokémonanna. Ríkissjónvarpið hóf útsendingar á teiknimyndaflokknum 17. októberog því geta áhugasamir nú fylgst með ævintýrum Ash, Pikachu ogfélaga á Pikachu ogAsh, tilbúniríslaginn. Ijóslifandi hátt. Þættirnireru á dag- skrá alla þriðjudaga kl. 18.05. Eggert Skúlason kennir landsmönnum að fara með peninga á Stöð 2. Atorgi Mammor HÉR á Vesturlöndum eru peningar hreyfiafl hins daglega lífs, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Undan- farin ár hefur huglægur áhugi á pen- ingum aukisttil mikilla muna ogfjöldi fólks hefur gaman af því að spá í og velta gengi hluta- og verðbréfa fyrir sér. Þátturinn Peningavit, í umsjón Eggerts Skúlasonar, er rökrétt afleið- ing þessa, en hann er á dagskrá viku- lega, á mánudagskvöldum kl. 21.55 á Stöð 2. Fjármálin á réttan kjöl „Það vargríðarlegurfjöldi fólks sem hafði samband við mig eftirfyrsta þáttinn," segir Eggert í samtali við starfsmann Dagskrárblaðsins. „Fólk Eggert Skúlason fyigist meö íheimi fjármálanna. sem vill þiggja þá ráðgjöf sem við ætl- um að bjóða einni fjöldskyldu." í fyrsta þættinum varfólki sem taldi sig vera að eyöa um efni fram boðið upp á ókeypis ráðgjöf fjármálasérfræðinga, hvers ætlan væri að koma þeirri fjöl- skyldu á réttan kjöl í fjárhagslegu til- liti. „Við ætlum ekki að gefa þessu fólki peninga," segir Eggert kankvís. „Heldur sýna því fram á hvað hægt sé að gera og vonandi nýtur þá allur al- menningurgóðs af því á meðan. Það sem mérfannstóþægilegast þegarégvar að skrifa þessa auglýs- ingu erað mérfannstégvera að skrifa um mig! Viö gáfum þessum þætti nafnið Peningavit, enþaö er ekki skírskotun í mig endilega," segir Eggert og hlær. „En viö fáum til okkar fólk í þáttinn sem er sérfræöingarí þessum mál- um.“ Peningar í tísku „Þátturinn er þannig upp byggður að hann er um peninga f sinni víö- ustu merkingu," segir Eggert. „Viö ætlum að fjalla um lífeyrissparnaö, við ætlum aðfjalla um hlutabréfog um fjölskyldufjármál o.s.frv. o.s.frv. Hugmyndin kviknaði innan stöðvar- innarermenn skynjuöu þörfina á því að vera meö þátt sem væri á pen- inganótum. í framhaldi af því var mér boöiö að taka við þessu þar sem ég var búinn að lýsa því yfir að ég ætlaöi aö hætta í almennum fréttum. Og mér fannst þetta bara dáspennandi." Peningarsem slíkireru mikil lenskaídag. „Peningareru ítísku á íslandi," segir Eggert og kímir. „Það erótrúlegvakningí þessu og það er eins og annar hver maður sé aö velta hlutabréfum fyrir sér. Þetta ergríðar- leg breyting á stuttum tíma." Og ísland er ekki eini vettv- angurinn. „í fyrsta þættinum fórum við niðurtil Búlgaríu ogskoðuðum þarfjárfestingar Pharmaco þannig að okkar markaössvæöi er heimur- inn allur eins og einhver sagði.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.