Morgunblaðið - 09.12.2000, Qupperneq 1
I
ÍMí>r0MnM$t§>iSr
2000
m LAUGARDAGUR 9. DESEMBER
BLAÐ
Sænskur vamar-
maður til Stoke?
PATRIK Rosengren, sænskur vamarmaður frá
1. deildarliðinu Mjallby, er til skoðunar hjá Stoke
City þessa dagana. Rosengren átti stórleik með
varaliði Stoke gegn Wigan í fyrrakvöld og miðað
við lýsingar á frammistöðu hans þar er líklegt að
Stoke freisti þess að fá hann tii liðs við sig en
Rosengren er hávaxinn og lfkamlega sterkur
vamarmaður. Sænska úrvalsdeildarliðið AIK
hefur einnig sýnt honum mikinn áhuga. Tveir ís-
lenskir leikmenn léku með varaliðinu - Krislján
Sigurðsson og Hjörvar Hafliðason í markinu.
Stoke leikur ekki um helgina - næsti leikur
liðsins er 16. desember við Bristol Rovers. Stoke
er í sjöunda sæti í 2. deild með 30 stig eftir 19
leiki, Walsall er í efsta sæti með 41 stig eftir 20
leiki og Rotherham hefur 40 stig eftir jaftimarga
leiki. Millwall og Wigan em með 39 stig, Read-
ing 35 (19 leiki) og Bristol City 31 stig (19).
■ Umfjöllun um íþróttavið-
burði gærkvöldsins er á
bls. 74 í aðalblaði
íNoregi
SEX íslenskir sundmenn taka þátt í
Norðurlandameistaramótinu í sundi
sem fram fer í Fredrikstad í Noregi í
dag og á morgun. Þeir eru Anja Ríkey
Jakobsdóttir og Berglind Ósk Bárð-
ardóttir úr SH, Jón Oddur Sigurðs-
son, UMFN og Hafdís Erla Haf-
steinsdóttir, Gunnar Steinþórsson og
Hjörtur Már Reynisson, öli úr Ægi.
Þjálfarar hópsins eru Þuríður Einars-
dóttir og Bodo Wermelskirchen. Einn
úr þessum hópi tók þátt í mótinu í
fyrra, Hjörtur Már. Hann vann þá
silfurverðlaun í 200 m skriðsundi og
var hársbreidd frá bronsverðlaunum í
100 m flugsundi, varð fjórði.
„Við erum með góða sveit sem við
viljum að syndi á sínum bestum tím-
um og berjist virkilegum krafti,“
sagði Wermelskirchen áður en haldið
vai- af stað til Noregs. „Ef allir leggja
sig fram þá er ekki hægt að fara fram
á meira.“
Wermelskirchen sagði að erfitt
væri að velta fyrir sér möguleikum ís-
lenska liðsins á að vera í fremstu röð.
Flestar sveitir breyttust mjög ár frá
ári, þar sem keppendur mega aðeins
taka þátt í tvígang.
„Hjörtur vann til verðlauna í fyrra
og það væri mjög gaman ef honum
tækist að endurtaka leikinn af þessu
sinni, við sjáum hvað setur. Það er
ekki rétt að setja of mikla pressu á
keppnishópinn, aðalatriðið er að
sundmennimir leggi sig fram,“ sagði
Wermelskirchen
Eyjólfur Sverrisson og samherjar hans hjá Herthu Beriín höfðu ekki heppnina með sér á miðvikudaginn f leik gegn Inter í Mílanó, þar
sem þeir féllu úr UEFA-keppninni á elleftu stundu - þegar Inter skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok, 2:1. Hér má sjá Sebastian
Deisler taka aukaspyrnu fyrir Herthu á San Siro-leikvellinu.
Fyriiiiði Noregs
settur út í kuldann
Blikar með 2,5
millj. í hagnað
AÐEINS fjórir leikmenn í landsliði Noregs í handknattleik, sem tek-
ur þátt í heimsmeistarakeppninni í Frakklandi 23. janúar til 5. febr-
úar, leika með norskum liðum. Flestir leikmannanna leika með lið-
um í Þýskalandi; Það hefur vakið athygli að Frode Scheie,
markvörður þýska liðsins Eisenach, sem hefur leikið 103 landsleiki
fyrir Noreg og var fyrirliði liðsins, er kominn út í kuidann.
Steinar Ege, markvörður Kiel,
sem hefur leikið 94 landsleiki, er
kominn á ný í landsliðið. Rétt fyrir
HM í Egyptalandi 1999 vakti það
reiði í Noregi er Ege gaf ekM kost á
sér í landsliðið á síðustu stundu. Með-
al þeirra sem deildu á Ege vegna
brotthlaupsins var Scheie, sem er
óhress með að vera settur út í kuld-
ann fyrir HM. „Ég er ekki á móti
Ege, en það er greinilegt að hann er
ekM sáttur við mig,“ sagði Seheie,
sem telm- það vera ástæðuna fyrir að
hann er ekM í landsliðshópnum sem
fer til Frakklands.
Ege viðurkenndi í viðtali við
Drammens Tidende að hann og
Scheie væru ekki bestu vinir.
Christen Magnusson, landsliðs-
þjálfari Noregs, segir að hann hafi
ekM valið Scheie í landsliðið af þeirri
ástæðu að Gunnar Fossen, markvörð-
ur Vigo á Spáni, væri betri.
Sextán manna hópur Noregs var
valinn í vikunni og er hann þannig
sMpaður: Steiner Ege (Kiel) og
Gunnar Fosseng (Vigo), markverðir.
Aðrir leikmenn eru Jan Thomas
Lauritzen (Essen), Hávard Tvedten
(Stord), Simen Muffetangen (Bad
Schwartau), Tormod Moldestad (Bad
Schwartau), Roger Kvannli (Hildes-
heim), Stig Penne (Stavanger), Eiv-
ind Ellingsen (Sandefjord), Christian
Berge (Flensburg/Handewitt), Frode
Hagen (Nordhom), Preben Vildalen
(Eisenach), Trond Forde Eriksen
(Álaborg), Kristian Kjelling (Dramm-
en), Rune Skjærvold (Essen), Johnny
Jensen (Bad Schwartau).
Knattspyrnudeild Breiðabliks
afgreiddi ekki ársreikninga
félagsins á aðalfundi, sem haldinn
var 29. nóvember síðastliðinn, og
var ákveðið að fresta afgreiðslu
reikninga félagsins þar til í febrúar
á næsta ári. Frá og með þeim fundi
verða ársreikningar félagsins mið-
aðir við almanaksár.
Uppgjör félagsins að svo stöddu
nær því aðeins yfir 11 mánuði,
1.12. 1999 til 30.10. 2000, og voru
helstu niðurstöður þessar:
Rekstrartekjur 53.469.279 krón-
ur. Rekstrargjöld 49.735.486 krón-
ur. Vaxtagjöld félagsins voru
1.248.837 krónur og hagnaður
knattspyrnudeildar Breiðabliks
var því tæpar 2,5 milljónir króna.
Tekjur félagsins af sölu Marels J.
Baldvinssonar til norska félagsins
Stabæk eru færðar inn í rekstrar-
tekjur félagsins, en norska liðið
greiddi um 23 milljónir fyrir Marel
í lok júlí. Það má draga þá ályktun
af reikningum félagsins að rekstr-
artap félagsins hefði verið nálægt
20 milljónum hefðu ekki komið til
töluverðar tekjur af sölunni. Árs-
reikningur félagsins verður síðan
gerður opinber eftir framhalds-
aðalfund í febrúar og þar verður
hægt að sjá hve mikið félagið fékk
í sinn hlut af söluverði Marels.
VIÐTAL VIÐ ELLERT B. SCHRAM, FORSETA ÍSÍ /C2,C3