Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 1
( BLAÐ ALLRA LANDSMANNA K B 2000 U FOSTUDAGUR15. DESEMBER BLAD Þórir líklegur sem aðstoðarþjálfari NORSKA kvcnnalandsliðið f handknattleik stóð sig ekki eins og vonast var til á Evrópumeist- aramótinu sem fram fer í Rúmeníu þessa dagana. Liðið komst ekki í undanúrslit. Marit Breivik þjálfari liðsins sagði við norska fjölmiðla að verk- efnið í Rúmeníu væri til þess ætlað að gefa ung- um leikmönnum tækifæri og kynslóðaskipti væru hjá liðinu. Það bendir því allt til þess að Breivik ætti sér að halda áfram sem landsliðsþjálfari en nafti Islendingsins Þóris Hergeirssonar er efst á lista norska handknattleikssambandsins ef Brei- vik hættir. Aðstoðarmaður Breivik, Arne Hog- dahl, hefur nú þegar sagt upp sínu starfi og verði Breivik áfram eru allar líkur á að Þórir verði að- stoðarmaður hennar. Nafn Kristjáns Halldórs- sonar, sem þjálfar kvennalið Stabæk, hefur einn- ig verið nefnt í þessu sambandi en minni líkur eru á Krisljáni verði boðið starfið. Om Evrópu- meistari ÖRN Arnarson vai-ð í gær Evrópumeistari í 200 m baksundi í 25 m laug á Evrópumeistaramótinu í Valencia. Þetta er þriðja árið í röð sem Öm verður Evrópumeistari í þessari grein. Öm setti Islands- og Norðurlandamet er hann kom í mark á 1.52,90 sekúndum og bætti Norðurlandamet Finn- ans Janni Sivinens um 44 hundraðshluta úr sekúndu. Þar með á Öm bæði Norðurlandametið í 25 og 50 m laug í 200 m baksundi. I sundinu i gær var Öm 60/100 úr sekúndu á undan Gord- an Kozulj, Króatíu, Evrópumeistara í 200 m baksundi í 50 m laug, sem varð annar. Þriðja sætið kom í hlut Blaz Medves- ek, Slóveníu, hann mældist hafa farið vegalengdina á 1.54,61. Öm bætti um leið eigið Evrópumótsmet um 1,33 sek- úndur en það setti hann í fyrra. Sundið hjá Emi var afar vel útfært. Hann var þriðji eftir 50 metra, 34/100 á eftlr Kozulj, er var fyrstur. Að sundinu hálfnuðu hafði Örn fikrað sig upp í annað sætið, 23/100 frá fremsta manni. Þegar 150 metrar voru eftir var Örn kominn í nauma forystu, 7/100 úr sekúndu, en á síðasta snúningi, við 175 metra markið, skildu leiðir Arnar og Kozulj. Öm tók af- gerandi forystu og synti af miklu öryggi síðustu metrana án þess að nokkur andstæðinga hans næði að ógna honum. ■ Viðtal við Örn/B4 Reuters Örn Arnarsson sést hér á lokasprettinum er hann tryggði sér Evrópumeistaratitlinn í 200 m baksundi, \ Helgi Jónas átli stórieik finnur Garðarsson körfuknattleiks- dómari í samtali við Morgunblaðið en Leifur dæmdi leikinn ásamt Ital- anum Sam Canella en sá dæmdi undauúrslitaleik Bandaríkjanna og Litháa á Ólympíuleikunum í Syd- ney í sumar. Leifur dæmdi einnig með Ital- anum leik Basket Racing Paris og Caja San Fernando frá Spáni á þriðjudagskvöldið og að eigin sögn þá gekk honuin vel í báðum þessum leikjum. Helgi og félagar í Ieper hafa unn- ið alla þrjá leiki sína i riðlinum og eru í efsta sætinu með 6 stig. ~ ' Malaga frá Spáni er í öðru sæti með 5 stig, Le Mans er með 4 og SIG Basket frá Frakklandi rekur lestina með 3 stig. HELGI Jónas Guðfinnsson ált i stór- leik með belgíska liðinu Ieper í fyrrakvöld þegar liðið sigraði franska liðið Le Mans á útivelli, 87:81, í H-riðli Korac-bikarkeppn- innar. Helgi lék í 24 mínútur, skor- aði 19 stig í leiknum og var næst stigahæstur í sínu liði. Hann skor- aði fimm þriggja stiga körfur úr tólf skottilraunum og skoraði úr ! ’i: öllum fjórum vítunum sem hann tók. „Helgi átti hreint frábæran leik. Hann var ekki í byrjunarliðinu en kom mjög sterkur inn. Hann lék stórt hlutverk og það var sérlega gaman að sjá til hans. Þetta var j t hörkuleikur og mikil stemmning í !., höllinni en áhorfendur voru vel á J fimmta þúsund,“ sagði Leifur Sig- Erfiður rekstur hjá íþróttahreyfingunni: Skuldir boltagrein- anna 400 milljónir VELTA íþróttahreyfingarinnar á íslandi árið 1999 jókst um 500 millj- ónir króna og var heildarveltan á árinu 3,5 milljarðar króna. Þetta kemur fram í starfsskýrsium jþróttasambands íslands, sem lagðar voru fram á dögunum. egar rýnt er í tölumar fyrir árið 1999 kemur í ljós að sigið hefur á ógæfuhliðna hvað skuldastöðuna varðar og skera þrjár stærstu bolta- greinarnar sig úr hvað það varðar. Afkoma þriggja stærstu boltagrein- anna, handknattleiks, knattspyi’nu og körfuknattleiks, versnaði til muna og jukust skuldir þeirra um nærri 400 milljónir króna en samtals var velta þessara þriggja íþróttagreina 40% af heildarveltuíþróttahi'eyfingarinnar Skuldir handknattleikshreyfingar- innar jukust um mmlega 130 millj- ónum, fóra úr 103 milljónum í 236 milljónir. Velta knattspymuhreyfmgarinnar jókst um rúmlega 300 milljónir króna, fór úr 583 milljónum í 877 milljónir. Eins og hjá handboltanum seig á ógæfuhliðna hvað skuldastöð- una varðar en skuldirnar jukust um 150 milljónir króna, fóra úr 255 millj- ónum í 424 milljónir. Staða körfuknattleikshreyfingar- innar versnaði líka talsvert. Veltan jókst um 100 milljónir, fór úr 106 milljónum í 202 milljónir og skuldfrn- ar fóra úr 51 milljón í 117 milljónfr. Rekstur annan-a íþróttagreina var rnjög svipaður á milli ára en ekki þarf að koma mönnum á óvart að mesta skuldsöfnun hafi átt sér stað í bolta- greinunum þremur. Margir af for- ráðamönnum félaganna í efstu deild- um hafa á undanfornum áram reist sér hurðarás um öxl. Eitt dæmið er launakostnaður til leikmanna sem hefur farið algjörlega úr böndunum og er að sliga mörg félög. Flestir í knattspyrnunni I starfsskýrslunni kemui- fram að félagar í íþróttahreyfingunni era 123.000 og eru iðkendur 75.500. Sem fyiT eru flestir iðkendur í knatt- spyrnu eða 15.500, golfið kemui- næst með 8.100, hestaíþróttir eru í þriðja sæti með 6.800, körfuknattleikur með 5.800 iðkendur, 5.500 iðkendur era í badminton, 5.200 í frjálsum íþróttum og handknattleikurinn er í sjöunda sæti með 4.700 iðkendur. SÆVAR ÞÖR GÍSLASON KOMINN í INDLANDSHÓPINN / B4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.