Morgunblaðið - 15.12.2000, Qupperneq 4
tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm■
íÞRám
Örn Arnarson Evrópumeistari í 200 m baksundi þriðja árið í röð
MWR
FOLX
■ LUCAS Radebe, suður-afríski
landsliðsmaðurinn sem leikur með
Leeds, hefur samþykkt að skrifa
undir nýjan íjögurra ára samning við
félagið. Radebe er fyrirliði Leeds og
talinn með sterkari varnarmönnun-
um í ensku knattspyrnunni. Hann
fékk á dögunum háttvísiverðlaun
FIFA fyrir aðstoð við uppbyggingu
knattspyrnunnar í heimalandi hans.
■ OLE Gunnar Solskjær fær að
spreyta sig í byrjunarliði Manchest-
er United á sunnudaginn þegar
ensku meistararnir taka á móti
Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Solskjær, sem aðeins hefur verið í
byrjunarliði United í sex leikjum í
vetur, tekur stöðu Dwight Yorke,
sem er í banni, og þá er Andy Cole
fráyegna meiðsla.
■ ÓVÆNTUSTU úrslitin í 99 ára
sögu spænsku bikarkeppninnar í
knattspyrnu urðu í fyiTakvöld þegar
Evrópumeistarar Real Madrid voru
slegnii- út af 3. deildarliðinu Toledo.
Litla liðið kom öllum á óvart og sigr-
aði, 2:1. Madridarliðið stillti upp
mjög sterku liði þó svo að í liðið hafi
vantað Luis Figo, Raul og Steve
McManaman.
■ VICENTE del Bosque þjálfari
Real Madrid vildi ekki skella skuld-
inni á leikmenn sína þrátt fyrir ófar-
irnar gegn Toledo. „Mínir menn
gáfu sig alla í þennan leik en því mið-
ur tókst okkur ekki betur upp. Leik-
menn Toledo gerðu okkur mjög erf-
itt fyrir og börðust eins og ljón,“
sagði Bosque við fréttamenn.
■ FERNANDO Morientes framherji
Real Madrid tók að hluta til sökina á
tapi liðsins á sig. „Ég misnotaði
mörg góð færi í leiknum og ég verð
því að bera skömmina. Real Madrid
á að vinna leiki sem þessa og við höf-
um enga afsökun fyrir þessu tapi.“
■ ÞÓRÐUR Guðjónsson var í fyrsta
skipti í byrjunarliði Las Palmas, sem
mætti Sporting Gijon í spænsku bik-
arkeppninni. Þðrður fór af velli kort-
eri fyrir leikslok en Las Palmas sigi--
aði í vítaspyrnukeppni eftir jafntefli,
1:1.
Morgunblaðið/Sverrir
ÖRN Arnarson fagnaði Evrópumeistaratitii, íslands- og Norðurlandameti í 200 m baksundi á EM í Valencia í gær.
Sævar
Þór til
Indlands
SÆVAR Þór Gislason
leikmaður Fylkis hefur
verið valinn í íslenska
landsliðshópinn í knatt-
spyrnu sem leikur á al-
þjóðlega mótinu á Ind-
landi í næsta mánuði.
Sævar kemur inn í hópinn
í stað KR-ingsins Einars
Þórs Daníelssonar sem á
við magameiðsli að stríða.
Sævar hefur ekki leikið
landsleik áður, hvorki
Imeð A-landsliðinu né
yngri landsliðunum, og
þar með eru komnir ný-
liðarnir fjórir sem Atli
Eðvaldsson landsliðsþjálf-
ari hefur valið fyrir Ind-
; landsferðina. 16 þjóðir
taka þátt í mótinu og í
dag verður dregið í riðl-
j ana fjóra.
Sævar er 25 ára gamall
sóknarmaður sem lék ein-
staklega vel með Fylk-
ismönnum á siðasta sumri
en þessi eldfljóti fram-
herji skoraði 9 mörk í 17
leikjum með Árbæjarlið-
I inu.
Ég átti nóg eftir
„KRÓATINN sprengdi sig en ég átti nóg eftir á síðustu metrunum,"
sagði Örn Arnarson, eftir að hann hafði varið Evrópumeistaratign
sína í 200 m baksundi á Evópumeistaramótinu í Valencia í gær.
„Eftir síðasta snúninginn við 175 metra markið vissi ég að sigurinn
var minn, málið var bara að halda sínu striki," sagði Örn ennfremur
og var í sjöunda himni enda meistari í greininni þriðja árið í röð. Örn
synti á 1.52,90 mínútum og var 61/100 úrsekúndu á undan silfur-
hafanum Gordan Kozulj. Þriðji varð Blaz Medvesek, Slóveníu, á
1.53,61.
Króatinn sem Örn vísar til er
Gordan Kozulj, Evrópumeist-
ari í 200 m baksundi í 50 m braut.
Hann hafði forystu
■■■■■■ framan af sundinu
Ivar en við 150 m markið
Benediktsson varg hann að gefa
eftir og svo fór að á
lokasprettinum hafði Örn algjör-
lega örlög sín í eigin höndum. Órn
bætti eigið íslands- og Evrópu-
mótsmet um 1,33 sekúndur og
Norðurlandamet Jani Sivinens um
44 hundraðshluta úr sekúndu. Þar
með á Örn bæði Norðurlandametin í
200 m baksundi, þ.e. í 25 og 50 m
laug.
„Ég held að þetta hafí verið erf-
iðasta sigursundið af þessum þrem-
ur síðustu greinum, keppnin var
erfiðari og meiri en áður,“ sagði Örn
í gær er hann var spurður að því
hvort sundið í gær hefði verið erf-
iðari en sigursundin 1998 og í fyrra.
„Segja má að hernaðaráætlun
/nín hafí gengið upp. Ég ákvað að
koma í kjölfar fremstu manna fram-
an af og herða síðan róðurinn þegar
á liði og það gekk eftir. Einnig var
ég staðráðinn í að láta aðra kepp-
endúr ekki hafa áhrif á hvað ég
gerði, reyna að útiloka þá úr huga
mér og halda mínu striki. Það tókst
mér einnig að gera,“ segir Örn sem
segir engan kvíða eða spennu hafa
verið í sér fyi’ir sundið þótt mikið
væri í húfí. „Ég verð aldrei stress-
aður fyrir keppni. Mér leið eins og
fyrir hverja aðra keppni á stórmóti.
Ég hlakkaði einfaldlega til að kom-
ast í laugina og gera mitt besta.“
Tími Arnar í gær var 1.52,90 og
það er aðeins 39 hundraðshlutum úr
sekúndu frá níu ára gömlu Evrópu-
meti Spánverjans Martin Lopez Zu-
bero. „Það styttist í Evrópumetið,
ég næ því vonandi fyrr en síðar.“
Heimsmetið á Bandaríkjamaðurinn
Matt Welsh, 1.51,62, sett í Melbo-
urne í Ástralíu 13. október sl.
Þegar Morgunblaðið náði tali af
ÓMAR Snævar Friðriksson, Sund-
félagi Hafnarfjarðar, náði sér
ekki á strik á fyrsta keppni Evr-
ópumeistaramótsins í sundi í 25
metra laug í Valencia. Hann hafn-
aði í 14. og síðasta sæti í undan-
rásum 200 m fjórsundsins í gær á
2.08,32 inínútuni. Besti tíini sem
Erni sagðist hann hafa farið yfír
sundið á myndbandi með þjálfara
sínum. Sagðist hann vera ánægður
með sundið út frá tæknilegu sjón-
armiði. „Sundið tókst í alla staði vel
og tíminn er í góðu samræmi við
þann árangur sem ég náði á Ólymp-
íuleikunum í 50 metra brautinni."
í dag keppir Örn í 50 m baksundi
og á morgun verða undanrásir og
undanúrslit í 100 m baksundi á dag-
skrá. Úrslit í þeirri grein fara fram
á sunnudag. Hefði ekki verið ráð-
legra að safna kröftum fyrir laug-
ardaginn og sunnudaginn og taka
því rólega í dag? Örn kveður svo
ekki vera: „Fimmtíu metra sundið
er algjör aukagrein, ég tek aðeins
þátt í henni til þess að fylla upp í
daginn og ná upp hraða í sprett-
inum fyrii’ hundrað metra sundið
um helgina.
Vonandi tekst mér bara eins vel
upp í hundrað metra sundinu um
helgina. Mér líður vel,“ sagði Örn
Arnarson, Evrópumeistari í 200 m
baksundi í 25 m laug, þriðja árið í
hann hefur náð í greininni er
2.07,28 en íslandsmet Arnar Arn-
arsonar er 2.04,09 frá 1998.
Ómar Snævar keppti einnig í
400 m skriðsundi í gærmorgun og
varð sautjándi ai' átján sundmönn-
um sem skráðir voru til leiks. Óm-
ar kom f tnark á 4.00,10. Hans
Þegar Örn varð fyrst Evrópu-
meistari fyrir þremur árum synti
hann á 1.55,16 og þá varð Spánverj-
inn Jorge Sanchez þriðji á 1.55,78.
Það væri ekki í frásögur færandi
nema hvað Sanchez kom fimmti í
mark í gær á 1.56,21. Hann varð
einnig fimmti í fyrra, þá á 1.57,04.
Annar sundmaður var í úrslitum í
gær sem einnig hefur glímt við Örn
í tvö fyrri skiptin sem hann hefur
sigrað. Það er Úkraínumaðurinn
Vlodomyr Nikolaychuk. Hann varð
í 7. sæti í gær á 1.57,50 en hafnaði í
45. sæti í fyrra á 1.55,52. Áttunda
sætið varð hins vegar hlutskipti
Nikolaychuks í hitteðfyrra á tíman-
um 1.58,16.
í sigursundi sínu í fyrra kom Örn
í mark á 1.54,23 og því er ljóst að
framfarir hans eru gríðarlegar á að-
eins þremur árum.
Með sigri sínum í gær varð Örn
fyrsti íslenski íþróttamaðurinn til
að ná að verja Evrópumeistaratign
sína í tvígang. Það er e.t.v. einstak-
ur árangur í sögu sundíþróttarinnar
í Evrópu.
besti árangur er 3.57,21. íslands-
metið er í eigu Arnar Arnarsonar,
3.52,47 og var það sett á þessu
ári.
Ómar Snævar á frí í dag en er
skráður til leiks í 100 m baksundi
á morgun og í 200 m skriðsundi á
sunnudaginn.
röð.
Ómar náði sér ekki á strik