Morgunblaðið - 15.12.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 15.12.2000, Síða 1
FRIÐRIK ÞÓR VERÐUR ALPREIÞUNNUR í JAPAN/2 ■ UPPELPI/3 LIST FYRIR LESTRARHESTA/4 ■ BROSIÐ EKKI FARIÐ AF HENNI/6 i; KRYPP í BRAGÐLAUKATILVERUNA/7 ■ AUPLESIÐ EFNI/8 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fjölskyldan í Bakkagerði - Kristjana segir áherslu lagða á jóla- boðskapinn fyrir og yfir jólin, þótt hin veraldlega hlið jólanna sé ekki undanskilin. Fjölskyldan reynir að verja sem mestum tíma saman, fara í gönguferðir, lesa og vera í rólegheitum. Auður Sif og Baldur Snær Jónsbörn. Kristjana, Jón Baldursson og Jakob Jónsson. AFTENGJUM jólavélina er yf- irskrift hálfsdags námskeiðs, sem Kristjana Eyþórsdóttir jarðfræð- ingur hefur haft umsjón með sfðast- liðin þrjó ár. Að þessu sinni bar svo við að aflýsa þurfti námskeiðinu vegna ónógrar þátttöku og segir Kristjana það ekki skrýtið í ljósi þess hversu mikið framboðið sé af alls kyns afþreyingu á þessum árs- tíma. Allt eigi hreinlega að gerast í desember. Námskeiðið byggist á sam- nefndri bók, Unplug The Christmas Machine, eftir tvo Bandaríkjamenn, og hefur verið haldið fyrir tilstilli Biblfuskólans. Kristjana segir, að þótt skólinn hafi haft milligöngu um námskeiðshaldið eigi það að skírskota til allra, hvort sem jóla- hald er byggt á trúarástæðum eða ekki. „Um er að ræða sjálfshjálp- arnámskeið með Ijórum æfíngum, sem ætlað er að vekja fólk til um- hugsunar um sitt eigið jólahald, hvað því finnist mikilvægast og hvernig jól það vilji í raun. Meg- ináhersla er lögð á áætlunargerð, svo þátttakendur geti haldið ánægjuleg og innihaldsrík jól, sem uppfyllir þeirra eigin þarfir," segir hún. Kristjana á fjögur börn og segist sjálf hafa byrjað að velta jólasiðum fýrir sér þegar hún stofnaði fjöl- skyldu. „Ég var ekki með fastmót- aðar hugmyndir um jólahald og mér fannst töluvert mál að byrja á því að halda eigin jól og sameina þar með jólahald tveggja ein- staklinga úr sitt hvorri fjölskyld- unni. Ákveða hvaða jólasiðir ættu að vera á heimilinu, hvaða jólamat- ur yrði á borðum, í hvaða jólaboð ætti að fara og fleira. Þá verða breytingar þegar börnin eru komin til sögunnar og til dæmis þarf að ákveða hvernig á að fara með jóla- sveinana eða hvort setja á skóinn út í glugga.“ Fjölskyldan bjó í Bandaríkjunum um tíma, þar sem umgjörðin um jól- in var talsvert öðruvísi, auk þess sem ekki héldu allir upp á jól. Ýtti það ennfrekar undir vangaveltur af þessu tagi, segir hún. Frumkvæði í stað sjálfstýringar Kristjana segir suma gjarnan vilja breyta jólahaldi sínu, aðra ekki, og að spurningin sé einfald- lega sú að gera upp við sig hvað skipti máli í jólaundirbúningnum og gera áætlun, í stað þess að sefja sjálfstýringuna á í byrjun desemb- er. „Jólin eru fjölbreytt háti'ð sem snertir tilfinningar fólks á margan hátt. Það getur verið gott að átta sig á því í hvað tími manns fer í fyr- ir jólin og hvað maður raunveru- Iega vill Ieggja af mörkum. Stærsta uppgötvunin er kannski sú að fólk hefur val.“ Áætlað hefur verið að íslend- ingar versli fyrir 8-10 milljarða fyrir jólin, nefnir Kristjana, og seg- ir svo virðast sem einhverjum sé farið að ofbjóða. Hún bendir á kauplausa daginn sem efnt hefur verið til og segir að umræða um jólahald sé farin að tengjast um- hverfisvernd í auknum mæli. Ein- hveijir vilji greinilega spyrna við kaupæði j ólanna. Þátttakendur á undanförnum námskeiðum hafa nær einvörðungu verið konur, „enda hefur jólahaldið livílt mest á þeim“ og segir Krist- jana jafnframt að ti'minn og pening- arnir sem fari fkaup ájólagjöfum virðist hvíla þyngst á flestum. „Hugmyndir þeirra um draumajól fela iðulega í sér rólegheit og frið- sæld, tíma með fjölskyldunni þar sem allir eru ánægðir saman, mat- seld sem ekki felur í sér margra klukkust unda undirbúning og litlar gjafir, eins gaman og það getur verið að gleðja aðra. Jólagjafainn- kaupin reynast flestum erfiðust í heild, því oft reynist erfitt að finna réttu gjöfina og viðtakandinn stundum alls ekki ánægður. Spyija má hvort við þurfum í raun á öllum þessum gjöfum að halda. Gætum við ekki allt eins látið peningana okkar renna til þeirra sem ekki geta haldið gleðileg jól vegna fá- tæktar eða sorgar? Hver er eig- inlega tilgangur jólanna?" spyr Kristjana Eyþórsdóttir að endingu. og gætir -..* unnid ^eilsunnar REYKJAVÍK AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.