Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 8

Morgunblaðið - 15.12.2000, Side 8
i D FÖSTUDAGUR15. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Stórbruni í Vestmannaeyjum jBrunavarnir ísfélagsins ófullnægjandi Morgunblaóið/Árni Sæberg Eldhafið var gríðarlegt og slökkvistarf erfitt. „Þetta var eins og gos og ég trúði þessu ekki fyrst. Síðan ^om eldurinn upp á fleiri stöðum og allt í einu logaði öll hlið hússins," sagði Bjarni Sveinsson. Hann sá eldsúlu stíga upp úr þaki ísfélags-hússins á laugardags-kvöldið. Um hundrað manns tóku þátt í slökkvistörfum í Vestmannaeyjum. Hópur slökkviliðsmanna frá höfuðborgarsvæðinu kom með þyrlu. Slökkvistarfið var gífurlega erfitt og vatnsdælur höfðu illa undan. Það tók á annan sólarhringað slökkva eldinn. Bruninn er mikið áfall fyrir Vestmannaeyjar. Starfsmenn ísfélagsins eru rúmlega hundrað. Þeirfjölmenntu á fund sem ísfélagið hélt ásamt verkalýðs-félaginu í Eyjum. Yfirmenn ísfélagsins lýstu sig reiðubúna að láta starfsfólkið fá kauptryggingu í stað atvinnuleysis-bóta, en lagaheimild skortir. Ekki skemmdust öll frystitækin. Sagði Jóhann Pétur Andersen, framkvæmdastjóri ísfélagsins, að stefntværi að því að setja loðnufrystingu í gang og vonaðist hann til að afkastagetan yrði svipuð og áður. Tækifæri framtíðar Framkvæmdastjóri ísfélagsins var bjartsýnn: „Vandamálið sem við eigum við að glíma í dag gæti orðið tækifæri framtíðarinnar. Vonandi fáum við gott, nýtísku frystihús upp úr þessu.“ Eldurinn kom upp í viðbyggingu. Starfsmaður frá Brunamála-stofnun kannaði brunarústirnar í Eyjum og sagði að brunavarnir hefðu ekki verið í lagi. Frystihúsið var tryggt hjá Trygginga-miðstöðinni. Nú er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Sjóður hefur verið stofnaður til að hjálpa þeim verst settu. ísfélagið er elsta hlutafélag landsins. Það verður hundrað ára á næsta ári. Reuters Bush ásamt konu sinni eftir að Gore játaði ósigur sinn. George W. Bush forseti Bandaríkjanna Stóri dómur George W. Bush veróur 43. forseti Bandaríkjanna. Þetta var Ijóst eftir að Al Gore varaforseti játaði ósigur sinn í sjónvarpsávarpi í fyrrinótt. Gore óskaði Bush til hamingju. Hann hvatti bandarísku þjóðina til að fylkja sér að baki forsetanum eftir hatrammar deilur lögfræðinga. Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp þann dóm að ekki væri tími til aö endurtelja atkvæðin í Flórída. Hæstiréttur klofnaði í afstöðu sinni. Bush hefur sigrað með minnihluta atkvæða, en meirihluti kjörmanna ræður. Hans bíður erfitt verkefni að sameina þjóð sína. Bush er 54 ára og hefur verið ríkisstjóri í Texas. Samkomulag í Suður-Frakklandi Mikilvægum leiðtogafundi Evrópu-sambandsins lauk með samkomulagi í Nice í Suður-Frakklandi á mánudag. Markmiö fundarins var að undirbúa sambandiðtil að taka inn þrettán ný ríki á næstu árum, eins og Pólland og Litháen. Óeirðir voru við upphaf fundarins. Þúsundir mótmæltu frelsi í heimsviðskiptum og atvinnuleysi. Lögreglan beitti táragasi en það barst inn í loftræstikerfi ráðstefnu-hallarinnar. Sást Frakklands-forseti nugga á sér augun og hnerra þar sem hann var að búa sig undir myndatöku með þjóðar-leiðtogunum fimmtán. Mikil átök voru á fundinum sem stóð í fimm daga. Loks var samþykkt tillaga Jacques Chiracs Frakklandsforseta, sem erformaður sambandsins. Hún felur í sér að fjögur stóru ríkin (Þýskaland, Frakkland, Reuters Chirac Frakklands-forseti greinirfrá Nice-samkomulag- inu á Evrópu-þinginu. Bretland og Ítalía) fá aukið vægi við ákvarðana-töku. Samhliða verður dregið úr áhrifum fámennra ríkja, eins og Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands. Chirac sagði að fundarins yrði lengi minnst fyrir það að hafa lagt grunninn að skipulagi Evrópu-sambandsins á 21. öld. Samkomulagið tekur ekki gildi fyrr en aðildarríkin og Evrópuþingið hafa staðfest það. Ég á mér draum um betra mannlíf Blaðamaður: Hvað þarf að breytasttil að hérgeti skapast gott fjölþjóðlegt samfélag? Hope: Umburðarlyndi þarf að vera meira og virðing fyrir annarri menningu, hefðum ogsiðum. Menningerekki rétt eða röng, æðri eða lægri. Menning er bara mismunandi og fjölbreytni auðgar! Hér þarf að vera málsvari fyrir útlendinga til að standa vörð um lýðræðið. Hann tryggi að fólk af erlendum uþpruna fái jafnan alla þjónustu sem því ber og því sé ekki mismunað. Útlendingar á íslandi hafa ekki sameiginlega sterka rödd, aðallega vegna þess að þeirtalaófullkomna íslensku. Þetta er mjög sundurleiturhópur. Margir þora ekki að kvarta ef komið erillafram við þá. Það þarf að viðurkenna menntun og starfsreynslu útlendinga. Það tók mig Hope Knútsson stofnaði Félagnýrra íslendinga og var fyrsti formaður þess. Hún situr í fjölmenningar-ráði og skrifar í tímaritið Serían sem Miðstöð nýbúa gefur út. Hún er Bandaríkja-maður. meira en sex mánaða baráttu að fá sex ára háskólanám mitt og átta ára starfsreynslu sem iðjuþjálfi viðurkennda og að fá laun samkvæmt því. Ég fékk bara lægstu laun vegna þess að ég var útlendingur. Ég veit tugi dæma um slíkt. Ég var þó heppin að fá starf í mínu fagi sem mjög margirfá ekki. Fjárlög 2001 Alþingi hefursamþykkt fjárlög ársins 2001. Gert er ráð fyrir miklum tekjuafgangi. Stór hluti hans verðurfenginn með sölu eigna, eins og Landssímans. Undur Evelyn Glennie lék einleik á síðustu Sinfóníu-tónleikum. Hún hefur náð ofurtökum á slagverks-hljóðfærum, en hún hefurverið heyrnarlaus frá tólf ára aldri. Glennie hefur komið fram með helstu hljómsveitum veraldar. Hún hefursamið lög, meðal annars með Björk. / lukku- pottinn Ásthildur Helgadóttir hefurverið valintil að leika knattspyrnu með bandaríska lióinu CarolinaTempest. Hún erfyrsta íslenska konan sem verður atvinnumaðurí knattspyrnu: „Þetta er það sem ég vildi og stefndi að,“ sagði Ásthildur. Með liðinu leika tvær af þekktustu knattspyrnu-konum heims. Jólagleði íþróttafélagið Öspin heldurjólagleði 17. desemberí Sunnusal Hótei Sögu klukkan sex til hálf ellefu um kvöldió. Netfang:auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.