Alþýðublaðið - 04.03.1959, Blaðsíða 1
mjémo)
40 árg'. — Miðvikudagur 4. marz 1959 — 52. tbl.
Afsfaða íslendinga óbreytt og ótvíræó.
STEFNA íslendinga í landhelgismálinu,
gagnvart 12 mílna fiskveiðitakmörkun-
um og ofbeldi Breta innan þeirra, er ger-
samlega óbreytt. Samt hafa kommúnist-
ar valið sér það sundrungarhlutverk að
reyna að skapa ágreining, þar sem hann
er enginn til. Nota þeir nú landhelgis-
málið kinnroðalaust til árása á einstak-
linga og pólitíska flokka, þótt slíkt fram-
ferði stórskaði málstað íslands.
Guðmundur í. Guðmundsson, utanrík-
isráðlierra, hefur við hvert tækifæri inn-
an lands og utan haldið fram málstað og
eiuingu íslendinga. ,Nú síðast gerðist
þetta, er hann kallaði á sinn fund síðast
liðinn föstudag sendifulltrúa Breta í
Reykjavík, David Summerhayes. Var það
í tilefni af opnun hinna nýju „verndar-
svæða“ brezka flotans við Suðvesturland, sem utanríkisráðherra
mótmælti harðlega. Lét hann í ljós, liversu hættulegt þetta
skref Breta gæti verið.
LÚDVÍK FER MEÐ LYGAR.
Síðastliðinn sunnudag sagði Lúðvík Jósefsson á fundi í Reykja
vík, að Alþýðubandalagið hafi lagt til a'ð allir flokkar á þingi
sameinist um skýlausa yfirlýsingu um landhelgismálið, en stjórn
arflokkarnir hafi neitað að lýsa afdráttarlausum stuðningi við
12 mílna landhelgina.
Alþýðublaðið getur upplýst, að Lúðvík fer þarna með hre).n-
ar lygar. Alþýðubandaiagið hefur ekki lagt fyrir Álþýðuflokk-
inn neinar slíkar tillögur eða tilmæli og því engin slík svör
fengið, sem Lúðvík segir frá. Er það ekki aðeins furðulegt held-
ur ótrúlegt, að fvrrverandi ráðherra skuli leyfa sér slíkan máls-
flutning. Af þessu sést, hvernig kommúnistar stefna að því að
skapa ágreining um landhelgismálið, sem ekki er fyrir hendi.
LONDON, MOSKVA, 3. marz.
Macmillan forsæt-
isráðherra Breta og fylgdarlið
hans kom til London í dag eftir
tíu daga för til Sovétríkjanna.
Hundruð manna tóku á móti
Macmillan á flugvellinum.
Leiðandi menn í íhaldsflokkn-
um telja, að för forsætisráð-
herrans hafi verið hin gagn-
legasta og muni leiða til bættr-
ar sambúðar austurs og vest-
flugvellinum sagði Mac-
að hann mundi fara til
Washington til viðræðna við
Eisenhower, er hann hefði í
næstu viku skýrt leiðandi
mönnum í Bonn og París frá
viðræðunum við Krústjov. —
Hann kvað förina hafa verið
vel þess virði að fara hana og
ætti hún ef til vill eftir að
hafa mikil áhrif.
SAMNINGAR AUÐVELDARI
EFTIR VIÐRÆÐURNAR.
Krústjov forsætisráðherra
Sovétríkjanna fylgdi Macmill-
an á flúgvöllinn í Moskvu í
morgun og hélt ræðu við það
tækifæri og sagði m.a.: „Við
höfum séð hörmungar styrjald
ar og við viljum gera allt, sem
hægt er til þess að koma í veg
fyrir nýja heimsstyrjöld. Við
munum vinna að því smám sam
an að minnka hættuna á stríði
og tryggja friðsamlega sam-
búð.“
Macmillan og sagði m.a. „Við
komum hingað til að skýra
skoðanir okkar, en við komum.
einnig til þess að hlusta á skoð-
anir ykkar. Við heimkomuna
til Englands verður nú auðveld
ara að fást við þau atriði, sem
heimsfriðurinn er kominn und-
ir.“
Skömmu áður en Macmillan
steig upp í flugvélina í Moskvu
sagði hann við blaðamenn, að
merkasti árangur fararinnar
væri, að samkomulag hefði orð
Framhald á 2. síðu.
Vænlegar þykir horfa um samkomu-
lag en áður.
upp sólareldflatug
Prinsessan, keisarinn
-- og páfinn
í BLAÐINU L’Osservatore
Romano, sem er málgagn Pláfa-
garðs, hefur birtst ritstjórnar-
grein, þar sem gefið er í skyn,
að páfinn muni leggja blátt
bann við því, að naifngreind ít-
ölsk prinsessa gangi að eiga
keisarann í Iran. Prinsessan er
helmingi yngri en keisarinn, og
þriáliátur orðrómur hefur geng-
ið um það, að þau væru að
draga sig saman.
Framlhald á 2. síðu.
WASHINGTON, 3. marz. —
(NTB—AFP.) Bandaríkjamenn
skutu í fyrrinótt upp eldflaug,
sem fara á umhverfis sólu. Var
henni skotið frá Canaveral-
höfða á Florida og nefnist
Könnuður IV. Á þriðjudags-
kvöld var eldflaugin komin um
það bil þriðjung leiðarinnar til
tunglsins, en hafði vikið nokk-
uð frá áætlaðri braut og var
búizt við að hún færi í um 56
þúsund kílómetra fjarlægð frá
tunglinu.
Lowelil, forstöðumaður at-
huganastöðvarinnar í JodreE-
bank í Engilandi, en þar er
fylgzt með ferðum eldflaugar-
innar, sagði í dag, að eldflaugin
mundi komast á braut umhverf
is sólina á morgun. Aðspurður
kvað hann Bandariíkjamenn nú
hafa náð sama árangri og Riúss-
ar í geimrannsóknum og væri
fjölbreyttari og nákvæmari
upplýsingar að fá fná gervi-
tunglum þeirra en tunglum
Framliald á 2. síðu.
VÍKJUM HVERGI FRÁ 12 MÍLUM.
Ástæðan til þess, að Lúðvík grípur til hreinna lyga, er aúg-
ljós. Innan ramma sannleikans er ekkert tilefni, sem hann get-
ur notað í sundrungarskyni. Yfirlýsingar utanríkisráðherra og
annara íslenzkra fulltrúa utan lands og innan um þessi mál hafa
verið algerlega +vímælalausar.
Á stærstu alþjóðlegri samkomu, sem rætt hefur þetta mál,
allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna, sagði utanríkisráðherra til
dæmis í áheyrn fulltrúa frá 80—90 löndum: „Þessi yfirgangur
Breta mun hins vegar síður en svo beygja íslendinga; þvert á
móti eru íslendingar nú sameinaðri um það en nokkru sinni
fýrr að víkja hvergi frá tólf mílna fiskveiðilandhelginni. Þeir
eru líka sannfærðir um að þessi réttur þeirra yerður fyrr en
seinna viðurkenndur, þar sem öðrum þjóðúm mun skiíjást, að
afkoma og framtíð íslenzku þjóðarihnar veltur á því.“
Bæði þingin hefjast 11. marz.
11. MARZ n.k. liefjast hér j
Reykjavík þin,g tveggja stjórn-
málaflokka. Eru það þing Sjálf
stæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins. Koma þing þessi
saman á róstursömum tínium í
stjórnniálunum og má> búast
við ýnisu markverðu þar.
Alþýðublaðið spurðist fyrir
um það á skrifstofu Framsókn-
arflokksins í gær, hversu lengi
þing Framsóknar mundi standa.
Var blaðinu tjáð, að það mundi
standa í 6—7 daga. Er búizt
Framhald á 2. síðu.
Brynjólfur Bjarnason skrifaði fyrir skemmstu í Þjóð-
viljann rnn kommúnurnar í Kína, og var lirifinn. Þetta
er allt á réttri leið í Kína, að hans dómi. Hér er mynd,
sem EKKI birtist með greininni. Hún er tekin á kín-
versku barmaheimiji. Gæzlukomurnar eru klæddar
khankibúningnum, sem nú er orðinn einkennisbúningur
R & fólksins. Börnin axla trériffla og syngja hersöngva. Þeir
kunna tökin á því í Kína, segir Brynjólfur.
MWMWWWMWMMWWMWWIWWWIMMMWWIWWWMWIMWMMIWWWMWWHWMWMMWM
ALLTILAGI
í KIÍIA.