Alþýðublaðið - 31.12.1949, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 31. des. 1849.
bera á andstöðu nokkurs hluta
Framsóknarflokksins, undir
forustu formanns hans, gegn
áframhaldandi stjórnarsam-
starfi. Formaður Framsóknar,
Hermann Jónasson, hafði frá
upphafi verið andvígur stjórn-
arsamstarfinu, reyndi að
hindra að það tækist og fór,
einkum er fram liðu stundir,
ekki dult með andstöðu sína.
Og svo virtist sem blöð flokks-
ins, einkum Tíminn, færðust í
aukana til styrktar afstöðu for-
mannsins. Varð það brátt dag-
legt brauð, að Tíminn gagn-
rýndi, og oft harkalegá, ríkis-
stjórnina, þótt tveir mætir
Framsóknarmenn ættu þar
ræti. Var einnig og eigi sízt
ráðist að ráðherrum Alþýðu-
flokksins og þeir bornir röng-
am sökum. Allt þetta gerði
samstarfið mun erfiðara og
Virtist hníga í þá átt að það
entist ekki lengi.
Kröfyr Framsókn-
arfíokksins.
Röskum hálfum mánuði eft-
jr að alþingi lauk á s .1. vori,
eða 2. júní 1949, lögðu ráð-
herrar Framsóknarflokksins
fram í ríkisstjórninni skjal, þar
eem lagt var til, að ríkisstjórn
jn beitt sér fyrir, að tekin
yrði upp sú stefna í verzlun-
armálum, að skömmtunarseðl-
arnir yrðu afhentir verzlun-
Um ' sem innkaupaheimild, að
íagður yrði á stóríbúðaskattur,
lögboðin lækkun á húsaleigu
og fleiri ráðstafanir í húsnæð-
ismálum einnig gerðar, að
dregið yrði úr rekstursútgjold-
um ríkisins og ríkisstofnana,
hert yrði á eftirliti með skatta-
framtölum og verðlagseftirlitið
aukið og eflt. Um framkvæmd
þessara tillagna vísuðu ráð-
herrarnir til frumvarpa og til-
lagna, er flokkur þeirra hafði
borið fram á alþingi, og ýmist
okki verið útrædd eða felld
(skömmtunarseðlafrv.). í fram-
haldi af þessum ráðstöfunum
Lögðu Framsóknarráðherrarnir
svo til, að sett yrði löggjöf um
allsherjarniðurfærslu eða geng
islækkun og jafnframt lagður á
sérstakur stóreignaskattur.
Að sjálfsögðu voru tillögur
þessar ræddar innan ríkis-
stjórnarinnar, og á fundi henn-
ar 15. júní s. 1. lýstu ráðherr-
ar Alþýðuflokksins yfir því,
að þeir gætu vel hugsað sér
ýmsar þessar ráðstafanir, og
væru reiðubúnir til samninga
um þær, þótt þeir teldu, að
Verulega þyrfti að breyta og
Umskapa frumvörp þau og til-
fögur, er Framsóknarflokkur-
ínn hefði lagt fram til fram-
kvæmda á þeim. Þó tóku ráð-
herrar Alþýðuflokksins sam-
tímis fram, að þeir væru
andvígir skömmtunarseðla-
frumvarpinu, og vildu alls ekki
semja um gengislækkun eða
niðurfærslu, er hefði verulega
kjararýrnun í för með sér
"fyrir launastéttir^ar.
Að öðru leyti fengust ekki
endanlegar niðurstöður um
þessar tillögur Framsóknar-
ráðherranna, enda voru marg-
ir ráðherranna á því, að að-
dragandi hlyti að verða nokk-
Ur, og ýmsar rannsóknir og at-
huganir að fara fram, áður en
fullnaðarákvarðanir yrðu tekn
ar.
SamstarfssSit o g
þingrof.
A ráðherrafundi 29. júlí 1949
Alþingishúsið eftir árásina 30. nmrz.
Þannig leit alþingishúsið út eftir grjótkast kommúnista, sem átti að koma í veg fyrir að
aðild íslands að Atlantshafssáttmálanum yrði samþykkt: Hver gluggi brotinn. Mynd þessi
mun lengi vitna um hugarfar og vinnubrögð kommúnista.
lögðu ráðherrar Framsóknar-
flokksins það til, að þingrof
yrði ákveðið fyrir iO. ágúst,
ef ekki yrði þá búið að ná sam
komulagi í stjórnlnni um ráð-
ctafanir í fjárhags- og dýrtíð-
armálum, og væri þá miðað
við að kosningar yrðu 15. og
16. okt. Jafnframt lögðu þeir
til að forsætisráðherra beidd-
ist lausnar fyrir ráðuneytið.
Ef þetta fengist ekki, létu þeir
í það skína, að þeir myndu
biðjast lausnar 10. ágúst.
Allar þessar óskir og tillög-
ur voru ræddar á mörgum
ráðuneytisfundum, og sendu
táðherrar Alþýðuflokksins ann
ars vegar og ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins hins vegar ráð-
Lierrum Framsóknarflokksins
skrifleg svör af sinni hálfu.
Öll þessi skjöl hafa verið birt
i blöðum.
Um leið og ráðherrar Al-
þýðuflokksins afhentu í ríkis-
stjórninni 9. ágúst s. 1. skrif-
legt svar af sinni hálfu, tók ég
það fram munnlega, að þrátt
fyrir þau rök og andstöðu, er
kæmi fram í bréfi okkar gegn
þingrofinu, þá mætti samt svo
verða, að ekki yrði hjá því kom
izt, vegna afstöðu Framsokn-
arflokksins, að láta kosningar
fara fram í haust, en að ég
vænti þess þá jafnframt mjög
eindregið, að ráðherrar Fram-
sóknarflokksins sætu áfram í
ríkisstjórn með þingræðislegri
ábyrgð, þar til kosningar væru
afstaðnar. Að því búnu lýstu
fáðherrar Framsóknarflokks-
ins yfir því, að þeir myndu
sitja áfram í ríkisstjórninni og
ekki biðjast lausnar fyrr en
degi eftir að kosningum væri
iokið.
Með þessu öllu saman var
teningnum kastað. Þingrof og
nýjar kosningar voru ákveðn-
ar 23. okt. Samstarfið var
raunverulega rofið. Kosninga-
baráttan hófst. í stað tilrauna
til samhæfingar og samkomu-
lags, kom sundrung, sam-
keppni og hörð barátta.
Á meðan á þófinu stóð og
síjórnmálaflokkarnir tygj-
uðu sig til miskunnarlausra
áíaka og innbyrðis harðrar
keppni, hækkaði kaup og
landbúnaðarafurðir og sum-
arsíldveiðarnar brugðust að
verulegu leyti. í þessu and-
rúmsíofti og ástandi var
kosningabaráttan háð.
Drslit kosninganna.
Þrátt fyrir yfirlýsta sig-
urvissu allra flokka, var það
álit margra, er ekki létu stór-
lega sefjast í kosningahríð-
ínni, að ekki yrði um stórbreyt
ingar að ræða. Sú var og nið-
Urstaðan.
Framsókn vann lítið eitt á
> atkvæðamagni og var það
einkum í Reykjavík, þar sem
dugmikil og atorkusöm kona,
er ekki var feimin að nota
skinróttækar yfirlýsingar,
fkipaði efsta sæti listans. En
ekki kom sá ávinningur af því,
að reykvískum kjósendum
þætti kosningastefnuskrá
Framsóknar aðlaðandi, heldur
öllu fremur af þeim sökum, að
Rannveig Þorsteinsdóttir flutti
þær kenningar og gaf þau lof-
orð, sem að verulegu leyti
/cru andstæð stefnuyfirlýs-
ingu flokksins. Munu margir
flokksmenn hennar út um land
hafa undrast það nokkuð og
Verið misjafnlega ánægðir.
Sjálfstæðisflokkurinn ’ og
kommúnistar héldu í horfinu,
hvað atkvæðamagn snerti, en
hvorugur gekk með sigur af
hólmi. Alþýðuflokkurinn náði
ekki því atkvæðahlutfalli, sem
aukning kjósenda í landinu
sagði íjil, en hélt sama at-
kvæðamagni og við kosning-
arnar næst á undan. Hann
bætti víða úti um land veru-
lega við fylgi sitt, en auðnað-
ist naumast að halda því sums
staðar, einkum í Reykjavík.
Kosningaaðstaða Alþýðu-
flokksins var vissulega mikið
örðugri en málefni stóðu til.
Hann hafði tekizt á hendur
bað vandasama, en lítið þakk-
láta hlutverk, að veita for-
fitöðu ríkisstjórn þriggja ólíkra
og ósamstæðra flokka og hlaut
því að semja og samhæfa, oft
við örðugar aðstæður, og þá
ekki sízt vegna þess, að hann
Var minnsti flokkurinn. Tím-
kr voru að mörgu leyti mjög
örðugir og vandsiglt á milli
tkers og báru. Kommúnistar
beittu allri áróðurstækni sinni,
og eins og venjulega óvönduð-
um meðölum, til þess fyrst og
Cremst að troða skóinn niður af
Alþýðuflokknum. Er það í
fullu samræmi við afstöðu
’jeirra alls staðar þar, sem þeir
eiga í höggi við jafnaðarmenn.
Þeir líta á þá vissulega, og ekki
að ástæðulausu, sem höfuð-
óvini sína. Baráttan við Sjálf-
ctæðisflokkinn var og víða
mjög hörð og af hans hálfu
skki alls staðar prúðmannleg.
Og verulegur hluti Framsókn-
arflokksins, og ekki hvað sízs
LJöð hans, báru Alþýðuflokk-
ínn síendurteknum röngum
cökum, sem þeir framan af i
tkjóli stjórnarsamstarfsins
gerðu óáreittir. Voru það eink-
íim sannanlega rangar fullyrð
ingar þeirra um fylgi Alþýðu-
Ookksins við kaupsýslumenn
gegn samvinnuféiögunum.
Hafði það án efa nokkur áhrif,
éinkum þar sem sá rógur hafði
verið rekinn um hríð án and-
svára, vegna stjórnarsamvinn-
unnar.
Við úrslit kosninganna var
það mjög áberandi hvað kjör-
íæmaskipun og kosningafyrir-
komulag er enn fjarri því, að
tryggt sé að alþingi sé örugg-
Lega skipað í réttu hlutfalli við
kjósendatölu flokkanna.
Ef sú skipan málanna hefði
verið réttlát, átti Alþýðu-
flokkurinn að fá 12 þing-
menn til þess að samræmi
hefði orðið, eftir kjörfylgi,
við 17 þingmenn Framsókn-
ar, en fékk sem kunnugí er
aðeins 7. Bak við hvern
þingmann Alþýðuflokksins
standa nú fieiri kjósendur
heldur en bak við þingmenn
hinna flokkanna. Sérstak-
lega er sá samanburðuf
ranglátur og áberandi hvað
snertir Alþýðuflokkinn ann
ars vegar og Framsóknar-
flokkinn hins vegar. Æítu
þessir áberandi gallar og
lýðræðislegt misrétti að
verða sterk hvöt fyrir alla
rétísýna menn, að breyta
þessu ófremdarástandi.
Að einu leyti voru úrslit
kosninganna mjög áberandi,
merkileg og gleðileg.
Sá flokkurinn, sem minnsta
kosti að formi til var einn
í stjórnarandstöðu, komm-
únistar, stóð algerlega í
stað, þrátí fyrir mjög hárða
og kostnaðarsama baráttu
um langt skeið. Sú síöðvun
er vissulega fyrirboði flótt-
ans, ef rétt er á haldið í
stjórnmálunum. Ætti einn-
ig svo að verða áður en
langt um líður, að komm-
únigtar verði hér, eins og
víðast í Vestur-Evrópu, á-
hrifaláús klíka ofsatrúar-
manna, er fær makleg laun
kjósenda fyrir ofbeldis-
hneigð og einræðismark og
blinda þjónustu við erlent
yfirgangsríki.
Stjórnarkreppan
og hin nýja stjórn.
Það var rökrétt afleiðing af
brottför Framsóknarráðherr-
anna úr ríkisstjórn og úrslitum
kosninganna, að ég baðst lausn
ar fyrir allt ráðuneytið 2. nóv.
s. 1. Eins og venja er, varð
fráfarandi ríkisstjórn að gegna
störfum unz ný stjórn væri
mynduð. Alþingi gat ekki kom
ið saman fyrr en 14. nóv. og
þá fyrst hófust tilraunir til
myndunar nýrrar stjórnar.
Var nauðsynlegt, eins og for-
seti _ brýndi fyrir alþingi, þeg-
ar það var sett, að fljótt tæk-
ist myndun nýrrar stjórnar.
Raunverulega hafði stjórnar-
kreppa verið frá því í júní,
þegar Framsóknarráðherrarn-
ir settu fram úrslitakosti, og
gerðu ráð fyrir að þeir myndu
víkja úr stjórninni í ágúst.
Allt samkomulag til undirbún-
ings lausnar á aðkallandi
vandamálum var farið út um
búfur og í stað þess komin bar-
átta og kosningahríð.
Eins og alkunnugt er sneri
forseti íslands sér fyrst til for-
manns Framsóknar, Hermanns
Jónassonar, og fól honum að
gera tilraun til myndunar
meirihluta stjórnar. Lá þá þeg-
ar orð á því, að Hermann
hefði haft nokkur samráð við
kommúnista og á milli hans
og þeirra væru taugar tengdar.
Sneri Hermann sér fyrst opin-
berlega til Alþýðuflokksins og
fór þess á leit, að hann tæki
|>átt 1 ríkisstjórn undir hans
forustu, sem raunverulega
væri minnihlutastjórn, er ef
íil vill leitaði eftir stuðningi
cða hlutleysi Sjálfstæðisflokks-
ins. Þingmenn og miðstjórn
Alþýðuflokksins höfðu áður
frætt og verið fullkomlega á
einu máli um, að sökum úr-
slita kosninganna og ólíkra
gjónarmiða, er hinir borgara-
legu lýðræðisflokkar annars veg
ur og Alþýðuflokkurinn hins
Vegar börðust fyrir í kosning-
Unum. þá væri það eðlilegast,
eins og sakir stæðu, að Al-
býðuflokkurinn væri hlédræg-
ur í sambandi við stjórnar-
(nyndun, og einnig að flokkur-
inn gáeti ekkert samstarf átt,
hvorki beint né óbeint, við
kommúnista um ríkisstjórn.
Alþýðuflokkurinn svaraði
stjórnarmyndunartilboði Her-
manns Jónassonar málefna-
iega, og kvað það nauðsynlegt
ikilyrði, ef flokkurinn gengi
iil stjórnarsamstarfs, að feng-
15 væri samkomulag, er flokk-
lirinn gæti við unað, um laush