Tíminn - 01.12.1965, Page 2

Tíminn - 01.12.1965, Page 2
TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 1. desember MŒTj Fjórír fengu silfurmerki SIS Á laugardag var haldinn að Hótel Borg árshátíð SÍS, og þar voru að venju afhent starfsaldurs- merki. Að þessu sinni voru það fjórfr heiðursmenn sem hlutu silfurmerki SÍS fyrir 25 ára þjón ustu í þágu fyrirtækisins. Þeir eru hér á myndinni fyrir ofan taldir frá vinstri: Hermann Ólafss- son afgreðislumaður í byggingavörudeild, Benedikt Jónsson gialdkeri í sjávarafurðadeild, Krist- inn Hannesson, verzlunarstjóri í véladeild og Ebeneezer Guðjónsson deildarstjóri í búsáhaldalager. Erlendur Einarsson forstjóri SÍS afhenti þeim merkin og heiðurslaun, og þakkaði þeim vel unnin störf í Þágu samvinnuhreyfingarinnar. Til þessa hafa 72 starfsmenn hlotið silfurmerkið fyrir 25 ára starfsaldur og fjórir hafa fengið gullmerki SÍS fyrir 40 ára starfsaldur. (Tímamynd K. J.) Hefur borgin einkarétt á FLUGU MED OFN TIL HVCRA VALLA MB—Reykjavík, þriðjudag. Þyrla Landhelgisgæzlunnar og Slysavamafélagsins flaug í dag upp á Hveravelli með stóran pott- ofn, sem nota á í stað eir-spírals er tærzt hefur upp í hvernum, sem hitar hitaveituna þar. Mikið frost hefur undanfarið verið á Hveravöllum og ólíft nema hafa góðau hita í húsum. . Björn Jónsson flaug þyrlunni að vanda, og með honum í förinni var Leifur Steinarsson frá Veður- stofunni. Leifur sagði, að í haust hefði eir-spírall verið settur í hver þann er hitar hitaveituna á Hvera vö'llum, en hann hefði ekki þolað hveravatnið og tærzt. Á hitaveitu kerfinu á Hveravöllum er venju- legt neyzluvatn, og varð kerfið því óvirkt við tæringuna og vegna hins mikla kulda, sem undanfarið hefur verið á Hveravöllum varð að kippa þessum málum í lag hið skjótasta. Var þá gripið til þess ráðs að fljúga upp eftir með stór an pott-ofn, sem sökkt var í hver inn og tengdur hitaveitukerfinu, en á því eru samtals níu ofn-ar. Auk þess var farið með ýmsar vist ir uppeftir. Björn Jónsson kvað ferðina hafa gengið ágætlega að vanda Þeir voru um hálfan annan tíma upp eftir og um klukkutíma 0g tíu minútur til baka. Nokkur snjór er uppfrá en eftir að kom niður fyrir Bláfell sást varla snjór. ff ? HZ—Reykjavík, þriðjudag. Tíminn hringdi í dag í Halldór Snoirason, sem ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Magnús, leikkonu hefur stofnað leikhús, sem ber heitið Borgarleibhús, og er nú mjög umdeilt. Enginn hefur komið að tali við okkur um að breyta nafninu. Við fórum til borgarfógeta og var nafn ið skráð án nokkurs múðurs eða vífilengja. Mér skilst, að mikil óánægju ríki meðal leikara og for ráðamanna í Leikfélagi Reykja- víkur, því til tals hefur verið, að bærinn léti byggja svokallað Borgarleikhús á Miklatúni, sem arftaka LR. — Hvað er á döfinni í sambandi við leikflokkinn? Jólaleikrit L. R. verður Hús Bernörðu Mba eftir Lorca GB—Reykjavík, þriðjudag. Æfingar standa nú yfir á jóla leikriti Leikfélags Reykjavíkur, sem verður „Hús Bernörðu Alba“ eftir Federico Garcia Lorca, að því er Sveinn Einarsson, leikhús stjóri tjáðj fréttamönnum í dag. Þýðandi er Einar Bragi, skáld. og leikstjóri Helgi Skúlason. Þetta verður annað leikritið, sem sviðsett er hér í Reykjavík eftir hið fræga spænska skáld. sem á bezta aldri varð fórnardýr spænskra fasista. Þeir myrtu hann ungan að aldri, þegar þeir voru að brjótast til valda á Spáni. Fyr ir nokkrum árum flutti Þjóðleik- húsið í fyrsta sinn leikrit eftir hann, „Blóðbrúðkaupið’’. En, sem sagt, .,Hús Bernörðu Alba“ verð ur frumsýnt í Iðnó á jólum. — Við erum að æfa tvö stykki, og það þriðja er í undirbúningi. Við erum fámenn, það er lítið af leikurum á lausum kili á vet- urna, helzt nýútskrifaðir nem- endur úr leikskólunum. Við ætl- um að afla okkur búninga og leik tjalda á eigin spýtur, annað hvort tökum við þau á leigu, eða þá að við kaupum þau. Fyrirhugað er að fara í sveitirnar hérna í ná- grenni Reykjavíkur og halda sýn- ingar. .Við reiknum með að hajda jólasýningar, en óvíst er, hvort af því verði. Segja má, að Reykjavíkurborg hafi fengið einkarétt á forskeytinu Borgar- og hún hefur skírt upp ýmsar borgarstofnanir eins og t.d. Bæjarbókasafn Reykjavíkur, sem nú heitir Borgarbókasafn Reykja víkur. Annars halda ýmis eldri einstaklingsfyrirtæki eins og t.d. Borgarþvottahúsið, Borgarbúðin og Borgarfell nöfnum sínum ó- breyttum, því ekki eru mörg ár síðan Reykjavíkurborg tók upp á því að kalla stofnanirnar nöfn- um með forskeytinu Borgar-. Ó- breytt eru ennþá nöfn eins og Bæjarútgerð Reykjavíkur, Bæjar- þingstofa Reykjavíkur og Bæjar- þvottahús Reykjavíkur. Engar regl ur eru fyrir hendj um nafngiftir með forskeytinu Borgar-, en það er illa liðið, að einstaklingar noti þau í heiti á fyrirtækjum sínum. Jólafundur Hús- mæðrafélagsins Jólafundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur, verður haldinn að Hótel Sögu, þriðjudaginn 7. des- ember kl. 8., e.h. og hefst með jólahugleiðingu og söng. Séra Frank M. Halldórsson. Jólafundur félagsins er orðin árviss skemmti og fræðslufundur húsmæðra í Reykjavík fyrir jól- in, þar sem þær fá tækifæri til að sjá ,og heyra ýmislegt nýtt í mat- argerð og bakstri. Dröfn Farestveit húsmæðra kennari, sýnir ýmsar skemmtileg- ar nýjungar og gefur góð ráð, þar á meðal um hinn vinsæla síld arvagn hússins, er hún kynnir fyr ir konum. Okkar skemmtilegi blómamaður Ringelberg, mætir og rabbar um jólaskreytingar. Jólahappdrætti með handgerð- um munum og jólaskreytingar sælgæti, og matur. Óvæntur en kærkominn gestur lítur inn og allir gleðjast. Félagskonum verða afhentir að göngumiðar á laugardag 4. des. kl. 2—5 að Njálsgötu 3. Eftir þann tíma, frá 5—7 sama dag fá utanfélagskonur miða er eftir verða, því eins og venjulega er öllum heimiH aðgangur meðan hús rúm leyfir. GRAMANN, NYR SJONLEIKUR EFTIR HÖFUND HJALTA LITLA GB—Reykjavík, þriðjudag. i Nýtt íslenzkt barnaleikrit, Grá- i mann. eftir Stefán Jónsson, rithöf | und, frumsýnir Leikfélag Reykja ' víkur i Tjarnarbæ n.k. laugardag | kl. .4 síðdegis undir leikstjórn Helgu Baehmann. Verður þetta í senn fyrsta leikrit. sem Stefán skrifar beint fyrir leiksvið, og fyrsta ieikstjórnarverkefni Helgu Þau og Sveinn Einarsson. leik hússtjóri, ræddu við fréttamenn i dag Sagði Sveinn. að þetta vrði þriðja islenzka barnaleikritið. sem frumflutt væ^-i á vegum LR Þetta leikrit vær; alíslenzkt að efni að meginþræðj byggt á einu (slenzku ævintýri. en efni úr öðrum fléttar inn í, og gegndi það rauna* f»-* hve lítið islenzkir rithö' gerðu af því að sækja efm rita fyrir börn í íslenzkar þjóðsög ur og ævintýri. sem væru miklar námur til að vinna slíkar bók- menntir úr. En mikið happ taldi hann það Leikfélagi Reykjavíkur að hafa fengið þetta verk frá hendj Stefáns Jónssonar. því fáir hefðu með bókum sínum eignazt slíkan hljómgrunn í hugum ís- lenzkra barna og unglinga sem hann. Alls tækju um tuttugu manns þátt þessum sjónleik en með aðalhlutverk færu Steindór Hjörleifsson (kóngur) Sigriður Hagalír (drottning) Sigmupdur Örn Arngrímsson (Grámann) Guð mundur Pálsson (karl) Guðrún Stephensen (kerling' Kristín tnn,, Þórarinsdóttii rVordísin lónsson 0g Borgar Garðars veir náungar) Leikmyndii otir Steinþór Sigurðsson, sönglög eftir Knút Magnússon og dansspor hefur Lilja Hallgríms- dóttir samið. Stefán Jónsson kvað/ það bafa verið að beiðni stjórnar LR, að hann gerð; tilraun til að semja leikrit upp úr íslenzkum ævintýr um hand.a börnum og væri Grá- mann árangur þeirrar tilraunar Og mikia ánægju hefði hann haft af samvinnunnj við Helgu leik- 'tjóra Helga svaraði i sömu mynt og lét þess getið að lokum. að hún hefði ætíð verið mikill aðdáandi Stefáns Öllum væri i fersku minni et Stefán sjalfur flutti söguna af Hjalta litla sem fram haldssögu i útvarpinu. og væri hún sannfærð um, að „litli bróðir hans. Grámann Stefánsson' mundi líka eiga eftir að lifa lengj í hug um íslenzkra barna.. í Kirkjutónleikar í Landakotskirkju GE—Reykjavík, þriðjudag, Næstkomandi fimmtudag, 2. des ember efnir Sinfóníuhljómsveit íslands til jólatónleika í Kristis- kirkju Landakoti. Stjórnandi verð ur Björn Ólafsson, einleikarar verða Björn Ólafsson og Jósef Felzmann og einleikari á orgel verður Árni Arinbjarnarson. Á efnisskránni er konsert fyrir 2 fiðlur og strengjasveit í a-moll eftir Vivaldi, tokkata í F-dúr eftir Bach, einleikari á orgel er Árni Arinbjarnars’on, aría úr svítu nr. 3 í D-dúr eftir Bach, sálmur í a- moll, einleikur á orgel Árni Arin bjarnarson, og að lokum Jólakon- sertinn eftir Corelli. Þetta verður í fyrsta skipti, sem Björn Ólafsson stjórnar tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveitinni. Árni Arinbjarnarson er fastur fiðluleik ari í Sinfóníuhlj ómsveitinni, en er jafnvígur á fiðlu og orgel, hefur tekið lokapróf frá Tónlistarskólan um í báðum greinum og jafnframt stundað framhaldsnám í London. Hann hefur leikið víða á bæði þessi hljóðfæri, svo sem í Tékkó- slóvakíu og á Norðurlöndum. ÁFENGUR BJÓR Framhaid af bis 16. flutt til Akureyrar 1944. 1960 urðu eigendaskipti að fyrirtækinu og eru eigendur í dag flestir þeir sömu og keyptu það þá. Valdimar sagði, að Sana hefði samið við danska verkfræðifyrir- tækið Alfred Jörgensen um að setja upp allar vélar og kenna starfsmönnum Sana ölgerðina, en fyrirtæki þetta hefur sérhæft sig á þessu sviði og sett upp ölgerð- ir víða um heim. Nýtur það mikils álits á þessu sviði og er talið í fremstu röð slíkra fyrirtækja. Ekki er nema stigsmunur á gerð þess öls, sem leyfilegt er að selja á innlendum markaði og sterkara öls, og því auðvelt fyrir Sana að framleiða áfengt öl. Valdi- mar kvað nú í athugun með út- flutning áfengs öls á markaði í Bandaríkjunum og Kanada, en mál þessi væru enn á algeru byrj unarstigi, og ekkert unnt að segja til um á þessu stigi málsins, hvern ig sú sala gengi. Valdimar kvaðst vilja taka snr- staklega fram, að engir erlendir aðilar stæðu á neinn hátt á bak við þessa breytingu á verksmiðj- unni, né kæmu til með að ann- ast sölu á framleiðslu hennar á erlendum markaði, ef úr yrði. í stjórn Sana eru: Valdimar Benediktsson, Eyþór H. Tómas- son og Jón M. Jónsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.