Tíminn - 01.12.1965, Page 13

Tíminn - 01.12.1965, Page 13
FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 8 Það er hærra en nokkru sinni fyrr. Nýjrnn sköttum er bætt ofan á þá, sem fyrir eru. Minna varið til uppbyggingar en áður. Hærri rekstrarkostnaður og eyðsla. ijjtgjöld samkvæmt þessu fjár- lagafrumvarpi munu verða um 4 milljarðar, er til framkvæmda kemur, og er þó engu varið til vegamála, eins og síðar verður að vikið. Hækkun fjárlaga er orðin 4—5-föld frá 1958 og nærri þre- föld frá 1960. Nýjar álögur í sam- bandi við fjárlögin verða um 230 millj. kr., og hafa því skattar og tollar hækkað um 380% síðan 1958, og þetta gerist á sama tíma sem fjárveitingar til verklegra framkvæmda lækka hlutfallslega ár frá ári og nú í krónutölu, eins og síðar verður að vikið. Fjárlaga- frv. greinir þó ekki frá öllum hækkunum, sem í vændum eru og raunverulega hanga þó á spýtum. Samkvæmt upplýsingum, er póst og símamálastjóri veitti fjárveit- inganefnd, vantar, að hans dómi, a.m.k. 60 millj. kr., svo að póstur og sími verði rekinn hallalaust á næsta ári, þó að verulega verði dregið úr uppbyggingu þeirri, er Landssíminn hefur haldið uppi, og verður að halda áfram, ef starf semi stofnunarinnar á að verða með eðlilegum hætti. Þessar upp- lýsingar þýða það, að stofnunin verður að hækka gjaldskrá sína. Sömu sögu er að segja af rekstri Ríkisútvarpsins. Þar verður að hækka gjaldskrána, ef stofnunin á að vera rekin hallalaust á næsta ári. Þannig sogar dýrtíðin til sín og eyðir þeim möguleikum, er stofnanirnar höfðu til sæmilegrar afkomu, og ráðstafanir til bjargar þeim verða svo til að auka hraða dýrtíðarlijólsins. Hvernig er tekið á nauðsynleg- um verkefnum með þessu fjárlaga frumvarpi? Skal hér gerð grein fyrir því. Afgreiðsla á fjárveitingum til stofnkostnaðar skóla er látin bíða til þriðju umræðu, svo að ekki er enn þá vonlaust, að einhver leiðrétting verði á þeim málum. En eins og málin standa nú, vant- ar 58 millj. kr., til þess að fjár- veiting til þeirra skóla, sem eru í byggingu, verði hliðstæð því, sem verið hefur í fjárlögum um nokk- urra ára bil, þ.e. að áætlaður stofn kostnaður verði greiddur á fimm árum, svo sem lög mæla fyrir, og leiðréttingar og verðhækkanir, sem þekktar eru, á þremur árum. Það er augljóst, hvaða ástand það skapar hjá sveitarfélögum lands- ins, er að þessum byggingum standa, ef 5 ára greiðslufyrirheit- in verða enn skorin niður um 20 % og engar leiðréttingar gerðar, svo sem nú horfir, og þar við bætist, að veita á aðeins 6.5 millj. kr. til nýrra barnaskólabygginga og 4.8 millj. kr. til nýrra gagn- fræðaskóla. Þessar fjárveitingar þýða það, að hægt verður að sam- þykkja fjárveitingu til að hefja byggingu þriggja barnaskóla og einnar skólastjóraíbúðar, af þeim 25 framkvæmdum í barnaskólum, er umsóknir liggja fyrir um.ÍÞar við bætist, að samkvæmt stjórn- arboði er ekki farið að hefja 25 framkvæmdir i barnaskólum, sem Alþingi hefur þó samþykkt fjár- veitingar til og forráðamenn heima í héruðum hafa sótt fast á að fá að hefja. Sést á þessu yfirliti, á hverjum stendur um það að koma skólaframkvæmdum í samræmi við þörf og kröfur nú- tímans. Þar liggur hlutur ríkis- sjóðs eftir, og horfa þessi mál verr nú en áður hefur verið. Sama er um gagnfræðaskóla og héraðs- skóla að segja og um barnaskól- ana, ástandið er þar mjög svip- að. Til þess að útgerð landsmanna geti færzt í aukana og flotanum bætzt stærri og stærri skip, þurfa hafnarframkvæmdir að fylgjast með þessari þróun. Hvernig stend ur ríkisstjórnin um fjárveitingar til þessara framkvæmda? Þannig, að fjárveitingar eru lækkaðar um ca. 15—20% frá fjárlögum þessa árs. Til hvers leiðir þetta? RíkisSjóður skuldaði að sínum hluta til hafnarframkvæmda 24 millj. kr. í árslok 1964, en kemur til með að skulda ca. 60 millj. kr. í árslok 1966 samkv. yfirliti vita- og hafnarmálastjóra. Flugmálin er eitt af óskamálum þjóðarinnar. Hvernig ætlar ríkis- stjórnin að standa að þeim á næsta ári? Flugmálastjóri upp- lýsti, að búið er að vinna fyrir 10 millj. kr. af fjárveitingu næsta árs. Þá eru eftir til framkvæmda á árinu 1966 4.580 millj. kr. En auk þessa eru svo felldir niður á 13. gr. fjárlagafrv. til Reykja- víkurflugvallar liðirnir: endurbæt- ur og lenging flugbrauta og mal- bikun flugbrauta 3.3 millj. kr., og talið er, að það eigi að greið- ast af fjárveitingum á 20. gr., svo að þá eru eftir 1.3 ^millj. kr. til framkvæmda í öllum fiugvöllum landsins. Augljóst er, að íslend- ingar hefðu ekki náð þeim árangri í flugmálum, sem raun ber vitni um, ef ráðamenn þjóðarinnar hefðu ekki sýnt meiri skilning á nauðsyn flugsins í okkar sam- göngu- og atvinnulífi en hér er gert. Fjárveiting til framkvæmda I rafvæðingu við lagningu út um sveitir landsins er lækkuð um 20 % frá núgildandi fjárlögum, þrátt fyrir brýna nauðsyn og þann geysi áhuga, sem fólkið úti um lands- byggðina sýnir á rafveitufram- kvæmdum. Þetta er gert jafnhliða því, að lagður er 40 millj. kr. skattur á rafmagnsverðið. Að jarð hitasjóðnum er þannig búið með fjárveitingu, að hann getur ekki tekið að sér neinar jarðboranir ■ á næsta ári, aðeins sinnt lítilsi háttar rannsóknum, að því er raf- j orkumálastjóri upplýsti í viðtali' við fjárveitinganefnd. Það tekur svo steininn úr, að | felldar eru niður af 13. gr. fjár- lagafrv. þær 47 millj. kr., sem veittar voru til vegamála sam- kvæmt fjárlögum, munu þetta verða fyrstu fjárlögin í sögu ís- lenzku þjóðarinnar, þar sem eng- in fjárveiting er til framkvæmda í þjóðvegum. Þegar ríkisútgjöldin voru um 900 millj. kr., eins og þau urðu 1958, var hægt að veita til vega- komulag um þá afgreiðslu. Með þeim voru þó lagðar á þjóðina 100 millj. kr. í nýjum sköttum. Ástæðan til þessa samkomulags var sú, að þingmenn töldu, sem rétt var, að svo brýna nauðsyn bæri til stórátaka í vegamálum, að þetta yrði að gera. Fjárveit- ing samkvæmt fjárlögum var þá ákveðin 47 millj. kr. Nokkrar um- ræður urðu um það. hvort tryggt ríkisframlag til veganna verði lækkað, það er alveg útilokað.“ Þetta sagði ráðherrann í þingræðu hinn 17. des. 1963. Samkomulagið um vegalögin byggðist á þvi, að þetta væri tryggt. En hverjar eru efndirnar hjá rík- isstjórninni? Á árinu 1965 var þetta framlag skert um 20%, og nú á að fella það algerlega niður. Við það verður ekki unað og því L 1920 VERÐ 550 Bueðat’magn 13,2 lonn á gcinfil W& ERCEDES-BENZ .000. Vél 230 Hestöll Burðarmagn 18,4 tonn á gpínd IWíðstöð, mótorhemill, vökvastýri, drif. tós, styrkt grind, sfyrktar f jaröir, sturtu- drif, rúðuspraufa, horngluggar, breidd- arljös. RÆSIR H-F mála 83 millj. En nú, þegar þau verða um 4 milljarðar, er svo komið, að ekki er hægt að sjá af einum eyri til þjóðvega lands- ins. Þar fann ríkisstjórnin leið til að spara útgjöld ríkissjóðs, ekki skortir hugkvæmni á þeim bæ. Hér hefur þó ekki verið sagt allt, er þetta mál varðar. Þegar vegalögin voru afgreidd á Alþingi fyrir tveimur árum. varð sam- væri, að þessi fjárveiting yrði ekki skert, og vildu sumir, að það yrði bundið i lögum, hver hún ætti að vera Samgöngumálaráð- herra, sem að sjálfsögðu stóð fyr- ir þessu samkomulagi af hálfu ríkisstjórnarinnar, staðfesti það, að þessi fjárveiting yrði ekki skert eða felld niður, m.a með þessari yfirlýsingu: „Engin hætta er á því og alveg útilokað. að ekki trúað. að samgöngumálaráð- herra láti fara þannig með sig, að ekki verði staðið við það sam- komulag, sem hann hefur gert við stjórnarandstöðuna. Það mun verða okkar eina brtt. að þessu sinni, að þessi fjárveiting verði tekin upp. Eitt dæmi viljum við tilgreina Framhald 6 bls. 14.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.