Tíminn - 12.12.1965, Qupperneq 1
24 SÍÐUR
284. tbl. — Sunnudagur 12- desemb&r 1965 — 49. árg.
ÖSRAM
i
Ljósaperur
30 KÆRÐIR
FYRIR OF-
HLEDSLU
MB-Reykjavík, laugardag.
Allmikið hefur verið um það
að skipstjórar á síldveiðiskipum
eystra hafi verið kærðir fyrir of-
hleðslu á skipum sínum í sumar,
en nokkuð misjafnlega virðast við
komandi yfirvöld vera vakandi á
verðinum í þessum málum, eftir
þeim upplýsingum að dæma, sem
blaðið hefur aflað sér. AUs hafa
verið kærð 30 tilfelli og einn
skipstjóri hefur verið kærður
fimm sinnum. Mál þessi verða af-
ViSAÐ TIL
YFIRNEFNDAR
Á fundum Verðlagsráðs sjávar
útvegsins, sem haldnir hafa veríð
svo til daglega síðan 22. nóvember
hefur verið unnið að ákvörðun
lágmarksverðs á bo'lfiski og flat-
fiski, sem gilda á frá 1. janúar n.
k. Samkomulag hefur ekki náðzt,
og var verðákvörðununum því
vísað til úrskurðar yfimefndar á
fundi ráðsins í gær.
í yfirnefndinni eiga sæti:
Tilnefndír af hálfu fulltrúa fisk
selienda í ráðinu, Kristján Ragn
arsson, fulltrúi, Reykjavík frá út
gerðarmönnum og Tryggvi Helga
son, sjómaður, Akureyri, frá sjó
mönnum.
Tilnefndír af hálfu fulltrúa fisk
kaupenda í ráðinu, Bjarni V.
Magnússon, framkvstj., Reykjavík,
og Helgi G. Þórðarson, framkvstj.,
Hafnarfirði.
Oddamaður yfirnefndar er Jónas
Haralz, forstjóri Efnahagsstofnun-
arinnar.
grcidd fyrir siglingadómi.
Blaðið áttí í dag tal við sýslu-
menn og fógeta eystra, og einn-
ig við Gunnar Þórarinsson skipa
eftirlitsmann í Neskaupstað, en
hann fylgdist með öllum slíkum
málum á Austurlandi. Gunnar
sagði, að um þrjátíu tilfelli hefðu
verið kærð. Kærur þessar eru
sendar saksóknara ríkisins, en
hann sendir málin til siglinga-
dóms.
Kærurnar munu skiptast þann-
ig að tvö tílfelli hafa verið kærð
á Vopnafirði, eitt á Seyðisfirði, tvö
á Reyðarfirði, fjögur á Eskifirði,
tvö á Fáskrúðsfirði og nál. tutt-
ugu í Neskaupstað.
Gunnar er sjálfur búsettur i
Neskaupstað og mun hafa lagt
fram flestar kærurnar en nokkuð
þykir honum skorta á, að nægilega
rösklega hafi verið fram gengið á
sumum stöðum, þar sem mjög mik
íl umferð síldveiðiskipa hefur ver
ið. Er það^vitanlega mjög slæmt,
vegna Þess að skipstjórar vjija
heldur fara til þeirra hafna. þar
sem þeir búast fremur við að
sleppa við kærur vegna mikillar
hleðslu skipa sinna.
Þetta er fyrsta sumarið sem
gengið er hart eftir brotum á
hleðslureglum sildveiðiskipa, en
mjög hefur veríð um það rætt und
anfarið að nauðsynlegt sé að
framfylgja stranglega settum regl
um um þetta efni, enda ekki vafi
á að ofhleðsla á sök á mörgum
skiptapanum á undanförnum ár-
um, þótt önnur atriðj komj þar
vitanlega einníg við sögu. Gefur
auga leið, að úr því loks er farið
að hreyfa við Þessu alvarlegá máli
þarf að gera það alls staðar og af
fullri einurð.
It is unavoidable that people ghould aek what uae and for
whoae good it is when States sign high-flown deolarations of human
rights which they have little will and lesa means of fuifilling in
their home countries. . I recall when an old and venerable friend of
mine, an Icelandic Supreme Court Judge, said to me about Stalin's
constitution for the Soviet Union just about the time when the in-
famous Moscow trials were in their climáx, that it seemed to him
that human rights and demooraoy had become pretty well established
in the Soviet Union. I understood these words of my excellent
friend as a sign of the fact that he was no longer in sufficiently
close touch with reality. ; But.since this happened to an experienced,
highly lntelligent and benevolent judge, then what would happen to
those less qualified for factual evaluation?
, i
Þetta er kaflinn í ræðu Bjarna um hæstaréttardómarann: ,,Það er óhjákvæmilegt að fólk spyrji til hvaða gagns
og hverjum tii góðs það sé þegar riki undirrita hástemmdar yfirlýsingar um mannréttlndi sem þau hafa
lítinn vilja og enn minni möguleika tfl að uppfylla í heimalöndum sínum. Eg minnist þess þegar gamall 1
og virðulegur vinur mlnn, íslenzkur hæstaréttardómari, sagði við mlg um stjórnarskrá Stalins handa Sovét- :
rikjunum rétt um það bil sem hin illræmdu réttarhöld í Moskvu voru á hátindl að honum virtist sem mann-
réttlndi og lýðræði hefðu náð allgóðri fótfestu í Sovétrfkjunum. Eg hafði orð mins ágæta vlnar tll marks um |
það að hann væri ekkl lengur í nægilegri snertingu við raunveruleikann. En fyrst þetta gat komið fyrir
reyndan, hágáfaðan og virtan dómara, hvað gat þá hent þá sem voru síður hæfari til að meta staðreyndir." ,
Hæstaréttarddmara skorti
snertingu við raunveruleika
Rcykjavík, laugardag.
Bjarni Benediktsson, forsætisráð
herra, flutti á sífíastli'ðnu sumrí cr
indi á 7. Stúdentaráðstefnu Atl
antshafsbandalagsríkjanna, sem
hann nefndi .,Law and order in
international relations". j þessu
erindj kaus forsætisráðherra að
víkja þannig að ónafngreindum
hæstaréttardómara íslenzkum, að
furðu sætir. Er nánar vikið að
þessum ummælum Bjarna í þætt
inum „Menn og málefni“ hér í
blaðin-u í dag.
Forsætisráðherra hefur að und
anförnu talað þannig um hæsta-
réttardómara. að annað eins hef-
ur ekki sézt á prenti. Um þau við-
horf sín tíl æðstu embættismanna
hefur hann Þó fjallað á innlend-
um vettvangi. Nú hefur hins vegar
komið í ljós, að hann hefur talið
henta að lítilsgilda virðingu Hæsta
réttar á alþjóðlegri ráðstefnu, sem
haldin var hér í sumar með því að
vitna tíl orða ónafngreinds hæsta-
réttardómara og leggja síðan þann
ig út af þeim, að þau sýndu að
dómarinn „væri ekki lengur I
nægilegri snertingu við raunveru-
leíkann'*. Þeir fulltrúar frá Nato-
ríkjunum, sem sátu þessa ráð-
stefnu hafa sjálfsagt aldrei heyrt
þannig talað um hæstaréttardómara.
En það má vel vera að forsætis-
ráðherra Þyki hæfa að kynna þann-
ig hæstaréttardómara íslenzkan,
fyrir erlendum mönnum, að hann
sé „ekki lengur í nægilegri snert-
ingu víð raunveruleikann". Full-
trúar á þessari alþjóðlegu ráð-
stefnu hafa að líkindum ekki feng
ið háap hugmyndir um æðsta dóms
valdið í landinu eftir að hafa
hlustað á þessa lýsingu ráðherr-
ans.
BÍLALEIGUBÍLAR
ENN ÁUPPBODI!
HZ-Reykjavík, laugardag.
Eftir kröfu tollstióra o. fl.
verða rúmir 60 bílar boðnir upp
á nauðungaruppboði, fimmtu-
daginn 16. desember. Meðal
þeirra eru 7 bflar frá bílaleig
unni Bíllinn, sex Singerbílar
og einn af HiIIman gerð. Um
þessar mundir hefur Kristján
Kristjánsson tekið fjárnámi 15
bfla Almennu bflaleigunnar
sem er í eign Kára B. Helga
sonar vegna vangoldinna
skulda, Virðist því, sem rekst-
ur bflaleigufyrirtækja sé lítt
ábatasamur.
Allmargar bílaleigur eru
starfræktar í borginni, sumar
bera sig vel en aðrar miður vel.
Helzta orsök taps á rekstri bila
leiga mun vera skemmdír á
bílunum, og þar sem bílaleig
urnar eru það litlar yfirleitt Þá
borgar sig ekki fyrir þær að
hafa sérstakan viðgerðarmann
og því verður viðgerðarkostnað
ur á bílunum mikill. Auk þess
liggja miklir peningar i lánum,
Tryggingaiðgjöld hækkuðu um
100% á s. 1. ári og hækka þau
reksturskostnaðinn til muna.
Fróðir menni telja, að reka
megi bílaleígur jafnt litlar sem
stórar með hagnaði ef vel sé
haldið á spöðunum. En hitt er
annað mái að það er ekki nóg
að kunna að skrifa nafnið sitt,
ef ekkert vit á bókhaldi og al-
mennum rekst.rí e- fv-ir hendi
Mikil samkeppni er milli bíla
leiga. Á veturna þegar ferða-
mannastraumurinn er lítill
lækka bílaleigurnár leiguna á
bílunum til hagræðis fyrir ís-
lendinga. Engin samtök eru
milli bílaleiganna um Þessa
verðlækkun enda er raunin sú
að þær eru mismiklar.
Til þess að bæta úr rekstri
bílaleiga má nefna ýmsar leið-
ir. í fyrsta lagi er það ekki
fráleit hugmynd að ferðaskríf-
stofurnar tækju við rekstri
þeirra. Ef af því gæti ekki orð
ið má benda á samvinnu þeirra,
þær gætu rekið sameiginlegt
verkstæði eða komið sér saman
um einhverja úrbót á rekstrin
STUTT ER I
ÞOTUKAUP
MB-Reykjavík, laugardag.
Enn er undirbúningur að þotu-
kau.pum Flugfélags fslands í full-
um gangi og nú er skammt í að
cndanleg ákvörðun verði tekin í
þeim málum, að þvi er Örn John-
son forstjóri félagsins tjáði blað-
inu í dag. Hann kvað ákvörðunina
að vísu ekki verða tekna alveg
næstu daga, en nú færi að sjást
fyrir endann á undirbúningnum.
— Það er svo margt að athuga
í sambandi við þessi kaup, að und
irbúningurinn hefur dregizt held-
ur meira á langinn en við vonuð-
um fyrst. Það er ekki einungis að
við verðum að bera saman kaup-
verð vélanna, við verðum að
kynna okkur allan reksturskostn-
að gaumgæfilega, gera áætlanir
um flutningaþörf og getu, flug-
vallarmálin fléttast inn í þetta og
ótal margt fleira, sagði forstjór-
inn. — Ég vil ekki spá neinu
ákveðnu um þann dag, sem við
getum tekið endanlega ákvörðun
í málinu, það verður ekki nú al-
veg næstu daga, en vonandi líða
ekki margar vikur þangað til.
— Hafa nokkrar nýjar tegund-
ir verið teknar til athugunar. eða
hafa nokkrar þeirra tegunda sem
til athugunar voru verið útilokað-
ar?
— Nei, þar er allt óbreytt enn
þá, og verður raunverulega þar
til hin endanlega ákvörðun verður
tekin.
60 þúsund
freðfisk-
kassar
AS-Ólafsvík, laugardag.
j gær náði hraðfrystihúsið
Kirkjusandur í Ólafsvík þeim
áfanga að framleiða 60 þúsund
freðfiskkassa á þessu ári. Er það
fyrsta hraðfrystihús á vegum Sam
bands íslenzkra samvinnufélaga,
sem nær þessu framleiðslumagni.
Framleiðslan hér í Ólafsvík hef
ur gengið ágætlega í ár, eins og
sést á þessu, enda hefur atvinna
verið mikil, og aflabrögð góð. í
tilefni þess að þetta framleiðslu-
mark hefur náðst efnir Kirkju-
sandur í Ólafsvík í kvöld til fagn-
aðar með starfsfólki frystihússins.