Tíminn - 12.12.1965, Qupperneq 5

Tíminn - 12.12.1965, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 12. desember 1965 TÍMINN 5 Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framikvæmdastiórl: Krlstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Ang- lýsingastj.: Steingrlmur Gíslason. Ritstj .skritstof ur j Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Ásíkriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu fcr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f. Stjórnin getur ekki kennt öðrum um ÞaS er orðinn háttur stjómarblaðanna að reyna að kenna öllum öðrum en ríkisstjóminni um það öngþveiti, sem nú ríkir í efnahagsmálum landsins. Engin ríkisstjórn hefur þó haft meiri afskipti af þessum málum né tekið sér meiri völd. Þetta er greinilega rakið í nefndaráhti fulltrúa Framsófcnarmanna í fjárveitinganefnd um fjárlagaframvarpið, en þar segir svo: „Ríkisstjómin tók 1 sínar hendur, með breytingu á lögum um Seðlabanka íslands, stjórn á peningamálum og bankamálum þjóðarinnar, og með þeim ráðstöfunum, «em hún hefur látið stjóm Seðlabankans gera með spari fjárbindingunni, vaxtahækfcuninni og styttingu á láns- tíma fjárfestingalána, hefur hún sýnt stefnu sína í fram kvæmd. Ríkisstjómin hefur tvö síðustu árin þ. e. árin 1964— 1965, svo að segja staðið sjálf í beinum samningum við verkalýðsfélögin um kaup og kjör félagsmanna þeúra. Hún áfcvað síldarverðið á s. 1. sumri og stóð að samning um við útgerðarmenn um fiskverðið. Og nú sl. haust var landbúnaðarverðið einnig ákveðið af stjórnskipaðri Rftdsstjómin hefur því haft í sínum höndum þau atriES, er efnahagsmál þjóðarinnar hvíla á, þ. e.: fjármál ríMssjóðs, stjóm banfea og peningamála, kaupgjald og v>raÆ3a@smál- ARt stjómartímabil núverandi valdhafa hefur árferði verið með eindæmum gott, aflabrögð og framleiðsla meiri en nafckru sinni fyrr. Ríkisstekjur hafa verið í samræmi við þetta góða árferði og farið langt fram úr áætlun, og það svo, að samanlagt hafa ríkistekjur farið 1021 millj. kr. fram úr áætlun fjárlaga síðustu fimm árin. Það er ljóst af því, sem hér hefur verið fram tefcið, að stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hefur getað notið sín. Ríkisstjórnin hefur því ekki við neinn að sak- ast nema sjálfa sig um, hvernig farið hefur um stjórn hennar í fjármálum ríkisins og efnahagsmálum þjóðar- innar.“ Þessum staðreyndum verður vissulega ekki hrandið. Stjórnin hefur haft öll skilyrði til að framkvæma stefnu sína og tekið sér öll völd, seip til þess hefur þurft. Hún getur því ekki skellt skuldinni á aðra. Hún getur ekki við neinn sakast nema sjálfa sig. Bækurnar og jólin Fátt er eins samtengt í ársins hring sem bækur og jól hér á landi og raunar víða í löndum, og þótt ýmsir tali um það með réttu, að betra væri, að bókaútgáfan dreifð ist meira um árhringinn, munu flestir viðurkenna, að bækur og jól eigi góða samleið. Fyrir þessi jól kemur út mi’kill fjöldi ágætra bóka, fallegra og vandaðra, þótt ef til vill séu lélegu bækurnar fleiri en þær góðu. Sá mikli siður að gefa vinum sínum bækur í jólagjöf er í senn fagur og þroskavænlegur, og líklega á hann meiri þátt í því en flest annað, hve heim ilisbókasöfn eru yfirleitt stór hér á landi. En eigi að síður er það mikið vandaverk að velja öðrum bók, og í það eiga menn að leggja alúð og umhyggju. Menn tala um, að bækur séu mjög dýrar hér á landi. Það er vafalaust rétt. Það hlýtur að koma miög til álita að fella söluskatt niður af bókum, eins og norska stjórn in nýja hefur t. d. ákveðið að gera. „Það er undarlegt að reyna“ Kvæði Jónasar Hallgríms- sonar í eiginihandarriti. Jónas Hallgrímsson Þegar fslendingar taila um handrit, eiga þeir við merkilega, forna dýrgripi, skinnbækur, og Handritastofnun er aðeins tengd þeirn og engu öðru. Eru þá til önnur handrit? spyr maður sjálfan sig undrandi, ekiki sízt, þegar upp í hendur berst stór og þykk bók í Ijósbrúnu skinni, og á kili hennar stendur: Kvæði Jónasar Hallgrímssonar. Maðor opnar þessa bók, flettir nokkr- um þykkum og þungum blððum og sér, að útgefandinn er Hand- ritastofnun fslands og bókar- feður Einar Ól. Sveinsson pró- fessor og Ólafur Halldórsson cand. mag. Maður flettir og flettir og þá blasa við augum og óma við eyru uppsprettulindir fegurstu Ijóða, sem íslendingur hefur ort. Orðið „handrit“ hef- ur fengið nýja merkingu, og Handritastofnnnin fært út riki sitt um ný Iðnd og álfur. Maður undrast þá hugmyndakreppu sjálfs sín að hafa ekki látið sér detta það í hug, hver lrfsnauð- syn og fagnaðarauki það væri að leiða augum, blað fyrir blað, Ijóðahandrit Jónasar Hallgríms- sonar. Þessi nýja snerting við listaskáldið nálgast það mest að heyra það flytja ljóð sín, og segir jafnvel stundum meiri sögu og veitir dýpri skilning á sköpun listaverks. _ Við lesum inngangsorð Einars Ói. Sveinssonar, sem leiðir okk ur í grun um það, hvaða heim nákvæm skoðun þessara þrjú hundruð myndablaða muni sýna okkur: „Stundum, einkum á síðari árum, eru til bæði fyrsta upp- kast kvæðis og hreinskrift, og við ber það, að til séu millilið- ir. Af öllu þessu hefur uppkast oftast styrkust, stundum sárust áhrif á lesanda. Það er undar- legt að reyna. Það er sem skáld ið sé við hlið hans, lesandinn skynjar, hvernig innblásturinn grípur skáldið, stundum í einu vetfangi, stundum sprettur kvæði úr langviðri hugans. Nokkrum sinnum hripar skáld- ið vísu eða kvæði á blað með blýanti, án efa er hann þá stund um úti í náttúrunni. Stundum má sjá velkt blöð, þau hafa verið lengi í vasa, en á sínum tíma sækir hálforta kvæðið á hann, og hann tekur til við það að nýju. Eða Jónas er niður- sokkinn í náttúruskoðun, eða hann situr yfir minnisblöðum sínum eða bókum, og hann íhug- ar og skráir hvað í er jörðu eða á heima á Fróni, en áður en varir fer penninn að rita annarlegt mál, orðin falla i stuðla skorður, og skáldið hefur vonum bráðar smíðað dýrgrip. Hugur hans hefur að sinni hlot- ið hvíld, og náttúrufræðingur- inn tekur aftur til við iðju sína og skrifar áfram. Þannig kemur fyrir aftur og aftur, að kvæði hans eru innan um náttúrufræði legar minnisgreinir, og hefur hér á eftir í ljósmyndunum ver- ið kostað kapps um að gefa les- endum bókarinnar dæmi þess“. Síðan rekur Einar nokkur dæmi úr sköpunarsögu, sem handritin segja um stun kvæði Jónasar. Hann lýsir því, hvem- ig orðið „söngvari" í kvæðinu „Ég bið að heilsa", hefur loks breytzt í „vorboði“, hvernig „og flykkjast út að fögru landi ísa“, varð „flykkjast Jieim“, eða „leið- ið þið bárar“, varð „kyssið þið bárur“. Svo fer lesandinn að skoða handritin og uppgötva sjálfur. Hann sér margar breytingar, skynjar hvernig hinn næmi mál- hagi leitar að betri orðum, fegri málblæ og blæbrigðum, og það getur gripið hann klökkvi af feginleik yfir því, að Jónas skyldi hafa fundið hið rétta orð í stað þess, sem strikað er yfir. Maður finnur, hve Einar Ól. Sveinsson hittir vel í mark, er hann segir: „Það er undarlegt að reyna“. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það verður unnendum ljóða Jónasar Ijúf nautn og mikil reynsla að sitja með prentuð kvæði Jónasar og bera þau sam- an við ýmsar frumgerðir þeirra í handritum hans. Þess vegna á þessi fyrsta handritabók, sem íslendingar gefa út á vegum Handritastofnunar sinnar erindi til þjóðarinnar allrar sem tíma- bært og lifandi ritverk. Vilji lesandinn fá gleggri vitneskju um eitthvert handritsblað en mynd þess ein veitir, er hægt um vik að líta í leiðbeiningar Ólafs Halldórssonar aftast í bók- inni. Við lestur þeirra steílst, aiS hér liggur mikið og vandashmt fræðistarf að baki við athugun handritanna og tímaröðun. Ég mun á engan hátt reyna að meta vísindagildi þessarar út- gáfu. Það munu aðrir gera. En þótt það sé vafalaust mikið, tel ég víst, að annað gildi hennar sé meira. Þar flytur Jónas þjóð sinni ljóðin á nýjan leik með miklu nánari og persónulegri hætti en áður. Við eigum hvorki ljósmynd af honum né rödd hans á segulbandi, eins og margra síðari skálda. í stað þess koma Ijóðahandrit hans í þessari vönduðu útgáfú. Þessi bók verður hverjum Ijóðavini vildargjöf, og hún á brýnt er- indi í skóla landsins. Þess þarf varla að geta, að öll gerð bókarinnar er ákaflega vönduð. Hörður Ágústsson hef- ur gert útlitsteikningar og Litho- prent ljósprentað. Auðvitað er það mikill galli á gjöf Njarðar, að handrit að ýmsum ástsælustu kvæðum Jónasar er ekki að finna þarna. Handrit að þeim hafa farið í prentsmiðju, er þau voru birt í Skírni eða Fjölni, týnzt þar og tröllum gefizt. Um þann skaða er ekki þá að saka, sem nú færa okkur það, sem til er, og þakklát má þjóðin vera Konráði og Brynjólfi fyrir það að hafa hönd á handritum Jón- asar að honum látnum. Eitt er það, sem óg felli mig ekki alls kostar við í þessari út- gáfu. Það er nafn bókarinnar. Á kili hennar stendur: Kvæði Jónasar HaÚgrímssonar. Það er örlítið villandi. Á titilblaði stendur: Kvæði Jónasar Hall- grímssonar í eiginhandarriti". Það er nær réttu. En hvers vegna var bókin ekki kölluð: Kvæðahandrit Jónasar Hall- grimssonar? AK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.