Tíminn - 12.12.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.12.1965, Blaðsíða 6
 TBMiNN SUNNUDAGUR 12. desember 1965 ... . ... . Snjókoma kom í veg fyrir, aS Danir gætu lokið Danmerkurkeppninni í knattspyrnu. Þa3 verður engin knattspyrna leikin á þessum velll. Gísli Kristjánsson, ritstjóri: w I Danmörku i. Það var gjörvilegur hópur íslenzks æskulýðs, sem mætti til samkomuhalds í „Karnapp- en“ í Kaupmannahöfn að kvöldi hins 1. des. síðastliðins. Félag íslenzkra stúdenta og íslendingafélagið í Kaup- mannahöfn halda þeirri venju að efna til hópfagnaðar þenn- an dag á myndarlegan hátt. Sv^ var og að þessu sinni. Ég var staddur í Höfn og not aði tækifærið til þess að sækja samkomu þessa, en þar mætti ég síðast á hliðstæðri samkomu 1944. Þá voru aðrir tímar í Danaveldi, en líklega hefur samheldni og félagsandi land- anna aldrei verið traustari en í þá daga, þó að myrkvan og útgöngubönn og önnur óáran væri þá efst á baugi. Mér var hugleikið, er til samkomu var mætt að þessu sinni að kanna, hve stór hópur mætti nú, þeirra, er þá fylltu salinn. Þeir voru ekki margir, enda ekki við því að búast. Við fórum langflest heim að stríðs lokum, sem þá vorum innifros- in á slóðum Danaveldis, en ýmsir eru þó enn búsettir hér í Höfn, og þegar ég skyggnd- ist um, sá ég og hitti nokkra, sem alla tíð hafa þar dvalið og stöðugt fylla hópinn, er hyllir íslenzkan fána og allt, sem íslenzkt er. Skulu þó ekki nöfn talin, en þess aðeins get- ið, að sennilega hefur hin átt- ræða kempa, Jón Helgason, stórkaupmaður og fyrrverandi íþróttamaður, verið þar aldurs- forseti. Meginþorri samkomugesta var unga fólkið sem vonandi á eftir að koma heim aftur, þegar það hefur öðlazt þá menntun, frama og frægð, sem það leitar, og eflaust aflar, á framandi grund. Samkoman var hressileg og bar þess glöggan vott, að ís lenzk æska er gædd þrótti og fjöri, ekki síður en í „gamla daga.“ Úti i sveit. Undanfarna daga hef ég ver ið á ferð og flugi um sveitir Sjálands. Eins og víðar um lönd er þar ýmislegt nýtt á baugi, enda þótt langflestir telji eðlilegt að hverfa að því nýja, án þess að varpa hinu gamla fyrir róða. Það fer alltof mikið af verð mætum í súginn, segja bændur ef við hverfum frá nothæfum aðferðum og fleygjum nothæf um hlutum, og svo er hvergi fjármagn að fá til að endur- nýja allt á einu bretti. Og enn þá eitt, þetta, að afurðimar geta hvergi hrokkið til þess að standa straum af öllu nýju. Við eigum mikið af gömlum fjósum og þyrftum að bæta þau. Mjólkurframleiðslan þolir bara ekki þunga vaxta og af- skrifta í nýjum fjósum. Eins og er fáum við um 8 krónur fyrir kvert kg af smjöri. Tæp- ar 2 krónur af hverju kg þurfa til að renta og afskrifa fjós og fóðurgeymslur, sem nú eru í notkun, en í nýjum bygg ingum þarf til þess nærri 7 krónur. Það er von, að menn hiki við að byggja nýtt segja þeir. Víst er það eðlilegt, enda þótt nýjar byggingar mundu skapa miklu auðveldari skil- yrði en þær gömlu. En svo er það annað. Meðal aldur bænda er nú 54,5 ár, þeir eiga eftir tæplega 7 ára búskap, og þá er varla von, að þeir fari að standa í stór- ræðum. — En hvað um þá ungu? Til þess að endurnýja hóp bændanna, sem nú eru um 180 þúsund í landinu, þarf um 5000 á ári, en meðalbúskapar- skeið er um 35 ár. f sveitum er árgangur pilta nú aðeins tæplega 2000. Þá vantar ár- lega um 3000 til þess að endur nýja stéttina. Það er auðsætt, hvert stefnir. Úr bæjunum koma fáir — örfáir til búskap- ar, enginn getur verið bóndi nú og framvegis nema að læra til þess fyrst, búskapur krefst mikillar innsýnar í hlutverkin. Svona segja þeir nú frá við- horfinu, bændurnir héma. Og meira til. Þeir bæta því við, að búskapurinn sé að verða svo fjárfrekt fyrirtæki, að unga fólkið hafi engin efni til að leggja í slík hlutverk, nema þá með fjármagni foreldranna og farkost þeirra. En þá koma arfaskiptin. — Jú, viðhorfin eru mörg og ekki öll auðleyst sem ámóta og við þekkjum bezt á íslandi. Vetrarríki. Ef til vill er bölsýni ofar á baugi nú en vant er að vena, um þetta leyti árs, af því að veturinn kom óvenju snemma. Frostið kom fyrir alvöru um miðjan nóvember og komst í 26 stig á vissum stöðum um 20. nóv., þó aðeins um nætur en miklu minna á daginn, þegar sólar nýtur. Svona mikið frost, dögum og vikum saman, olli því að öll útivinna bænda stöðvaðist. Allt fram að nóv- emberlokum er verið að taka upp rófur og hasutplæging fer fram daglega alit fram tmdir jól, þegar viðrar til þess. En nú? Nú er jörð hjarnfrosin. Svo er sagt, að á ökrum séu enn sykurrófur, sem að verðgfldi næmi um 130 milljónum ís- lenzkra króna, og enginn veit, hve mikið er í moldinni. af þeim rófum, sem nota skal til fóðurSs Á fjónskum ökrum sá ég í gær stórar spildur, sem ekki var hreyft við, sumsstað- ar var verið að höggva þær upp, og hvað sem verður um að ná þeim, er alveg víst, að stórleg rýrnun verður á fóður- gildi slíkrar uppskeru, jafnvei þótt hún verði brotin upp. En annars hafa bændur ekkert lið til slíkra starfa. Við almennu talninguna á síðasta sumri — 1. júlí er fast ur talningadagur — voru að- eins 65,000 vinnumenn og vinnukonur í landinu á 180 þús. bændabýlum, eða þriðj- ungur úr manni á bæ, 15 ára og eldri, böm, sem heima vinna með talin. Til ýmissa uppskerustarfa er víða fengið aukalið fyrir tíma kaup, einkum í grennd við þorp eða kaupstaði, þegar mest er um að vera, einkum við berjatínslu, raðhreinsun, grisj- un á ökrum o.þ.h. En flest bú- störf á ökrum eru annars orð in svo vélræn, að mannsvinna er ekki mikil nauðsyn. Hitt er svo annað, að bóndinn er bund inn við skepnuhirðingu og þeg að dagur er stuttur, er úti- vinnustarfið þröngum tak- mörkum sett. Öðruvísi er það í langdegi vorsins, þá er al- gengt, að plægt sé herfað og sáð, allan sólarhringinn, það liggur á að koma útsæði í jörðu fyrir sumarið og þá er gripið til þeirra ráða, sem næst liggja og í langdegi er auð- veldara að hagnýta vinnuafl barna, sem kunna að vera á heimilunum. Að sjálfsögðu er starfsgeta aldraðra bænda takmörkum háð, en eins og við þekkjum, kvað ungdómur hér um slóðir fús til að grípa um stýri drag- ans og vinna þannig um akra og ekrur, hvort sem lög heim- ila það eða ekki. Eg var að minnast á vetrar- ríkið. Það eru ekki bara róf urnar, sem enn standa í mold, einnig ýmis annar jarðargróð- ur bíður þar þíðviðris, svo bjargað verði annars stendur hann þar til vors. Veðurstofan tjáir, að nóvémber í ár sé sá kaldasti, sem komið hefur á þessari öld og mesta frost á einni nóttu, sem vitað sé um, á síðustu tveim öldum. Hálka á vegum og fannkyngi á járn- brautarsporum teppti sam- göngur talsvert um skeið, síð ari hluta mánaðarins í vissum landshlutum, nokkuð sem þessi kynslóð hefur ekki komizt í kast við fyrr en 20. nóvember. Verzlun og verðbólga. Stórhátíð er framundan. Jóla Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.