Tíminn - 15.12.1965, Side 3
MJÐVlKlIDAGUR 15. desember 1965
Nýff landsmet
Á Skógarhólakappreiðunum
í sumar sot'ti Þytur Sveins K.
Sveinssonar í Völundi nýtt
landsmet með því að hlaupa
300 metra á 21.4 sek. Voru þá
liðin 27 ár frá því, að nýbt met
hafði verið sett á þessari
hlaupalengd, en það gerði
S.leipnir Þórðar Kristjánssonar
á Kappreioum Fáks 1938. Met
Sleipnis var 22.2 sek og efuð
ust sumir um, að því mefi yrði
nokkru sinni hnekkt, og það
því fremur, sem næsta met þar
á undan (22.6 sek) hafði stað
ið í 11 ár.
Er hlauptími Þyts því mikið
afrek.
í tilefni þessa lét Kappreiða
nefndin gera veglegan minnis-
pening með viðeigandi áletrun
og var hann afhentur eiganda
Þyts við hátíðlega athöfn í Fé
lagsheimili Fáks 1. des. s.l. að
viðstöddum forstöðumönnum
kappreiðanna, Stjórn L.H., for-
manni Skógarhólanefndar o. fl.
gestum. Formaður kappreiða-
nefndarinnar Pétur Hjálmars-
son, afhenti heiðursverðlaun-
in. Var þessi samkoma öll hin
ánægjulegasta.
Hesfamannafélagið
Gustur
Nýtt hestamannafélag hefur
verið stofnað í Kópavogi, og
hlaut það nafnið Gustur. Fé-
lagsmenn eru um 60, og stjórn
þess skipa Jón Eldon, formað-
ur Ragnar Bjarnason ritari Sig
urður Kjartansson, gjaldkeri,
Bjöm Sigurðsson og
Bjami Bjarnason frá Laugar-
vatni, meðstjómendur. Er
Bjarni nú að flytjast búferlum
ftá Laugarvatni í Kópavog og
ætti hinu nýja félagi að vera
góður styrkur að þátttöku hans
i stjóm félagsins. .
Félagið hefur nú sótt um
upptöku í L.H.
Einkennisstafir
Á undanförnum landsmótum
og öðrum fjölsóttum hesta-
mannamótum hafa stundum
orðið nokkur vandkvæði á, að
eigendur ættu hægt með að
finna hesta sína að mótslok
um. Ber þeir einkum til, að
allir hestar eru settir í eina og
sömu girðinguna og gengur þá
stundum erfiðlega að skil-
greina þá, þegar til á að taka.
Reynslan hefur sýnt, ag hér
þarf úrbóta við, og myndi þar
mestu muna, ef hægt væri að
skipta girðingunum í hólf svo
að hægt væri a.m.k. að hafa
hesta úr hverjum landsfjórð-
ungi út af fyrir sig. Mun reynt
að hafa þá tilhögun á lands-
mótinu að Hólum næsta sumar.
En hér þarf meira til. Helzt
þyrii aðgreiningin að ná til
minni landshluta ef vel ætti að
vera. Jafnframt þurfa hest-
arnir að vera svo greimlega
merktir, að fljótlegt sé að að-
geina þá.
Þessi hestamerking er ekk-
ert nýmæli, því oft hefur ver
ið um það talað, að gleggri
aðgreining væri nauðsynles á
stærri hestamótum en verið
hefur. Sannaðist það t.d. á SkóS
arhólakappreiðunum sumar
á eftirminnilegu hestavixii,
sem þar varð.
Sum hestamannafélög t. . d.
Fákur, hafa haft hesta sina
greinilega merkta á undanföm
um stórmótum en engar heild
arreglur hafa verið hér um. En
nú eru horfur á, að úr þessu
verðj bætt. Á síðasta ársþingi
var þetta mál tekið fyrir og
eftirfarandi tillaga samþykkt.
Áður hafði allsherjarnefnd
þingsins fjallað um málið, en
framsögumaður hennar var Ei
ríkur Brynjólfsson, Syðra-
Laugalandi. Tillagan var þann-
ig: 16. ársþing L.H., haldið að
Hvoli dagana 6.—7. nóvember
’65 felur stjóm LH að uthluta
hverju sambandsfélaganna ein
kennisstaf eða einkennisstöf-
um til að merkja hesta sina
með á hestamótum. Gert er
ráð fyrir, að klippa stafina á
hestana. Til greina kemur að
nota skrásetningarstafi Dif-
reiða og til viðbótar tölustafi
í þeim sýslum og kaupstöðam
sem hafa fleiri en eitt félag
innan sinna takmarka.
Þetta er auðvitað það, sem
koma skal, en aðeins álitamál,
hvemig það verður heppileg-
ast í framkvæmd. Búast má við
að allir sætti sig ekki við að
nota skrásetningarstafi bifreiða
við þessa aðgreiningu, þótt á
það sé bent i tillögunn; sem
hugsanlega úrlausn. Hitt væri
líklegra, að menn vildu helctur
hafa upphafsstafi félaga si.ina
en þar sem nöfn félaganna
byrja á sama upphafsstaf,
þyrfti tölustafur einnig að
fylgja. Mundi einnig svo verða,
hvaða einkennisstafir, sem not
aðir yrðu. Nöfn fjögurra félaga
byrja nú á F, þriggja á L, sex
á S o.s.frv. Reglan gæti þá orð
ið þannig t.d.: Fákur: F-1 Faxi:
F-2, Funi:. F-3. Freyfaxi: F-4
o s.frv. Myndi þetta verða nokk
uð augljós aðgreining og auð
velda mjög sundurdrátt hest-
í HLJÓMLEIKASAL
Kirkju-
tónlist
Strengjasveit úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands hélt tón-
leika í Landakotskirkju þ. 2.
des. s. 1. Stjórnandi var Björn
Ólafsson konsertmeistari og ein
leik á orgel lék Árni Arinbjarn
arson. Verkefni strengjasveitar
innar voru — Konsert í a-mol
f. 2 fiðlur og strengi eftir Vi-
valdi með einleik þeirra Björns
Ólafssonar og Jósefs F. Rudólfs
sonar — hín gullfallega aría
úr D-dúr, svítu Baihe og loks
jólakonsert Corellis. — Árni
Arinbjarnarson er auk, þess að
vera fastur fiðluleikari sinfón
iuhljómsevitarinnar mjög lið-
tækur organisti. Hann fluttí á
þessum tónlekum Toccötu í F-
dúr eftir Bach og sálm eftir
Cesar Franck. Var leikur hans
allur mjög öruggur og vel af
hendi leystur, fróðlegt hefði
þó verið að heyra feiri hliðar
á registrl hans. — Leikur
strengjasveitarinnar var, góður
en náði þó hæst í verki Corellis.
Má segja að þessi stutta stund
í Landakostkirkju væri sannur
inngangur að jólunum og
ánægjulegast að sjá hvert sæti
skipað. Reykvíkingar hafa oft
látið annað fánýti glepja sig
en að sitja einnar klst. kirkju
tónleika í desembermánuði. En
nú var þessu öðru vísi farið
og er það vel. Björn Ólafsson
á heiður skilinn, fyrir stjórn
sína og vinnu á Þessum tónleik
um, sem jafn erilsömu starfi
og hann gegnir.
Sinfóníu-
tónleikar
Frumflutningur á verkum
ungra tónskálda, er ávallt merk
isáfangi í tónlistarlífinu, en á
6. tónleikum Sinfóníuhjómsveit
arinnar, gerðist það að stjórn
andinn Páll P. Pálsson var
einnig höfundur að Diverti-
mentói Því er leikið var í upp
hafi tónleikanna. Páll hefir að
jafnaði stjórnað einum sinfón
íutónleikum á vetri, og yfirleitt
leyst sitt verk þannig af hendi
að honum er fullkomlega trú-
andi fyrir fleiri verkefnum. —
I þetta sinn fékk hann til með
ferðar Brahms-sinfóníu og
flautukonsert eftir íbert með
Geoffrey Gilbert hinum þekkta
enska f{autuleíkara sem sólista.
Divertimentó Páls er samið
fyrir plásturshljóðfæri ein-
göngu og ber með sér staðgóða
þekkingu h.öf. á möguleikum
og skipan þessara hl.ióðfæra.
Verkið er í 5 stuttum þáttum,
með þéttri stefjaniðurröðun,
sem óneitanlega minnir á
Stravinsky á köflum. Höfundi
hefir samt tekizt að setja þarna
saman áheyrilegt strengjasveit
arverk sem trúlega vinnur á
við kynni. Flutningur Þessa
verks, bar þess glöggt vitni
hversu blásurunum hefir vaxið
öryggi og þeim farið fram að
undanförnu. — í sinfóníunni í
D-dúr eftir Brahms gekk stjórn
anda heldur treglega, að blása
lífi í 2 fyrstu þættina og urðu
þeir því þurrari og tilbreytinga
snauðari en 2 þeir síðari en
þar var einmitt Þann yl að
finna sem býr í svo ríkum mæli
í þessu verki. Flautukonsert eft
ir íbert sá er Geoffrey Gilbert
flutti er lifandi og hispurslaust
verk, sem njóta má án þess
að tilkomi nokkrar vangavelt-
ur. Þar leiddi listamaðurinn,
hlustanda í allan sannleika og
töfraheima hins fágaða fautu
leiks. — Allt verkið flutti hann
með þeim yfirburðum sem
óvenjulegt er að heyra. Sam
leikur hljómsveitar og einleik
ara er all vandmeðfarinn og
þótt strengirnir væru fáliðaðir
drógu þeir i styrkleika fyrsta
þáttar nokkuð frá hinu fín-
gerða hljóðfæri. Einleikara
var mjög vel fagnað og hlaut
stjórnandi miklar ig góðar und
irtektir og var hann vel að
þeim kominn enda frammistaða
hans einbeitt og sjálfstæð.
Unnur A 'nó-sdóttir.
annan. Að sjálfsögðu yrði sama
merki að vera á öllum hestum
af hverju tilteknu landssvæði
hvort sem eigendur þeirra
væru í viðkomandj hesamanna-
félagi eða ekki.
Verði frekari aðgreiningar
Þörf gæti önnur merking komið
til viðbótar á annarri hlið.
Þótt sambandsstjórninni hafi
verið falið að úthluta hverju
félagi ákveðinni merkingu. er
ekk; úr vegi að menn lár.i í
ljós álit sitt um, hvemig þ?tt£
yrði auðveldast í framkvæmd
því æskilegt er, að um þetta
fáist full samstaða hestamanna
félaganna.
Hestar teknir inn
Margir hafa nú tekið he-Ua
sína á gjöf — þeir fyrstu um
miðjan október og í varandt
mæli síðan. í hesthúsum Fáks
eru nú komnir um 280 hestar
á gjöf, en alls munu verða þai
hátt á fimmta hundrað hestar
í vetur. Margir hafa hesta sína
í einkethesthúsum og hefur
margt þeirra nú verið tekið
inn.
Vegna langvarandi votviðra
í haust og síðast nokkurrar
frosthörku hefur haustbeitin 0
ekki orðið eins notadrjúg og
oft- hefur verið. Mörg hross,
en þó ufigviðið sérstaklega,
eru nú með holdhnjóska, og
ættu menn að athuga það. Séu
mikil brögð að holdhnjóskum.
háir það hrossunum ekki all-
lítið. Ekki veit ég um nein
sórstök lyf gegn þessum huð-
kvilla, en gott fóður og mýkj
andi áburður, t.d. lýsi eða olía
sem ekki brennir, mun vera
auðveldasta og fljótvirkasta
lækningin.
í mörgum tilfellum má koma
í veg fyrir, að holdhnjóskar |
myndist, — en það er önnur f
saga.
STOKKHÓLMUR
Framhald af bls. 1.
í sænska þinginu var í dag
rætt um stuðning ríkisins við
stjórnmálaflokkana. íhalds-
menn og þingmenn þjóðar-
flokksins gagnrýndu frumvarp-
ið harkalega, einkum þó íhalds
menn, sem sögðu, að erfiðleik-
ar flokksblaða jafnaðarmanna
væru aðalorsök þess, að frum-
varpið væri lagt fram.
Dómsmálaráðherrann, Her-
man Kling, sagði, að þótt ekki
væri hægt að hindra flokkana
í því að nota peningana til
flokksblaðanna, þá væri hér
ekki um að ræða neinn dul-
búinn stuðning við flokksblöð-
in. Hann sagði, að tilgangur-
inn væri að halda við fjöri í
stjórnmálalífinu. Hin pólitísku
vandamál yrðu stöðugt fleiri,
og upplýsinga- og á»,óðursstarf
sífellt dýrara.
Erlander forsætisráðherra
minntist á ákvörðunina um að
leggja niður ST, og sagði, að
það væri enn eitt skref í átt
til blaðaeinokunar og tak-
mörkunar stjórnmálaumræðna.
Hann bætti því við, að nú
^ræri hægt að hætta öllu tali
um, að frumvarpið væri lagt
fram í þeim tilgangi að bjarga
ST.
Margir stjórnarandstæðingar
hörmuðu að ST skyldi lagt nið-
ur.
I nótt átti að fara fram at-
kvæðagreiðsla um frumvarpið,
og er meiri hluti þingsins með
því. Það felur í sér, að stjórn
málaflokkarnir fá ríkisstuðn-
ing. sem nemur 6u þúsund
sænskum krónum á hvern þing
mann.
_______________3
■nmmMMRnHnMHBai
Á VÍÐAVANGI
Puntudoktorinn
Dagur á Akureyri segir svo
um frægar umræður á Alþingi:
„Meðal þeirra, sem tókll
þátt í umræðum um Hafnar
fjarðarmálið á Alþingi, voru
þeir Einar Ágústsson, ingvar
Gíslason og Jón Skaftason, cem
allir eru Iögfræðingar að
menntun, en í þessu máli bar
)) ýmis lögfræðileg atriði á
góma. Síðan kvaddi forsætis
ráðherra sér hljóðs og vai mik
ið niðri fyrir. Veittist ha in
að þessum þingmönnum nf kall
aði þá „puntudrengi” Fram
sóknarflokksins. Þetta prentaði
Morgunblaðið upp og þótti
gott! En ekki fer hjá þv að
margir glottj í kainpinn «>g
‘| þyki það koma úr hörðustu átt,
| því að sjálfur er Bjarni Bmte*
| diktsson, forsætisráðherra dokt
S or „upp á punt”. Hann nefur
f aldrei varið doktorsritgerð
eða annað unnið til doktors
nafnbótar en það að hafa vrr
ið útnefndur heiðursdoktoi
við erlendan háskóla, þótt hann
hins vegar sé eflaust vel lærð
ur í lögum’'.
Þingmenn ekki með í
ráðum
Dagur segir ennfremur:
,, í stjórnartilkynningu seg
ir, að „samkomulag hafi náðst
um meginatriðj málsins” við
erelnda aðila um aluminium-
bræðsluna við Straumsvík.
Sagt er frá því eitnnig, að eftir
áramótin verðj fundir afj nýju
og þá gengið frá samningsupp
köstunum. Með þessu er stað
fest, að stjórnin ætlar að
semja við erlendan auðhring
og erlendar peningastofnanir
um vafasama stórframkvæind
— án samráðs við Alþimgj —
eða hefur þegar gjört. Láta
alþingismenn bjóða sér þetta?“
Að falla frá
Ríkisstjórnin hefur nú neyðzt
til þess að hætta við að leggja
á farmiðaskattinn svonefnda.
Þessi skattheimta var svo frá
leit og heimskuleg og um leið
óframkvæmanleg, að auðvitað
Ivar, að hugkvæmnilind ráðheri
anna um nýja skatta var gei
samlega þurausin. Ríkisstjórnin
kaus því að ,,fa|la frá“ farmiða
skattinum, eins og Alþýðubtað
ið segir, þegar hún sá, a®
Ihenni var um megn að ofbjóða
heilbrigðu aimenningsáliti mel
þessu. í stað þess kaus hún af
fella gengið um hálft prósent
Hún vonar, að henni takist af
lafa á stólum þrátt fyrir þeni
an snert af bráðkveddu. Hini
vegar vex það almenningsáli'
\ sífellt að stjóminni væri hoí
. ara að vera ekki að „falla frá’
í þessum áföngum, heldur taki
y sjg til og falla alveg frá, vafi
'2 ingalaust.
Bændur
NOTIO
EWOMIN F.
sænsku steinefna og
vítamínhlönduna.