Tíminn - 15.12.1965, Qupperneq 11

Tíminn - 15.12.1965, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 15. desember 1965 TÍMINN n ARABÍU LAWRENCE 24 mennirnir væru að heiman. Auda ætlaði einnig að telja hann á að lýsa fylgi sínu við Tyrki, en það var tillaga Feisals. Það myndi friða Jemal Pasha og hann áliti sig þá ekki þurfa að senda lið til þessa svæðis og þá myndu þeir hafa næði til að undirbúa árásina á Akaba. Þessi undirferli voru nauðsynleg, þar eð Sirhan var einn suðupottur óróa og æsings, þegar fréttist um komu Auda og tilgang ferðar hans. Menn komu hundruðum saman til að gerast menn Auda. Mikið var um ráðagerðir og rætt var um að koma upp her, sem skyldi halda til Damaskus og taka borgina og fleira slíkt, þetta myndi berast Tyrkjum til eyma fyrr eða síðar. Þessar ráðagerðir voru ekki aðeins ræddar af sléttum soldátum Nesib el Bekri, sheikinn frá Damaskus lagði áætlun fyrir Lawrence um innrás á Sýrland. Tyrkir mundu vera óviðbúnir og sókn manna undir merki Auda sýndi að allir landsmenn myndu rísa upp gegn Tyrkj- um og fagna innrásarmönnum. Auk þess væru þeir nú ekki lengra frá Damaskus en þeir voru frá Akaba. Hvers vegna ættu þeir þá að halda í öfuga átt, þegar takmarkið var á næsta leiti? Lawrence leizt ekki á þetta, hann hætti öllu með því að reyna að taka Akaba án fyrirmæla frá yfirmönnum sinum, þar eð Arabar næðu með því sambandi við brezku víglínuna á Sínaískaga, en að ráðast gegn Damaskus var fjarstæða eins og málum var háttað „Feisal ennþá í Wejh, Bretar ekki ^komnir langleiðina frá Gaza og stór tyrkneskur her í Aleppó“ . . . Þrátt fyrir þessar staðreyndir var Auda hlynntur til- lögu Nasirs og Lawrence þurfti að taka á allri lægni sinni tn þess að fá þá ofan af þessu. 11- - Akaba tekin. Þótt Lawrence samþykkti ekki áætlun Nesibs um innrás í Sýrland, sem hann áleit vera fjarstæðukennda og lítt framkvæmanlega, þá hafði þetta komið inn hjá honum hug- mynd, sem var lítið fráleitari og stórhættuleg fyrir hann sjálfan. En hún var sú að fara sjálfur tU Damaskus, til þess að kynnast ástandinu í borginni. Hvað hann nefndi „ástand- ANTHONY NUTTING ið í borginni,“ og hverju hann bjóst við að verða áskynja, er ekki vitað. Lawrence vildi sem minnst tala um þetta síðar, sagði að hann „hafi ætlað að hitta að máli ýmsa vini Feisals og athuga hernaðarmikUvæga staði vegna fyrirhugaðra hern- aðaraðgerða“. En hann viðurkenndi, að áhættan hefði verið stórum meiri árangur ferðarinnar. Það er erfitt að skUja, að þessi hættulega ferð gæti haft meiri þýðingu og gefið gleggri upplýsingar en þær sem stöðugt bárust með stöðugum straumi spæjara, sem fóru á milli Damaskus og arabisku herjanna, nema að Lawrence hafi haft í huga innrás í Sýr- land, fyrr en vænta mátti. Við hljótum því að álykta, að þetta hafi að öllum líkindum verið gert til þess að styrkja hann sjálfan í trúnni á þrautseigju sína og úthald og um leið trú hinna arabisku félaga hans á hann. í herbúðunum unnu Howeitatar að undirbúningi herferð- arinnar til Akaba. Auda kom ánægður af fundi Nuri Shaalan og fór nú milli ættflokkanna og réð nýliða og aflaði her- búnaðar þess á milli sem hann sat veizlur ættarhöfðingjanna og neytti lambakjöts og hrisgrjóna, sem virtist aldrei ætla að seðja hann fyllilega. Lawrence kom frá Sýrlandi 16. júní og þremur dögum síðar hélt leiðangurinn til Akaba. Það var myndarlegra lið, sem hélt nú til Akaba, en það sem hafði haldið frá Wejh, lið Akaba taldi nú meir en fimm hundruð manna, ríðandi á duglegum úlföldum og áfjáðir í orrustur og enn meir í það herfang, sem þeir væntu að tekinni borginni. Nokkrir þeirra þurftu ekki að bíða til þess að fylla handtöskur sínar tyrkn- eskum ránsfeng. Lawrence og Zaal, frændi Auda, fóru með hundrað manna liði í norðurátt að Hejaz járnbrautarlínunni, þar sem hún liggur milli Amman og Deraa, til þess að villa um fyrir Tyrkjum. Þeir urðu að hafa hraðann á þeir fóru hundrað mílur á þrjátíu og sex klukkustundum, fóru dag- og náttfari sex klukkustundir í einu með tveggja tíma hvíld á milli. Þeir sprengdu upp járnbrautarteinana á nokkru svæði þeir höfðu vonazt eftir járnbrautarlest, en Tyrkir gátu að- varað hana í tíma. Á bakaleiðinni tóku þeir járnbrautarstöð fjörutíu mílum fyrir sunnan Amman, yfirbuguðu tyrkneska varnarliðið og kveiktu í stöðinni og rændu Tyrkina, dauða og deyjandi. C The New Amerlcan Lfbrarv — Það er kurr í teiknurunum líka, sagði hann. I — Og sjálfsagt í verksmiðjunni líka, bætti Fíóna við. — Já, ég hefði átt að fara þang að. Ég vona að það lægi. Ég verð að hringja 1 Howell. Hann talaði við Howell í sím- ann og varð rórra í geði. — Allt kyrrt eins og stendur, sagði hann. — Howell telur að fólkið mögli eitthvað en allt bendir til þess að það lagist. — Á ég að hreinskrifa þetta? — Já. Reyndu að hafa það í tímaröð. Jæja, við skulum hringja til K.J. og gera honum dálítið gramt í geði. Hann teygði sig eftir símanum og Fíóna settist við að hrein- skrifa. Peter beið við símann eft- ír limi og horfði út undan sér á Fíónu. Hún var klædd í lát lausa gráa drakt, ímynd einka- ritarans. Andartak sá hann hana fyrir sér í bleikrósóttum kjóln- um í rökkrinu undir eikartrján- um. — Hún er indæl síúlka, hugs aði hann — en sé það satt sem Sheila segir, þá stoðar það lítt. matstofunni. Og ýmislegt benti til að það væri satt. Rödd Jacksons vakti- hann upp úr dagdraumunum. Hann leit af Fíónu og einbeitti sér að samtal i inu. Hann lagði símtólið á og stóð upp. , — Ég fer niður til verksmiðj- unnar, sagði hann við Fíónu. — Og síðan til læknisins að tala við Allloway. Hafi ég tíma, þá tala ég líka við Alloway. Annárs eftir hádegið. Viltu hringja að bragði ef þú heyrir eitthvað frá ! Howell eða Hawkins? — Það skal ég gera. lofaði hún. — Eða ef eitthvað annað gerist. — Já, ég skal vera á varðbergi. Hún virti hann fyrir sér með- an hann tók nokkrar arkir af borðinu, hneppti jakkanum og gekk til dyra. Svo ákveðinn, hugsaði hún með sér. Ég held bara hann njóti sín í dag. Hann virðist eiga í fullu tré við allt og alla. 8. kafli. ' Freda kom inn til að spyrja hvort Fíóna ætlaði að borða í — Ég verð að vera eins fljót og ég get, sagði Fíóna, — það er eins og allt sé að ganga af göflunum af annríki. Jæja, hvem ig var á laugardaginn? — O, andvarpaði Freda ham ingjusöm, — ég skemmti mér af- skaplega vel. En hvað varð ann ars af þér? — Eg var dálítið þreytt, svo að ég fór fyrst þú fékkst herrafylgd heim. — Kjóllinn þinn var alveg draumur, Fíóna. Og minn reynd ar líka. Kannski tókst þú ekki eftir öllum öfundaraugnagotun- um sem beindust að okkur, en ég naut þess. Venjulega hefur það verið öfugt. Mér var innanbrjósts eins og prinsessu og þegar manni líður vel sjálfum verða aðrir ósjálf rátt varir við það líka. — Julían til dæmis? — Já. Freda hikaði, en svo leit hún á Fíónu og brosti. Ég lagði reyndar þraut fyrir veslings Jul- ian á laugardaginn. Þegar hann keyrði mig heim sagði ég honum allt um mömmu og ég lét hann vita, hvað við værum illa staddar fjárhagslega. Og ég leyfði honum að keyra mig alveg heim að dyr- manninn sinn og verður áreiðan- lega himinlifandi. Það er þá ákveð ið. Segðu mömmu þinni það. Og nú verð ég að flýta mér aftur upp, bless í bili. Þegar Fíóna var nýkomin aftur upp á skrifstofuna var barið að dyrum og Gosforth kom inn. Hann hafði verið árum saman í fyrirtækinu og var dugandi starfs maður, en hafði alltaf tilhneig- ingu til að koma af stað vand- ræðum. Þau höfðu búizt við að hann stæði að vandræðum að þessu sinni en vonað í lengstu lög að hann gæfi sig. Fí óna leit á hann og skildi að það var þýðingarlaust að ala með sér slíkar vonir. — Hr. Webber sagði hann fýlu lega. — Hann er á fundi með hr. Alloway. Ég býst við honum bráð lega. — Hvenær? ■— Ég veit það ekki fyrir vist. Þér gætuð kannski komið aftur seinna ÚTVARPIÐ J um, svo að hann sá að það er ekki beinlínis nein höll sem við búum í. Aumingja Julian virtist dálítið skelkaður. Hann er einn af trúnaðarmönnum stjórnarinnar í fyrirtækinu og hátt settur eins og þú veizt, og hann er útskrif- aður frá Oxford og ég veit' ekki hvað. En ef ég á að vera hrein- skilin, Fíóna, þá er ég orðin mjög hrifin af honum og ef hann hugs ar sér ekkert meira með mig vildi ég bara hann gerði það sem fyrst. — Ég vildi hann hitta þig aft- ur. — Já reyndar, hann spurði mig hvort ég vildi koma með sér út á föstudaginn. Ég sagði hon- ium að fríið mitt byrjaði á laug- j ardaginn svo það væri betra að bíða, þangað til ég kæmi aftur. — Ég vona þín vegna að hann ,skipti ekki um skoðun. Ég vissi 1 ekki að þú værir að fara í frí. : — Það tekur varla að minnast á það. Ég fer ekki neitt. Og reynd iar er það bara ein vika, því að í ég tók viku af fríinu mínu í vor ;þegar mamma var mikið veík. y — Mér dettur nokkuð í hug, sagði Fíóna. — Þegar ég kem heim í dag skal ég athuga mögu leikana á því að þið getið búið hjá ekkju garðyrkjumannnins okk ar, þessa viku. Dýrlegt umhverf- ið, grænmeti og ný egg og ekkert að gera. — Segðu ekki svona vitleysu. Við höfum ekki ráð á því. — Það kostar ekkert. Og þessi frú vildi gera hvað sem er fyrir mig. Það mundi aðeins kosta ykk ur matinn og hún ræktar sjálf grænmeti og ávexti í garðinum. Hún er einmana eftir hún missti ! dag Miðvibudagur 15. des- 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há Idegisútvarp. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Sigrún Guðjóns dóttir les skáldsöguna „Svört voru seglin" eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 15.00 Miðdegisút- varp. 16.00 Síðdegisútvarp. 17. 20 Framburðarkennsla f esper anto og spænsku. 17.40 Þing fréttir. 18.00 Útvarpssaga barn anna: ,,Úlfhundurinn“ eftir Ken Anderson. Benedikt Arn- kelsson lýkur lestri sögunnar í þýðingu sinni. 18.20 Veðurfregn ir 18.30 Tónleikar. 19.30 Frétt ir. 20.00 Daglegt mál. Ámi Böðvarsson flytur þáttinn. 20. 05 Efst á baugi. 20.35 Hugleið ing um málefní öryrkja eftir Maríu Jónsdóttur. 21.00 Lög unga fólksins. 21.50 íþrótta- spjall. 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.10 Unnur Eiríksdótt ir les smásögu í eigin þýðingu. 22.40 Finnar og þjóðlög þeirra. 23.10 Dagskrárlok. Fimmtudagur 16. desember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis útvarp 13.00 Á frívaktinnl Eydýs Eyþðrsdéttir stjórnar óskalaga Iþætti fyrir jsjómenn,. 14.40 IVið, sem "" heima sitjum. Margrét Bjarnason talar urn Lady Mary Wortley Montagu og les úr bréfum henn ar. 15.00 Miðdegisútvarp, Fréttir 16.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Þing fréttir. 18.00 Segðu mér sögu Sig ríður Gunnlaugsdóttir stjómar þætti fyrir yngstu hlustendurna. 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Tónleik ar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál Ámi Böðvarsson flytur þátt inn 20.05 frá Askov Amór Sigur jónsson rith. flytur síðara erindi sitt. 20.30 Karlakórinn Svanir á Akranesi syngur. Stjórnandi: Haukur Guðlaugsson. 21.15 Bóka spjall Rætt um ritv. Indriða G. Þorsteinssonar og einkanlega skáldsögu hans „Land og syni“ Njörður P Njarðvík stj. 21.45 „Línudans" tónverk Jules Strens Belgiska rikishljómsveitin leikur. 22 00 Fréttir og veðurfregnir. 22. 10 Átta ár í Hvíta húsinu Sigurð ur Guðmundsson skrifstofustjóri les þætti úr minningum Trumans fyrrum Bandaríkjaforseta. (2). 22.30 Djassþáttur i umsjá Ólafs Stephensens. 23.00 Bridgeþáttur Stefán Guðjohnsen og Hjalti Elíasson flytja. 23.25. Dagskrár lok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.