Alþýðublaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.04.1959, Blaðsíða 1
tnmto) 40. árg. — Fimmtudagur 23. apríl 1959 — 90. tbl. * I Þ R 0 I T I R * Heimsókn á Melavöll og íþrótla svæðf Kfi. Islandsmet í Á INNANFÉLAGSMÓTI Ungmennafélagsins Snæfell í Stykkishólmi s.l. sunnudag setti Svala Lárusdóttir nýtt íslands met í hástökki kvenna, stökk 1,41 m. Svala er mjög efnileg íþróttakona og getur náð mun betri árangri en að framan greinir. 20 þátHakendur í Víðavangshlaup! ÍR. VÍÐAVANGSHLAUP ÍR, það 44. í röðinni verður háð í dag, eins og venjulega og hefst í Hljómskálagarðinum kl. 14. Þátttaka er meiri en verið hefur f hlaupinu undanfarin ár, en alls taka 20 hlauparar þátt í því. ÍR og Umf. Reyk- Framlhald á 2. síðu. ur ÞJóðverja í þýzka liðinu ÞÝZKA handknattleiksliðið „Polizei SV Hamburg11, sem væntanlegt er til Reykjavíkur á sunnudaginn á vegum Ár- mann's, er bezta lið Hamborgar og eitt af beztu liðum Vestur- Þýzkalands. Félagið komst í undanúrslit þýzku meistara- keppninnar í vetur og tapaði þar naumlega, má því telja það í fremstu röð. Eins og skýrt var frá í blað- inu í gær eru leikmennirnir 12, sem koma hingað, en þeir eru: Heinz Singer, markmað- ur. Singer er landsliðsmaður og var þátttakandi í heims- HllllIiillllllUlllllllllllHIIUIUUIIIIIlUIKtimhNlllllllllU MYNDIR I Árangur Ijósmyndarans: — | | Tveggja dálka myndin er af | = Gunnari Huseby, þar sem | | hann er að búa sig undir að 1 | varpa kúlunni. Á eindálka I | myndinni sést markvörður | | KR, Heimir Guðjónsson, | | góma knöttinn. Á stærstu I | myndinni er Gunnar Huseby | |. að gefa unglingunum leið- 1 | beiningar um kúluvarp, en ! | drengirnir hlusta á af at-1 ! hygli. Á næstu síðu ræðir! | Oli B. Jónsson við knatt-1 ! spyrnumenn sína um þjálf- 1 I un og leikaðferðir. ! iiiainif iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíi meistaramótinu í A-Þýzka- landi 1958. Júrgen Rehrer, varamarkmaður. Hann hefur leikið í úrvalsliði Hamborgar. Michael Gidde, hægri bak- bakvörður. Mjög snjall leik- maður, hefur leikið í úrvals- liði Hamborgar. Otto Mayc- hrzak, miðframvörður. Hann er einn bezti og frægasti hand knattleiksmaður Þýzkalands og gengur undir nafninu „At- om-Otto“. Maychrzak hefur alls leikið 30 sinnum í lands- liðinu. Þessi ferð hans hing- að er síðasta keppnisferð hans, þ.e.a.s. kveðjuleikur. Horst Scmidt, vinstri bakvörður. Hefur leikið í úrvalsliði Ham- borgar. Fritz Teschner, liægri framvörður. Hefur leikið í úr- valsliði Hamborgar. Willi Weber, miðframvörður. Efni- legur nýliði. Jens-Peter Gade, vinstri framvörður. Landsliðs- maður og liefur þrisvar sinn- um í landsliðinu. Auk þess eru fjórir nýliðar með, — þeir Schöneberg, Ahlf, Nick og Borchers,sem er varamaður. Þessi handknattleiksheim- sókn er í sambandi við 70 ára afmæli Ármanns, sem var í desember s.l. Fyrsti leikur ÞjóSverjanna verður á fimmtudaginn gegn Ármanni, sem styrkir lið sitt með ÍR-ingunum Gunnlaugi Hjálmarssyni og Hermanni Samúelssyni. Næst leikur þýzka liðið gegn KR 30. apríl, en um aðra helgi er hraðkeppni karla og kvenna og taka Þjóðverj- arnir þátt í henni, en leiktími karla er 2X10 mín., en kvenna 2X7 mín. Næstsíðasti leikur Þjóðverjanna verður gegn FH 6. maí og sá síðasti gegn Reykja víkurúrvali 8. maí. Það var Árni Árnason, fyrrv. formaður HSÍ, sem kom Ár- menningunum í samband við þetta ágæta lið, en formaður móttökunefndar er Ásbjörn Sigurjónsson, formaður Hand- knattleikssambandsins. TÍÐINDAMAÐUR íþróttasíð- unnar ásamt ljósmyndara blaðs ins lagði leið sína á íþróttavöll- inn á Melunum í byrjun vik- unnar. Veður var milt eins og á vordegi og örlítill rigningar- suddi. Nokkrir frjálsíþróttamenn voru á æfingu, ungir og efni- legir drengir, en einnig var þar kempan Gunnar Huseby, Evr- ópumeistari í kúluvarpi 1946 og 1950. Gunnar var léttur í spori og anda eins og venjulega og kúlan flaug léttilega hvað eftir annað 14 til 14,50 metra. ☆ — Ég er nýbyrjaður að æfa, það kemur alltaf strákur í mig, þegar vorar, sagði Gunnar. Fyr ir tveim vikum, þegar ég byrj- aði, varpaði ég kúlunni tæpa 12 metra, en núna leik ég mér að 14 metrum. Gunnar vildi lítið segja um sumarið, hann ætlar að æfa eitthvað. — Það á víst að verða bæjarkeppni í frjálsum í sumar við Málmey og kannski get ég' orðið að ein- hverju liði, sagði Huseby að lokum. ☆ Auk Gunnars voru þarna nokkrir unglingar eins og fyrr segir. Hinn reyndi kappi út- skýrði fyrir þeim leyndardóm kúluvarpsins, en sú íþrótta- grein hefur oft vakið athygli á íslandi og íslenzkum íþróttum, sem kunnugt er. Að loknu þessu rabbi lögðum við leið okkar til starfsmanns íþróttavallarins og það hittist svo vel á, að verið var að hella upp á könnuna, svo að okkur var boðið upp á ljómandi kaffi- sopa. Aðalíþróttagreinar sumarsins eru frjálsíþróttir og knatt- spyrna og þar sem við fréttum að æfing ætti að hefjast hjá meistaraflokki KR úti í Kapla- skjóli eftir nokkrar mínútur, var ekki til setunnar boðið. Aðalþjálfari hinna sigursælu knattspyrnumanna KR er Óli B. Jónsson og hann var mætt- ur á æfingu ásamt nokkrum knattspyrnuhetjum þessa fræga félags. — Það eru frekar fáir á æf- ingu í dag vegna þreytu, sagði Óli. Piltarnir hafa æft af miklu kappi undanfarið og í gær lék- um við æfingaleik við Val. Óli var bjartsýnn um knattspyrnu- árangur sumarsins, enda mikið í húfi, bæði fyrir KR, sem er sextíu ára á þessu ári, og svo Fi’amhald á 2. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.