Tíminn - 18.12.1965, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 18. desember 1965
MINNING
Unnsteinn Þorsteinsson
og Ragnar Guðbrandss.
bifreiðastjórar, Borgarnesi
I>au sorgartíðindi hafa gerzt í
Borgarnesi með þriggja vikna
millibili, að dauðaslys hafa orðið
á sama bílnum Báðir hinir
látnu bifreiðarstjórar voru menn
á bezta aldri, Ragnar Guðbrands-
son var fjörutíu og fjögra ára
gamall. Hann hafði verið bifreið-
arstjóri hjá K. B. og Olíufélaginu
á annan tug ára. Hann var góður
starfsmaður, lipurmenni hið
mesta, ábyggilegur og skylduræk-
inn, vinsæll af samstarfsmönnum
sinum og þeim sem vinnu hans
nutu.
Ragnar var giftur Margréti Jóns
dóttur og áttu þau einn son, Gunn
ar.
Ragnar var harmdauði öllum
þeim, er hann þekktu, en þó mest
nánustu ættingjum, konu syni og
öldruðum föður.
Ragnar var jarðsettur frá Borg-
arneskirkju fyrir þrem vikum, að
viðstöddu miklu fjölm. Samstarfs
menn hans á Bifreiðastöð K.B.
sýndu þessum vinsæla látna fé-
laga sínum mikinn sóma með þátt
töku sinni við útför hans.
Ég votta ekkju hans, syni,
öldruðum föður og öðrum aðstand
endum innilega samúð.
í dag er svo útför Unnsteins
Þorsteinssonar bifreiðastj. gerð frá
Borgarneskirkju, en hann lézt í
bifreiðaslysi s. 1. laugardag.
Unnsteinn Þorsteinsson var
tvítugur, fæddur í Búðardal 5. okt.
1945, sonur Sigríðar Aðalsteins-
dóttur og Þorsteins Bjarnasonar
verzlunarmanns í Borgarnesi.
Unnsteinn Þorsteinsson var
um margt sérstæður og sérlega
efnilegt mannsefni.
Hann var reglumaður í bezta
lagi, og svo ábyggilegur og örugg-
ur um allt, sem hann sagði og lof
aði, að það skeikaði í engu. Hann
var gætinn og fyrirhyggjusamur
um fjármuni og kappsfullur dugn-
aðarmaður. Á s.l. ári, þá aðeins
nitján ára, tók hann sig til og
fór að byggja sér íbúðarhús, og
var búinn að gera það fokhelt þeg-
ar hann lézt. Hann skýrði mér frá
því í samtali í fyrra vetur, hvað
hann ætlaði sér langan tíma til að
byggja húsið, og hvernig hann
ætlaði sér að leysa fjármál sín.
Um næst síðustu helgi kom hann
heim til mín með vottorð bygg-
ingarfulltrúa vegna lántöku. Þá
sagði hann mér hvernig áætlunin
hefði staðizt og allt um framhald
ið með húsbygginguna. Ekki dróg-
um við það i eía, er þekktum
Unnstein, að þar færi maður, sem
mundi leysa sitt lifsstarf vel af
hendi. Nú er skeiðið á enda runn-
ið — dagsverkinu lokið —. Við,
sem horfum á eftir þessum reglu-
sama, duglega og ábyggilega unga
manni yfir landamæri lífs og dauða
erum ráðþrota við, að ráða gátuna
miklu.
Máltækið segir: „Þeir sem guð-
irnir elska, deyja ungir.“ Hugg-
un er það harmi gegn.
Ég votta foreldrum hans, bræðr-
um og öðrum vandamönnum inni-
lega samúð.
Ilalldór E. Sigurðsson.
Unnsteinn Þorsteinsson f. 5.10
1945 d. 11. 12 1965.
Hann Unni er dáinn.
Þessi hörmulega fregn sló okk-
ur öll svo skyndilega og miskunn-
arlaust og breytti þeirri gleði,
sem er undanfari jólahátíðarinnar
í sára sorg.
Laugardaginn 11. des. blöktu
fánar hvarvetna við hálfa stöng
í Borgarnesi og boðuðu þau sorg-
artíðindi að þennan morgun hafi
góður drengur, piltur í blóma lífs-
ins, skyndilega orðið að hlýða kall
inu mikla.
Menn drúptu höfði, hvernig má
slikt verða. í annað skipti á ör-
skömmum tíma var skarð höggvið
í fámennan hóp. Vinir og vanda-
menn, jafnaldrar og kunningjar,
öll vorum við lostin skelfingu.
Það getur ekki verið satt, hann
Unni, sem er svo góður, nei það
getur ekki verið satt. Slík voru
þau orð er við mæltum þegar við
hittumst, ráðþrota og máttvana
gegn þessari sorglegu staðreynd,
sem ekkert gat breytt.
Unnsteinn var fæddur í Búðar-
dal 5. október 1945 og var elztur
þriggja sona Þorsteins Bjarnason-
ar og Sigríðar Aðalsteinsdóttur.
Ungur fluttist hann með foreldr-
um sínum til Borgarness, þar sem
hann ólst upp og hefur átt heima
síðan, Hér hefur hann með trygg
lyndi sínu, heiðarleik og óvenju-
legri einlægni eignast fleiri vini
en almennt gerist. Vini, sem nú
kveðja hann með sárum söknuði.
í störfum sínum, sem lengst af
hefur verið akstur bifreiða fyrir
Kf. Borgfirðinga hefur liann áunn-
ið sér almennt traust manna fyr-
ir ósérhlífrti og áreiðanleik. Þar
sem annarsstaðar hefur það komið
í ljós að Unnsteinn var mann-
kostum búinn umfram flesta aðra.
Til marks um það má nefna að
hann hafði nær lokið við smíði
eigin ibúðarhúss, sem fátítt mun
um tvítugan pilt, sem enn hefur
ekki stofnað eigið heimili.
Átta ára gamall gekk hann í
skátafélagið Val og virkur félagi í
Umf. Skallagrími hefur Unnsteinn
verið síðan hann hafði aldur til.
Átti meðal annars sæti í stjórn
þess og keppti í mörg ár með
knattspyrnu- og, körfuknattleiks-
liði félagsins. í hvívetna hefur
hann verið traustur félagi, sem
alltaf var óhætt að leita til og
sem aldreí brást. Slíkur félagi var
Unnsteinn og er það hverju félagi
mikill missir að verða að 'sjá á
bak slíkum máttarstólpa sem hann
var.
Ur.ni minn. Með þessum fátæk-
legu kveðjuorðum vil ég þakka
þér allar þær stundir, sem við höf-
um átt saman í leik og starfi.
Framhald á bls. 14.
TÍMINN
Hjónin á Kvígindisfelli með börnunum sínum seytján: Neðri röð frá vinstrh Unnur, Fjóla, Svava, — hjónin
frú Þórhalla og Guðmundur — Þuríður, Svanborg. Efri röð frá vinstri: Karl, Heini, Hörður, Reynir, Guð-
mundur, Guðbjartur, Rafn, Oddur, Haukur, Óskar, Magnús, Víðir.
GULLBRÚDKAUP
Þann 18. des. 1915 fór fram
hjónavjgsla í kirkjunni í Stóra-
Laugardal í Tálknafirði. Þar voru
gefin saman í hjónaband Þórhalla
Oddsdóttir í Stóra Laugardal, sex
tán ára gömul heimasæta, og bónd
inn á Kvigindisfelli, Guðmundur
Kr. Guðmundsson, 25 ára gamall.
Foreldrar Þórhöllu voru hjónin í
Stóra-Laugardal, Þuríður Guð-
mundsdóttir og Oddur Magnússon
er þangað höfðu flutzt frá Brekku
í Gufudalssveit, þegar Þórhalla
var barn að aldri.
Foreldrar Gupðmundar voru hjón
in Svanborg Einarsdóttir og Guð
mundur J. Guðmundsson, er búið
höfðu í Stóra-Laugardal, en þá
voru jarðir þar tvær
Þegar Guðmundur eldri hafði
misst heilsuna, keypti Guðmiuidur
sonur hans jörðina Kvígindisfell.
Þar hóf hann búskap með móður
sinni, þótt hann væri þá aðeins 24
ára að aldri, en faðir hans lifði
þar alllengi hjá þeim sem sjúkling
ur.
Það var ekki hversdagslegur við-
burður fyrir 50 árum, að 24 ára
gamall bóndasonur festi kaup á
landnámsjörð. Að sjálfsögðu var
Guðmundur enginn efnamaður Þá,
en hann mun hafa notið þess, að
þá þegar hafði hann áunnið sér
traust góðra manna.Og miklu mun
hér haf ráðið, að mikið var í mann
inn spunnið, þótt ungur væri.Áræð
inn og kjarkgóður hefur hann ver-!
ið, stórhuga, framsýnn og hygg-
inn. Hann hefur séð, að jörðin var
búin nokkrum kostum, sem lofuðu
góðu, ef bóndinn var bújörðinni
samboðinn. Fimmtíu ára reynsla
sýnir nú. að þar yfirsást honum
ekki.
En meira þarf til myndarlegs
búskapar en sæmilega bújörð og
dugandi bónda. Ekki skiptir minna
máli hvernig sæti húsfreyjunnar er
skipað. Hlutverk sveitakonunnar
hefur fram á þennan dag ve"ið
vandasamt, en þýðingarmikið í
íslenzkum landbúnaði. Það þarf
góða hæfileika til þess, að það
verði leyst af hendi með sæmd.
Þetta gerði Guðmundur sér
ljóst. Hann kaus sér beztu kon-
una, sem hann þekkti. 16 ára
gömlu stúlkuna í Stóra-Laugardal
sem hann hafði svo að segja alizt
upp með um skeið. Ef til vill hef
ur einhverjum fundizt brúðurin
helzt ti! ung, en ekki er það senni-
legt, af Guðmundur hafi litið svo
á. Reynslan hefur líka sýnt, að
einnig í þessu var hann framsýnn.
Ung var ég gefin Njáli, sagði
Bergþóra, og kvaðst myndu láta
eitt yfir þau bæði ganga. Ung var
Þórhalla gefin Guðmundj og
traustinu brást hún ekki frekar en
Bergþóra
Guðmundur reyndist fljótt dug-
andi bóndi og mikill athafnamað-
ur. Fjölskyldan stækkaði ört, og
jörðin ein nægði honum ekki.
Stundaði hann þá sjóinn, hvenær
sem bústörfin gáfu hlé til þess.
Ekki reyndist hann éftirbótur ann
arra við sjósóknina fremur en
bústörfin, enda var hann henni
vanur. Þetta kom sér vel fyrir
fjölskylduna á Kvígindisfelli. Jörð
in var ekkert stórbýli, þegar
hann hóf þar búskap, og möguleik
ar til ræktunar og hvers konar um
bóta voru allt aðrir en þeir eru
nú. En Guðmundur hófst þegar
handa að bæta jörðina með rækt
un og byggingum. Þegar býlið
Vindheimar fór i eyði, keypti
hann þá jörð og sameinaði báðar
í eina jörð, enda lágu túnin sam-
an hfú eru tún beggja jarðanna
fyrir löngu orðin ein samfelld
slétta. Ágætt íbúðarhús byggði
hann svo og öll gripahús. Og nú
má segja, að Kvjgindisfell sé orð
ið stórt býli á mælikvarða þeirrar
sveitar.
En ekki lét Guðmundur við
þetta sitja. Lítil á rann til sjáv-
ar skammt frá bænum. Þessa á
virkjaði hann til framleiðslu raf
magns og svo vel hagnýtti hann
sér þetta litla vatnsfall, að rafork
an fullnægir heimilinu til ljósa
eldunar og upphitunar. Þannig
gerði hann heimiiið, hið yrta sem
innra, að fögrum, gagnlegum,
hlýjum og björtum reit
En þetta allt fékkst ekki með
sitjandj sælunni. Mikið varð hús
bóndinn á sig að leggja, ekki sízt
á Þeim tímabilum er fiskafli brást.
En þá leitaði hann fanga til ann-
arra staða .einkum til patreks-
fjarðar, en þar var þá blómleg
togaraútgerð. Varð har,n þá jafn
vel að vera langdvölum að heim
an. Þarfir heimilisins gáfu ekki
grið, enda voru börnin orðin átta
eftir tíu ára hjúskap. Hann var þó
öruggur um afkomuna heima fyr-
ir Har vissi. hver gætti bús og
barna.
Það, sem hér hefur verið nefnt
mætti ætla að verið hefði ærið
verkefni fyrir barnmarga bónd-
ann. En fleiri irðu viðfangsefm
hans en þetta. Sveitungar hans og
samferðamenn kunnu að meta
hæfileika hans og farsæla forustu.
Þess vegna kvöddu þeir hann til
hvers trúnaðarstarfsins á fætur
öðru, stjórn kaupfélagsins, bún-
aðarfélagsins. í fræðslunefnd,
sýslunefnd sóknarnefnd, skatta-
nefnd og hreppstjóri var hann í
mörg ár.
Það merkasta af öllu í fimmtíu
ára hjúskaparlífi hjónanna á Kvíg
indisfelli tel ég vera það, að þau
eignuðúst og ólu upp seytján
börn, sem öll náðu hinum bezta
þroska og eru hin mannvænleg^
ustu. Og nú kann einhver að
spyrja. Hvernig má það vera, að
Guðmundi skyldi takast að afkasta
þvj ævistarfi, sem hér hefur laus-
lega verið drepið á? Eg held, að
þessu sé auðsvarað, Stúlkan frá
Stóra-Laugardal. sem sextán ára
gömul gerðist önnur hönd bins
unga bónda. reyndist sú húsmóðir
og móðir, að fáum myndi fært að
feta í sporin hennar
Eg ætla mér ekki þá dul að fara
áð lýsa þeim verkefnum, sem frú
Þórhalla hefur leyst af hendi sem
húsmóðir í hálfa öld. En seytján
börn og störfum hlaðinn eigin-
maður er næg vitneskja til þess,
að menn sjái, hvert afrek hér hef-
ur verið unnið. Menn geta kannski
gert sér grein fyrir annríki og erf
iði bóndans, en geta menn gert
sér ljóst, hverju þar var afkastað
innanhúss? Hvaða umhyggju þar
þurfti að hafa? Þeir einir geta
um það dæmt, sem eru nógu kunn
ugir og sáu, að þar voru móður-
skyldurnar ekki vanræktar, þar
voru húsmóðurstörfin unnin af
snilld og með glæsibrag. Trjálund
urinn. sem hún ræktaði í hlíðinni
fyrir ofan bæinn er táknrænn um
græðandi hendur hennar
Fimmtíu ár eru iiðin. Búskap
hjónanna er lokið og sonur þeirra
er tekinn við jörð og búi. Þar
dvelja þau hjónin i skjóli sonar og
tengdadóttur. Börnin þeirra sey-
tján eru flest gift og hefur þeim
öllum farnazt vel Nú líta þau
hjónin frú Þórhalla og Guðmund
ur til baka yfir farinn veg. Margir
munu gleðjast yfir fimmtiu ára
farsælu ævistarfi þeirra En ég
held þr að enginn geti verið jrlað
ari en þau sjálf. Þau eru auðugri
en séð verður hið ytra. Þau hafa
unnið af trúmennsku fyrir böm
sín, byggðarlaff og þjóð. Þau hafa
fært pjóð sinni heilan hóp dug-
andi manna og kvenna. Þjóðfélag
Framhald á bls. 14.