Tíminn - 18.12.1965, Qupperneq 8

Tíminn - 18.12.1965, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 18. desexnber 1965 TÍEVIINN Gróskumikið starf Fram- YFIRLIT YFIR LAGAFRUMVÖRP, ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR OG Lagafrumvörp: Jafnvægi í byggí landsins. Tilgangur laganna er aS stuðla að jafnvægi í byggð landsins með rannsóknarstörfum, áætlanagerð og fjárhagslegum stuðningi tíl framkvæmda og eflingar atvinnu- lífi í þeim landshlutum, þar sem hein eða hlutfallsleg fólksfækkun hefur átt sér stað undanfarið eða er talin yfirvofandi. Sameinað Alþingi kýs að lokn um albíngiskosningum hverju sinni sjö manna jafnvægisnefnd og jafnmarga til vara. Jafnvægisnefnd lætur, þegar þörf þykir til þess, gera áætlan ir um framkvæmdir í einstökum byggðarlögum, enda séu þær við það miðaðar, að með þeim sé stuðlað að jafnvægi í byggð lands íns. Áætlanir þessar skulu að jafn aði gerðar í samráði við sýslu- nefnd, bæjarstjórn eða hrepps nefndj eina eða fleiri. Lán og framlög úr jafnvægissjóði, skulu ákveðin með hliðsjón af slíkum áætlunum, séu Þær fyrir hendi. Stofna skal sjóð, er nefnist jafn vægissjóður, og sé hann undir stjórn jafnvægisnefndar. Hlut- verk jafnvægissjóðs er að veita fjárhagslegan stuðning til fram- kvæmda og eflingar atvinnulífi í samræmi við tilgang laganna Tekjur jafnvægissjóðs eru: 1. 2% af árlegum tekjum rjk issjóðs samkvæmt ríkisreikningi, í fyrsta sinn af tekjum ársins 1965. 2. Vaxtatekjur. Frumvarpið er byggt á þeirri skoðun, að ekki megi lengur drag ast að koma á fót sjálfstæðri og skipulagðri starfsemi til fram- búðar í því skyni að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og að sú starfsemi verði að hafa við það fjárframlag að styðjast, að veru- legs árangurs megi vænta. Ilér er um svo stórt og umfangsmikið verkefni að ræða, að engin von er til þess. að venjuleg úthlutunar nefnd, sem kemur saman á 1—2 skyndifundi árlega og skortir að- stöðu til að afla sér þekkingar á högum byggðarlaganna víðs vegar um land, getí innt það af hendi, svo að viðhlítandi sé, með þeim takmörkuðu fjármunum, sem lög- in um atvinnubótasjóð gera ráð fyrir. Hér þarf að koma ti) föst stofnun með starfsmanni eða starfsmönnum, sem geta helgað sig viðfangsefninu, og sjóðsstjórn, sem innir af hendi annars konar starf en nú er gert ráð fyrír. Nauðsynlegrar Þekkingar verður að afla á hverjum tíma með því að ferðast um landið, ræða við sveit arstjdrnir og aðra þá, er forustu hafa í atvinnulifinu á hverjum stað, gera skýrslur og semja áæti anir. sem úthlutun fjármagns bygg ist á. Ella er hætt við, að hún verði fálmkennd og atvikum háð og komi ekki að fullu gagni. Og hér þarf að koma ti) fjármagn, sem um munar. Koma þarf i veg fyrir þann mis skilning, sem stundum ber á, að hin fámennari byggðarlög og at- vinnurekstur þeirra sé yfirleitt byrði á þjóðarbúskapnum. Athug anír hafa leitt í ljós, að í sumum fámennum sjávarplássum t. d. skii- ar hver íbúi að meðaltali svo mik illi gjaldeyrisvöruframleiðslu í þjóðarbúið, að athygli vekui við samanburð. Víða í sveitum er framleiðslan líka án efa mjög mik 11, ef reiknað er á Þennan hátt. En þar sem fjármagn skortir og tækni er af skornum skammti, verður þetta á annan veg. Þess ber einnig að geta, að engin stétt í þjóðfélaginu mun leggja hlut fallslega eins mikið fram af eigin tekjum og með vumu sinní til uppbyggingar í landinu og bænda stéttin. Óhætt mun að gera ráð fyrir, að hagnýt þjóðarframleiðsla minnki ekki, heldur vaxi við aukið jafnvægi í byggð landsins. Átta nýir hératSsskólar. Reisa skal 8 nýja héraðsskóla búna heimavist handa nemend- um: í Eyjafjarðarsýslu, í Norður- Þingeyjarsýslu, á Reykhólum á Barðaströnd, í Skagafjarðarsýslu, á Suðausturlandi, að Laugum í Dalasýslu, á Snæfellsnesi og í Kjósarsýslu. Menntamálaráðherra lætur gera í samráði við sýslunefndir kostn aðar- og framkvæmdaáætlun um endur úr sveit og ýmsum sjávar plássum hafa orðið að hætta alveg við gagnfræðanám eða fresta því til seinni tíma. Þetta ástand er í sjálfu sér ekkert undrunarefni. Undanfarinn einn og hálfan áratug hefur ríkt alger kyrrstaða í héraðsskólamál- unum. Hefur enginn nýr héraðs- skóli veríð reistur í landinu síðan 1949, að Skógaskóli undir Eyja- FYRRI HLUTI fjöllum tók til starfa. » V erkf rætSirátSunautar. Ráða skal þrjá verkfræðiráðu- nauta til starfa í tilteknum um- dæmum samkvæmt lögum þess Stýrimannaskóli í Vest- mannaeyjum. Efni laganna er, að skólastjóri og fastir kennarar séu opinberir starfsmenn og taki laun samkv. kjarasamningum þeirra. Kostnað- ur við stofnun skólans og rekst- ur greiðist úr ríkissjóði. Á seinasta þingi voru samþykkt lög um stýrimannaskóla í Vest- mannaeyjuin. Var um það full sam staða á Alþingi, að eðlilegt væri, að sjómannaskóli til fískimanna- prófs væri staðsettur þar. Á hinn bóginn eru í lögunum ákvæði um það, að bæjarsjóður Vestmannaeyja skuli greiða kostn að við stofnun og rekstur skól- ans. Um það atriði var ágreining ur. Þótti mörgum óeðlilegt, að rík ið skyti sér undan því að greiða kostnað af sjómannafræðslunni eins og verið hefur og notaði sér þann áhuga, sem er fyrir skólan um meðal Vestmannaeyinga, til að koma kostnaðinum af Þessum Þingflokkur Framsóknarflokksins. smíði héraðsskóla samkvæmt lög| um þessum. Skal áætlunin við það miðuð, að hafizt verði handa um smíði fyrsta kólans eigi síðar en á árínu 1966 og að smíði allra skólanna verði lokið í síðasta lagi fyrir upphaf skólaárs 1976. Ríkissjóður ber allan kostnað af byggingu og rekstri þeirra héraðs skóla, sem lög þessi taka til- Haga skal byggingu Þeirra svo, að þar megi með hægu móti reka sumar- gistihús. Sýslur leggja til skólastað ókeypis. Þótt barnaskólarnir verði efldir í sveitunum, er þó eftir að fram- fylgja fræðslulögunum beint og óbeint að því er tekur til aðstöðu unglínga til hins almenna fram- haldsnáms, gagnfræða- eða mið skólanámsins. Aðstaða unglinga í sveitum og ýmsum sjávarþorpum ti) slíks náms fer síversnandi og lagast ekki, svo að viðunandi sé, nema reistir verði allmargir ný ir gagnfræðaskólar í þágu sveita æskunnar. Héraðsskólarnir í land inu, sem eru átta talsins, eru allt of fáir. Um margra ára skeið hafa skólar þessir orðið að vísa frá jafnmörgum umsækjendum og hæfet var að veita skólavist. Afleið ingin hefur ýmist orðið sú, að nem um, einn í Norðurlandsumdæmi, annan í Austurlandsumdæmi, Þriðja í Vesturlandsumdæmi. Verk fræðinautur Norðurlandsumdæm ís hefur aðsetur á Akureyri, og tekur umdæmi hans yfir Norð lendingafjórðung. Verkfræðiráðu nautur Austurlandsumdæmis hef ur aðsetur í Egilsstaðakauptúni, og tekur umdæmi hans yfir Aust firðingafjórðung. Verkfræðiráðu- nautur Vesturlandsumdæmis hef- ur aðsetur á ísafirði. og tekur umdæmi hans yfir Vestfirðinga- fjórðung, norðan Gilsfjarðar. > Verkfraéðiráðunautur hefur, undir yfirumsjón vega- og vita málastjóra, umsjón með vega- og hafnarmannvirkjagerð í umdæmi sínu og hefur á sama hátt með höndum undirbúningsrannsóknír og áætlanagerð í sambandi við slík mannvirki svo og viðhald þeirra að því leyti, sem ríkið lætur slíkt til sin taka. , Verkfræðiráðunautur skal. gegn hæfilegri Þóknun til ríkisins, vera til ráðunqytis bæjarstjómum, sýslunefndum og sveitarstjómum við mannvirkjagerð í umdæmi sínu, eftir því sem þvi verður við komið og ríkisstjórnin samþykkir. hluta sjómannafræðslunnar yfir á þá eina. Nú hefur skólínn útskrifað fyrsta nemendahópinn og hefur þar með sannað tilverurétt sinn í sjómannafræðslukerfinu. • Rétt er að kanna, hvort ekki sé nú orðinn meiri hluti fyrir þvi á Alþingi, að ríkið taki að sér kostn að af skólanum eíns og öðrum þáttum sjómannafræðslunnar. Rafvæíing Vestur- Skaftafellssýslu. Héraðsrafmagnsveitur ríkisins skulu leggja rafmagnslínu frá Vík í Mýrdal, er nái til allra byggðra býla í Álftaveri. Leiðvallarhreppi, Skaftártungu, Kirkjubæjarhreppi og Hörgslandshreppi, og skal þeirri framkvæmd lokíð eigi síð- ar en á árinu 1968 í þeim drögum að vinnuáætlun um framhald rafvæðingaráætlun arinnar, sem lögð hafa verið fyr- ir raforkuráð, er Vestur-Skafta- fellssýsla alls ekki á blaði, enda vitað, að enn þá hefur ekkert ver ið ákveðið um frekari rafvæðingu Þessa landshluta Eru þó aðeins tveir af sjö hreppum sýslunnar, sem hafa rafmagn frá samveitum. Hrepparnir fimm austan Mýrdals sands hafa ekki samband við al menningsveitur. Síðan teknir voru upp mjólkur flutningar frá þessu svæði fyrir allmörgum árum, hefur búskapur aukizt mjög og blómgazt í þessum sveitum. Nauðsynin á öruggri og nægri raforku er því enn brýnni en áður. Lán til jar'ðakaupa. í frumvarpinu er mælt svo fyr ir, að lán, sem veðdeild Búnaðar bankans veitir vegna jarðakaupa megi nema allt að 70% af virð ingarverði fasteignar. Miðað er við, að í framkvæmd verði tekið tillit til lána úr Stofnlánadeild Búnaðarbankans, sem á hlutaðeig andi jörð hvíla og veitt hafa verið til bygginga eða ræktunar, þann ig að lán úr veðdeild megi lækka miðað við þetta hlutfall virðingar- verðs sem stofnlánadeildarlánum nemur. í frumvarpinu er kveðið á um að stórauka fjármagn veðdeildar innar frá því, sem nú er. Sam- kvæmt frv. verða tekjur veðdeild arinnar árlegt ríkisframlag 20 millj. kr., 10 millj. kr- árlegt fram '*'• frá Stofnlánadeild landbúnaðar ins samkvæmt heimild í stofnlána deildarlögunum. enn fremur hluti af stóreignaskatti samkvæmt lög- um nr. 44/1957, um skatt á stór eignir, svo og vaxtatekjur. Gera á Seðlabanka íslands skylt, ef ríkisstjórn óskar þess, að lána veðdeild Búnaðarbankans allt að 100 millj. kr. Samkvæmt frv. skal veðdeildinní enn fremur heimilt að gefa út nýjan flokk banka- vaxtabréfa og séu bréfin ein- göngu notuð til lánveitinga vegna jarðakaupa, þannig að nokkur hluti lánsfjárhæðarinnar sé greiddur í bankavaxtabréfum íþróttanámsstjórar. Landinu skal skipt í íþróttaum- dæmi, og skal míða skiptinguna við landsfjórðunga- f hverju íþróttaumdæmi starfar íþrótta- námsstjóri. Hann skal ráðinn af menntamálaráðuneyti til þriggja ára í senn að fengnum tillögum íþróttanefndar. íþróttanámsstjóri skal hafa á hendi þessi störf: , 1. Að vera íÞróttafulltrúa og íþróttanefnd til aðstoðar um stjóm og framkvæmd íþróttamála í íþróttaumdæmínu. 2. Að efla frjálsa íþróttastarf- semi og veita íþróttafélögum og einstaklingum aðstoð og leiðbein ingar um íþróttamál. 3. Að hafa eftirlit með íþrótta námi í skólum og vinna að því að gera Það sem fjölbreyttast. 4. Að leitast við að efla hollt félagsstarf og reglusemi æsku- fólks. Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Setning í opinbera stöðu skal jafnan vera til bráðabirgða og aldrei lengur en til fjögurra ára. Skal staðan jafnan auglýst laus til umsóknar, er sett hefur verið í hana í fjögur ár. Sá, sem settur hefur verið til þess að gegna stöðu í forföllum þess, er skipun hefur í hana, getur þó krafizt þess, að staðan sé auglýst laus til umsóknar, er hann hefur gegnt henni í tvö ár. Nauðsynlegt er, að opinberir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.