Tíminn - 18.12.1965, Síða 9
LAUGARDAGUK 18. desember 1965
TIMINN
sóknarflokksins á
FYRIRSPURNIR FRAMSOKNARMANNA FYRSTU TVO MANUÐI ÞINGSINS
starfsmenn njóti almennt fyllsta
öryggis í starfi og þurfi ekki að
eiga það á hættu, að veitingavald
ið geti látið þá víkja fyrirvara-
laust úr starfi að geðÞótta.
Þess vegna er æskilegt, að opin-
berir starfsmenn fái skipun í emb-
ætti, en séu ekki settir til bráða-
birgða og óákveðið. Sé mikið gert
að því að setja þá í stað þess að
skipa, getur það leitt til misnotk
unar og óréttlætis við veitingu
embætta.
SérstaHega er þetta varhuga-
vert um þá embættismenn, sem
þurfa að vera fullkomlega óháðir
veitingavaldinu í störfum, svo
sem er um héraðsdómara, og
auðvitað því varhugaverðara sem
óvissuástandið — setningin —
stendur lengur.
FjórtSungsdeflflir
Landsspítalans.
Auk Landsspítalans í Reykja
vik skal reka fjórðungsdeildir
Landsspítalans í öllum landsfjórð
ungum. Skal ein fjórðungsdeild
vera á Vestfjðrðum, ein eða tvær
á Norðurlandi, sú þriðja á Aust-
fjörðum, en hin fjórða á Suður
landsundírlendinu, ef heilbrigðis
málastjórnin telur ástæðu til að
staðsetia þar landsspítaladeild, sök
um nálægðar og góðra samgangna
við aðalspítalann í Reykjavík.
Fjórðungsdeildir Landspítalans
sknlu vera búnar fullkomnustu
lækningatækjum og vera undir
stíóra vel menntaðra sérfræðinga
í skurðlækningum og lyflækning
um.
Frumvarpið byggir á þeirri hugs
un, að ríMnu ber skylda til að
tryggja þegnunum sem jafnast ör-
yggi í heilbrigðismálum, án tillits
til búsetu.
Það getur naumast réttlátt tal
izt, að ríkið reki stórt og fullkom
ið sjúkrahús í Reykjavík og léttj
þannig miklum útgjöldum af herð
um skattborgara höfuðborgarinn-
ar, en ætli hins vegar tiltölulega
fámennum bæjarfélögum úti á
landi að leggja á gjaldþegna sína
þungar byrðar, vegna rekstrarhalla
sjúkrahúsa. Með þessu er frek-
lega gert upp á milli þegnanna
eftir Því, hvort þeir hafa valið
sér búsetu í höfuðborginni eða
ekki.
Frumvarpið er flutt með tveim
þingmönnum Alþýðubandalagsins.
Lo'ðdýrarækt.
Loðdýrarækt nefnist í lögunum,
þegar loðdýr eru haldin til tímgun
ar og uppeldis af ræktuðum stofni
eða ef dýrin eru alin um stundar
sakír vegna skinnaframleiðslu ein
göngu eða aðallega. Loðdýragarðar
nefnast búr og girðingar, þar sem
loðdýr eru höfð í vörzlu.
Loðdýrarækt er óheimil nema
í loðdýragörðum, sem hlotið hafa
viðurkenningu samkvæmt ákvæð-
um laganna.
Það er meginstefna laganna, að
loðdýr verði einungis ræktuð '..ér
á landi £ sérstaklega útbúnum og
vönduðum loðdýragörðum og ein-
ungis verði ræktuð þar valin kyn
loðdýra.
Þeir, sem óska að stofnsetja Lð
dýragarð hér á landi, skulu senda
landbúnaðarráðuneytinu umsókn
um það efni. Umsóknum skulu
fylgja ítarlegar áætlanir um bygg
ingu loðdýragarðsins, um gerð
hans. tæknilegan rekstur og fjár
mál, svo og um þau dýr, sem fyrir
hugað er að rækta í garðinum.
Að fengnu áliti veiðistjóra um
Þessi gögn, tekur landbúnaðarráðu
neytið ákvörðun um viðurkenn-
ingu loðdýragarðsins, með skilyrði
um, að loðdýrarækt hefjist þar
ekki, fyrr en gerð hans öll er í
samræmi við fyrrgreíndar áætlan-
ir.
Leyfi til minkaeldis má þó að
eins veita í sveitarfélögum, þar
sem villiminkur hefur þegar náð
öruggri fótfestu að dómi veiði-
stjóra.
Fnunvarpið er flutt með nokkr-
um þingmönnum Sjálfstæðisflokks
ins og Alþýðubandalagsíns.
Vegaskattur.
Heimilt er að ákveða í vegaáætl
un, að greiða skuli sérstakt um-
ferðargjald af bifreiðum og öðr
um ökutækjum, sem fara um til
tekna vegi og brýr.
Einnig fellur úr gildi reglugerð
frá 18. okt. 1965, um innheímtu
umferðargjalds af bifreiðum og
öðrum ökutækjum, sem aka um
Reykjanesbraut.
Með 95. gr. vegalaga var ráð-
herra veitt ótakmörkuð heimild
til þess að leggja sérstakt umferð
argjald á umferðina á tilteknum
vegum og brúm. Með reglugerð frá
18. okt. s. 1. var heimild þessi not
uð gagnvart Reykjanesbraut. Um-
ferðargjaldið Þar er að flestra
dómi mjög hátt, og engan vegínn
er tryggt, að notkun heimildar-
innar verði ekki þannig, að mis
rétti valdi milli notenda dýrra
vega, er byggðir kunna að verða
fyrir lánsfé. Auk þess veítir
heimildin ráðherra óeðlilega mikið
vald. Þykir því eðlilegt, að valdið
til skattaálagningar þessarar sem
annarra verði í verkahring Al-
þingis, sem væntanlega mundi þá
ákveða þær meginreglur, sem fara
bæri eftir við álagningu Þess.
ölvun við akstur.
.Svipta skal mann réttí til að
stjóma vélknúnu ökutæki, ef
hann hefur orðið sekur um mjög
vítaverðan akstur, eða ef telja
verður, með hliðsjón af eðli brots
ins eða annars framferðis hans
sem ökumanns, varhugavert vegna
öryggis umferðarinnar, að hann
hafi ökuleyfi. Réttindasvipting
skal vera um ákveðinn tíma, eigi
skemur en 1 mánuð. eða að fullu
og öllu, ef miklar sakir eru eða
um ítrekað brot er að ræða. Ef
kærði hefur verið sviptur rétt-
indum um stundarsakir samkvæmt
ákvæðum 6. mgr. hér á eftir, skal
ákveðið í dómi, hvort sá tími skuli
dragast frá endanlegum svipting
artíma.
Bifreiðaárekstrar eru mjög tíð
ir hér á landi og valda gífurlegu
tjóni. Menn láta lífið og margir
verða fyrir limlestingum í bif-
reiðaslysum, en þar að auki er það
stórkostlega fjárhagstjón, er þau
valda. Oft stafa slysin af því. að
menn eru ölvaðir við akstur öku
tækja. Með því brjóta þeir um
ferðarlögin, en refsingar fyrir
lagabrot af því tagi eru og vægar
í þessu frumvarpi er lagt til, að
sú beyting verði gerð á umferðar-
lögunum. að þeir menn, sem aka
bifreið eða öðru vélknúnu farar
tæki, þegar þeir eru undir áhrif
um áfengis. skuli sviptir ökuleyfi
að fullu eða rétti til að öðlast það.
Ætla má, að þeim mönnum fækki,
sem gera sig seka um að hrevfa
ökutæki, þegar þeir hafa neytt
áfengis, ef þeir eiga á hættu að
tapa ökuréttindum ævilangt fyrir
þann verknað, og Þá mun umferð
arslysunum fækka.
Aílför.
1 27. gr. aðfararlaganna, eins og
henni var breytt með lögum 18/
1932, er ákveðið, að skuldunautur
megi undanskilja fjámámi nauð-
synjar, er nema 100 kr„ ef sá á í
hlut, sem ekki á fyrír heimili að
sjá, en ella 500 kr., og auk þess
100 kr. fyrir hvert bam. Vegna
verðlagsbreytinga frá því fjárhæð
ir þessar vom ákveðnar 1932 em
undanþáguákvæði , þessi nær
einskis virði, ef bókstaflega væru
skilin. Hér er því lagt til að
hækka þessar fjárhæðir, Þannig
að sá, sem á fyrir heimili að sjá,
megi undanskílja 5000 kr. og auk
þess 1000 kr. fyrir hvert bam, en
einhleypir menn 1000 kr. svo og
sömu upphæð fyrir börn eins og
áður getur, ef þeir eiga fyrir þeim
að sjá.
f frumvarpinu felst einnig sú
breyting, að framangreindar und
anþágur eiga einnig að koma til
greina, þegar heimtir eru skattar
eða önnur opínber gjöld, en sam-
kvæmt gildandi lögum má ekki
undanþiggja fjárnámi nauðsynjar
samkvæmt 27. gr., þegar opinber
gjöld em innheimt með aðför.
Tillögur til þings-
álvktunar
Þjóíaratkvæíii
Alþingi ályktar að kjósa fimm
manna nefnd til að rannsaka,
hvort ekki sé rétt að setja lög-
gjöf um þjóðaratkvæði í mikilvæg
um löggjafarmálefnum, svo og
hvort ekki sé rétt að setja grund-
vallarreglur þar um í stjórnar
skrána. Skal nefndin, ef hún telur
ástæðu til semja lagafrumvörp
um það efni. Nefndin skal kynna
sér sem rækilegast öll atriði varð
andi þjóðaratkvæðagreiðslu, þar
á meðal reynslu annarra þjóða í
þeim efnum, en einkum 'ber nefnd
inni að athuga eftirtalin atriði:
a. hvort í ákveðnum tilvikum
eigi að vera skylda eða aðeins
heimild til þjóðaratkvæða-
greiðslu,
b. hvaða aðilar eigi að fá rétt
til að krefjast þjóðaratkvæða-
g ^slu. t.d. hvort þann rétt eigi
að veita tiltekinni tölu þing-
manna eða ákveðnum fjölda kjós-
enda, og
e. hvort úrslit þjóðaratkvæða
greiðslu eigi að vera bindandj eða
aðeins til ráðgjafar.
Hér á landi hefur lítið kveðið
að þjóðaratkvæði Samkvæmt
stjórnarskránni er þó skylt að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um
löggjafarmál í tveimur tilvikum.
í öðru tilvikinu er um að ræða
þjóðaratkvæðagreiðslu um laga-
frumvarp, sem horfir til breytinga
á kirkjuskipuninni. sbr. 2. mgr.
79. gr og 62. gr stjskr í hinu
tilvikinu er um að tefla lög, sem
forseti hefur synjað staðfestingar
samkvæmt 26 gr stjskr Á
hvorugt þessara tilvika nefur
reynt í framkvæmd. og hefur
þjóðaratkvæðagreiðsla þvi aldrei
farið fram samkvæmt þeim. Eng-
in ákvæði eru til i stjórnarskránni
um skilorðsbundna heimild til
þjóðaratkvæðis. Hafa slík heim-
ildarákvæði aldrei verið í ís-
lenzku stjórnarskránni.
Það er að ýmissa dómi illa farið
að þjóðaratkvæði skuli ekki hafa
verið notað hér meir en raun ber
vitni. Eru sumir þeirrar skoðunar
að við getum þar lært af þeim
þjóðum, sem áður eru nefndar.
Hér skal að svo stöddu enginn
dómur á það lagður, hvort aukin
notkun þjóðaratkvæðis >
henta hér á landi. En þ ;r
ástæða til að taka það efni til
ræMlegrar rannsóknar. Og það er
vissulega athugandi, hvort ekki sé
rétt að breyta hér um stefnu og
nota þjóðaratkvæði meira í fram-
tíðinni en að undanförnu til þess
að kanna afstöðu landsmanna til
mikilvægra þjóðmála.
I
Verkefna- og tekjustofna-
skipting ríkisins
Alþingi ályktar að skora á ríkis
stjómina að sMpa sex manna
nefnd til að endurskoða núgild-
andi reglur um verkefnaskiptingu
milli ríkisins og sveitarfélaganna,
svo og í því sambandi tekju-
stofnaskiptinguna, eins og hún
nú er orðin milli þessara aðila.
Þingflokkarnir tilnefni fjóra
nefndarmennina — sinn manninn
hver. Samband íslenzkra sveitarfé-
laga tilnefni einn manninn í
nefndina. Ríkisstjórnin skipi
sjötta manninn án tilnefningar og
verði hann formaður nefndarinn-
ar.
Nefndin skili áliti og tillögum
svo fljótt sem hún telur sig geta.
Hinum öru breytingum í þjóð-
félaginu fylgir sú hætta að hlut-
föll raskist milli eðlilegrar þátt-
töku þjóðfélagsheildarinnar og
sveitarfélaganna í samfélags-
málunum. Þess er ekki alltaf gætt
við lagasetningu að sveitarfélögin
sem ekki hafa vald til að ákveða
sér tekjustofna, verði ekki ofhlað
in skyldum miðað við rétt og að-
stöðu til tekjuöflunar.
Nauðsynlegt er, að gerð sé við
og við athugun á því, hvernig sak-
ir standa í þessum efnum, og lag-
fært það, sem úrskeiðis hefur far-
ið í flaumi breytinganna. Vegið
og metið, hvernig skiptingin er
orðin og hvernig hún má vera
eða væri heppilegust.
Sumarheimfli kaupstacSar-
barna
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að sMpa fimm manna
milliþinganefnd til þess að gera
tillögu: um stofnun sumarheimila
í sveitum fyrir böm úr kaupstöð
um og kauptúnum.
Skal að því stefnt, að a siíkum
sumarheimilum hafi börnin við
fangsefni, er geti orðið þeim að
sem mestum andlegum og líkam
legum þroska, þ.á.m. ræktunar
störf, gæzla húsdýra og umgengni
við þau.
Nefndin skal hafa samráð við
borgarstjórn Reykjavjkur, bæjar-
stjórnir kaupstaða. sveitarstjóm
ir kauptúnahreppa og barnavernd
arráð íslands.
Ráðherra skipar fjóra nefndar
nefningar og skal hann vera for
menn eflir tilnefningu þingflokk
anna. einn frá hverjum. en
fimmt, nefndarmanninn án til
maðui nefndarinnar
Nefndin sMli áliti fyrir næsta
reglulegt Alþingi
Það var lengi háttur kaupstaðar
búa að koma börnum sínum í
sumardvöl á sveitaheimili. Var
það eftirsóknarvert og þótti hollt
og þroskavænlegt fyrir börnin.
Nú er öldin önnur, hvað snert
ir möguleika á slíkri sumardvöl
fyrir börn í sveit. Því veldur hin
mikla fólksfækkun, sem hefur orð
ið á svo að segja hverju einasta
sveitaheimili. Þar er ekki lengur
sá vinnukraftur innanhúss, sem
með þarf, til að sinna þörfum að-
komubarna. Þörfin fyrir sumar-
dvöl kaupstaðarbarna í sveit, er
þó ekki minni en áður, þvert á
móti vex hún óðfluga með fólfcs-
flutningum til þéttbýlisins. Ým-
is félagasamtök í landinu hafa á
virðingarverðan hátt leitazt við
aði bæta nokkuð úr þessari þörf,
og á vegum Reykjavíkurborgar
hefur verið starfræktur vinnuskóli
sem innt hefur af hendi ágætt
starf, en þetta hvort tveggja leys-
ir ekki nema að mjög takmörkuðu
leyti það viðfangsefni, sem hér
um ræðir.
Af þessu hefur það leitt, að
foreldrar í kaupstöðum hafa
neyðzt til að koma börnum sín-
um á barnaskólaaldri til starfa
á hinum almenna vinnumark-
aði, þegar ekki er um skólagöngu
þeirra að ræða. Eru mörg dæmi
þess, að börn hafi verið sett til
þeirra starfa, sem ekki verða tal-
in holl þeim eða hættulaus, hvorki
andlega né likamlega.
Hér er tvöföld hætta á ferðum.
Annars vegar sú, að kaupstaðar-
börn missa af þeim skóla, er sveit
in og sveitalíf hefur verið börnum
landsins.^ hins vegar ráðast þáu tíi
þeihrá starfa við sjávarsíðuna, sem
jafnvel geta orðið þeim viðsjár-
verð, eða þau hafa engin sérstök
viðfangsefni við að fást.
Fyrirspurnir
til ríkisstjórnarinnar um lýsis-
herzluverksmið j u:
Hvað hefur ríkisstjómin gert
til framkvæmda á ályktun Alþing
is frá 5. maí 1965 um lýsisherzlu-
verksmiðju?
Til ríMsstjórnarinnar um rann
sóknarsMp í þágu sjávarútvegsins:
1. Hafa verið gerðir samningar
um smíði rannsóknarskips í þágu
sjávarútvegsins?
2. Hve mikið fé er fyrir hendi
til smíði skipsins?
3. Hvað er talið. að vel búið
rannsóknarskip kosti nú?
Til menntamálaráðherra um
sameiningu Landsbókasafns og
Háskólabókasafns oil.
Hvað hefur ríkisstjómin gert til
að framkvæma ályktun Alþingis
frá 29. maí 1957 um sameiningu
Landsbókasafns og Háskólabóka
safns o.fl.?
Til menntamálaráðherra um
byggingu menntaskóla á ísafirði:
Hefur ríkisstjórnin ákveðið að
fresta fyrst um sinn að hefja bygg
ingu menntaskóla á ísafirði?
Til ríMsstjómarinnar um Lána-
sjóð sveitarfélaga.
Ætlar ríkisstjómin ekki að end
urflytja „framvarp til laga um
Lánasjóð sveitarfélaga”. sem kpm
fram sem stjórnarframvarp á síð
asta þingi, en var af einhverjum
ástæðum ekk; fylgt eftir til af-
greiðslu? — Og ef hún ætlar að
endurflytja framvarpið, hvers
vegna lætur hún það dragast?