Tíminn - 18.12.1965, Qupperneq 14

Tíminn - 18.12.1965, Qupperneq 14
14 TÍ8VSSNN FÖSTUDAGT’tí 17 desember 19fi5 STÉTTARSAMBAND Framnald af bls. 1. Allir fundarmenn voru sammála um, að tryggja þyrfti, að bændur hefðu ekki minni samningsrétt um verðlagninguna og þar með kjör sín en verið hefur. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt í þessu máli: Aukafundur Stéttasambands bænda, haldinn í Reykjavík 14. og 15. desember 1965, leggur áherzlu á það, að við væntanlegar breytingar á löggjöfinni um fram- leiðsluráð landbúnaðarins, verð- skráningu, verðmiðlun, sölu á landbúnaðarvörum og fleira, verði bændum tryggður að fullu í samn inganefnd ríkisstjórnarinnar að athuga jöfnum höndum möguleika á samningum um verðlagsmálin við fulltrúa frá ríkisstjórninni sem og fulltrúa frá öðrum aðilum. Jafnframt þessu leggur fundur- inn áherzlu á, að bætt verði inn í 5. gr. laganna ákvæði, er tryggi, að samninganefnd sé jafnan full- skipuð. Þá leggur fundurinn áherzlu á, að eftirfarandi atriði verði tryggð: 1. Að söluverð landbúnaðarvara miðist við, að atvinnutekjur bænda verði ekki lægri en launatekjur annarra vinnandi stétta miðað við sama vinnutíma. Skal og tekið til- lit til verkstjórnar og áhættu bóndans. 2. Að búreikningaskrifstofa rík- isins verði gerð að sérstakri hag- stofu, vinni hún að alhliða gagnasöfnun um hag og þróun landbúnaðarins og afli upplýsinga um raunverulegan framleiðslu- kostnað landbúnaðarafurða. 3. Að útflutningsuppbætur verði ekki minni hundraðhluti af heild- arverðmæti landbúnaðarframleiðsl unnar hverju sinni en nú er. 4. Að verðjöfnunarákvæðum verði, ef fært þykir, breytt þann- ig: a. Að heimilað verði, að flutn- ingskostnaður á sauðfé og mjólk til sláturhúsa og mjólkurhúsa verði tekinn í verðjöfnun. b. Að sett verði ákveðnari fyrir- mæli um rétt Framleiðsluráðs til að skipuleggja framleiðsluna með hliðsjón af markaðsaðstæðum, hverju sinni. c. Að Framleiðsluráð fái heim- ild til tilfærslu á verði milli hinna einstöku vöruflokka, ef hagkvæm- ara er talið að framleiða eina vöru- tegund fremur cn aðra, þennan rétt geti aðrir aðilar ekki takmark að. d. Að verðjöfnunargjald mjólk- ur verði tekið af innveginni mjólk. í fundarlok var svohljóðandi ályktun samþykkt með 24 atkvæð- um gegn 2. „Aukafundur í Stéttarsambandi bænda 14. og 15. desember 1965 mótmælir harðlega bráðabirgða- lögum þeim, sem ríkisstjórnin setti s.l. haust um búvöruverðið. Telur fundurinn, að í lögunum felist alvarleg réttarskerðing gagn vart bændastétt landsins og tilfinn anleg launaskerðing með hinni nýju launaviðmiðun, sem þar er tekin upp í stað ákvæða fram leiðsluráðslaganna." Þá voru eftirtaldir fjórir menn, einn úr hverjum landsfjórðungi, kosnir til þess að vera í stjórn Stéttarsambandsins til ráðuneytis varðandi breytingar á framleiðslu ráðslögunum. Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli, Ingi Tryggvason, Kár- hóli, Steinþór Þórðarson Hala, Árni Jónasson, Skógum. Ýms fleiri mál voru rædd á fund inum, án þess að í þeim væru gerð- ar ályktanir. UPPSAGNIR Framhald af bls. 1. ir algjöru vantrausti á dómsnið- urstöðu Kjaradóms 1965. Vanmat dómsins á starfmönn- um Landssímans er slíkt, að ekki verð r við unað. Áður en gengið var til samn- inga 1963 um skipan ríkisstarfs- manna í launaflokka, var vitað, að þeir yrðu ekki gallalausir, og að samningum loknum mun það hafa verið Ijósast þeim, sem mest höfðu um þá fjallað. Ástæður þessa voru mjög mis- jafnar tillögur hinna ýmsu starfs- mannafélaga og samræming Kjara ráðs á þeim, er það gekk frá heild- artillögum sínum og ennfremur hve misjöfn andstaða samninga- nefndar ríkisins var gegn tillög- unum, sem mun hafa byggst á mis- munandi viðhorfum forstöðu- manna hinna ýmsu ríkisstofnana, er nefndin þurfti að leita álits hjá, svo og ófullnægjandi upplýsingum þeirra. Ýmsir starfshópar og starfsmenn landssímans voru Wijög vanmetnir við flokkunina 1963. Þessi stað- reynd er viðurkennd með tillög- um Kjararáðs 1965, en þar eru ýmsir starfsmenn Landssímans hækkaðir til réttlátari samræming- ar öðrum rí'kisstarfsmönnum. Það mun öllum erfitt að gera réttlátt heildarmat á flokkun rík- isstarfsmanna. Mestan kunnug- leika til þess munu Kjararáðs- menn hafa, sem unnu að samn- ingunum 1963, kynntust ágöllum þeirra, og eftir að hafa aflað sér víðtækra viðbótargagna gengu frá flokkunartillökum 1965. Kjararáð hefur stuðzt við vísi að starfsmati flokkunartillögur sínar, en til notk unar fullkomins starfsmats þarf að vera samkomulag beggja aðila. Nýgengin Kjaradómur hækkar í flokkum aðeins um 3% af starfs- mönnum pósts og síma, en um 42% af öðrum ríkisstarfsmönn- um. ^ Með dómi þessum er því aukið við vanmat á starfsmönnum Land- símans, sem var þó ærið fyrir, og mun afstaða pósts- og símamála- stjóra þá, hafa valdið miklu þar um. Við samnnga um röðun ríkis- starfsmanna í launaflokka 1963 urðu 90% af starfsmönnum pósts og síma í 14. flokki og neðar, en 32% í sömu flokkum hjá öðrum ríkisstofnunum. Það verður ekki séð á hvaða forsendum Kjaradómur tekur ekki til greina kröfur um flokkahækk- anir starfsmanna Landsímans sam tímis og hann dæmir öðrum slík- ar hækkanir, og raskar þar með öllu innbyrðis samræmi heildartil- lagna Kjararáðs, og í sumum til- fellum snýr dómurinn við röðun starfsheita miðað við tillögurnar. Dómurinn hefur orðið þess vald andi að fjölmargir starfsmenn Landsímans hafa þegar sagt upp störfum sínum og er þó ekki um skipulagðar hópuppsagnir að ræða. Siðan dómurinn féll hafa daglega borizt uppsagnir og horfir til al- Útför móður okkar Þórlaugar Bjarnadóttur fyrrum húsfreyju að Gaulverjabæ, er andaðist 14. desember s. I., fer fram þriðjudag inn 21. desember og hefst með kveðjuathöfn í Selfosskirkju kl. 11 f. h. Jarðsett verður að Gaulverjabæ kl. 1 e. h. Sætaferð frá Umferðamiðstöðinni í Reykjavík kl 9. f. h. Börnin gerrar auðnar í sumum starfs- greinum hjá Landsímanum. Fundurinn bendir á að sérhæfð- ir starfsmenn landssímns geta alls ekki unað úrskurði Kjaradóms og munu áframhaldandi uppsagn- ir þeirra leiða til þess að ýmis öryggis- og almenn þjónusta t.d. talsíma- og skeytaþjónusta lamast eða fellur alveg niður. Slíkt ástand hefði ófyrirsjáanlegar afieiðingar fyrir allt atvinnulíf þjóðarinnar og verður því að vinda bráðan bug að því að gera þær ráðstafanir, að til þess komi ekki.“ v/Miklatorg Sími 2 3136 ÞAÐ ER TEKIÐ EFTIR ; AUGLÝSINGU Í TÍMANUM! I PILTAR, EFÞIÐEIGIÐUNMUSTUNA ÞÁ Á io HRINOANA / tísmt/Msson_ r/v' € V TIL SÖLU PEDEGREE barnavagn verð kr, 2000,00. Einnig burðarrúm, ensk drakt á 8—9 ára, tækifæriskjóll úr blúndu, kápa stærð 42 víð ennfremur gardínur úr þunnu ljósu ullarefni, 4 vængi. Upplýsingar a ðHagamel 30 (kjallara) eftir kl. 6 GULLBRUÐKAUP Framhald af bls. 3 ið skuldar þeim dýrmæta eign. Það var gaman að koma að Kvíg indisfelli. Þar var alltaf hlýtt og bjart. En það var fyrst og fremst gaman vegna þess, að hún frú Þór halla var þar húsmóðir og hann Guðmundur húsbóndi. Eg sendi þeim hjónum heilla- óskir mínar á þessum hátíðisdegi þeirra og árna þeim blessunar á komandi árum Siqurvin Einarsson. E'/RÓPUBIKARI ÞIKUR Framhald af 16. síðu. Sterk kvennalið. Kvennalið Vals er sterkt um þessar mundir og vann sigur í nýafstöðnu Rvíkurmóti. Stúlkur úr Val mynda kjarnann i ísl. kvennalandsliðinu, Sigríður Sig- urðardóttir, Sigrún Guðmunds- dóttir, Sigrún Ingólfsdóttir og Vig dís Pálsdóttir, en auk þess á Val- ur margar sterkar liðskonur, sem eru viðloðandi landsliðið. Mótherji Vals í fyrstu umferð Evrópubikarkeppninnar, Skogn, hefur mjög sterkum liðskonum á að skipa, sem flestar hafa leikið með norska landsliðinu, þ.á.m. fjórar, sem léku með norska lið- inu í Norðurlandsmótinu. Evrópubikarkepp.ni kvenna. Með hverju ári, sem líður, auk- ast vinsældir Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Og til marks um það, má geta þess, að þátttökuliðunum hefur sífellt fjölg að, en að þessu sinni eru þau 13 talsins. Líklegt þykir, að liðið, sem sigrar í viðureigninni í íþróttahöllinni á morgun og mánu dag, mæti núverandi Evrópubikar- meisturum, danska liðinu HG, í næstu umferð, en liðið, sem tapar fellur úr keppninni. FJÁRHÁÆTLUN KÓPAV. Framhald af 16. síðu. ræsagerðar er ætlað 10,5 millj. auk 5 millj. kr. gatnagerðargjalds á árinu eða alls um 15,5 millj. er þetta mikil aukning með sérstöku tilliti til varanlegrar gatnagerðar. Til fræðslumála er ætlað 7,2 millj. og til skólabygginga 6 millj. að viðbættri sömu fjárhæð frá rík- inu, eða alls um 12 millj. kr. Þá er og gert ráð fyrir því í áætluninni, að ráðinn verði fræðslufulltrúi og starfsmaður barnaverndarnefndar. Gert er ráð fyrir 1 millj. kr. framlagi til Bygg- ingasjóðs bæjarins, en hann er ætlaður til þess að hlaupa undir bagga með þeim, sem örðugast eiga um vik við að koma sér upp eigin húsnæði. 250 þús. kr. eru ætlaðar sem stofnfé menningar- sjóðs bæjarins, en stofnun hans hefur nýiega verið ákveðin. VALLARMÁLIÐ Framhald af 16. síðu. sér verk, og við Því liggi þung refsing. Stanley Roff bað þá um þetta“. (Þau leíðu mistök urðu í skrif um um málið í gær að sagt var að ákærður Jósafat og Eyþór Þórðarson hefðu gefið út tékka með fölskum nöfnum. Þeir fram seldu tékkana með fölskum nöfn um. Hlutaðeigandi eru beðnir af- skunar á þessu, en orsök þess var m. a. sérlega hröð yfirferð sækjanda, enda báðu verjendur hann um að tala hægar þrisvar sinnum.) Verjandi sagði í sambandi við falsað ártal á plagginu um stofnun firmans Guðmundur Jónsson, sem var tilbúið heiti, þá væri það hvorki sannað að ákærði Jósafat hafi breytt ártalinu á: Því né held ur sannað að ekki hafi verið skríf að sama ártal og var á því þegar Björgvin Guðmundsson ritaði und ir það sem eigandi þess, að beiðni Stanley Roff, framkvæmdastjóra Civilian Club, enda hafi S. Roff lofað Björgvin meiri hlunnindum ef hann gerði það. Björgvin var hljómsveitarmaður og spilaði í Civilían Club á þessum tíma. Ástæðuna fyrir því að hann bað Bjö n um að skrifa nafn sitt untii g gangast við firmanu var að hann vildi ekki að nafn Jósa fats yrði rýrt, þar sem hann væri upprennandi stjórnmálamaður og Björgvin mundi engan miska af þessu hljóta. Einnig sýndi verjandi fram á, að Sanley Roff hefði borið við ó- sannindum við yfirheyrslur. Yfir menn hinna klúbbanna á umræddu tímabili væru farnir af landi brott og því væri eigí unnt að ná til þeirra og þeir væru jafnsekir um ólöglega verkbeiðni eins og S. Roff. Áki sagði að S. Roff hefði fyrstur átt að fara í gæzluvarð- hald, en ekki ákærði. Hvað viðvéki rithandarsérfræð ingnum Páli Kr. Pálssyni, þá taldi verjandi ákærða Jósafats, að lög legra New York hefði talið hann hreinan jólasvein hvað ríthandar fróðleik snerti og komust að þeirri niðurstöðu að ákærði Eyþór hefði skrifað undir fleiri plögg en Páll Kr. hefði úrskurðað. í bréfi til bandarískra yfirvalda á vellinum, hefði verið beðið um skýrslu, sem Bandaríkjamenn hefðu tekið við rannsókn málsins, en þeirri bón hefði verið synjað. Ennfremur hefði engin bótakrafa komið fram frá bandarískum yfir- völdum. Undir lokin tók verjandi fram að ákærði yrði eigí sóttur að ís- lenzkum lögum til saka, þar sem hann hefði ekki blekkt neinn ís- lenzkan aðila í málinu, enda hefði hann aðeins farið að fyrirmæl- um yfirmanna klúbbanna, sem aft ur á móti hefðu blekkt sína yfir menn og Því yrði ákærði, ef til bóta- eða refsikröfu kæmi, aðeins dæmdur fyrir.hlutdeild í málinu. Til glöggvunar á þessu máli skal það tekið fram að ákæran fyrir ólögmæta verktakastarfsemi er gegn Jósafati Arngrímssyni og Ey þóri Þórðarsyni, sem Jósafat réði í vinnu til sín, og þeir stóðu síð an hinum ýmsu verkum og skiptu fénu milli sín er þeir höfðu upp úr krafsinu, eftir því sem verjandi Jósafats sagði í réttinum í dag, og hefðu þeir unnið verkin vel, fljótt og ódýrt. Formatriði hefði það verið að gefa upp mismunandi nöfn svo að bandarísku endurskoð endurnir renndu ekki grun í að starfsmaður Bandaríkjamanna stæði að Þeim. Á morgun kl. 10 mun verjandi Eyþórs Þórðarsonar Ámi Guð- jónsson hrl. flytja vamarræðu sína. Það er ljóst að málið mun standa í nokkra daga i viðbót, þar sem það er jafn yfirgripsmikið og raun ber vitní og fram hefur kom ið. ÁGÚSTDAGAR Framhald af bls. 5. gægist og bregður litrófi um ljósofinn dúk. En höfug og ljúf af hlýindum suðlægrar áttar fer haustnóttin yfir, gengur á döggskóm um túnin og dokar í skugga við dimm- leitan Öxnafellshnjúk. En Bragi á aðra tóna til, jafn- vel létta og glettna, sem hann bregður í alvörustef. _________________AK MINNING Framhald af bls. 3 Minningarnar sem ég á um þig í starfi og keppni fyrir félagið okkar. Allt verður þetta svo dýr- mætt nú, þegar þú ert horfinn. Oft höfum við setið og spjallað saman og aldrei mun eg gleyma síðasta kvöldinu þínu, er við rædd um það sem okkur var svo ofar- lega í huga þá. Þannig mun ég minnast þín vinur, fyrst og fremst með þakklæti fyrir kynnin af góð- um dreng, og sú minning er, nú mín raunabót, sem mun ylja á ókomnum árum. Ef til vill hefur þú verið bezt undir það búinn, sem koma skyldi af okkur öllum og ég veit að nú líður þér vel, vegna þess að sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá. Ástvinum þínum votta ég mína innilegustu samúð og bið Guð að styrkja þá í þeirra þungbæru raun- um. Vinur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.