Tíminn - 18.12.1965, Side 16
Bandaríkjamenn neituðu
umsamvinnui Vallarmálinu
DAGAR TIL JÓLA
289.
HZ-Reykjavík, föstudag.
Málflutningur í Keflavíkurvall
armálinu hélt áfram í Sakadómi
Reykjavíkur í dag. Sækjandi Hall
varður Einvarðsson lauk sóknar-
ræðu sinin um hádegið. Er mál
flutningur hófst eftir hádegið tók
til máls verjandi ákærða Áki Jak-
obsson hrl og talaði hann allt til
kl. 18.40 en þá lauk hann máls-
vörn sinni og dómi var slitið til
morguns. Krafðist verjandi sýknu
allra ákæruatriða á hendur Jósa-
fat Arngrímssyni.
Áki Jakobsson krafðist sýknu
vegna ákæru fyrir auðgunarbrot
50 bílar í
árekstrum
í póstmálinu á þeim forsendum að
um enga auðgunartilraun hefði
verið að ræða hjá ákærða enda
hefð þeir haft fullt traust þeirra
stofnana er þeir hefðu skipt við.
Er verjandi kom að ákærulið
þeim sem fjallar um verktakamál
áærða krafðist hann einnig sýknu
á þeim forsendum að hér hefði
ekki verið um blekkingu gagnvart
neinum að ræða nema yfirmönnum
klúbbanna þriggja á Keflavíkur
flugvelli og það hefðu verið þeir
sem hefðu falið ákærða verkin
sem hann tók að sér að beiðni yf
irmanna klúbbanna.
Áki taldi og sækjanda hafa
eytt miklu púðri á jafn lítiifjör
legt mál, jafnvel þótt sóknarræð
an hafi verið afburða góð.
Áki sagði ennfremur: „Frá
mínum bæjardyrum virðist mér
ákærði Jósafat hafa gert samnínga
tilboð o. fl. undir fölskum nöfn
um og til þess að fá þá leysta
orðið að nota sömu nöfnin á fram
söl tékkanna, þar sem skv. banda
rískum lögum er starfsmönnum
á vellinum óheimilt að taka að
Framhald á bls. 14.
Fjögur ný pró-
fessorsembætti
Ríkisstjórnin lagði í gær fram
frumv. um stofnun 4ra nýrra pró-
fessorsembætta við Háskóla ís-
lands. Frumvarpið er fiutt að
beiðni háskólaráðs. Hin nýju pró-
fessorsembætti eru í ensku í al-
mennri sagnfræði og í Norður-
landamálum, einkum dönsku, og
í réttarsögu.
KJÖRINN FORSET!
HÆSTARÉTTAR
Gizur Bergsteinsson hæstarétt-
ardómari hefur verið kjörinn for-
seti Hæstaréttar tímabilið 1. janú-
ar 1966 til ársloka 1967.
Varaforseti sama tímabils hefur
verið kjörinn Jónatan Hallvarðs-
son. hæstaréttardómari.
KJ-Reykjavík, föstudag.
Mikið var um bifreiðaárekstra
á götum Reykjavíkur í dag, og
einkum þó fyrir hádegið. Urðu
alls 16 árékstrar á tímabilinu frá
því klukkan níu í morgun og
fram til klukkan eitt, en frá eitt
Noregsmeistararnir Skogn
mótherjar Vals.
Evrópubikarleikir Vals
á sunnudag og mánudag
- fyrstu Evrópubikarleikir í handknattleik hérlendis
AiPJteykjavík, föstudag.
Á sunnudag og mánudag
leikur kvennaflokkur Vals Ev-
rópubikarleiki sína i hand-
knattleik gegn norsku meist-
urunum Skogn frá Þránd-
heimi. Fara báðir leikimir
fram í íþróttahöllinni í Laug-
ardal og er hér um að ræða
fyrstu Evrópubikarleiki í
handknattleik hérlendis. Jafn-
framt er þetta í fyrsta sinn,
sem ísl. kvennaflokkur tekur
þátt í Evrópubikarkeppni.
Leikurinn á sunnudag hefst
klukkan 16.45, en á undan leika
Fram og Valur í meistara-
flokki karla. Hefst sá leikur
kl. 16. Á mánudag fer svo síð-
ari leikurinn fram og hefst
hann kl. 21, en forleikur verð-
ur milli FH og Vals í meist-
araflokki karla og hefst hann
kl. 20. Þess má geta, að for-
sala aðgöngumiða verður í
Bókabúð Lárusar Blöndal á
laugardag og mánudag.
Framhald á bls. 14.
til átta urðu sjö árekstrar, eða
2" talsins samanlagt í dag. Lang-
flesta þessa árekstra mátti rekja
til hálkunnar á götunum, og það
er sama sagan að ökumenn gæta
sín ekki á hálkunni fyrst á morgn-
ana. Fjórir bílar lentu saman í
einum árekstrinum, og var sá á
Skúlagötunni um klukkan hálf
tólf. Þá hafnaði stór vörubíll á
hornhúsinu við Laufásv. og Braga
götu. Var bíllinn á leið niður
Bragagötuna, en bifreiðastjórinn
mun hafa misst stjórn á honum
vegna hálkunnar í brekkunni, með
þeim afleiðingum að hann rann
í gegn um grindverk og stöðvað-
ist ekki fyrr en á húsinu Lauf-
ásvegi 48. Skemmdist bíllinn tölu-
vert mi'kið að framan. Alls hafa
þannig fimmtíu bílar lent í árekstr
um í Reykjavík í dag, þ.e.s. þeim
árekstrum sem lögreglan hefur
haft afskipti af.
FJARHA6SAÆTLUN KOPA-
V065 61,2 MILLJÓNIR KR.
N«. FUNDUR BÆJARSTJÓRNAR HALDINN I GÆR
AK-Reykjavík, föstudag.
Bæjarstjóm Kópavogskaupstað-
ar hélt 100. fund sinn síðan bær-
inn féfck kaupstaðarréttindi í gær.
Var þar lögð fram fjárhagsáætlun
bæjarins fyrir næsta ár til fyrri
umræðu. Niðurstöðutölur frum-
varpsins eru 61,2 millj. kr., sem
er 28% hæ'kkun, en fólksfjölg-
un er mikil í bænum sem kunn
ugt er.
Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri
fylgdi áætluninni úr hlaði með ít-
arlegri ræðu. Helztu tekjuliðir eru
þessir: Útsvör 45,5 millj, aðstöðu-
gjöld 3,6 millj., fasteignagjöld 3
millj. jöfnunarsjóðsframlag 8,8
millj.
Hæsti útgjaldaliður er félags-
mál 13,5 millj. Til gatna- og hol-
Framhald á bls. 14.
FEKK 50 ÞUSUND
KR. SEKT
MB-Reykjavík, föstudag.
f morgun var kveðinn upp í
Sakadómi Reykjavíkur dómur yfir
Maurice Edwards Call, skipstjóra
á togaranum Ross Stalker, sem
flugvél Landhelgisgæzlunnar stóð
að ólöglegum umbúnaði veiðar-
færa úti fyrir Vestfjörðum nú í
vikunni. Skipstjórinn fékk miklu
þyngri dóm en almennt gerist fyr-
ir slíka hluti, enda var hér um
ítrekað brot skipstjórans að ræða,
því í fyrra var hann tekinn að
ólöglegum veiðum í landhelgi.
Call skipstjóri var dæmdur í 50
þúsund króna sekt og komi varð-
hald í 75 daga til vara, ef hún
verður ekki greidd. Þá var og all-
ur afli og veiðarfæri gerð upp
tæk, en slíkt er ekki venja, er um
venjulega ,,hlerasekt“ er að ræða.
Þá var skipstjóri einnig dæmdur
til þess að greiða allan málskostn-
að.