Tíminn - 30.12.1965, Page 12

Tíminn - 30.12.1965, Page 12
12 HQHQEH TÍMINN ÍIJRÓTTIR FIMMTUDAGUR 30. desember 1965 Hálogaland verður enn um sinn vettvangur innanLmóta Aíf—Reykjavík, miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum, sem íþróttasíðan hefur aflað sér, mun vera ákveðið, að engir mótaleikir, hvorki í hand- knattleik né körfuknattleik, fari fram í íþróttahöllinni í Laugardal í vetur. Fer því 1. deildar keppnin í handknatt- leik og körfuknattleik enn einu sinni fram að Hálogalandi. í vetur mun íþróttahöllin eingöngu verða notuð fyrir milli- rtkjaleiki þ.e. landsleiki og félagaleiki við erlend lið, aðallega Evrópubikarleiki. , leikur FH a.m.k. tvo Evrópubikar leiki gegn Fredensborg — og kvennalið Vals leikur sennilega báða Evrópubikarleiki sína í 2. umferð hér heima Þá á Þróttur rétt á vorheimsókn, og má gera ráð fyrir a.m.k. þremur leikjum í þeirri heimsókn. Körfuknattleiks menn leika fjóra landsleiki, tvo Framhald á bls. 14. LANDSLIÐ- IÐ VALIÐ 100% mætingar á landsliðsæfingar. Alf—Reykjavík, miðvikudag Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni, hefur landsliðsnefnd Handknattleikssambands íslands valið 12 leikmenn til æfinga fyrir heimsmeistarakeppnina og af þess- um 12 leikmönnum hafa 11 verið valdir í landsliðið til að leika gegn Pólverjum og Dönum, en það eru þessir leikmenn: Hjalti Einarsson, FH Þorsteinn Björnsson Fram Ragmar Jónsson, FH Birgir Björnsson, FH Sigurður Einarsson, Fram Ingólfur Óskarsson, Fram Gunnlaugur Hjálmarssori, Fram Karl Jóhannsson, KR Ágúst Ögmundsson. Val Hörður Kristinsson Ármanni Þórarinn Ólafsson Víkingi. Tólfti leikmaðurinn, sem valinn var til æfinga. Guðjón Jónsson, Fram, verður varamaður. - Undanfarið hefur landsliðið æft af -miklu kappi í íþróttahöllinni í Laugardal — og á þær 7 æfingar, sem haldnar hafa verið, hafa allir leikmennirnir mætt, en suma dag ana hefur verið æft tvisvar á dag Framhald á bls. 14. 25 lönd i heims- meistarakeppninni Valsblaðið komið út Skömmu fyrir jól kom út jóla blað Vals, stórt og vandað blað, ritstýrt af þeim Frímanni Helgasyni, Einari Bjömssyni og Gunnari Vagnssyni. í blaðinu er ýmsan fróðleik að finna um starfsemi Vals á þessu ári, við- töl við yngri og eldri félaga og skemmtilegar greinar. Allur frágangur blaðsins er vandaður, og í heild er blaðið Val til sóma. Sá, sem þetta rit- ar, hafði sanna ánægju af því að lesa blaðið um jólin. — alf. Það eru framkvæmdaaðilar að byggingu íþróttaihallarinnar, sem hafa tekið ákvörðun um þetta. Mun verða lögð áherzla á að ljúka Búlgaría í loka- keppni Búlgaría varð 16. landið til að tryggja sér sæti í lokakeppni heims mkeppninnar í knattsp. en í gær sigraði Búlgaría Belgíu með 2:1 í aukaleik. f blaðinu í gær var skýrt frá leikjum á Englandi á þriðjudagskvöld og sagt, að aðeins þrír leikir hefðu farið fram í 1. deild og enginn í 2. deild. Þetta var ekki rétt með farið, því að sex leikir fóru fram í 1. deild og fjór- ir í 2. deild. Úrslitin á þriðjudag urðu því eins og hér segir: 1. deild. Leeds—Liverpool 0:1 Burnley—Stoke 4:1 Leiresiter—Fulham 5:0 Arsenal—Sheff. W. 5:2 Chelsea—Northampton 1:0 Sheff. Utd.—Tottenham 1:3 2. deild: Birmingham—Huddersf. 2:1 Bristol—Wolves 0:1 Coventry—Norwich 2:0 Portsmouth—Chariton 3:1 2 lönd úr riðli í lokakeppni byggingu hallarinnar eins fljótt og auðið er og telja framkvæmda aðilar í því sambandi, að móta- leiki ofan á alla miliiríkjaleiki, sem fyrirhugaðir eru í vetur, muni tefja verkið til muna. Þessi ákvörðun er áfall fyrir inniíþróttir, því reiknað var fast lega með, að 1. deildar keppnin í handknattleik og körfuknattleik mundi fara fram í íþróttahöllinni. Gamlí Hálogalandssalurinn verður því eitnu sinni enn vettvamgur fslandsmóta í fyrrgreindum í- þróttagreinum. Gífurlegt álag. Eins og sakir standa, er reikn að með, að 15—20 milliríkjaleik- ir, landsleikir og Evrópubikarleik ir fari fram í íþróttahöllinni næstu fjóra mánuði. í bandknattleikn um verða 7 landsleikir einn gegn Pólverjum, tveir gegn Dönum (einn aukaleikur), tveir gegn Frökkum og tveir gegn heims- meisturunum frá Rúmeníu. Þá Armenningar gefa út blað Ármenningar hafa gefið út skemmtilegt félagsblað, en í því er sagt frá starfsemi félagsins. f ávarpsorði segir Gunnar Eggerts- son, formaður Ármanns, m. a. um blaðið: „Að lokum skal svo minnzt á það sameiningartákn fyrir alla Ármenninga, en það er málgagn félagsins . . . Fjölmennu og öflugu íþróttafélagi, eins og Ármanni, er það mikil nauðsyn að gefa út reglulega eigið málgagn, sem er vettvangur fyrir áhugamál hinna mismunandi deilda og stuðla að kynningu þeirra og tengslum. Stjórnin hefur lengi haft þetta mál í undirbúningi, og nú er ákveðið, að blaðið skuli koma reglulega út þrisvar á ári . . . “ Umbrot blaðsins er eirikar skemmtilegt og það prýtt fjölda mynda. Eysteinn Þorvaldsson rit- stýrir blaðinu. Tuttugu og fimm Iönd taka þátt í heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik og af þeim fara 16 í loka keppnina, sem háð verður í Sví- þjóð 12—21. janúar 1967. Þrjú landanna fara í lokakeppnina án undankeppni, núverandi heims- meistarar, Rúmenar, Japanir (vegna fjarlægðar) og gestgjafarn ir, Svíar. Hinum löndunum er skipt niður í riðla og fara tvö lönd úr hverj- um (ef löndin eru fleiri en 2) í lokakeppnina. Fjögur lönd hafa ekki áður verið með í keppninni, en það eru ísrael, Túnis, Belgía og Kanada. Sex lönd keppa innbyrðis um sæti í lokakeppninni (tvo leiki), en það eru þessi lönd: Bandarík- in—Kanada, Egyptaland—Túnis og Júgóslavía—ísrael. Keppni í stærri riðlunum er hafin og er staðan þessi: A-riðill: Tékkóslóvakía 2 2 0 0 50:23 4 Austurriki 2 1 0 1 32:47 2 Noregur 2 0 0 2 20:32 0 B-riðill: Sviss 2 2 0 0 49:27 4 V-Þýzkaland 1 1 0 0 26: 6 2 Holland 10 0 1 8:13 0 Belgía 2002 25:62 0 C-riðill: A-Þýzkaland 1 1 0 0 26:16 2 Finnland 1 0 0 1 16:26 0 Sovétríkin 0 0 0 0 D-riðill: Danmörk 1 1 0 0 22:16 2 Pólland 1 0 0 1 16:22 0 fsland 0 0 0 0 E-riðill: Ungverjaland 1 1 0 0 24:15 2 Frakkland 10 10 14:14 1 Spánn 2 0 1 1 29:38 1 tiSlil ■ . ' ' > :■:>■: ÍÍÍ Myndin hér a3 ofan er af sigurvegurum j Haustmótl Tennis- og Badmint onfélagsins. Talið frá hægri: Albert Guðmundsson, Finnbjörn Þorvaldsson, Hulda Guðmundsdóttir, Lovísa Sigurðardóttir, Hængur Þorsteinsson og Ásgetr Þorvaldsson. (Tímamynd GE).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.