Alþýðublaðið - 09.07.1959, Qupperneq 11
ÉG HEYRÐX að síminn
hringdi og hljóp til að taka
hann upp. Hjarta mitt sló
enn hraðara eftir fimm ára
hjúskap, þegar ég heyrði rödd
Steves. Þetta er alveg eins og
það á að vera, hugsaði ég oft.
Ég vildl ógjarnan verða ein
þeirra kvenna, sem „venjast11
því að vera giftar.
„Ástin'mín? Það getur ver-
ið að ég komi seint heim“.
Ég leit á klukkuna. Sjö. Um
þetta leyti var hann vanur að
vera kominn heim. Nicky var
háttaður og beið þess að fað-
ir hans kæmi heim og kvssti
harin góða nótt. Það gerði
Steve venjulega um leið og
hann kom heim. Nickv var
fjögurra ára og hafði bláu
augun hans Steve og Ijóst hár
eins og. ég. Okkur fannst það
mjög heopilegt að hann skildi
erfa það.
„Hvað seint?“
„Mjög seint, er ég hræddur
um. Það er nýji bíllinn“.
Ég vissi allt um nýja bílinn.
Steve haf'ði teiknað hluta af
honum. Að vísu ekki mikið,
því svo lengi hafði hann ekki
unnið við verksmiðjuna, en
herra Leggátt, yfirmaður
hans, levfði honum að revna,
hann sagði að hann væri mjög
efnilegur.
„Mér finnst þetta mjög leið-
inlegt, Jenny“.
„Það er í lagi“.
„Það er bezt að þú vakir
ekki eftir mér“.
Ég kipntist við.
„En Steve, kemurðu svo
seint?“
„Sennilega ekki, en ég hélt
að þú vildir kannske fara
snemma að sofa ■—“
Þetta kunni ég ekki við, en
hvað gat éff gert? Steve var
of áhugasamur í vinnunni. Ég
lagði símann á og gekk hægt
upp stigann. Nicky sat uppi í
rúminu og hamraði á leik-
fangatrommu, sem frændi
hans hafði því miður gefið
honum. Hann spurði hver
hefði hringt.
„Það var pabbi. Hann barf
að vinna í verksmiðjunni“.
„Af hverju?“
„Af því að hann þarf að
Ijúka við tvs'Hp bílin“.
Nickv hélt áfram að hamra
á trommuna Hljómurinn end
urómaði í höfðinu á mér með-
an ég lagaði til inni hjá hon-
um og ég varð leið og þreytt.
„Elsku vinur, farðu að
sofa“.
„Æi, nei, ekki strax,
mamma".
„Jú, strax“.
Nicky sló á trommuna með
enn meiri ákafa. Hann ríghélt
í hana, þegar ég reyndi að
taka hana af honum og leit
rannsakandi á mig, eins og
til að mæla veikleika minn
fyrir honum.
„Vil ekki sofa!“
„Nicky minn, láttu ekki
illa“ .
Nicky henti sér niður og
sparkaði með fótunum. Hann
sparkaði tvisvar fast í mag-
ann á mér og það komu tár
fram í augun á mér. Nicky
var orðinn óþekkur. Móðir
mín sagði að Steve eyðilegði
hann með dekri, en Steve
sagði að ég gerði það. Satt að
segja gerði hvorugt okkar
það, en Nicky var eins og öll
önnur börn, skrattinn sjálfur
þegar hann fékk ekki það sem
hann vildi.
En ég var ákveðin í að
hann hlýddi mér. Ég varð að
beita öllu afli til að opna
kreppta hnefana 0g taka
trommuna af honum. Hann
leit illilega á niig og sagði
móðgaður:
„Ég skal segja pabba að þú
sért vond við mig“.
„Fínt! Ég skal segja hon-
um að þú sért vondur við mig,
sonur minn!“
Ég viídi ekki meiri læti og
fór og dró fvrir gluggann.
„Ég er þyrstur“, sagði hann,
þegar ég var kominn til dyr-
anna.
Ég andvarpaði. Þetta skeði
á hverju kvöldi.
Ég sótti vatnið og eins og
alltaf drakk hann það mjög
hægt. Ég leit á hann þar sem
hann sat með glasið sitt. Hann
leit út eins og lítill engill og
ég fór að hugsa um hvað mér
þótti vænt um hann. En hvað
éff var heppin að eiga svona
fallegan og yndislegan son.
Já. en hvað ég var heppin að
vera gift Steve, sem ég elsk-
aði svona ótrúlega mikið.
Ég beygði mig fram og
kyssti Nicky og tók glasið af
honum.
„Þú vilt ekki vera vondúr
við mömmu, er það ástin
mín?“
Nicky hugsaði sig um og
sagði hikandi að stundum
gæti hann ekki að því gert.
„Amma Sara segir að pabbi
hafi oft verið óþekkur, þegar
hann var lítill“.
„Segir hún það!“
„Og amma May segir að þú
hafir verið það líka“.
„Foreldrar!“ hugsaði ég og
gafst upp.
„En ég skal reyna að vera
góður“, bætti Nicky eðallynd-
ur við og brosti engilblítt.
Ég kyssti hann aftur og fór
frá honum. Þegar ég kom nið-
ur í setustofuna var klukkan
hálfátta. Þar biðu mín glugga-
tjöldin, sem ég átti að sauma
og nýja saumavélin, sem ég
fékk upp á afborgun. Mamma
hefði gjarnan viljað gefa mér
hana, en ég gat ekki þegið
það. Hún hafði gefið mér svo
mikið síðan við giftumst, hluti
sem Steve hafði ekki efni á
að gefa mér. Til að byrja með
vissi ég ekki- að hann vildi
það ekki, ekki fyrr en hún gaf
Nicky fínan barnavagn. Þá
varð hann öskureiður og öskr
aði að hann gæti sjálfur borg-
að vagn handa syni sínum.
Eða hélt móðir mín kannske
að hann gæti ekki keypt nægi
lega fínan vagn? Reyndi hún
að segja öllum að ég hefði
gifzt fátækum manni? Ekkert
var ósanngjarnara. Ég býst
við að hún, eins og allir for-
eldrar, hefði gjarnan viljað
að Steve hefði betra kaup, en
hún sýndi það aldrei og gladd
ist aðeins yfir að ég fékk
manninn, sem ég elskaði.
Ég tók gluggatjöldin upp,
en lagði þau frá mér aftur.
Mig langaði ekki til að sauma.
Ég var óeirin og vissi ekki
hvað ég átti að gera og ég
varð hrifin þegar síminn
hringdi aftur. Kannske var
það Steve til að segja að hann
kæmi samt heim? En það var
kvenmannsrödd, sem spurði
eftir mér. Rödd, sem ég þekkti
vel, en sem ég kom ekki .fyrir
mig hver ætti.
„Já, þetta er frú Blaine“,
svaraði ég.
„Jenny! Elsku Jenny, þetta
er Caroline“.
Við Caroline Hastings vor-
um saman í skóla. Við bjugg-
um í sömu fínu götunni, fór-
um í sama skóla og giftum
okkur svo að segja samtímis.
Hún gjfti sig mánuði á undan
mér. Ég var brúðarmær, en
þegar ég gifti mig, var hún
farin til Jamaica, þar sem mað
ur hennar hafði mjög góða
stöðu. Við höfðum skrifast á
í nokkur ár, en upp á síðkast-
ið höfðum við bara sent hvor
annarri jólakort. Það gladdi
mig miltið að heyra í henni og
öll þreyta og eirðarleysi hvarf
eins og dögg fyrir sólu. Mig
langaði til að hitta hana og
það gladdi mig mikið þegar
hún sagðist ætla að koma til
mín.
„Er John hérna 'líka?“
„Nei. sem betur fer. En það
er löng saga. Ég skal segja þér
allt, þegar ég kem. Mamma
segir mér að þið séuð eins og
nýgift enn“.
„Vitanlega, eruð þið bað
ekki?“
„Nei, það er löngu um garð
gengið. En við skulum ekki
tala meira um það’ núna, ég
verð komin eftir hálftíma“.
Ég lagði símtólið á, slegin
yfir því sem hún hafði sagt.
Ég hugsaði um allar áætlan-
irnar, sem við höfðum gert
áður fyrr. Við ætluðum að
gifta okkur og eignast heim-
ili og börn, um það dreymdi
okkur, þó foreldrar okkar
heimtuðu að við menntuðum
okkur.
Ég skipti um föt, leit yfir
húsið og var að leggja á borð,
þegar bíll nam staðar fyrir ut-
an. Ég flýtti mér til að taka
á móti henni. Fyrst þekkti ég
ekki aftur þessa grönnu,
glæsilegu konu, sem kom til
mín.
„Jenny!“
„Caroline, en hvað það var
gaman að sjá þig!“
Við leiddumst, þegar við
gengum inn og ég varð að
líta betur á hana. Hárið var
stutt og liðað og enn ljósara-
en fyrr. Fötin voru falleg og
þeim fylgdi Haute Couture,
sem ég, sem ekki hafði einu
sinni efni á' að kaupa mér ó-
dýr föt, gat ekki annað en öf-
undað hana af.
,,En hvað þetta er yndis-
legt hús“, sagði hún og leit
kringum sig, þegar ég bauð
henni inn í setustofuna. Augu
hennar mættu mínum.
„Nú er allt eins og þú vilt,
er það ekki? Hús, maður og
barn. Hvar er Nicky? Mig
langar svo mikið til að sjá
hann!“
„Hann sefur, en þú skalt fá
að sjá hann. Já, ég hef fengið
allt, sem ég get óskað mér.
Ég hef verið heppin“, bætti ég
við, stolt yfir heimi mínum.
„Já, ef þetta er það sem þú
vilt. Mér skjátlaðist, ég hélt
bara að ég vissi hvað ég vildi“.
Hún hristi höfuðið.
„En við skulum ekki tala
um mig, ekki enn að minnsta
kosti^ Við skulum tala um
þig. Ég vil vita allt. Það var
svo langt milli bréfanna
þinna“.
„Og milli þinna líka. Og þú
hafðir betri tíma til bréfa-
skrifta en ég. Þú hafðir þjóna
á hverjum fingri, en ég geri
allt sjálf“.
„Allir hafa þjóna á Jama-
ica. En Jenny, gerir þú allt
sjálf? Passar þú Nicky, verzl-
ar, býrð til mat og þrífur?“
„Vitanlega, við erum ekki
rík, að minnsta kosti ekki
eftir þínum mælikvarða“.
„En finnst þér það ekki
hræðilega erfitt?“
„Nei. Auðvitað hefði ég
gjarnan viljað hafa meiri pen-
inga milli handanna, en það
kemur allt einhverntímann.
Steve er duglegur, þó hann
hafi ekki mikið kaup. Hann
hefur mikla framtíðarmögu-
leika, þar sem hann vinnur“.
„Hvar er það? Hvar er hann
eiginlega? Er hann ekki van-
ur að vera heima á kvöldin?11
„Jú, svo að segja alltaf.
Þetta er fyrsta sinn, sem hann
er það ekki. En hann er að
vinna, hann hringdi og sagð-
ist koma seint“.
Caroline leit rannsakandi á
flugvélarnan
Flugfélag íslands.
Millilandaflug: Millilanda-
flugvélin Gullfaxi fer til
Glasgow og Kaupmannahafn
ar kl. 8 í dag. Væntanleg aft-
ur til Reykjavíkur kl. 22.40
í kvöld. Millilandaflugvélin.
Hrímfaxi fer til Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 8 í
fyrramálið. Innanlandsflug: í
dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (3 ferðir), Egils-
staða, ísafjarðar, Kópaskers,
Patreksfjarðar, Vestmanna-
eyja (2 ferðir) og Þórshafn-
ar. Á morgun er áætlað að
fljúga til 4-kureyrar (2 ferð-
ir), Egilsstaða, Fagurhóls-
mýrar, Flateyrar, Hólmavík-
ur, Hornafjarðar, ísafjaitöar,
Kirkjubæjarklausturs, Vest-
mannaeyja (2 ferðir) og
Þingeyrar.
Loftleiðir.
Saga er væntanleg frá Staf
angri og Osló kl. 21 í dag.
Heldur áleiðis til New York
kl. 22.30. Hekla er væntan-
leg frá New York kl. 8.15 í
fyrramálið. Heldur áleiðis til
Osló og Stafangurs kl. 9.45.
Sklpins
Ríkisskip.
Hekla er í Reykjavík. Esja
fór frá Reykjavík í gær vest-
ur um land í hringferð.
Herðubreið fer frá Reykjavík
kl. 21 í kvöld austur ura land
í hringferð. Skjaldbreið er í
Reykjavík. Þyrill er í Rvík,
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er væntanlegt
til Rotterdam í dag. Arnaf-
fell er í Reykjavík. Jökulfell
er í Reykjavík. Dísarfell átti
að fara frá Rostock í gær á-
leiðis til Áhus og Stettin.
Litlafell losar á Vestfjarða-
höfnum. Helgafell fór frá
Norðfirði 4. þ. m.. áleiðis il
Umba. Hamrafell fór frá Ar-
úba 6. júlí áleiðis til íslands.
☆
Gjöf, sem vekur athygli.
Nýlega barst Blindravina-
félagi íslands gjöf frá ónefnd
um manni kr. 790,00, sem
skrifar á þessa leið: „Þetta er
gjöf til félagsins og er það
gjört í minningu þess, að ég
hef haft góða sjón í 79 ár, og
hef því fengið að njóta þeirr
ar feguvðar, sem fyrir augun
hefur borið, á fögrum vetrar-
kvöldum og sólbjörtum sum-
ardögum. Þetta er lítið korn
í mælinn, en það er sagt að
margt smátt gjöri eitt stórt.
Guð blessi félagsstarfsemi
ykkar, sem vinnið að því að
létta þeim sporin, sem í
skugganum búa.“ Þetta er
lofsverður hugsunarháttur,
að gleðja aðra í minningu
þess, að njóta góðrar sjónar
í 79 ár. Víða á Norðurlönd-
um gefa menn til blindra-
starfsemi gjafir, sem þeir
kalla sól-gjafir. Þessi aldraði
maður gæti verið upphafsmað
ur að sólgjöfum til blindra-
starfsemi hér á landi. Beztu
þakkir til hins ókunna
manns, sem lýsir hug sínum
svo vel í ve/ki. — Blindra-
vinafélag íslands. — Þ. Bj.
6RANHABMIB „Ðísa! Eru þetta þínir snjókarlar?“
áSfir unglinpr og ung! fólk
sem vill reyna hæfni sína í dægurlagasöng, upplestri,
dansi, hljóðfæraleik, einsöng eða hverju því, sem til
greina kemur til skemmtunar ungu fólki, er beðið að
koma á reynsluæfingu, sem verður í Skátaheimilinu í
kvöld, fimmtudaginn 9. júlí kl. 9. — Þar verða valdir
skemmtikraftar á fyrirhugað skemmtikvöld ■ í Skáta-
heimilinu síðar í þessum mánuði.
Æskulýðsráð Reykjavíkur.
Alþýðublaðið — 9. júlf 1959 |_|i