Alþýðublaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.08.1959, Blaðsíða 10
h r T &• Framhald af 4. síðu. breytinguna og forsetakjör á alþingi varðandi framgang þess máls. Sjálf hefur hún samvinnu við kommúnista um þýðingarmikil nefndakjör á alþingi, og samvinnan er ekki fólgin í því, að koma sameiginlegu áhugamáli fram, nema ef það á-að íeljast mál, að klekkja á Alþýðuflokkn- um. Framsókn fékk semsé eng- um manni fleira sjálf í nokkra nefnd með samvinnunni, hún var í einu og öllu kommún- istunum einum í hag. (Alþýðumaðurinn). Framhald af 5. síðu. hættulegum lofttegundum. Carter víkkaði smuguna og skyggndist inn. Honum farast svo orð sjálfum: „Fyrst gat ég ekkert séð. Heitt loft streymdi út úr klef- anum og Ijósið fór að blakta. En eftir að augun fóru að veíijast dirnmunni, fóru ein- stök atriði herbergisins að koma fram úr móðunni — furðuleg dýr, líkneski og gull, alls staðar glampaði á gull. Stundarkorn starði ég mál- laus af undrun“. H 1 'AUGRÆNINGJAR höfðu verið að verki í gröfinni, og fvrir J/>’í var allt í óreiðu fyr- ir innan dyrnar. Þarna voru þó feiknin öll af merkum forngripum, en sumir voru illa farnir. Þeir félagar leit- uðu nú að kistu faraósins, en fundu hana ekki. Seinna fundust aðrar innsiglaðar dyr inn úr því herbergi, sem þeir voru nú í og þar á bak við var sjálft grafhýsið. Þegar Carter rauf gat á vegginn sá hann ekkert annað en gull- lagðan vegg fyrir framan sig. Það var kista faraósins, gerð úr gulllögðum viði. Innan hennar voru þrjár aðrar kist- ur, þar innan í var kista úr gulum kverzi, en innst var gullkista, sem hvað verðmæti málmsins snertir var metin á 250 þús. dollara. í þessu hvíldi múmía hins unga faraós. í grafhýsinu voru tvö önnur herbergi, eins konar fjárhirzl- ur. í klefanum, sem kistan var í, og í annarri fjárhirzl- unni, var allt óhreyft. Og meðal merkustu gripanna var veldissprotinn, sem nú er horfinn úr safninu í Kaíró. gagnkvæmu heimsókna Eisen- howers og Krústjovs. Stjórn- málafréttaritari Reuters í Lond on telur hinn væntanlega fund þeirra hafa vakið nýjar vonir brezks almennings um að draga muni úr spennu milli stórveld- anna, og á það sinn þátt í að styrkja afstöðu Macmillans. Síðasta skoðanakönnun leiddi í ljós, að 67 prósent Englendinga FramfsaM á 2. síðu. Það er ekki merki um hugleysi þótt litli hundurinn sé ekki alveg öruggur þegar stóri hundur- inn lætur skína í tennurnar. tóku í þessum uppgreftri á- samt öðrum, sem afskipti hafa haft af fornleifum í Egypta- landi, og nú um síðustu ára- mót fékk trúin á bölvun forn- prestanna enn byr undir báða vængi er frægur Egyptalands- könnuður hvarf. Hefur ekki tij hans spurzt síðan. F MINNINGARORÐ: ÍRNI SIG- URÐSSON F. 28.3 1878. D. 26.5 1959. EIN er líkn við öllum meinum, allir játa í hugans leynum, en margir kvíða þessu þó. Þú hafðir lífsins þor og þróttinn, þó að kæmi hinzta nóttin, í brjósti hetju hjarta sló. Eftir langan ævieril, iðjusemi og sjúdómsferil, loksins færð þú frið og ró. Ætíð barstu léttri lundu, líkamsmein að hinztu stundu, við sjúkdóm illan áttir þó. Þér vil ég nú, frændi, færa, fyllstu þökk og heilsun kæra. Okkur gleðja minning má. Þú varst svona sannur maður, sífellt vannstu, alltaf glaður, unz að lokum féllstu frá. KOSNINGAHORFUR fyrir Macmillán og íhaldsflokkinn í Bretlandi hafa batnað mjög að undanförnu að dómi stjórnmála fréttaritara í London. Um skeið hefur það verið útbreidd skoð- un, að íhaldsmenn hefðu meiri sigurlíkur í næstu kosningum í Bretlandi en Yerkmannaflokk- urinn og staðfestingi á því fékkst í víðtækri skoðanakönn- un, sem frjálslynda blaðið News Chronicle skýrði nýlega frá. I ljós kom, að af hverjum 100 kjósendum kváðust 41 ætla að kjósa íhaldsmenn í næstu kosn ingum, 36 Verkamannaflokk- inn, átta Frjálslynda flokkinn, 13 höfðu ekki ákveðið sig og af gangurinn ætlar að kjósa ýmsa smáflokka. Kosningar í Bretlandi hafa enn ekki verið ákveðnar, en Macmillan getur hvenær sem er ákveðið kjördag. Almennt er búizt við að Mac millan efni til kosninga síðari hluta októbermánaðar nk. Hið vaxandi fylgi íhalds- manna kemur frá þeim, sem hingáð til hafa ekki ákveðið sig. Undanfarið hefur fylgi Verka- mannaflokksins venjulega vax ið síðustu vikurnar fyrir kosn- ingar og þar af leiðandi þykir þessi skoðanakönnun spá góðu fyrir íhaldsmenn. Þau 13 prósent, sem enn hafa ekki ákveðið hvað kjósa skuli ráða úrslitum kosninganna. En hinir óákveðnu virðast hafa orð ið fyrir miklum áhrifum af þró un alþjóðamála undanfarna mánuði. Engu verðu rum það spáð, hvort för Macmillans til táknar batnandi sambúð aust- urs og vesturs eða ekki, en fólk Sovétríkjanna á liðnum veti'i í Bretlandi lítur svo á, að hann hafi unnið nokkurt gagn með því að verða fyrsti leiðtogi vest urveldanna til þess að fara í op inbera heimsókn til Sovétríkj- anna. Frá því í febrúar hefur verið unnið að undirbúningi hinna Niður með sviðaverðið ÓÐUM líður að hausti og að þeim tíma er sumarslátr- un eða haustslátrun sauðfjár byrjar. Kunnugir segja að óvenju- legar birgðir séu nú til af sviðum í fn/stihúsum í land- inu og stór afgangur mun verða, þegar ný sláturtíð hefst í haust. Manni hrýs hugur við ef kasta barf einum ósköp- um af þessari ágætu vöru. Em vilja nú ekki ráðamenn þess- ara mála koma til móts við almenning og gefa honum tækifæri ti-1 að kaupa þessa vöru — t. d. síðustu 2—4 vik- ur — áður en slátrun sauð- fjár hefst, á miklu lægra verði en nú er. jafnvel allt niður í helmingsverð. Eða setja upp markað í Reykjavík síðustu vikurnar og gefa al- menningi greiðan og góðan aðgang að þessari ágætu vöru og þá kannske fleiri vöruteg- undum af slíku tagi. sem þurfa að víkja fyrir nýjum vörum. Ég bið ráðamenn þessara mála að taka þessi orð mín til vinsamlegrar athugunar. Þau eru framsett af vinsemd — bæði til þeirra, sem þurfa að selja og eins til hinna, sem þurfa að kaupa. Það er meáta tjónið að þurfa að koma góðum mat í lóg, betra að þeir njóti sem þurfa, og að tjón seljenda verði sem minnst. Neytandi. UNDUR þessarar - konungs- grafar varð mikið umræðu- efni á sínum tíma, ekki ein- vörðungu vegna menningar- sögulegs gildis, heldur líka af öðrum ástæðum. Skömmu seinna vildi svo til, að moskító fluga stakk Carnarvon lá- varð í vangann. Hann veikt- ist og dó. Hann hafði sjálfur verið viðstaddur er gröfin var opnuð, og nú gaus upp sá kvittur, að bölvun hinna fornu fjölkyngismanna hvíldi yfir hverjum þeim, sem rask- aði ró hinna látnu í „Dal kon- unganna“ og einnig var blás- ið lífi í allar aðrar sagnir um óhöpp og ógæfu í sambandi við egypzkar múmíur, m. a. sögnina um prinsessumúmí- una, sem var um borð í Titan- • ic, risaskipinu fræga, er það sökk í fyrstu ferð sinni. Allt frá þeim tíma hafa alltaf ann- að slagið verið að Jtoma upp sögusagnir um annarlegan dauðdaga manna, sem þátt Þín fyrstu spor um Flóann lágu, fegurð lífsins augun sáu í öllu því, sem þar var til. í huga geymdir græna haga, gróðurlönd og sæludaga. En ekki get ég gert því skil. Enginn um það var í vafa, vel þér leið hjá ömmu og afa undir kærri klettahæð. Annars staðar varðst þó vinna, vildir þína gæfu finna, vaxa upp úr eigin smæð. Smíðar namst með hendi haga, horfðir fram til betri daga, þó að væru kröpp þín kjör. Konu góða gekkst að eiga, gott fannst þér með henni mega um ævileiðir eiga för. Eftir langrar ævi iðju ekki gekkstu heill til smiðju, þótt ætíð vildir vinna vel. Alúð sýndu börnin blíðu, böli vildu hrinda stríðu, unz í birtu breyttist él. Frændi, SKRÁ sú, sem hér fer á eftir, sýnir tíu stærstu iðnfyrirtæki heims utan Banda- ríkjanna, öll með höfuðstöðvum í Evrópu, afurðasölu þeirra, eignir og hreinan ágóða árið 1958, eftir að skattar og tollar hafa verið frádregnir, ásamt starfsmannatölu hvers fyrirtækis um sig. Fjárupphæðum öllum er breytt í Bandaríkjadollara á opinberu gengi, eins og það er nú. 10 ðarröð Félags- Höfuð- Iðnaðar- Afurða- Eignir Hreinn Starfsm.- (1957) heiti stöðvar framleiðsla sala á árinu í árslok ágóði fjöldi (1) Royal Dutch Bretland Steinolía (millj. $) (millj. $) (millj. $) Shell-félagið Holland og aðrar olíuvörur 5.472,9 7.623,9 421,9 250.000 (2) Unilever- Bretland Feiti, olíur félagið Holland og sápur 3.525,0 1.925,1 131,0 283.055 (3) Brezka olíu- Steinolía fél. (British Bretland og aðrar 1.675,2 1.589,2 173,4 100.000 Petroleum) olíuvörur (6) ICI (Imperial Chemical Bretland Efnavörur 1.295,5 2.027,4 64,4 112.108 Industries) (7) Nestlé félagið Svissland Matvörur 1.238,3 172,7 15,1 60.250 (8) Philips Holland Rafmagns- vörur 946,1 1.099,6 64,2 174.000 (10) Siernens Þýzka- Rafmagns- land vörur 794,5 667,6 19,9 179.000 (9) Alfred Krupp Þýzka- Járn, stál, Skýrslu Skýrslu tand vélar og kol 764,0 vantar vantar 105.180 (16) British Motor Corporation Bretland Bílar 742,0 (5) British— Tóbaks- 338,4 25,8 67.700 American Bretland vörur 725,0 Skýrslu Tobacco 1.002,0 72,0 vantar (Fortune, ágúst 1959). 22. ágúst 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.