Alþýðublaðið - 12.06.1959, Blaðsíða 4
Ctgefandl: AlþýSuflokkurlnn. Ritstjórar: Benedikt Gröndal, GIsll J. Ást-
tórsson og Helgi Ssemundsson (áb). FuUtrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmara-
■on. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 14906. AfgreiSslu-
dml: 14900. ASsetur: AlþýSuhúsið. PrentsmiSja Alþýðubl. Hverfisg. 8—10.
Fjarvera frá London
FJARVERA íslendinga frá hinni miklu afmæl
isráðstefnu NATO-þingmanna og áhugamanna í
London hefur vákið mikla athygli á landhelgismál-
inu og ofbeldi Breta. Deilan varð mikið umtöluð
meðal þingfulltrúa og í ræðum þeirra, svo að 650
áhrifamenn hverfa nú til 14 heimalanda sinna með
ferska mynd af þessu alvarlega máli.
Fjarvera íslendinga hefur einnig vakið nýjan
ugg meðal ráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna,
og fregnir herma, að þeir Lange, utanríkisráðherra
Norðmanna, og Luns, utanríkisráðherra Hollend-
inga, muni reyna að beita sér fyrir ráðstöfunum
til að draga úr hættum, er af deilunni stafa. íslend-
ingar þekkja Luns lítið, en hafa áður haft mjög vin
samlegt samband við hollenzka ráðamenn, til dæm
is Stikker, fyrrum utanríkisráðherra. Hins vegar
þekkja íslendingar Lange hinn norska vel, og hafa
þegar margreynt af honum, að hann skilur málstað
íslands og styður 12 mílna baráttuna á alþjóðleg-
um vettvangi.
Lange mun því vafalaust skilja, að höfuð-
atriði þessa máls er að Bretar hætti hinni vopn-
uðu íhlutun sinni við bæjardyr íslendinga og
hverfi á brott með herskip sín. Þá fyrst geta
menn gert sér vonir um, að mál þetta þokist frið-
samlega áfram til viðunandi lausnar á alþjóðleg
um vettvangi.*
íslendingar geta allir unað vel við þann árang-
ur, sem það hefur sýnilega borið, að þeir neituðu að
senda fulltrúa á NATO-ráðstefnuna í London. Þar
er aðeins ein hjáróma rödd — eins og venjulega.
Þjóðviljinn er alls ekkert hrifinn af því, að þarna
hefur náðst dálítill árangur í landhelgismálinu,
sem ekki er með nokkru móti hægt að þakka Lúð-
vík. Kommúnistum er meira virði að nota mál
þetta til að reyna að sverta menn eins og Emil Jóns
son og Benedikt Gröndal. Slíkt er ekkert nýtt.
Enda þótt íslenzka þjóðin fordæmi slíka sundrung
arstarfsemi, geta kommúnistar ekki að sér gert og
halda henni áfram.
íslenzka þjóðin er einhuga í landhelgismálinu.
Hún krefst þess af flokkum og mönnum, að þeir
reyni ekki að hafa gagn af þessu máli á kosínað
heildarinnai*, rjúfi ekki eininguna til árása. Þess
vegna fordæmir þjóðin framkomu kommúnista.
Hafnarfjörður. Hafnarfjörður.
Álþýðuflokksfélag
Hafnarfjarðar
heldur fund föstudaginn 12. þ.m. kl. 8.30 eftir hádegi í
Alþýðuhúsinu.
Fundarefni:
Alþingiskosningarnar. — Frummælandi Emil Jónsson for-
sætisráðherra. — Margir ræðumenn.
Allir stuðningsmenn Emils Jónssonar velkomnir á
fundinn meðan húsrúm leyfir.
Fjölmennið á fundinn.
Stjórnin.
SINGAPORE SJÁLFSTÆTT RÍKI
Krúnunýlendan
Singapore fékk sjálfstæði að
því er varðar öll innri mál
miðvikudaginn 3. júní, en
Bretar halda yfirráðum sín-
um varðandi utanríkismál og
varnarmál.
Singapore hefur verið und-
ir brezkri stjórn í 140 ár, og
90 síðustu árin hefur landið
verið krúnunýlenda. Nafnið
Singapore á bæði við um
hafnarborgina og eyna, sem
borgin stendur á, en hún er
að stærð 570 ferkm. Fólks-
fjöldinn er rúmlega hálf önn-
ur milljón, og fjölgar um 50
þús. á ári. 1.180.000 eru Kín-
verjar, 190 þús. Malajar, 130
þús. Indverjar 0g um 50 þús.
Evrópumenn.
Herstöð Breta í Singapore
er mikilvægasta herstöð
þeirra í fjarlægari Austur-
löndum. Þar er þurrkví, sem
getur tekið flugvélamóður-
skip, og hvergi annars staðar
í þessum heimshluta geta
Bretar geymt kjarnorkuvopn.
Herstöðin nær yfir nærfellt
tíunda hluta eyjarinnar.
ÁtVINNULÍF eyjar-
skeggja ber, eins og eðlilegt
verður að teljast, sterklega
svip þess, hve herstöðin er
stór og mikilsverð. 30 þús. ó-
breyttir borgarar, sem vinna
á herstöðvarsvæðinu, eru
16% allra verkamanna á
eynni. Á hverju ári er varið
stórfé til viðhalds flotahöfn-
um og viðgerðarstöðvum.
Telja verður, að nýlendan sé
fjárhagslega vel á vegi stödd,
ef miðað er við það, sem
gengur og gerist í Austur-
löndum. En fátækt er þó til-
finnanleg hjá hluta af íbúun-
um og atvinnuleysi er tals-
vert. Stundum eru 50 þús.
manna atvinnulausar.
KoSNINGAR fóru nýlega
fram í Singapore og úrslitin
urðu mikill 'sigur fyrir hinn
sósíalistíska, alþýðlega at-
hafnaflokk. Hann fékk 43 full-
trúa af 51. Framkvæmda-
stjóri flokksins er Lee Kuan
Yew, og nú er hann orðinn
fyrsti forsætisráðherra hins
sjálfstæða ríkis. Hann er Kín-
verji, en menntaður í Cam-
bridge. Hinn mikli kosninga-
sigur vannst á þann hátt, að
setja kröfuna um sjálfstæði á
oddinn og efnahagsmála-
stefnu, sem felur í sér aðra
skiptingu arðsins en verið
hefur. Þar í felst og það að
gera upp reikningana við
Evrópumenn, sem hreiðrað
hafa um sig eystra, svo og fé-
lagslegar réttarbætur.
Lee KUAN YEW hefur
fengið erfitt verkefni. Hann
verður að ganga á hólm við
djúpstæð þjóðfélagsleg vanda-
mál, sem eru enn erfiðari við-
fangs fyrir þær sakir, hve
sérstaklega stendur á í ríki
hans. Þá verður hann að við-
halda samstarfi með Kfnverj-
um og Malajum í landinu, og
ennfremur verður hann að
halda þannig á málum, að sú
leið sé opin í framtíðinni, að
Singapore geti orðið tólfta
ríkið í Malaja ríkjasamband-
inu. Að minnsta kosti er náið
samstarf Singapore og Malaja
nauðsynlegt í framtíðinni,
með tilliti til þess að Singa-
pore fái efnahagslega út-
þenslumöguleika. Ef til vill
er þó erfitt að koma á slíku
samstarfi. íhaldssöm öfl ráða
í Malaja, en róttæk eru kom-
in til valda í Singapore.
Hannes
á h o r n i n u
★ Alþýðuflokkurinn
væntir sér stuðnings.
★ Áskorun til flokks-
fólks.
★ Póstsamgöngur við
Keflavík.
★ Öungþveitið á götun-
um.
AÐEINS liálfur mánuður, —
eða rúmlega það, er til kosn-
inga. í þessum kosningum verð-
ur ef til vill fremur en í nokkr-
um öðrum kosningum gert út
um örlög íslenzku þjóðarinnar.
Ef okkur tekst ekki að fram-
fylgja áfram þeirri tilraun, sem
ríkisstjórnin er að gera til þess
að stöðva verðbólguna, er voð-
inn vís. — Allt bendir líka til
þess að þjóðinni sé þetta ljóst,
og að hún muni fyrst og fremst
kjósa um efnahagsmálin.
ALÞÝÐUFEOKKSFÓLK er
beðið að leggja fram alla starfs-
krafta sína til þess að útkoman
verði sem bezt fyrir Alþýðu-
flokkinn. Ef hann fær ekki
traustsyfirlýsingu í þessum kosn
ingum er það vottur um það, að
þjóðin vilji ekki stöðvun dýrtíð-
arinnar heldur vaxandi skrúfu.
Það er skorað á Alþýðuflokks-
fólk að gefa sig nú þegar fram
til starfs. Margt þarf að gera.
En auk þess þarf folkkurinn á
fjárhagslegum síuðningi að
halda, því að dýrt er að reka
kosningabaráttu. Komið í skrif-
stofu Alþýðuflokksins og bjóð-
ið fram starfskrafta ykkar.
ÓÁNÆGÐUR á Keflavíkur-
flugvelli skrifar: ,,Þó oft sé deilt
á póststjórnina í Reykjavík, og
það sjálfsagt stundum að óverð-
skulduðu langar mig samt til að
biðja þig fyrir þessar fáu línur.
SUNNUDAGSKVÖLD eitt,
þegar ég kom suður á Keflavík-
urflugvöll mundi ég eftir því, að
lítill drengur, sonur hjóna í
Reykjavík sem, ég þekkti, hafði
átt afmæli, en ég hafði gleymt
því_ Til að bæta fyrir gleymsku
mína skrifaði ég drengnum fá-
ein orð strax og lagði bréfið í
pósthúsið kl. 9,30 á mánudags-
morgun, — og það fór áleiðis til
Reykjavíkur kl. 12,15 með öðr-
um pósti. Ég lv.tti föður drengs-
ins næsta sunnudagskvöld og þá
var bréfið ekki korpiS í hendur
drengsins, — bað ég því föður
hans að hringja á mánudags-
morgun og vita hvort bréfið, þá
vikugamalt, væri ennþá á póst-
húsinu, — hvernig þetta hefur
gengið veit ég ekki ennþá.
ÉG HEFÐI alls ekki vakið
máls á þessu, ef það væri ekki
búið að marg endurtaka sig, að
bréf sem ég hefi sent héðan t. d.
á mánudag eða þriðjudag hafa
ekki verið komin til þeirra sem
ég hef skrifað, á laugardag. —
Þegar ég hef komið til Reykja-
víkur og hitt viðkomandi rnenn.
Það var greinileg utanáskrift á
bréfinu, •— fullt nafn drengsins
sem ég gat um áðan og Útskál-
um við Suðurlandsbraut, Rvk.
VÆRI gott, ef þeir sem ráða
þessum málum í pósthúsinu í
Reykjavík gæfu manni full-
komna skýringu á hvernig stend
ur á að þjónusta pósthússins á
þessu sviði er svona léleg, svo
ekki sé fastara að orði kveðið.
Engar krókaleiðir, — hrein full-
komin svör eða svar. — Það hafa
því miður margir sömu sögu að
segja og ég um bréfaútburðinn
í höfuðstaðnum“.
JÓNAS GÍSLASON, yngri, —
skrifar: ,,í spjalli þínu — Hanti-
es minn — í Alþýðutalaðinu 28.
f. m. er rætt um ofstjórn í um-
ferðamálum Reykjavíkur; — og
er það bifreiðaeigandi sem deil-
ir þar á umferðamálanefnd þessa
bæjar. — Þar er eflaust margt
skarplega athugað frá sjónar-
hóli þeirra, sem bílana eiga.
að svo virðist sem umferðamála-
nefndin ætli sér að útrýma bif-
reiðum úr Reykjavík. — En bif-
reiðaeigandinn ætti að koma í
götuna þar sem ég á heima —
nefnilega Njálsgötu. — Hann
gæti gengið upp Klapparstíginn
— eða öllu heldur keyrt, — og
eftir Njálsgötunni, alla leið, —■
að minnsta kosti inn að Snorra-
braut; — og hann mun sjá bif-
reið, — hægra megin götunnar;
— því að þar er bifreið við bif-
reið ein óslitin lest nema hvað
fiskbúðarbíllinn, er þar ekki á
meðan eigandinn fer í mat, og
heldur ekki á nóttunni, það má
hann eiga. — En annars rofnar
lestin ekki allan sólarhringinn.
■ÉG ER EKKI að öfundast yf-
ir því þótt fólkið eigi bíla; en
fyrir okkur, sem eigum íbúðirn
ar svo að segja ofan í götunni,
eða kjöllurunum, bifreiðamegin
götunnar, verður þetta dálitið
hvimleitt, svona ár eftir ár. Ég
hefi því tilhneigingu til að
spyrja hvort umferðamálanefnd
sjái sér ekki fært að færa gulu
röndina yfir til okkar. — Þótt
ekki væri nema svo sem þriðja
hvert ár.
Hannes á horninu.
Svavar og VII-
hjálmur.
Framhald af 9. síðu.
svo sem Rússinn Fedosjev, ný-
bakaður heimsmethafi — 16,70
— og Evrópumeistarinn
Scmidt. Svavar tekur þátt í 800
og 1500 m hlaupum. Fararstjór-
inn Stefán Kristjánsson, ritari
FRÍ, og Svavar fóru í morgun,
en Vilhjálmur um síðustu helgi.
4 12. júní 1959 — Alþýðublaðið