Alþýðublaðið - 07.11.1959, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.11.1959, Qupperneq 2
STARFAMDi FÓLK v e 1 u r h i n n rit-mjúka Psáet 7-Ball Hagsýnn xnaður! Hann veit að skriftin verður a5 vera jöfn og áferðarfalleg, Þess vegna notar hann hinn frábæra Parker T-Eall . . . þann gæða- penna senr skrifar jafnt og áferðarfallega. Gefur strax og honum er beitt. Rispar ekki. Pourous kúlu einkaleyfi PARKERS Blekið streymir um kúluna og mat- ar hina fjölmörgu blekholur . j . Þetta tryggir að blekið' er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker kúlupenni A PRODUCT OF cþ THE PARKER PEN QOMPANY 9-B214 Auglýsingasími Alþýðuhlaðsins er 14906 Framhald af 1. síðu. „MEÐ bréfi dagsettu 2. nóv- ember sl. fara þeir Jóhannes Helgason útvarpsvirki, Þrast- argötu 7, og Gunnar Jónsson, verkamaður, Gnoðarvogi 26, fram á það að rannsókn sé látin fara fram vegna kaupa og sölu á húseigninni nr. 7 við Þrast- INCCLfS Opnar daglega kl 8.30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. Ódýr og vistlegur matsölustaður Reynið viðskiptin. Ingélfs-Café. Bíla- og búvélasalan Selur FÍAT 1200 ’58 . ekinn 24 þús. km. FÍAT 1100 ’59 ekinn 8 þús. km. FORD ’55 vörubíll í úrvalsstandi. Verð kr. 125 þús. Bíla-ogbúvélasalan Baldursgötu 8. — Sími 23136. GuSrún frá Lundi: Á úkmuam s3úúum — nýjasta bók Guðrúnar og ein af beztu bókum liennar. Dragið ekki að kaupa bók- ina. Hún verður uppseld fyrir jól. Eéjó&a-hóhin Kveðjaibros á erindi til allra Ijóðvina. Höfundur bókarinnar, Guð- rún Guðmundsdóttir, er áður þekkt og öllum að góðu kunn. HEI3IA í intli havlti ag hóngs .ranni — er íalleg og fróðleg bók, sem Steingrímur heitinn Arason og Freysteinn Gunnarsson skólastjóri hafa lagt hendur að. Þar er lýst með fallegum myndum og ljósri frásögn, hvernig maðurinn hefur í aldaraðir hyggt sér heimili og fellt sig að hinum ólíkustu aðstæðum. — Foreldrar og kennarar ættu að kynna sér þessa fögru bók. Indíánasögur eru vinsælar unglinga- bækui', og ínargur fullorðinn maðurinn hefur óblandna ánægju af lestri þeirra. Tvær nýjar bækur eru nýkomnar, báðar eftir snillinginn J. F. Cooper: SíSsfisti lifúlaíkáifiainii og framhald hennar, Skiainíiolilur, skemmtilegar og afar spennandi sögur fyrir unga og gamla. HSsfinaaa og Matta-Maja eru bækur, sem ungu stúlkurnar bíða eftir með óþreyju. -— Kaupið bækurnar í dag. — Nýjar bækur um þær koma fyrir jólin. II ren gjahæk u r rVyj dreiagurinn í þýðingú Gunnai's Sigurjónssonar cand theol. er bæði spenn- andi og göfgandi saga, sem óhætt er að mæla með. HlfOl HÖTTUH ag hinir háiu happur hans kemur hér í nýrri og fallegri útgáfu. Sagan af Hróa er flestum sögum vinsælli og alltaf ný. Bœkurnar fást hjá öllum bóksölum og Prrntsmiújuntti L E I F T K I , Höfðatúni 12, Revkjavík. argötu haustið 1958. Rannsóftn vegna kæru þessarar hófst þeg- ar næsta dag og var henni hald- ið fram þann dag allan, svo og í allán gærdag og fram á síð- astliðna nótt. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós, að Gunnar Jóns- son, sem var eigandi húseignar- innar nr. 7 við Þrastargötu, leit aðf til málflutnings- og fast- eignasöluskrifstofu Guðlaugs & Einars Gunnars Einarssona, Að alstræti 18 hér í bænum og fól skiifstofunni sölu á húseigninni fyrir sig, en Jón Andrés Sveinn . Valberg Hallgrímsson annast I sölu fasteigna fyrir skrifstof- una. Komu ýmsir til að skoða húseignina, en ekki munu hafa komið þau tilboð í hana lengi vel, sem Gunnar gat sætt sig við, enda þurfti hann að fá eigi tegri útborgun en 70 þúsund krónur vegna þeirra fjárskuld- bindinga, er á honum hvíldu vegna íbúðar, er hann var sjálf ur að festa sér í svonefndum Gnoðarvogshúsum. Jóhannes Helgason var um þetta leyti á hnotskóg eftir húsnæði. Hann þekkti Andrsé Valberg og bað hann veita sér lið við útvegun húsnæðis. Fór Andrés síðan með Jóhannesi og sýndi honum húseign Gunnars og tjáði hon- um að eignin ætti að kosta 160 þús. krónur. Jóhannes fékk þeg ar áhuga á kaupum, og eftir að hafa athugað eignina betur kom hann hinn 5. september og gerði tilboð í húseignina og var tilboðsfjárhæðin 160 þús. krón- ur, en útborgun 60 þúsund, en til tryggingar því að hann stæði við tilboð sitt afhenti hann Andrési 5000,00 kr. til geymslu, en Andrés lét hann fá kvittun fyrir greiðslu tryggingarfjárins. Er þetta gerðist var Gunnar Jónsson í sumarleyfi með fjöl- skyldu sinni norður í landi. Andrés Valberg hefur haldið því fram, að hann hafi kynnt sér möguleika Jóhannesar á bví að greiða útborgunina sarakv. tilboðinu, kr. 65 þús. og taldi þá vera fyrir hendi, svo sem síðar hafi í ljós komið Hann kveðst þá hafa eygt möguleika á því að hagnast sjálfur á eigninni með því að kaupa hana sjálfur af Gunnari, en selja hana siðan aftur Jóhannesi. Kveðst hann því hafa haldið tilb. þessu alger. lega leyndu fyrir starfsmönn- | um skrifstofunnar og öðrum, og eigendur hennar, þeir Einar I Gunnar og Guðlaugur Einars- j synir, hafi enga vitneskju um það fengið. Andi'és kveðst hafa staðið í þeírri meiningu að fast eignasalar mættu ekki kaupa húseignir sjálfir í eigin nafni, og fyrir því hafi hann fengið kunningja sinn og vin, Guðvarð Skagfjörð Sigurðsson kaup- mann, til þess að gera tilboð í húseignina, þannig að Guðvarð ur Skagfjörð væri aðeins kaup- andi til málamynda, en hann sjálfur hinn raunverulegi kaup andi. Er Gunnar Jónsson kom í bæinn aftur hinn 10. september hafði hann þegar samband við fasteignasöluskxifstofuna, og lá þá þar fyrir tilboð Guðvarðar Skagfjörð um kaup á húseign- inni fyrir 110 þús. krónur, með 60 þús. króna útborgun. Gunn- ar- ræddi tilboðið við Einar Gunnar Einarsson og sagði hon um að hann gæti ekki sætt sig við lægri útborgun en 70 þús. krónur, en í samráði við And- rés Valberg, sem kvaðst hafá umboð Guðvai'ðar, var útborg- un skv. tilboðinu þá hækkuð £ 70 þús. krónur og kveðst Gunn- ar Jónsson þá hafa samþykkt til boðið og síðan fengið greiddar þar á skrifstofunni þá þegar 50 þús. krónur af útborgunarfjár- hæðinni, en Andrés Valberg hafi næsta dag greitt sér 20 þús. krónur. Andi'és Valberg heldur því fram, að hann hafi orðað tilboð Jóhannesar við Gunnar, áður en hann samþykkti tilboð Guðvarðar, en hann kveðst haía sagt honum að peningarnir, skv. tilboði Guðvarðar væru til reiðu þá þegar, en ekki nema 5 þús. krónur skv. tilboði Jó- hannesar og ómögulegt væri segja um það hvort Jóhannes stæði í skilum með eftirstöðv- arnar. Hins vegar hafi hann ekki sagt honum hverja mögu- leika Jóhannes hafði í raun og veru á að afla fjár til útborgun arinnar, enda hafi Gunnar ekkí virzt sýna tilboði Jóhannesar neinn áhuga. Gunnar hefur hins vegar haldið því fram, að ekk- ert hafi veiið á þetta tilboð minnzt. Fljótlega eftir að kaup þessi voru ákveðin, gekk Andrés Val berg síðan frá kaupsamningi við Jóhannes, skv. tilboði hans, og fékk hann síðan Gunnar Jónsson til þess að afsala hús- eigninni beint tif Jóhannesar, til þess að losna við útgjöld í sambandi við þinglestur og stimplun skjala af „sölunni11 til Guðvarðar Skagfjörð, en Gunn- ar Jónsson kveðst hafa sann- færzt um að slíkt væri löglegt, enda hafi Einar Gunnar, sem var viðstaddur er Gunnar und- iiritaði afsalsbréfið, ekki gert um það neinar athugasemdir. Eins og fyrr segir, kveðst And- af höndum til Gunnars, sem út- rés Valberg hafa greitt það fé borgunarfjái'hæð tilboðsins nam, eða 70 þús. krónur, en á móti kom útborgun skv, tilboði Jóhannesar, 65 þ ús. krónur, þannig að fé það er Andrés gieiddi af höndum nam 5 þús. krónum, en eftirstöðvar kaup- verðs, skv. samnngum við Guð varð, voru greiddai' með skulda bréfi Jóhannesar að fjárhæð kr. 40 þús. Hagnaður af sölu þess- ari nam því 50 þús. krónum og hefði skuldabi'éf Jóhannesar fyrir eftirstöðvum kaupverðs- ins því átt að vera að fjárhæð kr. 55 þús., eins og ákveðið er í kaupsamningþ en einhverra hluta vegna hefur bréfið orðið að fjárhæð kr. 60 þús., en And- rés taldi bréfið vera sína eign. Það skal tekið fram, að með- an samningar og kaup þau, sem að framan er greint frá, fóru fram, hittust aðilar káupanna aldrei. Þannig hittust þéir aldr ei Guðvarður og Gunnar, Gunn ar og Jóhannes eða Jóhannes og Guðvarður. Eftir því, sem fram hefur komið í málinu, hefur Guðlaug- ur Einaisson engin afskpti 'haft af eignaumsýslu þessari, en Ein ar Gunnar hefur hins vegar ann azt gerð samninga Og afsals- bréfa, en samkvæmt staðhæf- ingum hans sjálfs svo og þeirra Andiésar Valbergs og Guðvarð ar Skagfjörð hafði hann enga hugmynd um að Guðvarður Skagfjörð væri ekki hinn raun- verulegi kaupandi. Rannsókn þessa máls er enn eigi lokið. ^ 7. nóv. 1959 —• Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.