Alþýðublaðið - 07.11.1959, Side 10

Alþýðublaðið - 07.11.1959, Side 10
Æskan 60 ára Sigurður Júlíus Jóhannesson. BAENABLAÐIÐ Æskan er 60 ára í dag. í*að mun hafa verið séra Friðrik Hallgríms- son, sem fyrstur átti hugmynd- ina að stofnun barnablaðs. Fyrsta blaðið af Æskunni kom út 5. okt. 1897, undir citstjórn Sigurðar Júl. Jóhannessonar skálds, en afgreiðslumaður var Þorvarður Þorvarðsson. I dag kemur'- út veglegt af- mælisblað, 10. tbl. 60. árgangs, þar sem rakin er saga blaðsins í stórum dráttum og því óþarft að fara nánar út í hana hér. Núverandi ritstjór'i Æskunnar er Grímur Engilberts, en af- greiðslumaður Jóhann Ögmund ur Oddsson, sem unnið hefur naeira og lengur við blaðið en nokkur annar eða síðan 1928. Árið 1900 var upplag Æsk- unnar 1000 eintök, árið 1940 6000 eintök, en nú um 9000 ein- tök. Hafa blaðinu borizt yfir 60 nýir kaupendur það sem af er þessu ári. Æskan er útbreidd asta barnablað Norðurlanda. Ódýr læknisþjcnusta Framhald af 3. síðu. ungur útskrifast af þeim stúd- entum, sem innritast í lækna- deildina. DOMUS MEDICA Læknarnir kváðu mikla bót verða að talstöðvum þeim, sem væntanlegar eru í læknaskóla Slysavarðstofunnar, en þær eru væntanlegar á næstunni. Helzta áhugamál þeirra félags nú er að koma upp lækningamiðstöðinni, Domus medica, en þar eiga und ir sama þaki að vera sem flestar læknis- og rannsóknastofur, á- samt rannsóknardeild. Læknafélag Reykjavíkur er annað elzta félag háskólamennt aðra manna hérlendis; hið elzta er Prestafélag Hólastiftis. Por- göngumenn þess helztir voru Guðmundur Han'nesson og Guð mundur Björnsson og helzta hvöt að stofnun þess var stofn- un Sjúkrasamlags Reykjavík- ur. í stjórn þess nú em Arin- björn Kolbeinsson, Snorri P. Snorrason og Hannes Þórarins- son. Félagar eru um 190 tals- ins. Géðar gjafir (Framhald af 4. síðu). skipta á honum og Reykjavík- urmunum, sem kunna að hafa borizt til Akureyrar. Meðal annarxa gefenda til safnsins má nefna Pál Pálma- son ráðuneytisdeildarstjóra, sem hefur gefið safninu mjög athyglisverða muni úr búi for- eldra sinna, m. a. nokkra smíð- isgripi eftir móðurafa sinn, Björn Hjaltested járnsmið. KOSNINGASKEMMTUN fyrir stuðningsfólk A-listans í Hafnarfirðj og í Garðahreppi við kosningarnar 25. okt., verður haldin í Alþýðuhúsinu í kvöld klukkan 8,30. Skemmtiatriði o-g dans. Aðgöngumiðar afhentir í Alþýðuhúsinu eftir klukkan 2 e. h. á laugardag. A-lis ALfiÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN í Norðurlandskjördæmi eystra gangast fyrir A-lista fagnaði í kvöld 7. nóvember kl. 9 e. h. aS Hótel KEA. Til skemmtunar verður: Ávörp. söngur Aðgöngumiðar seldir á Kirkjubraut 6 kl. 2—5 £ dag. A-lisfa skemmfun á Akranesi A-LISTA skemmtun fyrir Vesturlandskjördæmi verður haldin á Akranesi annað kvöld, (sunnud.). Fer liún fram, á Hótel Akranes og hefst kl. 9 síðdegis. Benedikt Gröndal og Pétur Pétursson flytja ávörp. Flutt verða skemmtiatriði og loks dansað. Á-lisfa ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN á Suðurnesjum efna til A- Iista skemmtunar fyrir starfsfólk £ kosningunum og aðra stuðn ingsmenn sína í Ungmennafélagshúsinu í Keflavík nk. sunnudagskvöld, þ. e. annað kvöld, kl. 9. Ávörp flytja Emil Jónsson og Guðmundur í. Guðmunds- son. Hanna Bjarnadóttir og Karl Guðmundsson skemmta. Dans. — Aðgöngumiða má vitja til stjórna Alþýðuflokksfé- laganna á viðkomandi stöðum: £ ceflavík verða miðar af- hentir í Ungó frá kl. 2—4 á rnorgun. , skemmfun í Kefl< ð skemmfun á Akureyri RÖGN'VALDUR SIGUR- JÓNSSON, píanóleikari er ný kominn heim úr tveggja vikna hljómleikaför til Þýzka- lands. Hélt hann þar tvenna hljómleika, í KÖln og Bens- berg. Á heimleið kom hann við í Kaupmannahöfn og lék þar inn á plöíu. Hljómleikaför þessi var far in að frumkvæði mennta- málaráðuneytisins en milli- göngu annaðist þýzka sendi- ráðið hér, og sýndi Hirchfeld sendiherra sérstakan áhuga fyrir málinu. Rögnvaldur spil aði í fyrra í útvarp í Þýzka- landi, en gat þá ekki komið því við að halda hljómleika. Var honum því boðið á vegum hljómleikaráðsins þýzka að halda tvenna hljómleika nú í Köln. Fyrir hljómleikunum stóð félagsskapur listamanna og listunnenda í Köln, en veg og vanda af komu Rögnvalds til Kölnar höfðu þrír aðilar fyrrnefndur félagsskapur, þýzka músikráðið, sem hefur yfirumsjón með öllu tónlistar lífi í landinu, og þýzk-ís- lenzka félagið í Köln, sem starfar með miklum blóma í borginni. Hafa allir félags- menn mikinn áhuga fyrir ís- landi og menningartengslum við ísland. í félaginu eru margir norrænufræðingar, meðal þeirra prófessor Hein- rich, sem á stærsta íslenzka fornbókmenntasafnið í Þýzka landi. Til gamans má geta þess að sonur Adenauers er í stjórn félagsins, en hann er einn af borgarstjórum Kölnar. Eftir fyrri hljómleika Rögnvalds hélt félagið honum hóf. Voru þar viðstaddir allir íslending ar í borginni. Einnig var þar prófessor Mersman, forseti Músíkráðsins þar viðstaddur. Hljómleikarnir voru mjög vel sóttir og móítökur áheyr- enda mjög hlýlegar. Á efnis- skránni voru m. a. íslenzk lög, rímnadanslög eftir Jón Leifs, í útsetningu Rögnvalds og sónatína eftir Jón Þórarins- son. Að öðru leyti var efnis- skráin samansett af Bach, Lizt, Schumann, Debussy og Prokofieff. Gagnrýni var ekki komin þegar Rögnvaldur fór frá Þýzkalandi. Rögnvaldur kveður mjög á nægjulegt að hafa kynnzt öllu því fólki sem hann hitti í ferðalaginu og er öllum aðil- um mjög þakklátur fyrir inni legar móttökur. Og að sér hafi þótt sérlega gaman að koma í þetta gamla menningarland, þar sem tónlistin hefur ávallt verið í svo miklum hávegum höfð. Sérstaklega kveðst Rögn- valdur vera þakklátur Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráð- herra fyrir góða fyrirgreiðslu og mikinn áhuga fyrir förinni og sendiráðsstarfsmönnum hér fyrir að hún mætti takast sem bezt. Frá Köln fór Rögnvaldur til til Kaupmannahafnar, dvaldi hann þar í nokkra daga, og lék inn á plötu á vegum Fálkans h.f. á His Master’s Voice plötu, sem gefin verður út á alþjóðamarkað. Lögin sem Rögnvaldur lék þar eru La Campanella eftir Paganini- Lizt og nokkrar etýður gftir Chopin. Vonir standa til að platan komi út fyrir jól. r vepa smyglfréflar Á FORSÍÐ Alþýðublaðsins í dag birtist grein, sem að nokkru leyti er byggð á við- tali við mig. Ég hef orðið þess var að ýmsir hafa skilið grein- ina svo, að meginefni hennar væri eftir mér haft, en þar sem þáð er fráleitt að ég hefði látið mér um munn fara ýmislegt af því sem greinarhöfundur segir, vil ég biðja blað yðar að birta eftirfarandi leiðréttingu. Ég hélt því aldrei fram að mikið kvæði af smygli, blaðá- maðurinn fræddi mig hins veg- ar á því, að mikið væri selt af smygluðum vörum í bænum, og samsinnti ég að ég hefði heyrt um þetta orðróm en hefði hins vegar engar sönnur í höná urn um það, og áð tollgæzlunni hefði ekki tekizt að grafast fyr- ir um hvar uppsprettur að slíku smygli væri, ef sögusagn- ir um það væru réttar. Ég sagði því heldur ekkert um að miklu væri smyglað af ákveðn- um varningi, en svaraði fyrir- spúrn um það, hverjar væru helztu tegundir smyglvarnings, á þá lund, að sjálfsagt væri einkum leitast við að smygla því, sem mest væri upp úr að hafa, þ. e. hátollavarningi eða vörum, sem væru torfengnar og seldust af þeim ástæðum fyrir meira sannvirði, eins og oft væri tilfellið með ýmsan kvenfatnað. Um skófatnað tók ég fram, að mikið virtist vera í notkun af skófatriaði, sem ekki væri fluttur inn eftir venjulegum leiðum, og að skó- kaupmenn kvörtuðu um litla sölu á kvenskóm. Gerði ég jafn framt grein fyrir því, að tals- vert bærist að sjálfsögðu til landsins af þeirri vöru án þess að um smygl væri að ræða, t. d. með ferðamönnum, sem notuðu tækifærið til að fá sér skó á fæturna, er þeir skryppu til útlanda. Að lokum skal tekið fram: I samtalinu var hvSrgi að því vikið hvorki af mér né blaðamanninum, að innflutn- ingsverzlanir eða heildsalar væru grunuð um smygl eða dreifingu á smyglvarningi, enda hef ég ekki neina ástæðu til að láta slíkt frá mér fara. Blaðamaðurinn hélt því ákveð- ið fram að smásöluverzlanir hefðu mikíð til sölu af smygl- varningi, en ég svaraði honum því, sem áður greinir að ég hefði heyrt nokkurn orðróm um þetta, en sönnur hefði ég ekki fyrir því. Reykjavík, 6. nóv. 1959, Unnsteinn Beck. emasigrun- argíer er ómissándi í húsið. Húselg'enciijr. Onnumst allskonar ▼arn»» og hitalagnir. BITAIAGNI* fcJL Símar 33712 — 35444. 10 7- nóv- 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.