Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 1

Skírnir - 01.01.1898, Blaðsíða 1
Skýrslur og reikningar fjelagsins 1898, m m, Bækur þær, er fjelagið hefur gefið út 1898 og látið útbýta meðal fjelagsmanna fyrir árstillagið, 6 kr., eru þessar: Skírnir (um árið 1897), fyrra hefti........kr. 0.75 Skírnir (um árið 1897), siðara hefti .... —- 0.25 Tímarit XIX.................................— 3.(X) Islenzkar gátur, þulur og skemtanir VI ... — 2.00 Landfræðissaga II 3.........................— 1.50 Safn til sögu Íslands III 3.................— 1.25 Íslenzkt fornbrjefasafn VI..................- 4.00 kr. 12.75 Á hinum fyrra ársfundi Reykjavíkurdeildarinnar 21. mars 1898 mintist forseti tveggja látinna heiðursfjelaga, þeirra prófessoranna Japetusar Steenstrups í Kaupmannahöfn og C. B,. Ungers í Kristía- níu. Síðan lagði hann fram endurskoðaðan ársreikning deildar- innar íýrir árið 1897 og skýrði frá efnahag deildarinnar, sem hafði færst talsvert i lag á reikningsárinu, og vóru skuldir deildarinnar við árslok rúmlega 1400 kr. Samkvæmt ályktun á fundi 8. júlí 1897 hafði stjórniu borið undir alla hjerlenda fjelagsmenn spurn- inguna um afnám eða framhald útlendu frjettanna í Skírni, og var niðurstaðan sú, að 82 atkvæði vóru ineð framhaldi frjettanna, enn 80 á móti. Athugavert var það, að út um land var allur þorri þeirra, sem atkvæði greiddu (64 : 36), einkum bænda, meðmæltur framhaldi frjettauua, enn í Reykjavík allur þorrinn á inóti (44 : 18). Samkvæmt þessari atkvæðagreiðslu gat stjórn deildarinnar eigi mælt með afnámi frjettanná, og hafði enginti fundarmanna neitt við það að athuga. Á fundinum var samþykt tillaga frá stjórn- inni um að veita henni heimild til að semja við Hafnardeildina um, að báðar deildir í sameiningu heiti verðlaunum, alt að 500 kr., fyrir vel samda ritgjörð um sögu Íslands á þessari öld. Brjefa- fjelagi var kosinn bókfræðingur Jóu Borgfirðingur. Sklrnir 1898. 1 b

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.