Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Síða 51

Skírnir - 01.01.1898, Síða 51
Auglýsing. Hið íslenska bókmentafjelag beitir hjer með verölaunum, að upphæð 500 krónum, fyrir vel samið yfirlit yfir sögu íslands á 19. öld, með þeim skilyrðum, sem nú skal greina: 1. Ritgjörðir þær, sem ætlað er að viuna til verðlaunanna, mega ekki vera lengri en svo, að nemi á að giska 30—35 örkum, prentuðum í sama broti og með sama letri og „Safn til sögu ís- lands“, og skulu þær vera komnar i hendur forseta Reykjavíkur- deildarinnar eigi síðar enn 1. júli 1904. 2. Til að dæma um ritgjörðir þær, er keppa til verðlauna þessara, skal skipa 5 menn i nefnd, og skal það gert fyrir árs- lok 1903 og síðan auglýst, hverjir í dómnefnd eru og hvern hún hefur kosið formann sinn. Deildin í Kaupmannahöfn tiltekur nefudarmenn alla, enn að eins meðal búsettra mauna í Reykjavík. Þegar eftir 1. júli 1904 afhendir forseti deildarinnar í Reykjavik formanni dómnefndarinnar ritgjörðir þær, er haun hefur veitt viðtöku, og skal dómnefndin hafa kveðið upp dóm sinn fyrir árs- lok sama ár, og skýrir hún þegar forseta frá áliti sínu og af- heudir honum um leið aftur ritgjörðirnar. Ritgjörðirnar skulu vera nafnlausar, enu auðkendar með einhverri einkunn. Nafn höfundarins skal fylgja í lokuðu brjefi með sömu einkunn utan á, sem ritgjörðin hefur. í nefndinni ræður afl atkvæða. Verðlaunin fær sú ritgjörð, sem nefndin dæmir verða launanna og útgáfu af fjelaginu. 8je um fleiri enn eina slíka ritgjörð að ræða, veitir nefndin þeirri ritgjörð öll verðlaunin, sem hún telur besta. 3. Báðar deildir bókmentafjelagsins í sameiningu eiga rjett til að gefa út fyrstu útgáfu af ritgjörð þeirri, er verðlaunin hlýt- ur, þó með því skilyrði, að þær greiði höfundi vanaleg ritlaun, 4 b*

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.